Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
BílavörubúÖin
UÖÐRII
Skeifan 2 • Simi 812944
Verð
úr búð
1.236,-
1.396,-
1.991,-
2.982,-
3.683,-
6.410,-
5.999,-
4.839,-
2t
4t
6t
8t
121
15t
Hjólatj. (21)
Hjólatj. (1,51)
Fréttir
Fridtjof Nansen í KefLavík eftir erfiða siglingu frá Húsavík:
Þrjú rif in segl en
allir hressir um borð
Um borð hef ég þurft að venjast öðruvisi fæði en ég er vanur, sagði Davið
Hrannar. DV-mynd Ægir Már
„Við höfum ekki lent í teljandi
vandræðum vegna veðursins en við
erum þó með þijú rifin segl. Það hef-
ur verið slæmt veður en við höfum
haldið okkar striki og allir um borð
eru í góðu formi. Þetta er góður hóp-
ur,“ sagði Jochen Lemke, skipstjóri
þýska seglskipsins Fridtjofs Nansen,
í samtah við DV skömmu áður en
skipið lagðist aö bryggju í Keflavík.
Þangað kom Fridtjof Nansen í
fyrrakvöld eftir stormasama siglingu
sem hófst á Húsavík á fimmtudaginn.
Skipiö lá í vari undan Malarrifi á
Snæfellsnesi á mánudagsmorgun en
eftir hádegi afréð skipstjórinn að
halda ferðinni áfram. En í stað þess
að setja stefnuna á Reykjavík varð
haxm að sigla til Keflavíkur vegna
veðurs.
Auk átján manna fastrar áhafnar
eru tólf 16-21 árs ungmenni um borð,
þar af tveir íslendingar sem komust
í áhöfnina fyrir milhgöngu DV, Bent
Marinósson úr Kópavogi og Davíð
Hrannar Hafþórsson frá Fáskrúðs-
firði.
Bent fór um borð í fylgdarskútu
Fridtjofs Nansen, Dagmar Aen, eftir
brottfórina frá Húsvík, ásamt banda-
rískri stúlku. Skútan er mun minni
en Fridtjof Nansen og gafst stúlkan
fljótlega upp á dvöhnni um borð sök-
um sjóveiki. Bent hélt hins vegar
áfram. Vegna slæms veðurs varð
Dagmar Aen að leita vars á Ólafsfirði
meðan Fridtjof Nansen hélt áfram.
Þar var skútan enn í gær og beið
vænlegra veðurs. Bent flaug hins
vegar suður í gærdag tíl að samein-
ast hópnum á ný í Keflavík.
Davíð Hrannar sagði mikla brælu
hafa verið á leiðinni suður og hrika-
legt veður. „Það komst sjór inn þar
sem kojumar eru og var gólfið á
floti. Ég var dáhtið hræddur þegar
ég þurfti að fara upp í mastrið þar
sem þrjú segl rifnuðu en við þurftum
að binda þau niður. En þetta er ann-
ars búið aö vera mjög skemmtilegt,"
sagði hann viö komuna th Keflavík-
ur.
„Um borð hef ég þurft að venjast
öðruvísi fæöi en ég er vanur. Það er
aht niðursoðið og htið um kjöt, mest
grænmeti og brauð sem við bökum
sjálf. Ef ég ætti að fara í aðra svona
ferð mundi ég vhja hafa öðruvísi
fæði um borð,“ sagði Davíð Hraimar
og stökk upp í sjoppu th að fá sér
hamborgara meö öllu.
Fridtjof Nansen heldur væntanlega
th Reykjavíkur í dag en ferðinni lýk-
ur formlega með kveðjuveislu um
borð á laugardaginn.
Á þriðjudag hefst síðan annar kafli
islandssighnga Fridtjofs Nansen og
kemur þá annar alþóðlegur ung-
mennahópur um borð. Þar á meðal
eru tvær íslenskar stúlkur, Sigríður
Ragna Sverrisdóttir úr Reykjavík og
Þórný Alda Baldursdóttir frá Stykk-
ishólmi, sem tóku þátt í spurninga-
keppni á vegum DV.
Siglt verður th Vestmannaeyja, þar
sem dvahð verður í tvo daga, í austur
th móts við Vatnajökul og síðan að
austurströnd Grænlands. Eftir nokk-
urra daga siglingu þar verður snúið
aftur th Jökulíjarða eða Arnarstapa
og loks th Reykjavíkur þar sem ferð-
inni lýkur 11. júní.
-hlh
Miðvikudagtnn 26. maí verður hringt
í 4 skuldlausa áskrifendur DV.
Fyrir hvern þeirra leggjum við
3 laufléttar spurningar úr landafrœði.
Sá sem svarar öllum spurningum rétt
fær í verðlaun eina af þeim fjórum ferðum sem
er í pottinum í maí og lýst er hér til hliðar.
Verðlaunin verða afhent daginn eftir, 21. maí,
og úrslitin birt í Ferðablaði DV
þriðjudaginn 1. júní.
Allir skuldlausir áskrifendur DV,
nýir og núverandi, eru sjálfkrafa þátttakendur
íþessum skemmtilega leik.
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
y
Við stefnum
Fjórir glœsilegir sn
Stjömuferð Flugleiða fyrir tvo
Flug oggisting í eina viku
Allt sem landinn þráir þessa dagana,
dýrðlegt veður, aragrúi veitingastaða,
skemmtistaðir, Sea World, Walt
Disney World, Universal Studios,
stórkostlegar verslunarmiðstöðvar.
Gist á Concord Resort -
Shawdmv Bay Condominiums
Stjörnuferð Flugleiða fyrir tvo
Flug og gisting í tvcer nœtur
Borgin sem bíður eftir þér
á bökkum síkjanna. Gaflarnir halla
undir flatt undir sumarhimni og
standa vörð um lífsgleði og listir,
afþreyingu og skemmtun af öllu tagi.
Gist á Hotel Krasnapolsky,
fyrsta flokks hóteli
við höfuðtorg borgarinnar.