Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 30
38 MIDVIKUDAGUR 19. MAI 1993 Afmæli Sigríður Höskuldsdóttir Sigríður Höskuldsdóttir, húsfreyja að Kagaðarhóli í Torfalækjar- hreppi, er sextug í dag. Starfsferill Sigríður fæddist að Birningsstöð- um í Ljósavatnsskarði í Suður-Þin- geyjarsýslu en flutti mánaðargömul með foreldrum sínum að Vatnshorni í Skorradal þar sem hún ólst upp við öll almenn sveitatörf og átti heima til tuttugu og átta ára aldurs. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum á Hverabökkum 1952 og prófi frá Ljós- mæðraskóla íslands 1963. Sigríður kenndi börnum í Skorra- dalsskólahverfi 1954-60, var eitt ár ljósmóðir á Fæðingardeild Land- spítalans og starfaði á fæðingardeild í Vánersborg í Svíþjóð 1964-66. Hún hefur verið húsfreyja og búsýslu- kona á Kagaðarhóli frá 1966. Fjölskylda Sigríður giftíst 20.8.1966 Stefáni Asberg Jónssyni, f. 4.11.1930, hrepp- stjóra. Hann er sonur Jóns Stefáns- sonar, b. á Kagaðarhóli, og Guðrún- ar Steinunnar Jóhannsdóttur hús- freyju. Börn Sigríðar og Stefáns Ásbergs eru Guðrún Jóhanna, f. 20.6.1967, búfræðikandidat hjá Búnaðarsam- bandi Skagafjarðar, búsett að Hól- um í Hjaltadal, í sambýli með Vík- ingi Gunnarssyni hrossaræktar- ráðunauti; Sólveig Birna, f. 20.6. 1967, nemi við Kunstakademiet í Þrándheimi í Noregi; Borghildur Ásdís, f. 4.4.1972, stúdent og leið- beinandi við Grunnskólann í Bíldudal; Jón, f. 4.4.1972, mennta- skólanemi. Systkini Sigríðar eru Sveinn Skorri, f. 19.4.1930, prófessor við HÍ, kvæntur Vigdísi Þormóðsdóttur; Krisrjana, f. 12.77.1936, húsfreyja og organisti að Melaleiti í Mela- sveit, gift Jóni Kr. Magnússyni, hreppstjóraþar; Einar Árni, f. 28.11. 1939, b. og hestamaður að Mosfelli, kvæntur Bryndí si Júlíusdóttur; Bjarni Þormar, f. 19.3.1943, d. 3.12. 1979, trésmiður. Foreldrar Sigríðar voru Höskuld- ur Einarsson, f. 23.11.1906, d. 11.3. 1981, hreppsrjóri og bóndi á Sigríð- arstöðum, Birningsstöðum og á Vatnshorni, og kona hans, Sólveig Bjarnadóttir, f. 10.8.1905, d. 24.7. 1979, bóndakona. Ætt Höskuldur varsonurEinars.b. að Landamótsseli, Arnasonar, b. á Finnsstóðum í Köldukinn. Móðir Höskuldar var Kristjana Sigfúsdótt- ir, b. á Bjarnastöðum í Mývatns- sveit, Jónssonar, b. og smiðs að Sveinsstöðum, Jónssonar, b. á Skútustöðum, Helgasonar, b. á Skútustöðum, ættföður Skútustaða- ættarinnar, Ásmundssonar. Móðir Sigfúsar var Marja, dóttir Gísla, b. í Skörðum, og Guðrúnar, systur Sólveigar, móður Kristjáns ráð- herra og Péturs ráðherra Jónssona, ömmu Haralds Guðmundssonar ráðherra og langömmu Jóns Sig- urðssonar ráðherra. Guðrún var dóttir Jóns, ættfóður Reykjahlíðar- ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Krisrjönu var Sigríður, systir Jóns, alþingismanns í Múla í Aðaldal, fóð- ur Árna, alþingismanns frá Múla, föður Jónasar, rithöfundar og fyrrv. alþingismanns, og Jóns Múla tón- skálds. Sigríður var dóttir Jóns, skálds áHelluvaði, Hinrikssonar af Harðabóndaætt. Móðir Sigríðar var Friðrika, systir Jóns á Skútustöð- um, og Þuríðar, móður Sigurðar, ráðherra frá Ystafelli. Sólveig var dóttir Bjarna, b. í Vatnshorni í Skorradal, Bjarnar- sonar, hreppstjóra í Vatnshorni, Eyvindssonar, b. á Syðri-Brú í Grímsnesi, Hjartarsonar. Móðir