Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Blaðsíða 41
FÖSTUDÁGUR 30. APRÍL 1993 57 Alþjoðamotið í Dortmimd: Lautier lagði Karpov - en samt sigraði Karpov með yfirburðum á mótinu Engu er líkara en aö Anatoly Karpov hafi fengiö nýjan byr í segl- in viö tiihugsunina um aö hann gæti orðið heimsmeistari á nýjan leik - eftir aö Kasparov og Short ylirgáfu FIDE. Hann bætti enn ein- um mótasigrinum í safhiö á alþjóö- lega skákmótinu í Dortmund, sem fram fór um miðjan apríl. Karpov var langt yfir aðra keppendur haf- inn og varö hálfum öðrum vinningi fyrir ofan næstu menn, þrátt fyrir óvænt tap gegn franska stórmeist- aranum Joel Lautier. Mótiö í Dortmund, sem var af 16. styrkleikaflokki, var aö mestu skipað ungum stórmeisturum. Umsjón Jón L. Árnason Karpov, sem er 41 árs gamall, hafði 15 ár umfram meðalaldur kepp- enda. Haim tefldi hins vegar af þrótti - vann fimm skákir, gerði eitt jafntefli og tapaði einni. Þýski stórmeistarinn Lutz og rússneski stórmeistarinn Dolmatov unnu næstflestar skákir, tvær að tölu. Þetta sýnir máske yfirburði Karpovs best. Karpov hlaut 5,5 v. af sjö tefldum og næstir komu rússneska ung- stimið Vladimir Kramnik og Lutz með 4 v. 4. - 5. sæti deildu Gata Kamsky (Bandaríkjunum) og Dol- matov; Lauter fékk 3 v., Serper (Usbékistan) 2,5 v. og Lobron (Þýskalandi) rak lestina með 2 v. Joel Lautier, 1. borðs maður Frakka, fékkst ekki tilþess að tefla í landskeppninni við Islendinga á dögunum og bar hann þvi við að hann óttaðist að tapa Elo-stigum. Taflmennska hans í Dortmund benti þó ekki til þess að hann væri banginn með stigin sín. Hann tefldi frísklega en þrátt fyrir að hann legði sjálfan Karpov að velli kemur hann frá mótinu með skarðan hlut - fimm stig í mínus. Skák Lautiers við Karpov sýnir að þessum unga og metnaðarfulia Frakka er ýmislegt til lista lagt. Með óvæntri peðsfóm tekst honum að ná svo hættulegri sókn að Karpov ræður ekki neitt við neitt. Hvítt: Joel Lautier Svart: Anatoly Karpov Enskur leikur. 1. c4 RfB 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 Bb4 5. Rd5 e4 6. Rh4 0-0 7. Bg2 He8 8. 0-0 d6 Svartreita biskupinn vill verða dálítið utangátta í þessu afbrigði og því er Karpov ekkert að flýta sér að draga hann til baka. 9. d3 exd3 10. Dxd3 Rxd5 11. cxd5 Re5 12. Dc2 Bc5 13. b3 De7 14. Bb2 a515. a3 Rg616. Rxg6 hxg617. e4 g5!? Hefðbundin leið til þess að tefla stöðuna væri 17. - Bd7 og síðan c7-c6 sem virðist gefa svörtum góða möguleika á að jafiia taflið. Með þessari framrás hyggst Karpov fyrst skorða stöðuna kóngsmegin en áætlun hans hefur ýmsar hættur í fór með sér. 18. Hael f6 19. Khl g4 20. f4 gxf3 (fr.hl.) 21. Hxf3 Bd7 Karpov hefur tekist ætlunar- verkið. Nú á hvitur bakstætt peð á e4 sem ekki verður valdað með öðra peði. En hvítur hefur í staðinn fengið aukið frjálsræði fyrir menn- ina. Ef 21. - Bg4 22. Hf4 Bh5 er 23. Bh3 óþægilegt. 