Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 22
30 MIÐVIKUDAGUR 19. MAl 1993 Iþróttir unglinga Hér er hinn stœði legi júdómaður úr Ármanni, Ágúst Hróbjartur Rúnarsson, sem aðeins er 9 ára. Hann vakti athygli á islandsmót- inu i júdó, sem fór fram á Sel- fossi á dögunum, þvi drengurinn er ekkert smásmiði, stór og kraftalegur og vegur 65,5 kiló. Ágúst varð íslandsmeistari i flokki I 45 kiló í aldursflokknum 9-10 ára. Hann á þó við vanda- mái að stríða: „Jafnaldrar mínir vilja helst ekki berjast við mig þvi þeir halda aö ég sé miklu oldri en ég er," voru hans orð eftir tslandsmótið. Ljóst er að hér er mikió efni á ferðinni. DV-mynd Hson Fimleikaúrslit Úrslit frá Norðurlandamóti unglinga í áhaMafimleikum S Noregi urðu sem hér ségir. Stökk: 1. Marny Östreng, Nor...............9,03 2. LeneJohansen,Nor...............9,02 3. SofiaBeogtson, Svíþj.............8,73 4. CamiilaHahsen.Ðánm..........8,70 5. HeidiOmonen,Flnnl.........,...8,48 6. Suvi Alimyllymas, Finnl ,....,.8,47 Tvísiá: 1. FJisabeth Amundsen, Nor.....8,85 2.MarhyÖstreng,Nor...............8,00 3.LindaBarryd, Svíþj................7,65 4. SannaMatóvirta,Finnl.........6,90 5. Sidsel Jensen, Danm..............6,75 6.EvaBjörnsdóttir,ísl...............6,30 Jafnvægisslá: 1. Marianne Pouvelsen, Ðanm .8,30 2. HelenaBohlmark, Svíþj ........8,25 3.JElvaRutJónsdóttir,ísl..........7,60 3. Elísabeth Amundsen, Nor.....7,60 5. Suvi Aluhynymas, Finnl.......7,55 6. Siri Lund, Nor........................7,30 Gótfefingttr? 1. Marny Östreng, Nor...............9,05 2.LeneJohansen,Nor...............8,15 3. SoflaBengtson, Svíþj.............7,95 4. Heidi Oinonen, Finnl.............7,55 5. Carnilla Hansen, Danm....., ....7,15 6. Suvi Alimyllymas, Finnl .......6,95 Norsku srúlkurnar sigruðu i fiöl- þrautínnl -Hson Knattspyrna: í Faxaflóamótinu tokaspretturinn i Faxaflóámót- inu í knattspyrnu yngri flokka er framundan, Á roorgun verða undanúrslitín í 5. flokki og fara þau fram í Keflavík. í A-liði spila Selfoss, Aftureláing, ÍBK og Grótta. í 5. flokki B leika Haukar, Selfoss, Síjarnan, ÍBK, PH og UBK. í C-liðum spila Afturelding, Haukar, Stjarnan, ÍBK, UBK og FH. í 4. flokki karla leidðu saman hesta sína í muTiriðli; A-lið; ÍBK - Selfoss 5-1, Haukar - UBK 5-0,ÍA-Grótta6~l. í 3. flokM A-iiða karla leika til úrslita eftirtalin félög: Grindavík, ÍA og Selfoss. lieikirnir fara fram á heímavelli félaganna. Úrslitaleikirnir i 6. flokki verða22. maí Úrsntaleikirnir í Faxaflóámóti 6, flokks í knattspyrau farafram 22. maí. Til úrslita leika eflirtaiin félög; A-hð: UBK-FH. B-lið; Aft- urelding-Breiðablik 'óg í C-liði mætast Grótta-FH. Aö ÖHum líkindura verða leikirnir spilaðír á heimavelli annars h vors liðsins. .. -Bsoh Norðurlandamót unglinga í funleikum 1993: Hélt ég hef ði lent í f immta sætinu - segir Elva Rut Jónsdóttir, Björk, sem varð 3. á jafhvægisslá Nfna Björg Magnús- dóttir, Björk. Noröurlandamót unglinga í fim- leikum fór fram um mánaðamótín apríl-maí í Mandal í Noregi. íslend- ingar sendu fjóra fulltrúa; tvær stúlkur úr Björk, þær Elvu Rut Jóns- dóttur og Nínu Björg Magnúsdóttur, og tvær stúlkur úr Gróttu, þær Önnu Kr. Gunnarsdóttur og Evu Björns- dóttur. Elva stóð sig með miklum ágætum og náði 3. sætinu á jafnvæg- isslánni. Nína Björg hefur átt við meiðsli að stríða og var dálítið frá sínu besta en sýndi samt að innan tíðar mun hún ógna mjög stöllum sín- um á Norður- löndum. Eva Björnsdóttir úr Gróttu varð í 