Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Síða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.1993, Síða 43
FÖSTUDAGUR 80. APRÍL 1993 ,Hjónabandið verður eins og hnefaleikahringur þar sem heilsast og kvaðst er með boxhönskum DV-mynd Steph Jarðsprengju- svæði daglegs lífs „Það er svo ótal margt sem við getum ekki talað um,“ sagði hann í samtaii við lækninn, æskuvin sinn, og brosti dapurlega. „Stund- um finnst mér við ekki geta rætt um neitt nema veðrið og almenn hneykslismál. Allar aðrar umræð- m- enda með ósköpum. Ef við reyn- um að tala um pólitík, vinnuna, flarskylda ættingja eða eitthvað annað sem Uggur okkur nær en þessi rysjótta veðrátta fer allt í bál og brand. Eftir því sem árin hða fjölgar þessum bannefnum sem ekki má minnast á. Ekki veit ég hvar þetta endar en sennilega kem- ur að því að við getum ekki einu sinni talaö um veðrið." Læknirinn horfði á hann með vorkunnsemi. Sjálfur þekkti hann þessi vandamál af eigin raun. Eftir drykklanga stund sagði hann spekingslega: „í flestum samböndum eru umræðu- svið sem helst ekki má nefna en mætti kaUajarðsprengjusvæði. Nafnið gefur til kynna hversu hættuleg þau eru. Þeir sem voga sér út í umræður um þessi efni eiga það á hættu að springa í loft upp.“ Varað ervið jarðsprengjum Hann þagnaði smástund og dáðist að eigin mælsku og hugmynda- auðgi, hélt áfram og sagði spek- ingslega: „Oftsinnis hef ég talað við ástvini í erfiðleikum og komist að raun um að margt er það sem ekki má ræða; skuldir sem annar hvor aðilinn hefur stofnað til án vitund- ar hins, böm sem annar hvor á með einhveijum öðrum, vinnuá- lag, starfsskiptingu inni á heimili, bamauppeldi, afstöðu til tengda- fólks, vina, ætdngja, félaga, tóm- stundastarfa o.fl. o.fl. í sumum samböndum verða þessi svæði æ stærri þegar frá líður og fólk hætt- ir að geta talað um nokkum skap- aðan hlut af ótta við jarðsprengjur sem ekki má hreyfa við. Fólk í svo örvæntingarfullri stöðu getur tæpast talað um annað en veðrið, íþróttir eða ófarir náung- ans. Allt annað endar í ilhndum Álæknavaktiimi og rifrildi vegna þess að annar hvor aðilinn telur of nærri sér vegið. Allar samræður hefjast í gagn- kvæmri varnarstöðu þar sem sí- fellt er búist við skyndiáhlaupi, skriðdrekaárás eða undanhaldi samkvæmt áætlun. Þetta ástand býður heim hættunni á rangtúlk- unum, misskilningi, hugsanalestri og ímynduðum illindum. Hjóna- bandið verður eins og hnefaleika- hringur þar sem heilsast og kvaöst er með boxhönskum. Einu sinni ræddi ég við ungt fólk sem hafði verið saman í Uðlega eitt ár en áöur höfðu bæði verið í öðm sambandi. Fyrrum ástmaður hennar og kæ- rasta hans léku bæði ipjög stór hlutverk í lífi þeirra og höfðu tekið sér fasta búsetu á milli þeirra. Skuggi fortíðar hvíldi yfir sam- bandinu í líki mikillar afbrýðisemi, tortryggni og sífelldra efasemda um trúnað og traust. Allt sem minnti á fortiðina eða tengdist henni var ritskoðað burt. Ástæöan var mikið óöryggi og hræðsla við að missa aftur af lestinni og verða skilinn eftir einn og sár á brautar- palhnum. Óttinn við höfnun bjó í þeim báðum og gerði það að verk- um aö hvorugt þorði að gefa sig heUshugar í þetta samband. Þess vegna gátu þau á engan hátt talað saman, heldur Ufðu saman hvort í sinni skotgröfinni. Öðru hvoru köstuðu þau sprengjum hvort að öðru eða læddu sinnepsgasi yfir víglínuna." Úrræði „Besta ráðið til að komast hjá slíkum jarðsprengjusvæðum er aö leyfa þeim ekki að myndast," hélt hann áfram. „Byija strax að tala um aUt sem leynist í hveiju mann- lífi, ræða öU líkin í lestinni, tala um skugga fortíðarinnar, koma sér saman um einhverja sameiginlega afstöðu gagnvart fyrri ástarsam- böndum, tengdafólki og börnum. Ef þetta tekst verða hættusvæðin ekki eins yfirþyrmandi ógnandi og fólk nær því að lifa saman með þau vandamál sem fyrir hendi eru og leysa þau í sameiningu. Það eru einungis bráðungir unglingar sem ekki eiga sér neina fortíð. Aörir hafa verið í fyrri samböndum, elsk- að áður, skiUð, kynnst öðru tengda- fólki, verið beittir rangindum, sýnt annarri manneskju yfirgang, att böm, misst börn. Allar þessar minningar eru óaðskUjanlegur hluti þess andlega farangurs sem fólk ber með sér gegnum lífið. Sum- ir sætta sig ekki viö það að ástvin- urinn eigi einhveija fortíð og skap- ar það yfirleitt mikið af vandamál- um. Þið verðið að tala út um málin, grafa upp sprengjumar og Ufa með fortíðinni." Hann þagnaði og horfði stoltur á vin sinn en hann spurði. „Gengur þér sjálfum aö lifa sam- kvæmtþessu?" „Nei,“ sagðilækn- irinn eftir nokkra þögn. Hann var meistari í jarðsprengjulögnum. Kunnugir höfðu það í flimtingum að hann gleymdi því jafnharðan hvar sprengjumar lægju. Þeir kvöddust í næturhúminu og héldu hvorísínaáttina. FYRIR BRÚÐINA Nærföt - satínskór og ýmsir fylgihlutir til sölu. Suðuriandsbraut 46 v/Faxafen Sími 682560 MÁLARAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur Málarafélags Reykjavíkur verður haldinn föstudaginn 7. maí nk. kl. 18.00 að Lágmúla, 5,4. h. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. 3. Önnur mál. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin VEIÐIFÉLAG ELLIÐAVATNS Stangaveiði á vatnasvæði Elliða- vatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16) og elIiIífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiði- leyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns Opið hús hjá Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur eftir útifundinn á Lækjartorgi 1. maí í Húsi verslunarinnar á fyrstu hæð. Kaffiveitingar. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur TOPP-LOSS Ný byltingarkennd KRANAFESTING ♦ Hraðfesting. Kraninn erfestur eða losaður á nokkrum mínútum. ♦ Öruggur, stöðugur og skröltir ekki. Festibúnað- urinn, sem er aðeins 5 sm hár og vegur aðeins 150 kg, er festur beint á grind sem tryggir örugga og stöðuga festingu án alls skrölts. LAA/DVÉÍAfíHF SMIÐJUVEGI66 KÓPAVOGI SÍMI91-76600 BAKVAKT985-22424 FAX 91-78500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.