Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Side 30
38
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Afrnæli
Sigríöur Höskuldsdóttir
Sigríður Höskuldsdóttir, húsfreyja
að Kagaðarhóli í Torfalækjar-
hreppi, er sextug í dag.
Starfsferill
Sigríður fæddist að Bimingsstöð-
um í Ljósavatnsskarði í Suður-Þin-
geyjarsýslu en flutti mánaðargömul
með foreldrum sínum að Vatnshomi
í Skorradal þar sem hún ólst upp við
öll almenn sveitatörf og átti heima
til tuttugu og átta ára aldurs. Hún
lauk prófi frá Kvennaskólanum á
Hverabökkum 1952 og prófi frá Ljós-
mæðraskóla íslands 1963.
Sigríður kenndi bömum í Skorra-
dalsskólahverfi 1954-60, var eitt ár
ljósmóðir á Fæðingardeild Land-
spítalans og starfaði á fæðingardeild
í Vánersborg í Svíþjóð 1964-66. Hún
hefur verið húsfreyja og búsýslu-
kona á Kagaðarhóli frá 1966.
Fjölskylda
Sigríður giftist 20.8.1966 Stefáni
Ásberg Jónssyni, f. 4.11.1930, hrepp-
stjóra. Hann er sonur Jóns Stefáns-
sonar, b. á Kagaöarhóh, og Guðrún-
ar Steinunnar Jóhannsdóttur hús-
freyju.
Böm Sigríðar og Stefáns Ásbergs
em Guðrún Jóhanna, f. 20.6.1967,
búfræðikandidat hjá Búnaðarsam-
bandi Skagafjarðar, búsett að Hól-
um í Hjaltadal, í sambýU með Vík-
ingi Gunnarssyni hrossaræktar-
ráðunauti; Sólveig Bima, f. 20.6.
1967, nemi við Kunstakademiet í
Þrándheimi í Noregi; Borghildm-
Ásdís, f. 4.4.1972, stúdent ogleið-
beinandi við Gmnnskólann í
Bíldudal; Jón, f. 4.4.1972, mennta-
skólanemi.
Systkini Sigríðar em Sveinn
Skorri, f. 19.4.1930, prófessor við
HÍ, kvæntur Vigdísi Þormóðsdóttur;
Kristjana, f. 12.77.1936, húsfreyja
og organisti að Melaleiti í Mela-
sveit, gift Jóni Kr. Magnússyni,
hreppstjóra þar; Einar Ámi, f. 28.11.
1939, b. og hestamaður aö MosfelU,
kvæntur Bryndísi JúUusdóttur;
Bjami Þormar, f. 19.3.1943, d. 3.12.
1979, trésmiður.
Foreldrar Sigríðar vora Höskuld-
ur Einarsson, f. 23.11.1906, d. 11.3.
1981, hreppstjóri og bóndi á Sigríð-
arstöðum, Bimingsstöðum og á
Vatnshomi, og kona hans, Sólveig
Bjarnadóttir, f. 10.8.1905, d. 24.7.
1979,bóndakona.
Ætt
Höskuldur var spnur Einars, b.
að LandamótsseU, Ámasonar, b. á
Finnsstöðum í Köldukinn. Móðir
Höskuldar var Kristjana Sigfúsdótt-
ir, b. á Bjamastöðum í Mývatns-
sveit, Jónssonar, b. og smiðs að
Sveinsstöðum, Jónssonar, b. á
Skútustöðum, Helgasonar, b. á
Skútustöðum, ættfóður Skútustaða-
ættarinnar, Ásmundssonar. Móðir
Sigfúsar var Marja, dóttir Gísla, b.
í Skörðum, og Guðrúnar, systur
Sólveigar, móður Kristjáns ráð-
herra og Péturs ráðherra Jónssona,
ömmu Haralds Guðmundssonar
ráðherra og langömmu Jóns Sig-
urðssonar ráöherra. Guðrún var
dóttir Jóns, ættfoður ReykjahUðar-
ættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir
Kristjönu var Sigríður, systir Jóns,
alþingismanns í Múla í Aðaldal, föð-
ur Áma, alþingismanns frá Múla,
foður Jónasar, rithöfundar og fyrrv.
alþingismanns, og Jóns Múla tón-
skálds. Sigríður var dóttir Jóns,
skálds á HeUuvaði, Hinrikssonar af
Harðabóndaætt. Móðir Sigríðar var
Friðrika, systir Jóns á Skútustöð-
um, og Þuríðar, móður Sigurðar,
ráðherra frá YstafelU.
Sólveig var dóttir Bjama, b. í
Vatnshomi í Skorradal, Bjamar-
sonar, hreppstjóra í Vatnshomi,
Eyvindssonar, b. á Syðri-Brú í
Grímsnesi, Hjartarsonar. Móðir
Bjamar var Bóthfidur Magnúsdótt-
ir. Móðir Bjama í Vatnshomi var
Sigríður Höskuldsdóttir.