Bjarnar var Bóthildur Magnúsdótt- ir. Móðir Bjarna í Vatnshorni var Sigríður Höskuldsdóttir. Sólveig Björnsdóttir, prests á Set- bergj í Eyrarsveit óg á Þingvíjllum, Pálssonar, prests á Þingvöllum, Þorlákssonar. Móðir Bjóms á Set- bergi var Sigríður Stefánsdóttir, prests á Breiðabólstað í Fh'ótshlíð, Presta-Högnasonar, prests á Breiða- bólstað, Sigurössonar. Móðir Sólveigar Bjarnadóttur var Sigríður, dóttir Jóns, b. í Brennu, Pálssonar, og Sigríðar Snorradóttur fráÞórustöðum. Sigríður verður að heiman á af- mælisdaginn. ÞAKKIR Innilegustu þakkir færi ég ykkur sem munduð mig 11. maí sl. Gæfan fylgi ykkur. Haukur Jörundarson smáauglýsingin! Taktu þátt í leitinni að „týndu smáauglýsingunni" í þœtti Ivars Guðmundssonar á milli 2 & 4 alla virka daga. Með DV við hóndina getur þú tekið þátt í leiknum og átt von á að vinna DV-derhúfu, mánaðaráskrift að DV eða jafnvel ársáskrift að DV. Á milli klukkan 2 og 4 velur ívar Guðmundsson einhverja smáauglýsingu af handahófi og gefur svo hlustendum kost á að finna hana í blaðinu. Hringdu í síma 6 70 957 og freistaðu gæfunnar. Allir þeir sem ná í gegn, hvortsem þeir hitta á réttu auglýsinguna eða ekki, fá DV- derhúfu. Leitin að „týndu smáauglýsingunni" stendur frá 10. - 21. maí. Þann 21. drögum við svo út einn af vinningshöfunum og hlýtur hann ársáskrift að DV. Til hamingju með daginn 19. maí 90 ára 60 ára Helga Rögnvaldsdóttir, Syðri-Hofditfum, Viðvfturhreppi. Lára Eggcrtsdóttir, frá VestrtLeirárgórðum, Laufbrekku 9, Kópavogi. Lára verður nífæð næstkomandi fttstu- dag, þann 21. mai. Eiginjnaður hennar yar Olafur H. Sigurðssön, Hún tekur á moti gestum á morgun, uppstígningar- dag, i sal Framsóknarfélags Kópavogs, Digranesvegi 12, á millí kl 15 og 18. 80 ára Árni Friftgcirsson, Ásvegií24, Akureyri 75ára Unnur Ru nó!f'sdó11ir, Míöleiti 5, Beykjavík. 70 ára Elin Jónsdóttir. starfsst. í mötu- neytinu Búrfelli, Breiðási, Hruna- mannahreppi. Sambýlismaöur Elinar er Atnoadi Blísson. Þau verða að" heiman á afmælisdaginn. Sigurlín Sigurgeirsdóttit* Undirhlíð 18, Grímsheshr^pi. Sigurhn tekur á móö gestum aö Melbæ 19 Reykjavík & morgun, frá ki. 15.30. Ásdis Andrcsdóttir, Neðastaleití 7, Reykjavík; Guorún Gríta Tómasdót tir, Háagerði 51, Reykjávik. Gnðmundur Bjarnason, Hamraborg 26, Kópayogi. Brekkugötu 53, Þingeyri. Jóhann Hjnrtarson. Bessahrauni 12, Vestmannaeyjum. Ólafur Engilbortsson, Kársnesbraut 35, KopavogL Aldn Hermannsdóttir, Hróarshplö, ViBihgahoitshreppi. 40 ára Bððvar Danielsson, Hliöarvegi 17, Hvammstanga. Iugólfur Sigurbjörnssoa, Seljavegi 3a, Reykjavík. Ingibjóig K. Árnadóttir, Orýtubakka 2, Reykjavik. 50 ára Björn Jóhannsson, Brekkuseli 23, Reykjavík. Hjördis Gunnarsdóttii', Ljósheimum 22, Reykjavik. Kristjnn Gunnarsson, SiRurdur E. Aoalsteinsson, Stekkjarbrékku 16, Reyöarflrði Guðfinna Björk Agnarsdóttir, Öldugðtu 27, Reykjavík. Jón Æ^isson, Túngötu 36, Sigluflrði. Gunnar Jóhanusson, Austiirtúni 16, Hólmavík. Edda Harðawtóttir, Flúðaseii 67, Reykjavfk. Sigriður Jóhannsdóttir, Hvanneyri, Áifhóii, Andakilshreppi. Kristín Sæunn Guðbrandsdóttir, Garðavegi 6, Hafharfirðl Eiías Halldór Leif'sson, Nesbala 15, Séltjarnarnesl Jóhannu Jóna (Juðhrandsdóttir, Sflfurgötu 