Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1993 15 Styrkir aðild að EB póli tíska stöðu íslands? Hernaðarleg þýðing íslands á dögum kalda striðsins færði þjóð- inni einstakt tækifæri á alþjóða- vettvangi. Aðildin að NATO og varnarsamningurinn við Banda- ríkin verða sjálfsagt þegar fram líða stundir taldar höfuðástæður þess að við gátum fært fiskveiðilög- sóguna úr 4 mílum í 200 á rúmum tveimur áratugum í andstöðu við voldugustu þjóðir Evrópu. Núna þegar friðvænlegar horfir í heimin- um minnkar áhuginn eðlilega á ís- landi og nágrannar okkar taka sjálfkrafa minna tillit til okkar en áður var. Ahrif okkar á alþjóða- vettvangi stefna í að verða svipuð og á árunum fyrir seinni heims- styrjöldina. Þetta kemur t.d. fram í afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiöa okkar þar sem þeir telja KjaUarinn Vilhjálmur Egilsson, (ramkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands „Ef við stöndum ein EFTA-þjóðanna utan EB færumst við aftur fjær áhrifa- svæði Evrópu án þess að nálgast Bandaríkin á ný." sér nú frekar óhætt en áður að styggja okkur út af því máli. Út á kantinn á póli- tíska landakortinu Pólitískir hagsmunir bandalags- og viðskiptaþjóða okkar á íslandi eru í eðli sínu að breytast frá aug- sýnilegum skammtímahagsmun- um yfir í langtímahagsmuni sem skipta e.t.v. máli þegar horft er áratugi fram í tímann. Bandarísk áhrif á íslandi hafa réyndar farið hraðminnkandi á síðustu tveimur áratugum. Tilflutningur á útflutn- ingjfrá Bandaríkjunum til Evrópu og aukin félagsleg og menningarleg tengsl við Evrópu í kjölfar við- skipta og ferðamannastraums hafa haft meiri áhrif á íslandi en við tökum oft eftir. ísland hefur færst fjær áhrifasvæði Bandaríkjanna og nær áhrifasvæði Evrópu. Félagar okkar í EFTA sækjast nú flestir eftir aðild að Evrópubanda- laginu. Það minnkar okkar áhrif enn meir þar sem við vigtum meira í samskiptum við EB sem hluti af EFTA en einir og sér. Ef við stönd- um ein EFTA-þjóðanna utan EB færumst við aftur fjær áhrifasvæði Evrópu án þess að nálgast Banda- ríkin á ný. Við færumst í raun fjær báðum á hinu pólitíska landakorti og hrekjumst lengst út á kant. Endurmat á póiitískri stööu Þegar slíkar breytingar gerast í „Enginn imyndar sér að ísland yrði mikil áhrifaþjóð innan Evrópubanda- lagsins," segir höfundur i grein sinni. kringum okkur verðum viö að end- urmeta pólitíska stöðu okkar og huga að því hvaða viðbrögð dugi best til að tiUit sé tekiö til okkar á alþjóðavettvangi. Við þurfum sér- staklega að velta því fyrir okkur hvað aðild að Evrópubandalaginu þýði í þessu samhengi. Enginn ímyndar sér að ísland yrði mikil áhrifaþjóð innan Evrópubanda- lagsins. Við myndum fyrst og fremst vera að sækjast eftir að tryggja aðild okkar og áhrif á þá ákvarðanatöku sem snertir hags- muni okkar mest. Nú erum við" t.d. á alþjóðavett- vangi að vinna að viðurkenningu á hvalveiðum okkar. Þar mætum við óskiljanlegum fordómum bæði frá Bandaríkjamönnum og mörgum EB-þjóðum. En hugsum okkur stöðu okkar sem aðila að EB. Þá þyrftum við fyrst að fá viðurkenn- ingu innan bandalagsins og tækist það gætu Bandaríkjamenn ekki beitt okkur viðskiptaþvingunum án þess að taka allt Evrópubanda- lagið fyrir í leiðinni. Þá væri póh- tísk staða okkar