Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1993 41 Messur Árbæjarkirkja: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Ath. breyttan messutlma. Esra Pétursson læknir flytur stólræðuna en prestar safnaðarins þjóna fyrir altari. Organleikari Sigrún Steingríms- dóttir. Eldri borgarar flytja ritningarlestra. Halla Jónasdóttir og Fríður Sigurðardóttir syngja stól- vers. Að lokinni guðsþjónustu verður dagskrá og kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar i boði Soroptimistaklúbbsins I Árbæjarhverfi. Sýn- ing á handavinnumunum er eldri borgarar hafa unnið I vetur. Allt eldra fólk I Árbæjarsöfnuði sérstaklega boðið velkomið til kirkjunnar á upp- stigningardag. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Áskirkja: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14.00. Dr. Einar Sigurbjörnsson messar. Eldri sóknarbörnum boðið til kaffisamsætis I safnaðar- heimili Askirkju að messu lokinni. Kór SVR syng- ur. Kirkjubíllmn ekur. Sóknarprestur. Brelðabólsstaftarprestakall: Vorferð sunnudaga- skólabarna á Hvammstanga, Vatnsnesi og I Vest- urhópi verður þriðjudaginn 25. mai og hefst kl. 11. Munið að skrá ykkur I síma 12655. Kristján Björnsson. Bústaðakirkja: Dagur aldraðra. Göngumessa um Fossvogsdal kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 14.00. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Sýning á munum úr vetrarstarfinu eftir messu. Öldruðum boðiðtil kaffidrykkjueftirmessu. Pálmi Matthlas- son. Digranesprestakall: Sameiginleg guðsþjónusta Kópavogssafnaða i Hjallakirkju kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. Dómkirkjan: Dagur aldraðra. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Þor- geir J. Andrésson syngur einsöng. Eftir messu er eldri borgurum boðið til kaffidrykkju á Hótel Borg. Þar syngur Þorgeir J. Andrésson nokkur lög við undirleik Marteins H. Friðrikssonar dó- morganista. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 11 á degi aldraðra. Sigurborg Skúladóttir predikar. Ritn- ingarlestrar: Sigríður Gísladóttir og Guðrún Sturludóttir. Kór aldraðra úr Gerðubergi. Ilka Petrova leikur á þverflautu. Organisti Pavel Smid. Prestarnir. Fríkirkjusöfnuourinn i Reykjavik: Dagur aldraðra, guðsþjónusta kl. 14.00. Boðið er til kaffiborðs í safnaðarheimilinu að guðsþjónustunni lokinni. Organisti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. Grafarvogssókn: Helgistund kl. 10.30 i varpan- um fyrir framan Grafarvogskirkju. Þátttakendur í hópgöngu í dagskrá „Iþrðttir fýrir alla" taka þátt í stundinni. Kirkjukórinn leiðir söng. Guðsþjón- usta kl. 14 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Helgi Þorláksson, tv. skólastjóri, predikar. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir. Barnakór og kirkjukór Graf- arvogssóknar syngja í messunni. Kaffiveitingar á vegum safnaðarfélagsins eftir guðsþjónustuna. Eldri borgarar sérstaklega boðnir. Vigfús Þór Árnason. Grensáskirkja: Dagur aldraðra. Messa kl. 11.00. Hádegisverður fyrir aldraða eftir messu. Hallgrimsklrkja: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigur- björnsson. Karlakór Reykjavíkur syngur, stjórn- andi FriðrikStefánsson. Organisti Hörður Askels- son. Eftir messu verður ferð aldraðra I Sklðaskál- ann. Farið frá kirkjunni kl. 12.30. Upplýsingar I síma 10745. Kirkja heyrnarlausra: Messa kl. 