Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Skipta þarf um þing Ef Borís Jeltsín Rússlandsforseti hamrar ekki jámið meðan það er heitt, er farið síðasta tækifærið til að knýja fram vestrænar umbætur í stjómmálum og efnahag landsins. Þær verða að víkja fyrir ægivaldi þingsins, þótt þær hafi verið staðfestar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Rúslan Khasbúlatov þingforseti hefur að hefðbundn- um hætti kommúnista túlkað sér í hag niðurstöður þjóð- aratkvæðagreiðslunnar og segir brýnt, að þingið skipi ríkisstjóm fram hjá forsetanum. Ekki er hið minnsta sáttahljóð í honum eða öðrum fulltrúum gamla kerfisins. Því lengra sem líður frá þjóðaratkvæðagreiðslunni, þeim mun erfiðara verður fyrir Jeltsín að nýta sér sigur- inn í henni. Þess vegna er fráleitt að ætla, að honum takist að ná málamiðlun við kommúnista þingsins, án þess að gefa eftir stjómmála- og efnahagsumbætumar. Rússneska þingið er arfur frá tímum kommúnismans og er enn á þeim nótum. Það hefur hagað sér og mun haga sér eins og það sé hinn raunverulegi valdhafi í land- inu. Þessi stefna styðst við gömul form, sem giltu á tíma kommúnisma sovétanna, þótt þau væm þá ekki notuð. Jeltsín er hins vegar kjörinn forseti eftir lýðræðisleg- um leikreglum eins og við þekkjum þær á Vesturlöndum. Hann hefur nú í þjóðaratkvæðagreiðslu fengið ótvíræða traustsyfirlýsingu sem forseti. Og efnahagsumbætur hans hafa fengið svipaða traustsyfirlýsingu. Þar sem stjómlagadómstóll Rússlands er arfur frá kommúnismanum, úrskurðaði hann, að ekki væri að marka, þótt meirihluti kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni óskaði eftir þingkosningum hið fyrsta. Dómstóllinn setti ítarlegri skilyrði, sem ekki var hægt að uppfylla. Jeltsín verður að byggja á þeim mun, sem felst í lýð- ræðislegum og lýðræðislega staðfestum völdum hans og hins vegar í sagnfræðilegum völdum stofnana, sem vom skipaðar á tímum kommúnismans, hafa lítinn stuðning í rússnesku nútímaþjóðfélagi og endurspegla það ekki. Kashbúlatov og meirihluti þingmanna em fulltrúar hinna gömlu forréttindastéttar, sem beitir núna öllum klækjum og útúrsnúningum til að varðveita aðstöðu sína sem nómenklatúm í landinu og aðstöðu sína til að blóð- mjólka þjóðarbúið til eigin peningalegra hagsbóta. Með gamla þingið á móti sér, með gamla stjómlaga- dómstólinn á móti sér, með seðlabanka ríkisins á móti sér, með skriffinna embættakerfisins á móti sér, með forstjóra ríkisfyrirtækjanna á móti sér, er Jeltsín dæmd- ur til að tapa málamiðlunum um efnahagsumbætur. Jeltsín á ekki aðra leið til að nýta sigurinn í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í þágu rússneskrar framtíðar en að boða til þingkosninga, svo að nýtt þing endurspegli þjóð- arviljann á sama hátt og forsetaembættið gerir. Allar samningatilraunir hans em ella dæmdar til að mistakast. Með nýju þingi getur Jeltsín höggvið á hnútinn og fengið nýjan sljómlagadómstól, nýjan seðlabanka, nýja skrifönna og nýja forstjóra. Líklegt má telja, að meiri- hluti Rússa muni í þingkosningum styðja frambjóðendur vestrænna umbóta í stjómmálum og efnahagsmálum. Staða Jeltsíns er tvíeggjuð. Annars vegar hefur hann og umbótastefna hans unnið eindreginn sigur í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Hins vegar hikar hann við að taka rök- réttum afleiðingum sigursins. í stað þess að senda þingið heim, er hann enn að leita málamiðlunar við það. Þjóðaratkvæðagreiðslan gaf Rússum lykil að framtíð- inni. Nú er það á færi Jeltsíns eins að finna skrána, svo að ljúka megi upp dyrunum. Hann þarf að skipta um þing. Jónas Kristjánsson ,Auknar hæfniskröfur þarf aö gera til þeirra sem hanna stór mannvirki og vandasöm. Reglugerð mótmælt Nýlega gaf umhverfisráöuneytið út reglugerð um breytingu á bygg- ingareglugerð nr. 177/1992. Með breytingu þessari er fellt úr gildi eldra ákvæði byggingareglugerðar þess efnis að hönnuður skub hafa að minnsta kosti eins árs starfs- reynslu hérlendis til þess að fá leyfi til að gera uppdrætti að mannvirkj- um hér á landi. Verkfræðingafélag íslands hefur mótmælt þessari breytingu og von- ast til að hún verði endurskoðuð. Félagið telur að fremur beri að herða kröfur sem gerðar eru til þeirra er óska eftir að fá leyfi til að gera uppdrætti en minnka þær. Neytendavernd Verkfræðingafélag íslands lítur á það sem nauðsynlega neytenda- vernd að kröfur séu miklar