Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 30. APRÍL1993 Merming Bíóborgin - Hoffa: ★★ !4 Tilgangurinn helgar meðalið Jimmy Hoffa (Jack Nicholson) er hér mættur í skrifstofu Roberts Kennedys (Kevin Anderson) sem kom því til leiðar að Hoffa var dæmdur til fangelsis- Verkalýösleiðtoginn James Hoffa er örugglega frægasti Bandaríkjamað- urinn sem hefur horfið sporlaust. Margar tilgátur eru til um endanleg afdrif hans en flestir eru sammála um að hann hafi verið orðinn of hættulegur „vinum“ sínum. Jimmy Hoffa barðist fyrir því að hinn vinnandi maður byggi við mannsæmandi kost. Vinnuaðferðir hans voru bara meira en lítið vafa- samar og komu homim ínVc ; ” H0L1YW00D PICTURES presents in assocwtion with T0UCHW00D PACIHC MTNERS1 a LEONARD GOLDBERG production “ASPEN EXTREME” B\ULGR0SS PETERBERG FINOLAHUGHES TERIPOLO “1ÍM1CHAEL C0NVERT1N0ÆSTEVEN KEMPER ™R0GER CAIN SSSTEVEN FIERBERG ROBERT PRIMES, as.c. SSFREDTGALLO ““SLEONARDGOLDBERG SSIfflCKHASBURGH “ Sýnd í Bíóhöllinni Sýnd kl. 4.40, 6.50, 9 og 11.15 Hoffa kom til leiðar öflugu verka- lýðsfélagi bílstjóra með öllum tiltæk- um löglegum og ólöglegum ráðum og hann gerði það ineð aðstoð glæpa- manna þegar állar kðrar bjargir voru bannaðar. Handritshöfundurinn David Mam- et, leikstjórinn Danny DeVito og stórstjarnan Jack Nicholson leggast allir á eitt og afraksturinn er gæða- mynd en efnismeðferðin gerir það að verkum að hún getur ekki rist djúpt. Öfl þekking áhorfandans á Hoffa mun koma að góðu gagni því myndin sýnir frekar atburði heldur en að túlka þá og skýra. Sagan er ekki beint til þess fallin að hrífa en það er afltaf mikið um að vera í myndinni og mikið um átök, bæði stór og smá. Þetta gefur myndinni ákveðinn kraft sem heldur sögunnni saman þegar atburðarásin gerist ill- skiljanleg sem er þónokkrum sinn- um. Myndin er ekki um fólk (og þar af leiðandi varla ævisaga), heldur um vald og valdbeitingu, oft undir ein- hveiju yfirskini. Þar sem myndin gerist um miðbik aldarinnar þá eru einungis karlmenn við völd. Konur sjást ekki nema sem hjásvæfur eða dyggar eiginkonur í bakgrunninum. Eins öfugsnúið eins og það kann að Kvikmyndir Gísli Einarsson hljóma þá er það einn af kostum myndarinnar. Hver hefur ekki séð nóg af vandræðalega gervilegum „mannlegum" atriðum sem eiga að auka á samúð áhorfandans með aðal- persónunum. Bestu persónur Mamet eru alltaf of langt leiddar til þess að velta sér upp úr tilfinningaflækjum eða of einþykkar til að breyta um stefnu í lífinu. Hoffa er ansi fyrirferð- armikill náungi sem valtar yfir allt og afla nema trausta vini og fjöl- skyldu, í þeirri eldheitu sannfæringu að hann sé að gera rétt. Einkalífi hans eru engin skil gerð og í lokin er maður engu nær um hvers vegna Hoffa kaus sér þetta líf en hann lifði því svo sannarlega í sviðsljósinu. Jack Nicholson veldur ekki von- brigðum frekar en fyrri daginn og stórstjömuímynd hans hjálpar hon- um í þessu hlutverki þar sem hann á fyrst og fremst aö vera sannfær- andi leiðtogi. Nicholson hefur ekki veriö betri síöan hann fékk að sleppa sér í Batman. Líkt og þar skartar hann vandaðri andlitsfórðun, sem eykur á sannfæringu hlutverksins. Devito er litlu síðri, á sinn hátt, sem trygglynd undirlægja Hoffa. Frægir leikarar sem leikstýra líka eru oft gagnrýndir fyrir að gera of mikið úr eigin hlutverkum en því er ekki að skipta hér. Hoffa styrkir stöðu De- Vito sem mjög efnilegan leikstjóra (þetta er hans þriðja mynd) því hann smíðar glæsilegan ramma utan um söguna (45 mifljónir dollarar hjálp- uðu aðeins). DeVito er samur við sig í smart klippingum og úthugsaðri kvikmyndatöku og oftar en ekki eyk- ur hann á áhrif atriða með nýtísku myndbrellum sínum. Ef grannt er skoðað er ennþá líf í ævisögumyndum, það þarf bara að hrista þær aöeins. Hoffa (Band. 1992) 140 min. Handrit: David Mamet (Homicide, The Untouchables). Leikstjórn: Danny DeVito (War ol the Ro- ses, Throw Momma From the Train). Leikarar: Jack Nicholson, Danny DeVito, Armand Assante (Mambo Kings), J.T. Walsh, John C. Reilly, Frank Whaley, Ke- vin Anderson, John P. Ryan, Robert Pro- sky), Natalia Nogulich.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.