13.30. Sr. Miy- ako Þórðarson. Háteigskirk|a: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldsöngur kl. 21.00 með Taizé tónlist. Kyrrð, ihugun og endurnæring. Allir hjart- anlega velkomnir. Hjallasókn: Digranes-, Hjalla- og Kársnespresta- köll. Sameiginleg guðsþjðnusta I Hjallakirkju uppstigningardag, á kirkjudegi aldraðra, kl. 14. Sr. Magnús Guðjónsson predikar og sóknar- prestar þjóna fyrir altari. Fulltrúar úr hópi aldr- aðra annast ritningarlestra. Söngvinir syngja undir stjórn Kristlnar Pétursdóttur. Organleikari Stefán R. Gíslason. Fólksflutningabifreið fer frá Sunnuhlíð kl. 13.30, stansar við Fannborg 1 og ekur þaðan til Hjallakirkju. Að lokinni guðsþjón- ustu verður sameiginleg kaffidrykkja I Félags- heimili Kópavogs. Sóknarnefndir. Hvammstangasókn: Messa á Sjúkrahúsi Hvammstanga kl. 11 á uppstigningardag, fimmtudaginn 20. maí, og í Hvammstangakirkju kl. 14. Eldri íbúar aðstoða við helgihaldið. Að messu lokin'ni verður sýning á munum föndur- hópsins I Nestúni og kaffi til styrktar starfsem- inni þar. Kristján Björnsson. Kársnesprestakall: Sameiginleg guðsþjðnusta safnaða í Kópavogi í Hjallakirkju kl. 14. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langhollskirkja: Kirkja Guðbrands biskups. Dag- ur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Organisti Jón Stefánsson. Sönghópur aldraðra syngur. Sigurbjörg Hjör- leifsdóttir syngur einsöng. Sýning á handavinnu aldraðra sem unnin hefur verið í vetur. Kvenfélag- ið býður óldruðum í sókninni ásamt Bæjarleiða- bilstjðrum í kaffi eftir guðsþjónustu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 14.00. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup predikar, sóknar- prestur þjónar fyrir altari. Kór Laugarneskirkju syngur. Þjónustuhópur kirkjunnar aðstoðar. Eftir guðsþjónustu mun sóknarnefnd bjóða kirkju- gestum upp á kaffiveitingar. Neskirkja: Utiguðsþjónusta kl. 11.00 fyrir framan - aðalþyggingu Háskóla Islands. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljaklrkja: Guðsþjónusta á degi aldraðra kl. 14. Sr. Lárus Halldórsson predikar. Kaffiveitingar að lokinni guðsþjðnustu. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Dagur aldraðra. Guösþjón- usta kl. 11.00. Björn Kristjánsson predikar. Prest- ur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Organisti Hákon Leifsson. Hádegisverður í boði sóknar- nefndar eftir guðsþjðnustu þar sem verða skemmtiatriði ðg almennur söngur. Kvöldmessa kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða" sér um tónlistina. Prestur sr. Solveig Lára Guðmunds- . dóttir. Tilkyrirdngar Leikritið um Dimma- limm í Noregi Þann 21. maí fer félagið Augnablik með sýningu sína „Leikrit um Dimmalimm" Ú Kristiansand í boði Assitej á samnor- ræna leiklistarhátíð. Af þvi tilefni býður félagið Norðmönnum, ungum sem öldn- .um, að koma á forsýningu 20. maí kl. 14 í Kramhúsinu, Bergstaðastræti 7 (bak- hús). Leikritið er flutt á norsku og miða- verð aöeins 200 krónur. Aörir Norður- landabúar eru að sjálfsögðu velkomnir lika. Leikritið um Dimmalimm er stutt leiksýning unnin upp úr sögunni um Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteins- son (Mugg). Sagan er sögð á einfaldan og myndrænan hátt og auk þess er tónl- ist leikin á þverflautu og sungin. Leik- endur og aðstandendur sýningarinnar eru efUrtaldir: Ásta Arnardóttir og Harpa