Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.03.1993, Blaðsíða 15
ÞRIÐ JUDAGUR 23. MARS1993 15 H venær varð amma þín læs? Undanfarið hafa menn verið að ræða um læsi og ólæsi. Tilkynnt hefur verið fyrirfram um niður- stöður af nýlegri lestrarkönnun sem bendir til þess að 25-30% þjóð- arinnar séu ólæs eða illa læs. Af þessu tilefni halda menn fundi og koma fram í sjónvarpi og ræða alvörugefnir um það hvenær þau undur hafi gerst aö unga kynslóðin hafi orðið svo heimsk að hún kunni ekki lengur að lesa. Það dettur nefnilega engum annað í hug en að þetta hafi gerst á allra síðustu árum. Þeir sem nýlega voru ungir og eru nú gamlir telja kynslóð sína alla hafa verið læsa og setið sumar- kvöldin löng með bók í hönd, oft íslendingasögu. Svo setjast menn niður og leita í höíði sínu orsakanna að þessum Kjallaiinn „Svariö er að þjóðin hefur aldrei verið jafnvel læs og nú. Það er nefnilega þjóð- saga að allir hafi alltaf kunnað að lesa.“ Eiríkur Brynjólfsson rithöfundur og þýðandi „Ef hluti unglinga er ólæs þá hlýtur að minnsta kosti jafnstór hluti for- eldranna aó vera það líka,“ segir í texta greinarhöfundar. ósköpum en finna vitaskuld ekki neitt, enda finnur fólk ekkert ef það leitar á röngum stað. Ein gömul lestrarkönnun Ég hef alltaf grunaö ömmur þess- arar þjóðar um græsku. Ég held að þær hafi ekki verið jafnvel læsar og af er látið. Mér vitanlega hefur aðeins einu sinni áður verið gerð könnun á læsi þjóðarinnar. Það var um miðja 18. öld að Ludvig Harboe og Jón Þorláksson ferðuðust um landið og prófuðu börn og unghnga í lestri og skrift. Niðurstaðan var að um það bil 'A þjóðarinnar var læs og skrifandi á árunum 1741—45. Okkur hefur farið fram Þjóðinni brá að vonum og líklega er þetta ástæða þess að engin lestr- arkönnun hefur farið fram fyrr en nú. Menn hafa óttast niðurstöðuna og talið miklu einfaldara að ljúga bót og betrun á sig og sína. Nýja könnunin sýnir sem sagt að tölumar hafa um það bil snúist við, þ.e. jafnmargir teljast læsir nú og voru ólæsir fyrir tveimur öld- um. Mér þykir þetta benda til þess að við séum enn á framfarabraut og verðum víst að viðurkenna það að ömmur okkar voru ekki jafn vel læsar og af er látið. En hvemig er mögulegt að þjóðin sem hélt að hún væri 100% læs (fyr- ir utan fávita) reynist bara vera 70-75% læs? Hvenær urðu þessi undur? Svarið er að þjóðin hefur aldrei verið jafnvel læs og nú. Það er nefnilega þjóðsaga að allir hafi allt- af kunnað að lesa. Fyrir nokkrum ámm fengu bara sumir að fara í framhaldsskóla en hinir hættu í skóla og fóru að vinna og öllum var sama um það hvort þeir kunnu að lesa eða ekki. Nú eiga hins vegar alhr þess kost að fara í framhalds- skóla og þá kemur þessi hrylhngur í ljós: Þjóðin kann ekki að lesa. Ef hluti unglinga er ólæs þá hlýtur að minnsta kosti jafnstór hluti for- eldranna að vera það líka. Loks þegar þetta er viðurkennt er möguleiki á að leysa máhð með því að kenna fólki almennilega að lesa eða með því að banna öllu þessu fólki að fara í skóla eins og nú virðast ýms teikn á lofti um. Eiríkur Brynjólfsson Um rekstrarkostnað lífeyrissjéða DV fjallar um rekstrarkostnað lífeyrissjóða á blaðsíðu 4 mánudag- inn 15. mars