22. Hf4 Hf8 23. Hefl Be3?! Til greina kemur 23. - Be8!? og svara 24. Bh3 með 24. - Bd7 til baka. Anatoly Karpov virðist hafa tengið nýjan byr i seglin við tilhugsunina um að hann gæti orðið heims- meistari á nýjan leik. DV-mynd E.J. Vamir svarts em nálægt því að halda. 24. Hf3 Bb6 I 1 A if x A A A A A ' A A A n á a * ABCDE FGH 25. g4!! Með þessari djúphugsuöu peðs- fóm nær hvítur að bæta nægu púðri í sóknina. Ef 25. - Bxg4 kem- ur 26. Hg3. Annar hrókanna er þá kominn á hálfopna g-línuna og hinn er á leiðinni yfir á h-línuna með Hf4-h4. Leiðin er þá að opnast fyrir drottninguna með e4-e5! í raun og vera byggist peðsfómin á því að svartreita biskup svarts stendur utangátta og er fjarri góðu gamni á kóngsvængnum. 25. - Hae8 26. Hh3! Bxg4 Karpov neyðist til að þiggja peðs- fómina því að hvítur hótar 27. e5! og að opna fyrir drottningunni. 27. Hg3 Bh5 Ef 27. - Bd7 er 28. Hf4 með hótun- inni að vippa sér yfir á kóngsvæng- inn, óþægilegt. T.d. 28. - g5 29. Dc3 De5 30. Dd2 De7 31. HxíB og vinnur. 28. Dd2! g6 Annars kæmi 29. Dh6, eða eftir 28. - Kh7 29. Hh3 g6 30. BÍ3 og rúst- ar kóngsstöðunni. 29. Hf5 Dh7 Svarið við 29. - Kh7 yrði 30. Bcl! og vinnur. 30. BxfB Hf7 31. Dg5 c6? Afleikur í erfiðri stöðu. Hann varð að reyna 31. - Kf8. 32. e5! dxe5 33. dxc6 Kf8 34. Hxe5 Hxe5 35. Dxe5 Bc7 36. De6 Önnur, ekki síðri vinningsleið, er 36. Hd3, því að 36. - Bxe5 strand- ar á 37. Hd8 mát. T.d. 36. - bxc6 37. Bxc6 Bg4 38. Hd8+! Bxd8 39. Dd6+ Kg8 40. Dxd8+ Hf8 41. Bd5+ og leiktjöld falla. En það er óþarfi að vera með svona sjónarspil. Eftir textaleikinn hótar hvítur 37. Dc8 og að máta. Við því er ekkert viðun- andi svar. 36. - Bg4 37. Dxg - Og Karpov lýsti sigsigraðan. -JLÁ Bridge íslandsbankamótið í tvímenningi 1993: Bragi og Sigtryggur fslandsmeistarar íslandsmeistaramótið í tvímenn- ingskeppni var spilað á Hótel Loft- leiðum 22.-25. apríl. Metþátttaka var í undankeppninni, 102 pör spil- uðu um 26 sæti, en spilaðar vom þij.ár umferðir. Urshtakeppnin hófst síðan á laugardagsmorgim og Bragi og Sig- tryggur tóku ftjótt forystuna og héldu henni fyrstu 20 umferðimar. Þá tóku Jakob Kristinsson og Júl- íus Sigurjónsson að skora grimmt, meðan verr gekk hjá Braga og Sig- tryggi. Héldu Jakob og Júlíus for- ystunni þar til þrjár umferðir vora eftir en þá náðu Bragi og Sigtrygg- ur að komast upp fyrir þá. Þegar ein umferð var eftir gátu þessi tvö pör einungis unnið en Bragi og Sig- tryggur höfðu 15 stiga forskot. í síðustu umferðinni fengu Jakob og Júlíus ágæta setu og það fengu Bragi og Sigtryggur eixmig. Og þeg- ar upp var staöið áttu Bragi og Sig- fryggur 8 stig eftir og það dugði í