Arnardóttir leikkonur, Björn Ingi Hilm- arsson leikari, Kristín Guðmundsdóttir flautuleikari og Björg Vilhjálmsdóttir myndlistarmaður sem sá um hönnun leikmyndar. Tónlist er eftir Atla Heimi Sveinsson. Aukasýningar á Ríta gengur menntaveginn Akveðið hefur verið að efna til fjögurra aukasýninga á gamanleikritinu.vmsæla Ríta gengur menntaveginn eftir Willy Russell sem frumsýnt var á litla sviði Þjóðleikhússins í haust. Fyrsta sýning verður fimmtudagskvöldið 20. maí. Næstu sýningar verða sunnudag, mið- vikudag og föstudag. Ekki verða fleiri sýningar hér í Reykjavík en í byrjun júní verður lagt upp í leikferð með sýninguna og verður hún sýnd á 13 stöðum á Vest- ur-, Norður- og Austurlandi, allt frá Loga- landi í Borgarfirði til Hafnar í Hornafirði. Taflfélag Reykjavíkur Maí-hraðskákmótið verður haldið sunnudaginn 23. maí kl. 20. Þátttökugjald er kr. 500.1. verðlaun eru 50% þátttöku- gjalda. Þrjár medalíur eru einnig veittar. Opið hús í Verslunar- skóla íslands Opið hús verður í Verslunarskóla íslands laugardaginn 22, maí kl. 14-17. Nýútskrif- uðum grunnskólanemendum og aðstand- endum þeirra gefst þá kostur á að skoða húsakynni skólans og ræða við kennará og nemendur um skólaMfið. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækj- endur og foreldra þeirra og nemendur skólans kynna félagslíf sitt og nám. Bóka- safn skólans, sérkennslustofur og íþróttahús verða til sýnis fyrir gesti sem og tækja- og tölvubúnaður skólans. Ný stjórn Fóstru- félags íslands Á aðalfundi fulltrúaráðs Fóstrufélags ís- lands, sem haldinn var að Borgartúm 6 laugardaginn 8. maí sl, var kjörin ný forusta félagsins og fulltrúaráð tíl tveggja ára. Nýr formaður Fóstrufélags íslands er Guðrún Alda Harðardóttir, nýr vara- formaður er Björg Bjarnadóttir og aðrir í stjórn eru: Dagrún Ársælsdóttir, Ólöf Helga Pálmadóttir, Sigurlaug Einarsdótt- ir, varamenn eru Petrína Baldursdóttir og Þröstur Brynjarsson. Samþykkt var að fram fari atkvæðagreisla um starfs- heiti stéttarinnar, kosið verði um starfs- heitin fóstra og leikskólakennari. Mikil umræða fór fram á fundinum um gæða- mat og gæðaeftirlit í leikskólum og fyrir- hugað er að Fóstrufélagið standi fyrir ráðstefnu sem fjalli um gæði leikskóla og gæðamat. Samþykkt var skipulags- skrá rannsóknarsjóðs leikskóla sem stofnaður var til minningar um Seunu Dóru Þorsteinsdóttur, fyrrverandi for- mann Fóstrufélags íslands. Áfyllingarþjónusta í Body Shop verslunum Body Shop, alþjóða verslunarkeðjan, hef- ur um langt skeið lagt áherslu á mikil- vægi hreins umhverfis og beitt sér fyrir kynningu á umhverfismálum með marg- víslegum hætti. Einfaldar og hentugar umbúðir, sem eru endurnýtanlegar ein- kenna vörur fyrirtækisins. Eitt af fjöl- mörgum umhverfisverkefnum sem Body Shop hefur lagt áherslu á er endurnýt- ing, endurnofkun og endurvinnsla. Við- skiptavinir geta komið með hreina og þurra brúsa frá Body Shop og fengið áfyllingu á þá með sömu vöru og var fyr- ir í þeim með 20% afslætti. „Viö veitum hjálpina heima" Ut er komin bókin „Við veitum hjálpina heima". Eins og nafnið gefur til kynna, fjallar bókin um þá hjálp sem veita má sjúkum og' öldruðum í heimahúsum. Bókin er hugsuð bæði sem handbók fyrir heimili og sem fræðslurit fyrir starfs- menn heimaþjónustu. Aðalhöfundur bókarinnar er Solveig Jóhannsdóttir. Ný Ijóðabók eftir Jón Þorleifsson Jón