sl. Þar er því slegið fram að af 10 stærstu lífeyrissjóð- um landsins hafi rekstrarkostnað- ur á árinu 1991 verið mestur hjá Lífeyrissjóði bænda og Lífeyris- sjóði Austurlands. Við þessa fram- setningu vil ég gera nokkrar at- hugasemdir. Fyrst er aö nefna að uppgjörsaö- ferðir sjóðanna eru ekki samræmd- ar, t.d. eru kaup á búnaði og tækj- um ýmist færð sem eignir, sem síð- an eru afskrifaðar á einhverju ára- bih, eða gjaldfærð sem rekstrar- kostnaður á kaupári. Á árinu 1991 endumýjaði Lífeyrissjóður bænda tölvubúnað sinn. Um var að ræða endumýjun á 5-6 ára gömlum bún- aöi en mestu máh skipti að vinnslu- geta aðaltölvu sjóðsins var orðin alltof htíl og ekki unnt að auka hana. Endumýjunin var því óum- flýjanleg. Kostnaður vegna þessa nam 5,88 mihjónum króna og var hann gjaldfærður á kaupári. Þetta gerist auðvitað ekki á hverju ári. Að teknu tihiti til þessa lendir Líf- eyrissjóður bænda um miðbik þess hsta yfir rekstrarkostnað 10 stærstu hfeyrissjóða landsins sem DV gerir að umfjöllunarefni. Varasamur samanburður Umíjöhun DV er byggð á skýrslu sem Bankaeftirht Seðlabanka ís- lands vann upp úr ársreikningum lífeyrissjóða fyrir árið 1991 svo og tryggingafræðilegum úttektum á Kjallariim Benedikt Jónsson, framkvæmdastjóri Lífeyris- sjóðs bænda áreiðanleik þeirra fuhyrðinga sem settar eru fram á síðum DV því að þetta kemur fram í inngangi að skýrslu Bankaeftirlitsins. Þar era líka gerðir fyrirvarar um réttmæti samanburðar á mihi einstakra líf- eyrissjóða og rakin ýmis dæmi þar um. Þessir fyrirvarar hefðu getað orðið glöggum rannsakanda tilefni th að kanna viðfangsefnið nánar. Þó að í skýrslunni komi ekki fram launakostnaður hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og Lífeyris- sjóði sjómanna þá þýðir það ekki að enginn starfsmaður vinni fyrir þessa sjóði eða að þar sé unnið kauplaust. Þessi kostnaður er í skýrslunni innifahnn í hðnum „Annar rekstrarkostnaður" vegna þess að starfsemi þessara sjóða er það samofin annarri starfsemi inn- „Fyrst er að nefna að uppgjörsaðferðir sjóðanna eru ekki samræmdar, t.d. eru kaup á búnaði og tækjum ýmist færð semeignir . . . eða gjaldfærð sem rekstrarkostnaður á kaupári.“ sjóðunum frá ýmsum tímum. Það er því ekki rétt sem segir í leiðara DV þennan sama dag að Bankaeft- irhtið hafi gert tryggingafræðhega úttekt á sjóðunum þó að það skipti ekki öðm máh hér en að vitna um an sömu veggja að erfitt er að greina sundur launakostnað hinna einstöku rekstraraðha. Þetta dæmi sýnir hversu varasamt er að bera rekstrarkostnað saman með þeim hætti sem gert er í DV. Onákvæmar reglur Þeir tíu stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem DV fjallar um, búa við afar misjöfn rekstrarskhyrði og aðstæður. Þaö veldur því að rekstur þeirra hvílir mjög mismun- andi þungt á þeim sjálfum. Sumir hafa mikinn hag af nábýh viö aðrar stofnanir, bæði hvað varðar hús- næði og mannafla, eins og áður er nefnt, aðrir hafa verulegar rekstr- artekjur á móti kostnaði og fleira mætti tína th. Það er raunar gahi á annars ágætum og löngu tíma- bæmm reglum Bankaeftirhts Seðlabanka Islands um gerð árs- reikninga iífeyrissjóða, að útfærsla nokkurra lykilatriða er ekki nægi- lega