Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Opna
endurvinnslumótið
í golfi verður haldið á Strandarvelli laugardaginn 22.
maí. Leikinn verður 18 hola höggleikur, með og án
forgjafar. Ræst verður út frá kl. 8.
Skráning rástíma hjá Golfklúbbi Hellu í síma
98’78208, alla daga kl. 14-20.
1 rivoií lÍS ]
0 3piö alla daga, einnig uppstigningardag
i ikólahljómsveit Kópavogs spilar ásamt danshópi
E umarið er komið hjá okkur.
[t 1 okkar er styttra en þú heldur. ]
[g lens og gaman fyrir alla fjölskylduna. ]
| Tívolí, Hverageröi |
tJtskriftarmen
14 k gullhálsmen með perlu. Fallegur skartgrip-
ur í útskriftina.
^ulí Verð 4.500 kr. án festar.
(fýf/illin Laugavegi 49, sími 17742
SPENNMDIKVOLD
IRVYllVDM?
Ekki nema í góðum félagsskap. Hringdu fyrst í
SímastefnumótiS þar sem fjöldi fólks hefur fundið
góðan félaga. Einföld og skemmtileg leiö til að kynnast
nýju og spennandi fólki. A Símastefnumóti bíður þín
fjöldi skilaboða sem þú getur svarað. Þú getur einnig
skilið eftir þín eigin skilaboð.
Þetta er spennandi, þetta er rómantískt, þetta er öruggt.
Mínútan kostar 39,90 kr.
SÍMASTEFNIJMÓT
99/18/95
Teleworld
Merming___________________________________________dv
Togaö á norðurslóðum í Þjóðleikhúsinu:
Byggt á viðtölum
við togarasjómenn
- sem sigldu á íslandsmið
Þjóðleikhúsið á von á leikhópnum
The Remould Theatre Company frá
Hull í Englandi sem flytja mun leik-
ritið, Togað á norðurslóðum, á
smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Hópurinn mun sýna verkið íjórum
sinnum í Þjóðleikhúsinu en þaðan
fer hann til Dalvíkur, Húsavíkur og
Seyðisfjarðar.
Togað á norðurslóðum var frum-
flutt 1985 og hlaut þá þegar góðar
viðtökur. Hefur leikrltiö verið sýnt
víðs vegar um Bretland síðan. Re-
mould Theatre Company kemur frá
Noregi og heldur héðan til Færeyja
en þar verða þijár sýningar.
Höfundar verksins, Rupert Creed
og Jim Hawkins, byggðu leikritið á
upptökum á viðtölum við fyrrver-
andi togarasjómenn sem sigldu frá
Hull og Grimsby til veiða á Norður-
Atlantshafsmiðum við Grænland, ís-
land og Noreg. Taugin við ísland og
Noreg er löng og sterk. Hún tengist
jafnt fylliríi, gleðskap og kvennafari
í landi og svörtustu atburðum út-
gerðarsögunnar í Hull þegar togar-
amir St. Romanus, Kingston Peridot
og Ross Cleveland fórust við Noregs-
og íslandsstrendur í janúar og febrú-
ar og meö þeim 58 menn.
Sá eini sem komst af var Harry
Bíódagar Friðriks Þórs:
Upptökur hefjast í júlí
Bíódagar gerist i Reykjavík og
Skagafirði sumariö 1964 og fjallar um
líf tíu ára drengs sem á þessu tíma-
bili er að átta sig á lífinu og ómeðvit-
að stígur hann skref sem eiga eftir
að móta allt hans líf. Nú stendur sem
hæst leit að dreng í aðalhlutverkið
en sá sem vahnn verður að lokum
verður að búa yfir miklum leikhæfi-
leikum.
Fyrir fáeinum dögum lauk fjár-
mögmm myndarinnar en meðal fjár-
magns er styrkur frá Kvikmynda-
sjóði upp á 26 milljónir króna. Einnig
hefur Friðrik fengið styrk úr evr-
ópska kvikmyndasjóðnum. Nú er
veriö að undirbúa sjálfa kvikmynda-
tökuna sem fer öll fram hérlendis á
tímabilinu 15. júlí til 15. september.
í undirbúningi felst ráðning leikara,
búningasaumur, leikmyndasmíð og
leikmunasöfnun. Þar sem myndin
gerist á öðru tímaskeiði en nú er eru
þessir hlutir ákaflega þungir í vöfum
og dýrir. Breyta þarf heilu götunum,
endurskapa heimih í sveit og börg
með húsmunum frá og um 1960 og
klæða tugi leikara og hundrað stat-
ista í föt frá þessu sama tímabih.
-HK
Arnór sýndií
St. Louis
Listmálarinn Amór Guðmundur
Bieltvedt tók þátt í samsýningu í Pi-
erce Arrow gaherunu í St. Louis í
apríl. Amór var með átta olíumál-
verk og þrjú keramikverk. Sýningin
var skipulögð í samvinnu viö hsta-
deildina í Washington-háskólanum í
St. Louis þar sem Amór stundar
framhaldsnám í málarahst.
Listadeildin við Waslúngton-
háskólann er hátt skrifuð á meðal
bandarískra háskóla, ekki síst vegna
þess aö þar hafa útskrifast þekktir
málarar á borð við Max Backmann
og Phihp Guston, sem einnig kenndu
viö skólann. Amór hefur tekið þátt
í fleiri samsýningum í Bandaríkjun-
um. -HK
Eins og kunnugt er heitir næsta
kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks-
sonar Bíódagar. Er það fyrsta kvik-
myndin sem hann gerir eftir hina
miklu sigurgöngu Bama náttúrunn-
ar en ekkert lát hefur verið á góðum
viðtökum meðal almennings og
gagnrýnenda úti í heimi eftir að
myndin var tilnefnd til óskarsverð-
launa 1992.
Friðrik Þór Friðriksson er hér í hópi starfsmanna við Biódaga. Talið frá
vinstri: Karl Pétur Jónsson, kynningarstjóri, Árni Páll Jóhannsson, leik-
mynd, Friðrik Þór, Hilmar örn Hilmarsson, tónlist, Ari Kristinsson, kvikmynd-
un, og Steingrimur Þorvaldsson, leikmunir. Fyrir aftan eru Sigríöur Sigur-
jónsdóttir sem aðstoðar við leikmyndina og María Ólafsdóttir sem aöstoð-
ar Karl Aspelund við gerð búninga. DV-mynd ÞÖK
Tönn dregin úr háseta í Togað á norðurslóðum. Leikararnir á myndinni
eru, talið frá vinstri, Neville Hutton, Chuck Foley, Simeon Truby og Gerard
McDermott.
Eddom á Ross Cleveland. það var
sextán ára unghngur sem fann hann
út af nórðvesturströnd íslands. Þess-
ari miklu lífsreynslu er lýst í einum
af áhrifamestu söngvum leikritsins.
The Remould Theatre Company
var stofnað fyrir tólf árum. Markmið
leikhópsins er að semja og ferðast
um með ný leikrit, jafnt fyrir böm
og fuhorðna. Hópurinn hefur sett á
sviö sautján ný leikrit og leikið á 400
stöðum. Þessi leikferð á norðurslóðir
er fyrsta ferð leikhópsins utan Bret-
lands.
Arnór viö verk sín á sýningunni i St. Louis.