tvímælalaust sterkari. Vilhjálmur Egilsson Smekklaus skrif gegn smábátum í ritstjórnargrein í DV frá 16. apríl sl. kemst Ellert B. Schram m.a. svo að orði: „Smábátaeigendur verða að taka þátt í verndun þorskstofnsins sem aðrir. Þeir eiga ekki síður framtíð atvinnu sinnar og afkomu undir því að okkur takist að byggja stofn- inn upp að nýju." Þessi fóðurlegi tónn ritsrjórans kemur í framhaldi af ásökunum í garð smábátaeigenda um að þeir eigi drýgstan þátt í því að þorskafli stefni í að fara 40 þúsund tonn fram úr þeim 205 þúsund tonna heildar- afla (alls fiskiskipaflotans) sem ákveðinn var fyrir yfirstandandi flskveiðiár. Tamaloftfhnleikar rit- stjórans eru í meira lagi ósvífhir því hann hirðir ekki um að nefna 27 þúsund tonna kvóta sem er KjaUarinn Daníel Sigurðsson smábátaeigandi og véltæknifræðingur „Hin villuleiðandi talna- og röksemda- færsla ritstjóra DV þjónar þeim til- gangi einum að fita forsvarsmenn kvótakerfisins á fjósbitanum." flutningur á milli ára og er þar að auki að stórum hluta togarakvóti. Auk þess má reikna með að stór hluti hans flytjist yfir á næsta fisk- veiðiár og svo koll af kolli. Ritstjór- inn grípur það einnig úr lausu lofti að línubátar eigi þarna sök á. Þvert á móti reiknar sjávarútvegsráðu- neytið ekki með því að línuveiðin fari fram úr áætlunum og það þrátt fyrir hnutvöföldunarfyrirkomu- lagið. Vistvænn veiðiskapur Skv. upplýsingum sjávarútvegs- ráðuneytisins stefnir heildarþorsk- afli krókaleyfisbáta fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár í um 20 þúsund tonn sem er heldur minna magn en árið á undan. Skylt er að taka fram að vegna ákvæða í núgildandi fiskveiðilögum kemur meirihlut- inn, 15 til 16 þúsund tonn, fram sem umframmagn. Því er í mesta lagi hægt að tala um 16 þúsund tonna umframnlagn (flutningur á miUi ára ekki meðtalinn) en ekki 40 þús- und tonn eins og Ellert nefnir í greininni. Ristjórinn talar um að það sé einkum af tilfinningalegum ástæðum og stuðningi við sjálfs- bjargarviðleitnina þegar hanskinn er tekinn upp fyrir smábátaveiðar. Hann hirðir ekki um að nefna meg- inrökin sem eru: Emn arðbærasti útgerðarmátinn (skv. nýlegri út- tekt sjávarútvegstofnunar Háskól- ans), vistvænn veiðiskapur og síð- ast en ekki síst besta hráefhið. Enda segist Jón Ásbjörnsson stór- fiskverkandi, í nýlegri grein í Mb., eingöngu nota krókafisk því tog- arafiskur sé „ekki hæfur fyrir kröfuharðasta markaðinn, aðeins sem annars flokks fiskur". Hin villuleiðandi talna- og rök- semdafærsla ritstjóra DV þjónar þeim tilgangi einum að fita for- svarsmenn kvótakerfisins á fjós- bitanum. Blekið er varla þornað á grein Ellerts þegar aðalgúrú stórútgerð- arinnar, Krisrján Ragnarsson, kemur fram í sjónvarpsfréttum og rífur hár sitt og skegg yfir hagnað- artölum smábátaúgerðarinnar. Ritstjórnargrein Ellerts er í skötulíki og í niðurlaginu kemst ristjórinn svo að orði: „Ennfremur er því haldið fram að afli sé færður á smábáta sem komi á land með togurum. Gatið í kerflnu leiðir þannig til svika og undanbragða." Kvóti á alla Þegar hér er komið sögu treystir ristjórinn sér ekki til að nefna heimildir. Smekklaus skrif af þessu tagi dæma sig sjálf. Ég vona að all- ir báta- og skipaeígendur geti með góðri samvisku vísað þessum ásök- unum á bug og tekið undir það með mér að hér sé hún Gróa á Leiti á ferðinni með atvinnuróg. Af skrifum ristjórans mætti halda að þessi meintu svik og und- anbrögð væru svo stórfelld að smá- fiskadrápið á togurunum hyrfi í skuggann því hann lýkur „saka- málasögunni" með því að segja að til að loka „gatinu" verði allar veið- ar að gangast undir sama jarðar- men. M.