varð- andi ofangreint atriði. Mörg dæmi eru um skaða sem hlotist hefur af því að erlendir hönnuðir hafa ekki haft næga þekkingu á staðháttum á íslandi. Til að mynda standast ýmsar húsa- gerðir, sem vel reynast erlendis, engan veginn íslenskar aðstæður. Hér rignir nánast lárétt í miklum vindum og hinn fínkornaði þurri snjór, sem íslendingar þekkja svo vel, smýgur auðveldlega inn í hús ef ekki eru þétt, og það þó þau reyn- ist vel í öðrum löndum. Erlendir hönnuðir flaska einnig á vindhraða og vindálagi hér eins og dæmin sanna. Jarðskjálftar eru mismun- andi áhættumikhr eftir landshlut- um og gossvæðin hafa áhrif á mannvirkjagerð, s.s. vegi og brýr. Reynslan sýnir að rangt er að slaka á ákvæðinu um starfsreynslu hérlendis, á ákvæðinu um kunn- áttu á staðháttum. Alvarlegra er þetta mál þegar Evrópska efna- hagssvæðið verður að veruleika. Þá munu erlendir hönnuöir fá mun auðveldar en áður öll réttindi til Kjallariim Guðmundur G. Þórarinsson, formaður VFÍ minni háttar mannvirkjum. Þaö er t.d. mikill munur á hönn- um bílskúrs eða einnar hæðar geymsluskemmu annars vegar og 10 hæða byggingar sem e.t.v. er líka staösett á jarðskjálftasvæði hins vegar. Þegar menn hugsa máhð sjá þeir strax að hér er breytinga þörf. Auknar hæfniskröfur þarf að gera til þeirra sem hanna stór mannvirki og vandasöm. í frum- varpi th skipulags- og byggingalaga sem nú hggja fyrir Alþingi eru stig- in skref í rétta átt. Sumar þjóðir hafa valið að hönnuðir gangi undir hæfnispróf áður en þeir fá leyfi eða löggildingu sem hönnuðir. Aörar þjóðir setja kröfur um starfsaldur aö afloknu námi og þá starfa menn við þá grein sem löggildingin nær til. Samkvæmt íslensku reglugerð- „Samkvæmt núgildandi reglum fá menn löggildingu án takmarkana þótt þeir hafi aðeins starfað að mirini háttar mannvirkjum.“ að hanna mannvirki á íslandi. Rétt- indi íslendinga vaxa auðvitað að sama skapi. En sem fyrr segir, reynslan og dæmin sanna að staðarþekking er nauösyn. Hér er um að ræða atriöi sem getur bitnað harkalega á neyt- endum. Hertar kröfur Raunar hefur stjóm Verkfræð- ingafélags íslands komist aö þeirri niöurstöðu að herða þurfi núgild- andi ákvæði um löggildingu hönn- uða. Samkvæmt núghdandi reglum fá menn lögghdingu án takmark- ana þótt þeir hafi aðeins starfað að inni geta eftirtaldir fengið rétt th að gera uppdrætti af húsum og öðr- um mannvirkjum þ.e. arkitektar, byggingafræðingar, tæknifræðing- ar og verkfræðingar hver á sínu sviði, svo og búfræðikandidatar úr tæknideildum búnaðarskóla að því er landbúnaðarbyggingar varðar. Enda hafi þeir tveggja ára viður- kennda starfsreynslu á sínu sviði. Rangt er að feha niður kröfur um starfsreynslu á íslandi. Nauðsyn- legt er og að þrepa leyfisveitingar og gera auknar kröfur th þeirra sem hanna stór og vandasöm mannvirki. Guðmundur G. Þórarinsson Skoðanir annarra Hugmyndastuldur „Th að kynnast vinnubrögðum í sjávarútvegi hér á landi hafa erlendir aðhar um langan tíma sýnt mjög mikinn áhuga á að fá að skoöa íslensk frysti- hús, tækjabúnaðinn þar og uppbyggingu þeirra. Vegna þessa hefur ýmsum frystíhúsum verið lokað á ákveðnar þjóðir og þ.á m. eru Kanadamenn og Norðmenn, enda mikhr samkeppnisaðhar okkar á erlendum mörkuðum.“ Ásdís Halla Bragadóttir í viðskiptabl. Mbl. 22. apríl Á undan Svíum „Ríkisstjóm íslands tók strax vorið 1991 th við að beita hinum margfræga niðurskurðarhníf. Að- geröimar mættu mikihi mótspymu ahs þorra al- mennings. En þær vom nauðsynlegar og eru þaö enn um sinn. Mörg lönd hafa farið sömu leið og við og beitt stórfehdum niöurskurði í rekstri sínum. Svíar þrjóskuðust lengi við, en viðurkenna nú að ástand fjármálanna er í óefni komið. Þeirra bíður nú erfið- ara verkefni en hér á landi. Þeir byrjuðu of seint að hemla takmarkalausa eyðslu sína.“ Úr forystugrein Alþ.bl. 27. apríl Ráðherraembætti ekki til skiptanna „Nú í fylhngu tímans tímir enginn að láta sitt ráðherraembættí eftir, ekki einu sinni að skipta á sínu og einhveiju öðm... Þar sem skipsfélagarnir á Viöeyjarfeijunni hafa ekki krafta tíl aö beita hand- afh og kippa þaulsætnum flokksmönnum sínum upp úr ráðherrastólum eiga þeir eitt ráð sem dugar til ráðherraskipta. Það er að fara sjálfir úr ríkisstjóm- inni. Davíð hlýtur að ráða hvort hann kýs að vera forsætisráðherra í htt breyttri ríkisstjórn eða ekki. OÓ i Tímanum 28. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.