Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 11 Bardagar íslama og Króata 1 Bosníu: Aftur samið um vopnahlé Owen lávarður sáttasemjari til- kynnti í gær að áætlun hans um að . binda enda á stríðið í Bosníu væri komin í framkvæmd þar sem íslamar og Króatar hefðu samið um að hætta að berjast og reyna frekar að koma á friði. Króatar og íslamar sam- þykktu að hleypa af stokkunum sam- vinnunefndum á þeim þremur svæð- um þar sem þeir hafa barist um yfir- ráðin. Bosníu-Serbar eru aftur á móti ekki eins samvinnuþýðir því að hið sjálf- skipaða þing þeirra mun koma sam- an í dag og staðfesta úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar þar sem friðart- illögum Owens var hafnað. Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, kvaðst í gær ekki viss um að friðará- ætlun Owens væri framkvæmanleg en í áætluninni er gert ráð fyrir að Bosníu verði skipt í tíu kantónur. Hersveitir á vegum vestrænna ríkja myndu sjá til þess að friður yrði hald- inn. Fundi öryggisráðs SÞ um málefni Balkanskagans var frestað eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Warren Christopher, neitaði að sækja fundinn. Það voru Rússar sem áttu hugmyndina að fundinum og utanríkisráðherra Rússlands, An- drei Kozyrev, sagðist vonast til að hægt yrði aö halda fundinn innan tíðar. Christopher sagði að bandarísk stjómvöld væru enn að reyna að fá banni á vopnasölu til bosnískra ísl- ama aflétt. Reuter Selfoss Ríkissjóður ieitar eftir hentugri skrifstofuaðstöðu fyr- ir Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Suðurlandi. Um er að ræða kaup á 175-200 m2 skrifstofuhús- næði með góðu aðgengi fyrir fatlaða. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingar- tíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 28. maí 1993. Fjármálaráðuneytið, 18 maí 1993 verður opin í dag, miðvikudag, frá kl. 9-22. Lokað verður á morgun, uppstígningardag. kemur næst út föstudaginn 21. maí. Síminn er 632700 Útlönd Franskir friðargæsluliöar bera slasaða íslamska stúlku á börum út i flugvél á flugvellinum I Sarajevo. Stúlkan var á leið til Þýskalands. Símamynd Reuter Laugarásbíó frumsýnir lo fi£'eSsi,e»í 0 9 Passið ykkur. Hún sá „Thelma&Louise.“ □□t DOLBY STEREO ★ ★ ic" GRÁTA EKKI Stórkostleg gamanmynd um ruglað fjölskyldulíf. Lára, 15 ára, á stjúpföð- ur, þrjú stjúpsystkin, tvö hálfsystkin, fyrrverandi stjúpmóður og verð- andi stjúpu sem gengur með tvíbura. Aðalhlutverk: Hillary Jocelyn Wolf (Home Alone), David Strathairn (Silkwood) og Margaret Whitton (9 !4 Weeks). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.