Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1993, Síða 36
F R É T T A. S K O T 1 Ð • 25 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 632700 Frjálst,ohaö dagblaö FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1993. Þórarinn V. Þórarinsson: Vinnuveitendur erutilbúnirað semja til næstu - áramóta „Það liggur fyrir að samskipti verkalýðsfélaganna og vinnuveit- enda eru óleyst. Þess vegna erum við tilbúnir til að gera stuttan kjara- samning. Við erum tilbúnir að reyna slíkan samning til að tryggja frið á vinnumarkaði þótt ekki sé til lengri tíma en til áramóta. Og við teljum æskilegt að fá heildarsamtökin að slíkum samningi enda eru verka- lýðsfélögin í landinu um 400 og við höfum ekki tíma né mannskap í að gera sérsamning við hvert þeirra,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, í morgun. Hann sagði að tómt mál væri að tala um einhverja kröfugerð frá verkalýðsfélögunum við gerð slíks samnings. Aðspurður hvers vegna VSÍ hefði hafnað í gær að semja með ASÍ við ríkisstjómina sagði Þórarinn að sá samningur hefði verið svo dýru verði keyptur að hann hefði ekki verið réttlætanlegur nema að allir, hvert einasta verkalýðsfélag, stæði að hon- um. Allt öðru máli gegndi með stutt- ansamningmilliASÍogVSÍ. -S.dór ■ Kristilegi lýð- ræðisflokkurinn BílveltaíHvaKirði Reykræst Slökkviliðið í Reykjavík var kallað að Skeggjagötu um sexleytið í gær. Þar hafði húsráðandi bmgðið sér bæjarleið en gleymt potti á heitri eldavélarhellu. Þegar slökkviliðið kom á staðinn halði tekist að færa pottinn út og reykræsti slökkviliðið •—íbúðina. -pp LOKI Manni leyfist ýmislegt ef maðurerkarlinn ÍTunglinu! Ákærðir fyrir sölu á húsmunum úr Tunglinu - 80 ljóskastarar, 70 stólar og leöursófar seldir án samþykkis eigenda Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæm á hendur tveimur mönnum fyrir fjárdrátt með því að hafa sleg- ið eign sinni á ýmsa innanstokks- muni í veitingahúsinu Tunglinu í Lækjargötu og selt þá ýmsum aðil- um. Annar mannanna var leigu- taki Tunglsins en hinn var starfs- maður hjá honum. Eigendur hússins gerðu viljayfir- lýsingu um rekstur þess við annan mannanna í ársbyijun 1992. Leigu- takinn féllst á að greiöa um 750 þúsund krónur í leigu á mánuði. Þegar líða tók frarn í mars hafði engin greiðsla borist fyrir leigu. Leigusalinn sendi leigutakanum þá bréf þess efnis að bærist ekki greiðsla myndi hann rifta samn- ingnum. í kjölfarið varð hann þess áskynja að innanstokksmunir hússins voru meira og minna horfhir úr því. Leigutakanum og fyrmefndum starfsmanni hans er nú gefið að sök að hafa selt mikið magn húsgagna og muna úr húsinu til ýmissa að- ila. Eftir að eigendur fóm að sakna munanna úr húsinu höfðu þeir uppi á hluta þeirra á ýmsum stöð- um í bænum - stóla á fornmuna- sölu en búið var að yfirdekkja þá, uppþvottavél fannst á veitingahús- inu Bíóbamum og aðrir munir vom á veitingahúsinu Tveir vinir og annar í fríi. Það sem mönnunum tveimur er geöð að sök að hafa slegið eign sinni á em m.a. 80 ljóskastarar, tvær uppþvottavélar, 70 stólar, þrír sófar, þar af tveir leðursófar, fjöldi borða, kafíivél, slökkvitæki, sjússamælar og kokkteilhristarar. í ákæm ríkissaksóknara er leigu- takanum jafnframt gefið að sök að hafa í mars 1987 falsað nafn fyrrum sambýliskonu sinnar á skuldabréf sem útgefanda og notað þaö til aö kaupa hljómfiutningstæki að and- virði rúm 70 þúsund krónur. Dóms- meðferð í máli mannanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí. -ÚTT