nákvæm. Þetta á bæði við um fjárfestingar af því tagi sem ég nefndi hér að ofan og varða rekstur sjóðanna og eins um færslu fjár- magnstekna, sem aftur em grund- vöhur útreikninga á ávöxtun. Hvort tveggja eru lykhstærðir í reikningum lífeyrissjóða og höfuð- máh skiptir að þær séu saman- burðarhaefar, ekki hvað síst ef skylduaðhd að lífeyrissjóðum verð- ur afnumin eins og rætt hefur ver- ið um. Það er líklega ekki hægt að æti- ast th þess að blaðamaður og leið- arahöfundur DV hafi áttað sig á þeim atriðum sem hér hafa verið nefnd. En það er alveg nauðsynlegt að þau komi fram. Benedikt Jónsson „Helstí vaxtarbrodd- ur í íslensku atvinnulífi á undanförnum árum hefur verið í ferða- mannaiðnað- Gunnar K. Gunnars- inmn. Það son, framkvæmda- hefur hins stjóri Handknatt- vegar reynst leikssambands ís- dýrt að aug- lands. lýsa upp landiö í erlendum fjöl- miðlum. Á HM 1995 á íslandi er búist viö 700 blaöa- og frétta- möimum og veröur þar því kjörið tækifæri til að koma kostum ís- lands sem ferðamannalands á framfæri á siðum heimsblaöanna og í útsendingar í sjónvarpi. Auk ofangreindra fréttamanna má búast við a.m.k. 800 áhang- endum þeirra hða sem heim- sækja okkur. Keppnin tekur um hálfan mánuð og ef hver áhang- andi og fréttamaður eyðir um 7.000 kr. pr. dag í gistíngu, fæði og annað verða tekjur islensks þjóðarbús af þessu um 150 milfj- ónir. Ahir þessir, auk liðanna, þurfa einnig að greiða fyrir ferðir sínar th og frá landinu eða sam- tals um 2.000 manns. Ef reiknað er með að meðalverð sé um 30.000 kr. á flugmiöa og Flugleiðir flyfji um 80% af öhum sem koma, eru tekjur Flugleíða af þessu um 50 mhljónir. Ofangreindar tölur eru lágmarkstölur en gætu orðið mun hærri. Keppnin fer fram á tíma þegar bæði gistirými og flutningageta Fiugleiöa era van- nýtt. Ljóst er aö mikil umræða og áhugi veröur á handknattleik meðan keppnin fer fram.“ Máekkitil þess hugsa „Eg hef alla tíð verið þeirrar skoð- unar að viö ættum ekki að sækjast eftir því að halda heims- meistaramót- . .. . iðhérálandi Hannes Þ. Skgurös- árið 1995. Þeg- ar son á sæti í fram- kvæmdastjórn ÍSÍ. mynd skaut fýrst upp kohinum sá ég strax aha vankanta á henni. Mér finnst þessar vangaveltur manna þyngri en tánim takL Aðalástæöan er sú aö viö höfum engan veginn fjárhagslegt bol- magn th þess að taka þetta að okkur. Ég hef séð fjárhagsáætlun fyrir keppnina og þar er gert ráð fyrir um 43 þúsund áhorfendum. Eg á eftírað sjá það ganga upp í því efnahagsástandi sem við lif- um við um þessar mundir. Áhorf- endur á sumum leikjunum í Sví- þjóð vora um eitt hundrað. Hve margir kæmu til með að greiöa 1.500-2.000 krónur fyrir að sjá Dani leika gegn Suður-Kóreu á Akureyri? Við eigmn frábært landshð í handknattleik. Það er synd hvem- ig búiö er að því fjárhagslega. Lið- ið kemst varla skamnhaust úr landi til þátttöku á mótum erlend- is. Éjárhagur Handknattleikssam- bandsins er slíkur. Við íslending- ar verðum að vera raunsæir og ganga að öhum hlutum af fuhri ábyrgð. Við átium aö hoppa strax á það þegar aörar þjóðir vom til- búnar aö taka yfir framkvæmd kepnnmar^og^gretóajafhvel fyrir afþéssuveröi." -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.