ö.o. það verði að serja kvóta áalla. Að síðustu skora ég á ritstjórann að leggjast fremur á ár með þeim sem stunda vistvænar veiðar í stað þess að róa undir með þeim sem skerða vih'a þeirra hlut. Daníel Sigurðsson Jón Asgeirsson, formaðuf HSÍ. Meðog ámóti Skipulags- breytingarhjáHSI Fækkaífimmí stjórninni Við erum núna með sambands- stjórn sem í er 21 raaður. Ég vil annað- hvort teggja hana niöur í núverandi mynd eða gera ein- hverjar breytingar og þá er ég að tála um að fækka þá þeira fundum nefnd- arinnar. Þansig að í staðinn fyrír að hún komi saraan sex sinnum á ári mætti fara niöur í tvo fundi á ári í öðru lagi erum við með framkværadastjórn sem í era níu mahns. Ég vfl fækkaí henni, helst niður í ömm. Þeir fjórir, sem eru þarna í viðbót, eru forraenn fjög- urra stórra nefhda, bað eru landsliðsnefnáimar báðar, móta- nefndin ög dómaránefndin. Ég held að það sé ektó rétt fyrir- komulag að hafa formenn þess- ara stora nefnda i framkvæmda- stjórn. Þaö er bara vegna þess að formehnþessara nefnda eru hver ura sig talsmaður sinnar nefndar bannig að það verða gjarnan hagsraunaárekstrar. Ég vil auka :sjáifs|æði og vægi nefndanna þannigaðpað verði umræða inn- an nefhdanna og það verði oftar um að ræða ákvarðanatöku þar. Þá vD ég leggjá meíri áherslu á formannafundi. Ég held að það sé meira vit að halda formanha- fundi frekar en sarabandsstiónt- arfundi vegna þess aö á for- mannafunðunum feru raerrairnir sem eru með flngurinn á púlsin- um. Minni friður Tillögunni um að leggja niður sam- bandsstjórn- ina er ég ekki fylgjandi og raér fyndist ókosturinn við það fólg- ran í að þaö yrðu rainni líkur á að friður ríkti stjórn. í núverandi Iðgum sam- bandsins eru ákvæði um það að frarakvæmdastjórn komi saman sex sinnura á ári. Menn hafa ver- ið óánægðir með þessa fundi, hvað þeir hafa verið illa undir- búnir. Þess vegna tel ég miklu frekar aö það eigi að breyta ákvæðunum í Iögunum um það hvað skuli halda þessa fundi oft að lágmarki. Ég vil halda þessa fundi til dærais eftir HSÍ-þlng, þar sem sambandsstjórn afgreiddi eitthvað af tillögum frara- kvæmdastjórnar um skipan í nefndir. Síðan mætti halda fund á miðju ári og ræða meðal annars um form leiksins og marka sölu á handboltanum hér á landi og síðan gæti þriðji fundurinn verið skömrau fyrir HSÍ-þing um ýmis þau mál sem stiórn og aðrir viha leggja fyrir þingið. Það er nauð- synlegt að veh'a framkvæmda- stjóra á.alit öðram forsendum heldur en sambandsstjórnina. í sambandssíjórn eiga að vera menn sem hafa mikla reynslu í hreyfingunni ng geta haft auga raeð því sem þeir eru að gera án þess þó að þurfa að leggja alltof raikið á sig við það. I frara- kvæmdastjórn eiga svo að vera raenn sem eru tilbúnir ril vinna hart og ryðja nýjum hugmyndum braut. -GH Asmundur As- mundsson, l.v. for- maöur handkndeild- arUBK. um frarakvæmda-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.