Sólveig Bjömsdóttir, prests á Set-
bergi í Eyrarsveit óg á ÞingvþUum,
Pálssonar, prests á Þingvöllum,
Þorlákssonar. Móðir Bjöms á Set-
bergi var Sigríður Stefánsdóttir,
prests á Breiðabólstað í FljótshUö,
Presta-Högnasonar, prests á Breiða-
bólstað, Sigurðssonar.
Móðir Sólveigar Bjamadóttur var
Sigríður, dóttir Jóns, b. í Brennu,
Pálssonar, og Sigríðar Snorradóttur
fráÞómstöðum.
Sigríður verður að heiman á af-
mæUsdaginn.
ÞAKKIR
Innilegustu þakkir færi ég ykkur
sem munduð mig 11. maí sl.
Gæfan fylgi ykkur.
Haukur Jörundarson
smáauglýsingin
Taktu þátt í leitinni að „týndu
smáauglýsingunni “ í þœtti Ivars
Guðmundssonar á milli 2 & 4 alla
virka daga.
Með DV við höndina getur þú tekið
þátt í leiknum og átt von á að vinna
DV-derhúfu, mánaðaráskrift að DV
eða jafnvel ársáskrift að DV.
/
Á milli klukkan 2 og 4 velur ívar
Guðmundsson einhverja
smáauglýsingu af handahófi og
gefur svo hlustendum kost á að
finna hana í blaðinu.
Hringdu í síma 6 70 957 og
freistaðu gœfunnar. Allir þeir sem
ná í gegn, hvort sem þeir hitta á
réttu auglýsinguna eða ekki, fá DV-
derhúfu.
Leitin að „ týndu
smáauglýsingunni “ stendur frá 10.
- 21. maí. Þann 21. drögum við svo
út einn af vinningshöfunum og
hlýtur hann ársáskrift að DV.
FM#957
.mai
90 ára
Helga Rögnvaldsdöttir,
Syðri-Hofdöhim, ViðvíkurhreppL
Lára Eggertsdóttir,
frá Vesfri-Leirárgörðum,
Laufbrekku 9, Kópavogi.
Lára verður níræð næstkomandi föstu-
dag, þann 21. mai. Eiginmaður herrnar
var Olafur H. Sigurðsson. Hún tekur á
móti gestum á morgun, uppstigningar-
dag, i sal Framsóknarfélags Kópavogs,
Digranesvegi 12, á milli kl. 15 og 18.
80 ára
Árni Friðgeirsson,
Asvegi 24, Akureyri.
Unnur K unólfsdótt ir,
Miðleiti 5, Reykjavík.
70 ára
60 ára
Klín Jónsdóttir,
starfsst. í mötu-
neytinu Búrfelii,
Breiðási, Hruna-
mannahreppi.
Samhýlismaður
Elinar er
Ámundi Elísson.
Þau verða að
heiman á afmælisdaginn.
Siguriín Sigurgeirsdótttr,
Undirhlíö 18.
Grímsneshreppi.
Sigttriin tekur á
móti gestum að
Meibæ 19
Reykjavík á
morgun, frá kl.
15.30.
Ásdís Andrésdóttir,
Neðastaleiti 7, Reykjavík.
Guðrún Gréta Tómasdóttir,
Háagerði 51, Reykjavík.
Guðmundur Bjamason,
Hamraborg 26, Kópavogi.
Böðvar Danieisson,
Hlíðarvegi 17, Hvamrostanga,
Ingólfur Sigurbjörnsson,
Seijavegi 3a, Reykjavík.
Ingibjðrg K. Árnadóttir,
Grýtubakka 2, Reykjavik.
50 ára
Björn Jóhannsson,
Brekkuseli 23, Reykjavik.
Hjördís Gunnarsdóttir,
Ljósheímum 22, Reykjavík.
Kristján Gunnarsson,
Brekkugötu 53, Þingeyri.
Jóhann Hjartarson,
Bessaitrauni 12, Vestmannaeyjum.
Ólafur Engilbertsson,
Kársnesbraut 35, Kópavogi.
Alda Hermannsdóttir,
Hróarsholti, Viliingaholtshreppí.
40 ára
Sigurður E. Aðaisteinsson,
Stekkjarbrekku 16, Reyöarílrði.
Guðfinna Björk Agnarsdóttir,
Öldugötu 27, Reykjavik.
Jón Ægisson,
Tungötu 36, Siglufirði.
Gunnar Jóhannsson,
Austurtúni 16, Hóimavik.
Edda Harðardóttir,
Fiúöaseli 67, Revkjavik.
Sigríður Jóbannsdóttir,
Hvanneyri, Álfhóli, Andakílshreppi.
Krístin Sœunn Guöbrandsdóttir,
Garöavegi 6, Hafharfirði.