19, Stykkishólmi. Ingibjörg Sigurðardóttir, Traoarlandi 2, Boluhgarvfk. Svanborg S. Viglundsdóttir, Kolbeinsgötu 44, Vopnaflrði. Óftinn Leifsson, Svínaskálahlið 3, Eskiflröi. Haukur Már Haraldsson Haukur Már Haraldsson framhalds- skólalcennari, Leirubakka 32, Reykjavík, veröur fimmtugur á uppstigningardag. Starfsferill Haukur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða- prófi 1957, sveinsprófi í prentsetn- ingu 1966, s tundaöi nám í teikningu og höggmyndalist við Myndlista- skólann í Reykjavík, nám í fllmu- setningu við The Monotype School í London 1968, og lauk prófi í uppeld- is- og kennslufræði við KHÍ1990. Haukur var háseti á togurum og farskipi 1957-62, vélsetjari í ýmsum prentsmiðjum 1968-75, blaðamaður, ljósmyndari og útlitshönnuður við Þjóðviljann og Alþýðublaðiö 1975-78, ritsrjóri Vinnunnar og blaðafulltrúi ASÍ1978-83. Haukur sat í stjórn Prentnemafé- lagsins 1964-66, var ritari Iðnnema- sambands íslands 1965-66, sat í stjórn Æskulýðssambands ísiands 1966-71, í srjórn Æskulýðsfylkingar- innar 1966-68, í varastjórn HÍP í tvö ár, formaður íslensku friðarnefhd- arinnar 1980-85, í menntamálaráði Alþýðubandalagsins, í aðgerðar- nefhd og kynningarnefnd KSÍ, rit- stjóri Prentnemans 1964-66, Iön- nemans 1966, Prentarans 1969-78 og Vinnunnar 1978-83. Fjölskylda Haukurkvæntist24.9.1966 Erlu Sigurbergsdóttur, f. 17.12.1945, hár- greiðslukonu og verslunarmanni. Hún er dóttir Sigurbergs Bogason- ar, trésmiðs frá Flatey á Breiða- firði, og Kristínar Guðmundsdóttur MReyðarfirði. Börn Hauks og Erlu eru Haukur Már, f. 12.2.1967, nemi í kvikmynda- gerð, kvæntur Aðalbjörgu Drífu , Aðalsteinsdóttur, nema í sam- skiptafræðum, og er sonur þeirra Haukur Már, f. 20.5.1991, en dóttir Aðalbjargar og kjördóttir Hauks er Eva Kristin, f. 27.2.1988; Sigurberg, f. 2.2.1968, rafvirki í Reykjavík; Ómar Örn, f. 28.1.1975, nemi við FB; Valdís Ósk, f. 28.4.1976, starfar við fiskvinnslu á Höfn. Sonur Hauks frá því fyrir hjónaband er Kristinn Steinar, f. 25.12.1965, fatahönnuður íNewYork. Systkini Hauks, sammæðra: Gunnar, f. 26.4.1949, vistmaður á Kópavogshæli; Þóra, f. 27.8.1950, kennari í Kópavogi, gift Sveinbirni Guðmundssyni tollverði og eiga þau þrjú börn; Sigurður, f. 17.10.1953, kjötiðnaðarmaður í Reykjavik, kvæntur Helgu Þóru Jónsdóttur snyrtifræðingi og eiga þau þrjár dætur; Haraldur Örn, f. 21.3.1955, býr í sambýli blindra í Reykjavík. Haukur Már Haraldsson. Systir Hauks, sarnfeðra, er Berit, slmfstomstúíka í Ósló, og á hún tvö börn. Foreldrar Hauks: Per Ingleiv Stangerland, f. 14.10.1915, d. 28.7. 1948, verslunarmaður og síðar yflr- maður flóttamannaskrifstofu norsku útlagasrjórnarinnar í Lon- don, yfirmaður í norska sjóhernum og síðast skrifstofustjóri rannsókn- ardeildar varnarmálaráðuneytisins í Ósló, og Margrét Sighvatsdóttir, f. 28.12.1921, fyrrum starfsstúlka á Vífilsstöðum. Kjörfaðir Hauks er Haraldur Örn Sigurðsson, f. 1.4.1924, klæðskeri og nú starfsmaður Kirkjugarða Reykjavikur, en foreldrar hans voru Sigurður Árnason vélstjóri og kona hans, Þuríður Pétursdóttir. Haukur tekur á móti gestum í JGsalnum, Ármúla 36 (gengið inn frá Selmúla), á afmælisdaginn kl 17.00-20.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.