Þorleifsson, rithöfundur á niræðis- aldri, hefur sent frá sér ljóðabókina Hnökrar og bláþræðir. í henni yrkir Jón á gagnrýninn hátt um menn og málefni síðustu ára. Bókin er 17. bók höfundar. Hún er 96 bls. og prentuð í fjölföldun Sig- urjóns. Shiglabandið og Papari1929 í kvöld leikur Sniglabandið fyrir dansi á skemmtistaðnum 1929 á Akureyri. Þjóð- lagasveitin Papar leikur á fimmtudags- kvöld. Rokkabillýband Reykja- víkur á Plúsinum Rokkað í kvöld meö Rokkabillýbandi Reykjavíkur. Ferðalög Ferðafélag Islands Fimmtudaginn 20. maí (uppstigningar- dag) verða farnar tvær dagsferðir á veg- um Ferðafélagsins. Kl. 10.30 verður geng- ið á Botnssúlur (vestursúlu). Ekið upp í Hvalfjörð og gengið þaðan. Kl. 13 verður gönguferð að fossinum Glym í Botnsá (198 m) í Botnsdal, Hval- firði. Gengið verður vestanmegin við ghúfrið. Brottfór í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Verð kr. 1.100. Leikhús ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 Smíðaverkstœðlð kl. 20.30. Gestaleikur frá Remould Theatre i Hull: „TOGAÐÁNORÐUR- SLÓÐUM"eftir Rupert Creed og Jim Hawkins. Leikrit með söngvum um líf og störf breskra togarasjómanna. Frumsýning þri. 25/5,2. sýn. mið. 26/5, 3. sýn. fim. 27/5,4. sýn. fös. 28/5. Aðeins þessar 4 sýnlngar. Ekkl er unnt að hleypa gestum í sallnn eftir að sýnlng hefst. Lltlasviðiðkl. 20.30. RÍTAGENGUR MENNTAVEGINN eftirWillyRusssel. Vegna fjölda áskorana: Á morgun, sun. 23/5, mið. 26/5, fös. 28/5. Aðeins þessar 4 sýningar. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýnlng hefst. Stórasviölðkl. 20.00: KJAFTAGANGUR ettir Neil Simon. 6. sýn. fös. 21/5, uppselt, 7. sýn. lau. 22/5, uppselt, 8. sýn. flm. 27/5, uppselt, 9. sýn. mán. 31/5 (annar i hvítasunnu), fáeln sæti laus, flm. 3/6, fös. 4/6, fáein sæti laus, lau. 12/6, sun. 13/6. MY FAIR LADY söngleikur eftir Lerner og Loeve. ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR. Á morgun, fáein sæti laus, 40. sýn., fös. 28/5, fáein sætl laus, lau. 5/6, næstsíð- asta sýning, fös. 11/6, síðasta sýning. DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftlr Thorbjörn Egner. Á morgun kl. 14.00, örfá sæti laus, sun. 23/5 kl. 14.00, nokkur sæti laus, sun. 23/5 kl. 17.00, nokkur sæti laus, sun. 6/6 kl. 14.00, sun. 6/6 kl. 17.00. ATH. SÍDUSTU SÝNINGAR ÞESSA LEIKÁRS. Ósóttar pantanlr seldar daglega. Aðgöngumiðar greiðist viku fyrir sýnlngu ella seldir öðrum. Mlðasala Þjóðlelkhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanlr frá kl. 10 virka daga i sima 11200. Grciðslukortaþj. -Græna línan 996160. LEIKHÚSLÍNAN 991015. Þjóðleikhúsið -góða skemmtun. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR ðjð Stórasviðiö: RON JA RÆNING J ADÓTTIR ettir Astrid Lindgren Tónlist: Sebastlan. '. Aukasýningar: Lau. 22/5, sun. 23/5, allra siðustu sýningar. Miðaverð kr. 1.100, sama verð fyrir börn og fullorðna. Skemmtilegax gjafir: Ronju-gjaiakort, Ronju-bolir o.fl. Litlasvlðkl. 20.00: DAUÐINN OG STÚLKAN eftir Ariel Dorfman Aukasýnlngar: Fim. 20/5, uppselt, fðs. 21/5, fáein sæti laus, lau. 22/5, allra sfðustu sýn- ingar. GJAFAKORT, GJAFAKORT ÖÐRUVlSI OG SKEMMTTLEG GJÖF! Miöasalan er opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma 680680 alla virka dagafrákl. 