Elias Halldór Leifssón,
Nesbala 15, SeltjamamesL
Jóhanna Jóna Guðbrandsdóttir,
SÍlfUrgötu 19, Stykkishólmi.
Ingibjörg Sigurðardóttir,
Traðarlandi 2, Bolungarvík.
Svanborg S. Viglundsdóttir,
Kolbeinsgötu 44, Vopnaflrðl.
óðinn Leifeson,
Svínaskálahlíð 3, Eskifirði.
Haukur Már Haraldsson
Haukur Már Haraldsson framhalds-
skólakennari, Leimbakka 32,
Reykjavík, verður fimmtugur á
uppstigningardag.
Starfsferill
Haukur fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða-
prófi 1957, sveinsprófi í prentsetn-
ingu 1966, stundaði nám í teikningu
og höggmyndalist við Myndhsta-
skólann í Reykjavík, nám í filmu-
setningu við The Monotype School
í London 1968, og lauk prófi í uppeld-
is- og kennslufræði við KHÍ1990.
Haukur var háseti á togurum og
farskipi 1957-62, vélsetjari í ýmsum
prentsmiðjum 1968-75, blaðamaður,
ljósmyndari og útlitshönnuður við
Þjóðvfijann og Alþýðublaðið
1975-78, ritstjóriyinnunnar og
blaðafulltrúi ASÍ1978-83.
Haukur sat í stjóm Prentnemafé-
lagsins 1964-66, var ritari Iðnnema-
sambands íslands 1965-66, sat í
stjóm Æskulýðssambands íslands
1966-71, í stjóm Æskulýðsfylkingar-
innar 1966-68, í varastjóm HÍP í tvö
ár, formaður íslensku friðamefnd-
arinnar 1980-85, í menntamálaráði
Alþýðubandalagsins, í aðgerðar-
nefnd og kynningamefnd KSÍ, rit-
stjóri Prentnemans 1964-66, Iðn-
nemans 1966, Prentarans 1969-78 og
Vinnunnar 1978-83.
Fj'ölskylda
Haukur kvæntist 24.9.1966 Erlu
Sigurbergsdóttur, f. 17.12.1945, hár-
greiðslukonu og verslunarmanni.
Hún er dóttir Sigurbergs Bogason-
ar, trésmiðs frá Flatey á Breiða-
firði, og Kristínar Guðmundsdóttur
fráReyðarfirði.
Böm Hauks og Erlu era Haukur
Már, f. 12.2.1967, nemi í kvikmynda-
gerð.kvæntur AöalbjörguDrífu ,
Aðalsteinsdóttur, nema í sam-
skiptafræðum, og er sonur þeirra
Haukur Már, f. 20.5.1991, en dóttir
Aðalbjargar og kjördóttir Hauks er
Eva Kristín, f. 27.2.1988; Sigurberg,
f. 2.2.1968, rafvirki í Reykjavík;
Ómar Öm, f. 28.1.1975, nemi við FB;
Valdis Ósk, f. 28.4.1976, starfar við
fiskvinnslu á Höfn. Sonur Hauks frá
því fyrir hjónaband er Kristinn
Steinar, f. 25.12.1965, fatahönnuður
íNewYork.
Systkini Hauks, sammæöra:
Gunnar, f. 26.4.1949, vistmaður á
Kópavogshæh; Þóra, f. 27.8.1950,
kennari í Kópavogi, gift Sveinbimi
Guðmundssyni tollverði og eiga þau
þijú böm; Sigurður, f. 17.10.1953,
kjötiðnaðarmaður í Reykjavík,
kvæntur Helgu Þóm Jónsdóttur
snyrtifræðingi og eiga þau þijár
dætur; Haraldur Öm, f. 21.3.1955,
býr í sambýli blindra í Reykjavík.
Haukur Már Haraldsson.
Systir Hauks, samfeðra, er Berit,
skrifstofustúlka í Ósló, og á hún tvö
böm.
Foreldrar Hauks: Per Ingleiv
Stangerland, f. 14.10.1915, d. 28.7.
1948, verslunarmaður og síðar yfir-
maður flóttamannaskrifstofu
norsku útlagastjómarinnar í Lon-
don, yfirmaður í norska sjóhemum
og síðast skrifstofustjóri rannsókn-
ardeildar vamarmálaráðuneytisins
í Ósló, og Margrét Sighvatsdóttir, f.
28.12.1921, fyrrum starfsstúlka á
Vífilsstöðum.
Kjörfaðir Hauks er Haraldur Öm
Sigurðsson, f. 1.4.1924, klæðskeri
og nú starfsmaður Kirkjugarða
Reykjavíkur, en foreldrar hans vora
Sigurður Ámason vélstjóri og kona
hans, Þuriður Pétursdóttir.
Haukur tekur á móti gestum í
JC-salnum, Armúla 36 (gengið inn
frá Selmúla), á afmæhsdaginn kl
17.00-20.00.