Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. MARS 1993 Fréttir □önsku hestamennirnir Paul Rask og Steen Christensen eru hér að leggja af stað frá Viborg í Danmörku áleiðis til Peking í Kína. í förinni notast þeir við íslenska hesta en félagarnir reikna með að vera á annaö ár á leiðinni sem er um 15 þúsund kílómetrar. Kínaferð Pauls Rask á íslenskum hestum hafin: Reið 87 kílómetra fyrstu tvo dagana „Vandræðabam“ Húsavikurflugvallar: 300 mil|fónir þarf í brautina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Þaö eru tveir möguleikar uppi varðandi flugbrautina á Húsavík, annars vegar aö halda áfram vinnu viö lengingu brautarinnar og mal- bika hana meö tilheyrandi 300 millj- óna króna kostnaöi eða maibika og ganga frá flugbrautinni í þeirri mynd sem hún er í núna en það kostar um 100 milljónir. Mér viröist ekki vera vilji fyrir því hjá heimamönnum að fara dýrari leiðina enda þýðir það án efa mun lengri bið eftir að fram- kvæmdum ljúki,“ segir Gunnar Odd- ur Sigurðsson, umdæmisstjóri Flug- málastjórnar á Norðurlandi. Flugbrautin á Húsavíkurflugvelli hefur verið „vandræðabam" lengi og hefur lokast nokkrum sinnum á ári vegna aurhleytu, t.d. þegar frost er að fara úr jörðu. Mjög lélegu efni var ekið í brautina fyrir nokkrum árum og brautin breytist árlega í druUusvað með tilheyrandi ófærð. Þegar tekist var á um varaflugvöll fyrir millilandaflugið fyrir nokkrum árum komu Húsavíkurflugvöllur og vellimir á Sauðárkróki og Egiisstöð- um helst til greina, auk vallarins á Húsavikurflugvöllur; 300 milljónir í viðbót? Akureyri. Á kjörtímabili síðustu rík- isstjómar hófust framkvæmdir við lengingu brautarinnar á Húsavík í 2000 metra en síðan var ákveðiö að flugvöllurinn á Egilsstöðum yrði varaflugvöllur. Húsvíkingar eru orðnir langþreytt- ir á þeim vandræðum sem ástand flugbrautarinnar hefur í for með sér og hefur oftsinnis þýtt að þurft hefur að aka fólki til og frá Akureyri í veg fyrir flugvélar. Enn um sinn verður þó að bíða eftir bundnu slitlagi á brautina því lagning þess er ekki á flugmálaáætlun. Akureyrarflugvöllur: Danski hestamaðurinn Paul Rask hélt af stað í Kínafor sína á ísfensk- um hestum á laugardagsmorgun. Með Rask í för er Steen Christensen og sex íslenskir reiðskjótar. Áætlar Rask að vera tvö ár á leið sinni til Peking í Kína. Leiðin frá Dollerup á Jótlandi til Peking er alls um 15 þús- und kílómetrar. í fyrsta áfanga lögðu Rask og félagi hans 32 kílómetra að baki en 55 kíló- metra daginn eftir. Munu reiðmenn- imir vera við þýsku landamærin á fimmtudag. Þaðan liggur leið þeirra til Kiel og áfram til Póllands. Farið verður inn í Rússland við Brest, riðið suður um Kiev. Verður 48. breiddar- baugnum fylgt til Volgograd norður um Kaspíahaf, inn í Mongólíu, um Ulan Bator og að lokum til Peking. -hlh NORÐUR- o ÍSHAF ínrrjíkk^ -yj jr O OMOSKVA r-0/)j Kalan9° LJ. Magadan') . S A M V E U Dfi S R í K I N Tóbdsk X''-s L Voloqrad f N ' "'Omsk * iBerings- naf Okhotska- hst iívatn Ulsnhator MONGÓLÍA 500 KM Tveir Danir leggja af staö 20. mars ríðandi á íslenskum hestum frá Danmörku til Kína. Gera þeir ráð fyrir að ferðin taki eitt og hálft ár. Vegalengdin er 15 þúsund km. KÍNA Helmingsstækk* un f lugstöðvar Gylfi Kristjánssan, DV, Akuxeyn: Hönnunarvinna við viðbyggingu flugstöðvarinnar á Akureyri er í full- um gangi þessa dagana, og er áætlað að hefja verklegar framkvæmdir í haust að sögn Gunnars Odds Sig- urðssonar, umdæmisstjóra Flug- málastjórnar á Norðurlandi. Flugstöðin á Akureyrarflugvelli er um 800 fermetrar að stærð og allt of htil þegar mest er um farþega þar. Þá er nánast engin aðstaða til að af- greiða farþega í millilandaflugi þótt talsvert sé um slíkt flug sem eykst á hverju ári. Viöbyggingin við flugstööina verð- ur alls um 850 fermetrar og verður unnin í tveimur áfóngum. Ýmiskon- ar hagræðingu verður komið á í stöö- inni með tilkomu viðbyggingarinnar og þar verða m.a. færanlegir veggir svo hægt verði að nýta stöðina sem best hverju sinni. í dag mælir Dagfari Með lögum skal land byggja Höllustaðabændur hafa löngum verið