Skoöanakönnun á Seltjamamesi: Bæjarbúar vilja ekki að mikið verði byggt Undirbúningur er hafinn að stofn- un nýs sfjómmálaflokks, Kristilega lýðræðisflokksins. Árni Björn Guð- jónsson, talsmaður flokksins, segir hugmyndafræði flokksins sótta í boðskap Biblíunnar og til samnefnds flokks í Svíþjóð. Flokkurinn mun einkum beita sér fyrir málefnum þeirra sem minna mega sín með kristilegu hugarfari. Óvíst er um framboð í næstu kosningum en stofnfundáaðhaldaánæstunni. -PJ - Sé ekki ástæöu til að segja af mér, segir bæjarstjórinn Bíll valt í Hvalfirði um klukkan 1 í nótt. Tvær stúlkur voru í bílnum og urðu þær fyrir minni háttar meiðslum. Þær urðu sér sjálfar úti um bílfar á slysadeild þar sem gert var að meiðslum þeirra. Bílinn er töluvert skemmdur. -pp „Eg sé ekki ástæðu til að segja af mér vegna þessa máls og ég get ekki ímyndað mér að þessi niðurstaða hafi áhrif á störf mín sem bæjar- stjóra. Það fer hins vegar eftir sam- starfsmönnum inínum í flokknum og fólk í bænum hefur um það að segja. Það eina sem ég hef verið að reyna er að passa upp á fjárhag bæj- arbúa. Þetta mál snýst um peninga og þá er oftast hægt að bæta,“ segir Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á Seltjamamesi. Sigurgeir flutti bæjarsjóm á Sel- tjamarnesi í gær þau skilaboð frá Félagsvísindastofnun aö meirihluti bæjarbúa væri andvígur því að mikið yrði byggt á vestanverðu Seltjarnar- nesi. Þetta em fyrstu niðurstöður úr skoðanakönnun sem fram fór í síð- ustu viku. Lokaniðurstöðu er ekki að vænta fyrr en um helgina. í könnuninni voru sex skipulagstil- lögur bomar undir 700 íbúa. Sú til- laga sem gekk lengst í bygginga- framvæmdum gerði ráð fyrir að vest- ast á nesinu yrðu byggöar allt að 84 íbúöir og hringvegur lagður vestan Nesstofu. Tvær tillögur gerðu hins vegar ráð fyrir að ekkert yrði byggt. Hart hefur verið deilt um aukna byggð á Seltjamamesi undanfarin misseri. Almennur borgarafunudur hefur samþykkt að gera svæðið að fólkvangi og undir það sjónarmiö hefur minnihlutinn í bæjarstjórn tekið. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur legið við klofningi vegna máls- -kaa ms. Verkalýðsfélag Keflavíkur: Heimild til verkfallsboðunar Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Ómar Orri Daníelsson, nemandi í 5. bekk HD í Ártúnsskóla, kom í Alþingis- húsið i fyrsta skipti í gær. Eyddi hann hluta skóladagsins í að fylgjast með þeirri starfsemi sem þar fer fram. Heimsóknin er hluti af verkefni þar sem nemendur heimsækja nokkur hús í miðborginni, finna svör við ýmsum spurningum varðandi húsin sjálf og þá starfsemi sem þar fer fram. DV-mynd Brynjar Gauti „Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur fengið heimild til verkfallsboðunar. Sam- þykkt var tillaga þess efnis að fela stjóm verkalýðsfélagsins að óska eft- ir viðræðum við vinnuveitendur á Suðumesjum og freista þess aö ná kjarasamningum við þá hér heima í héraði. Næsta skref hjá okkur er að óska efdr viðræðum við vinnuveit- endur hér á Suðumesjum,“ sagði Kristján Gunnarsson, formaöur Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur og nágrennis. Veörið á morgun: Hitivíðast 1—5 stig Á morgun verður suðlæg átt, gola eða kaldi. Éljagangur sunn- an og vestanlands en bjartviðri noröaustanlands. Hiti víðast 1-5 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 ÖéVGGl - KAGMENNSKA LANDSSAMBAND ÍSL. RAFVERKTAKA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.