íslandsmeistaratitílinn. Þetta var annar títill Sigtryggs en Bragi var að vinna sinn fyrsta í tvímennings- keppni. Eg sat hjá þeim félögum nokkrar síðustu umferðimar; þeir spiluðu vel og vora óneitanlega heppnir í bland. En við skulum skoða eitt spil þar sem Sigtryggur hafði frum- kvæðið að gulltoppi þeirra félaga gegn Jóni Baldurssyni og Sævari Þorbjömssyni. A/N-S ♦ A76 V D43 ♦ A10863 + G6 ♦ DG102 V G8 ♦ G9542 + D3 N V A S * K5 V 972 ♦ - * A10987542 * 9843 V AK1065 ♦ KD7 + K Ekki er hægt að segja að Sigtrygg- ur hafi gert landsliðsmönnunum Verðlaunahafar í íslandsbankamótinu. Frá vinstri: Sigurður Sverrisson, Valur Sigurðsson, Bragi Hauksson, Sigurður B. Þorsteinsson, Júlíus Sigurjónsson, Sigtryggur Sigurðsson, Jakob Kristinsson, ísak Örn Sig- urðsson, Þorlákur Jónsson og Guðmundur Páll Arnarson. Lukkutröllið fremst er óþekkt. Umsjón Stefán Guðjohnsen auðvelt fyrir, því hann greip hnefa- fylli af sagnmiðum og slengdi á borðiö : Austur Suður Vestur Norður Sigtr. Sævar Bragi Jón 51auf dohl pass 6lauf pass 6hjörtu pass pass dobl pass pass pass Það er óhætt að segja að Sigtryggur hafi sett Sævar upp að vegg og flest- ir hjjóta að dobla á hans spil. Jón var auðvitað fullárásargjarn - þaö er líka hans stíll - en myndi annars nokkur láta sér nægja að segja fimm tígla á hans spil? En Sigtryggur seildist í doblmið- ann og það var auðvitaö hreint og klárt útspilsdobl(Lightner). Bragi spilaði hlýðinn út tígh, Sigtryggur trompaði, tók laufaás og spilaði meira laufi. Sævar tók tvisvar tromp, síðan spaöaás, fjóram sinn- um tígul og trompaði tígul. Þá kom spaði og Sigtryggur fór inn á spaða- kóng, en varð að spila í tvöfalda eyðu. Tveir niður og guhtoppur til Braga og Sigtryggs. Slemman virðist dauðadæmd, jafnvel þótt ekki komi tíguh út, en Vestfjarðameistaramir, Amar Geir Hinriksson og Einar Valur Kristjánsson, afsönnuðu það. Auð- , vitað með aðstoð vamarspilaranna sem vora nýhðar í úrshtum ís- landsmóts. Vestur, sem er þekktari í öðra spih en bridge, sphaði út laufadrottningu, félagi hans drap á ásinn og sphaði meira laufi. Amar kastaði spaða í laufgosann og tók fimm sinnum tromp. Vestur var í vandræðum með afköst og ákvað ■ að halda dauðahaldi í D G 10 í spaða. Og þar með var slemman unnin. ^ Keppt verður í A,BogC riðlum, einnig verður dömuriðill frá 8-9 ára aldri. Forsala aðgöngumiða í Laugardalshöllinni föstudaginn 30. apríl kl. 17-19 Verð l.dagur: Börn kr. 400,- Fullorðnir kr. 600,- Sæti við borð kr. 1.000,- Ath. afsláttur ef mætt er báða dagana. Miðasala hefst kl. 9 báða dagana. Húsið opnað kl. 10, keppnin hefst kl. 11. Allir velkomnir. Dansráð íslands Nýr riðill verður fyrir pör, sem vilja keppa í frjálsri aðferð frá 12-13 ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.