lögfróðir menn. Bjöm á Löngumýri, sá margfrægi fram- sóknarmaður og allsheijargoði í Húnaþingi, er löngu landskunnur fyrir lögspeki sína sem fram hefur komið í margfóldum þrætumálum hans \dð yfirvöld í sýslunni enda vissi Björn bóndi Pálsson jafnan meira um það hvaö lög leyfðu held- ur en sýslumaður og dómsmálayf- irvöld. Frændi hans og bróðursonur, Páll Pétursson, er enginn eftirbát- ur Bjöms og Páll, sem líka er bóndi og með próf upp á það frá bænda- skólum, hefur tileinkað sér lög- speki ættarinnar. Alþingi hefur notið góðs af lögvísindum Páls frá Höllustöðum sem hefur hvað eftir annað sagt alþingismönnum hvað séu lög og hvað séu ekki lög og skiptir þá engu hvort alþingi sé að afgreiða frá sér lagabálka. Páll veit alltaf manna best hvort lögin, sem alþingi hefur samþykkt, séu lög eða ekki lög. Því miður hefur alþingi ekki allt- af tekið mark á athugasemdum Páls Péturssonar og það gekk raun- ar fram af Páli hinum lögfróða þeg- ar alþingi samþykkti samningana um evrópska efnahagssvæðið sem Páll segir að stríði gegn sjálfri stjórnarskránni og hafi ekkert lagagildi. Samt samþykkti meiri- hluti alþingis þessa samninga með lagagildi. Nú hefur Páll á Höllustöðum gripið til þess ráðs, til að koma vit- inu fyrir alþingi, að leggja til að skipað verði sérstakt lagaráö sem verður alþingi innan handar um að segja til hvaða lög standist lög. Páll vill skipa þrjá menn í nefnd sem hafi yfirumsjón meö löggjafar- samkundunni og ef tillagan nær fram að ganga er nokkuri byrði létt af Páh sjálfum. Þá þarf hann ekki sjálfur sífellt að segja þinginu fyrir verkum og hafa stöðugar áhyggjur af því að alþingi afgreiði einhverjar lögleysur. Lagaráð er auðvitaö löngu tíma- bært. Það mundi leysa margan vandann. Á alþingi sitja margir menn sem ekki hafa hundsvit á því hvað lög eru og svo höfum við heilt gengi af embættismönnum sem fjalla um lög og framfylgja þeim og annað gengi í dómarastörfum sem hamast við að úrskuröa hvað sé lögmætt og hvaö standist lög. Þar að auki er þjóðin öll í sífelldum vandræðum með að vita hvort hún fari að lögum, sem þýðir að það er ekki hægt að taka mark á þeim lög- um sem alþingi afgreiðir. Það veit enginn hér á landi hvað eru lög og hvað eru ekki lög. Nema þá helst Páll á Höllustöðum sem þingið tek- ur ekki mark á þegar það er að setja lög sem ekki standast lög. Með því að velja þrjá menn í laga- ráö, að tillögu Páls, geta þessir þrír menn sagt til um það hvað er lög- legt í landinu. Ef alþingismanni dettur í hug að flytja frumvarp til laga um breytingar á lögum eða þá að hann flytur frumvarp til splunkunýrra laga geta þessir þrír útvöldu menn kveðið upp dóm um það að frumvarpið standist ekki lög og þar með er þingmanninum bannað að flytja frumvarpið. Enn- frémur geta þessir þrír menn, þeg- ar upp kemur ágreiningur um lög sem sett hafa veriö, kallaö saman fund og sagt til um hvort og hvað sé réttur skilningur á lögum. Meö því er óþarfi að skjóta ágreinings- málum til dómstóla og hægt að leggja niður dómsmálakerfið og hæstarétt. Lagaráðið mun að sjálfsögðu hafa full samráð við Pál á Höllustöðum um sínar endanlegu niðurstöður svo að ekki fari á milli mála að Páll geti sætt sig við lögin og skiln- ing manna á þeim svo ekki þurfi aö skipa annað lagaráð til að leggja dóm á áht lagaráðsins sem Páll viil að sett sé á laggirnar. Með þessu móti verður komist hjá þvi að Páll Pétursson þurfi að segja þing- mönnum, aíþingi, ríkisstjórn eða dómstólum fyrir verkum, þegar ágreiningur kemur upp um þaö hvað standist lög af þeim lögum sem sett eru. Jafnvel þótt stjómarskráin kveði á um það að þingmenn geti áfram flutt einhver dellufrumvörp og al- þingi samþykkt einhver dellulög þá verður lagaráðið nokkurs konar yfiralþingi sem gefur út yfirlýsing- ar um það til almennings að lög, sem sett eru, standist ekki. Þar með þurfa menn ekki að velkjast í vafa um hvað séu lög og hvaö séu ekki lög. Þetta er þægileg aðferð og alveg í samræmi við þá lögspeki sem þeir Höllustaðabændur í Húnaþingi hafatileinkaðsér. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.