10-12. Greiðslukortaþjónusta - Faxnúmer 680383. Leikhúslínan, sími 991015. Aðgöngumiðar óskast sóttir þrem dögum fyrir sýn. Ilok leikárs. RONJU RÆNDíGJA-GRILL EtMr sýriirigarriar á Ronju bjóðuin við áhorendum upp á grillaoax GOÐA-pylsur og EGILS gosdrykki. Leikfélag Reykjavíkur - Borgarleikhús. LEIiAl'STARSKÓLI ÍSLANDS Nemenda leikhúsið INDARBÆ simi 21971 PELIKANINN eftir A. Strindberg. Leikstjóri: Kaisa Korhonen. 9.sýn.ikvöldkl.20.30. 10. sýn. fimmtud. 20. maí kl. 20.30. 11. sýn. föstud. 21. maí kl. 20.30. t.l li iÍM>tllrllijt.;ii^i, i, i-.. iLi.inrfnrn L5-5«IE 13l5Í«JJllLBfa Leikfélag Akureyrax V. B&UTblzck&tt Operetta Tónlist Johann Strauss íkvöldkl. 20.30. Fös.21.5.kl.20.30. Lau. 22.5. kl. 20.30. Fös. 28. mai kl. 20.30. Lau. 29. mai kl. 20.30. Fös.4.|únikl.20.30. Lau.5.júnikl.20.30. SÍÐUSTUSÝNINGAR. Miðasala er í Samkomuhúsinu, Hafnarstræti 57, alla virka daga kl. 14 til 18 og sýningardaga fram að sýningu. Símsvari fyrir miðapantanir allan sólarhringinn. Greiðslukortaþjónusta. Siml í mlðasölu: (96)24073." Tónleikar Vortónleikar Söngveitarinnar Fílharmóníu Sú nýbreytni verður nú í 34 ára sögu Söngsveitarinnar Fílaharmóníu að efnt verður til vortónleika með blönduðu efni í lok starfsársins. Tónleikarnir verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 20. maí, uppstigningardag, kl. 20.30. A efnisskránni eru íslensk lög af ýmsu tagi, auk kóra úr Árstíðunum eftir Joseph Haydn. Einsöngvari verður Elísabet Eriingsdóttir, sópransöngkona, en hún er jafnframt raddþjálfari kórsins. Píanóleikari er Hrefna Unnur Eggerts- dóttir sem einnig hefur starfað með söng- sveitinni undanfarin ár. Stjórnandi er sem fyrr Ulrik Ólason, organisti. Veiting- ar verða að tónleikum loknum. Tónleikar Aminu á Hótel ísland Söngkonan Amina, ásamt tíu manna hljómsveit, mun koma fram á tónleikum á Hótel íslandi fímmtudagskvöldið 20. maí ásamt KK-bandinu. Föstudagskvöld- ið 21. maí stendur Hótel ísland síðan fyr- ir dansleik. Þar verður vorinu fagnað með heitum tílfmningum og túnískum töfrum Aminu. Það verður síðan gleði- sveitin Júpíters sem fylgir Aminu og hljómsveit úr hlaði og leikur fyrir dansi fram efrir nóttu. Zappa-kvöld Nk. fimmtudagskvöld verður Zappakvöld á Plúsinum, Vitastíg. Kynnt verður nýtt myndband. Zappabörn á öllum aldri vel- komin meðan húsrúm leyflr. Ráðsteíhur Kynningar- og fræðslu- nefnd BHMR Haldin verður ráðstefna á uppstigningar- dag, flmmtudaginn 20. maí, í Borgartúni 6 um stöðu háskólamanna. Ráðstefnan hefst kl. 13 stundvíslega. Yflrskrift ráð- stefhunnar er: Er menntun vannýtt auð- lind? Ráðstefnan er öllum opin. Ráð- stefhugjald er kr. 400. Pundir Aðalfundur Fornbílaklúbbs Islands árið 1993 verður haldinn sunnudaginn 23. maí nk. að Holiday Inn og hefst hann kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfund- arstörf. 2. Önnur mál. Klúbbfélagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og koma akandi á fornbílum. Aðgangur tak- markast við fullgilda félagsmenn. PERLUFESTAR í STÚDENTSGJÖF Hinar þekktu japönsku Namida perlufestar, sem búnar eru til úr skeljum sem perlur eru ræktaðar í. Þær fást í lengdum: 42 cm, 45 cm, 50 cm, 60 cm, 70 cm, 80 cm og 90 em bæði í 6 mm og 7 mm perl- um, verðið er frá 4.600 til 10.700 kr. Allar festarnar eru með silfurlás. Einnig armbönd, einföld og tvöföld, á verði frá kr. 3.200 til 9.700. Einnig eyrnalokkar með silf- urpinna á 1.550 og 1.7O0 kr. LAUGAVEGI 49 SÍMI17742 OG 617740

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.