6. sæti á tvíslá sem er góður árangur. Æfi um 26 klukkustundir í viku Elva Rut Jónsdóttir er 14 ára og byrj- aði að æfa fimleika í Björk þegar hún 'var átta ára: „Það var æðislega gaman að fá að keppa á þessu móti. Við Nína fórum frá Björkunum og svo voru tvær stelpur úr Gróttu. Nína stóð sig mjög vel þrátt fyrir að hún gæti ekki æft sig nógu mikið fyrir mótið vegna meiðsla. Þriðja sætið kom mér mjög á óvart. Ég hélt að ég hefði lent í 5. sæti vegna þess að ég var ekki kölluð upp við verðlaunaafhendinguna. Það kom í ljós litlu seinna að við vorum tvær jafhar í 3. sæti og missti ég af athöfn- inni við verðlaunapallinn. Mér fannst þetta hálfleiðinlegt en það þýðir ekkert að vera að hugsa um það - svona atvik geta alltaf komið upp. Fyrir æfingarnar á jafnvægissl- ánni fékk ég 8,40 stíg fyrri daginn og 7,60 þann seinni. Jafnvægissláin hef- ur alltaf verið mitt besta áhald en í fj ölþr autínni var ég töluvert frá mínu besta. Jú - ég hef mjög góða þjálfara, Tékkann Ivan Jamrizska og HJín Árnadóttur. Æfingarnar eru sex daga vikunnar og hver æfing stendur í um fjóra klukkutíma eða allt aö 25-26 klukkustundir á viku. Á sumr- in er meira um þrekæfingar og þá förum við oft út að hlaupa og svoleið- is en á veturna eru æfingarnar allt öðruvísi vegna þess að þá er aðal keppnistímabuið. Jú, mér finnst mjög gaman í fimleikum. Annars væri maður að sjálfsögðu ekki að þessu. Hún fer létt meö það hún Elva Rut Jónsdóttir i Björk enda varö hún í 3. sæti á jafnvægisslá á Norðurlandamótinu á dögunum. Hér er hún á þrekæfingu í æfingasal Bjarkar. DV-myndir Hson Nei, það er allsendis ómögulegt að svara því hvenær maður verður á toppnum. Hið eina rétta sem hægt er að gera er að æfa reglulega og framkvæma æfingarar eins vel og auðið er hverju sinni. Núna er ég að reyna við fullt af nýjum æfingum sem ég kem til með aö útfæra miklu betur á næsta ári," sagði Elva Rut. Geta betur Kín Árnadóttir, þjálfari hjá Fim- leikafélaginu Björk, fór sem lands- liðsþjálfari með stúlkunum sem tóku þátt í Norðurlandamótínu. „Ég er náttúrlega fyrst og fremst ánægð með góða frammistöðu Elvu sem segir okkur að við eigum mögu- leika. Nína keppti líka en hún er ein- mitt að stíga upp úr meiðslum og er því ekki búin að keyra upp æfingarn- ar ennþá sem er nauðsynlegt þegar farið er til keppni á mót sem þetta. Elva er reyndar líka búin að vera meidd í vetur þannig að það var mjög gaman að henni skyldi takast að ná þessum árangri. Henni tókst aftur á móti afar illa upp á tvíslánni og það eyðilagði mikið fyrir henni í fjöl- þrautinni. Elva hefði alveg eins getað hafnað í fyrsta sæti á jafnvægis- slánni því að hún var töluvert frá sínu besta síðari daginn. Okkar stelpur eru með erfiðari æfingar en stúlkan sem sigraði á jafhvægis- slánni og teljum við okkur vera að gera rétt - stílum meira inn á fram- tíðina. Við getum því verið bjartsýn tun framhaldið. Það sem okkar stúlkur helst vantar er meira sjáltstraust. - Þær gerðu sér grein fyrir því eftir Norðurlandamót- ið að andstæðingar þeirra voru í raun ekkert betri en þær. Slíkt lagast að sjálfsögðu með aukinni keppnis- reynslu. Núna er ákveðið að þær taki þátt í alþóðlegu móti æskunnar sem er nánast eins og ólympíuleikar en það fer fram í Hollandi í byrjun júlí og erum viö að undirbúa okkur af kappi fyrir þá ferð. Okkar stúlkur eru reynslunni ríkari eftir Norður- landamótið og eru ákveðnar að gera sitt besta. Þær gera sér grein fyrir því að þær eiga möguleika á góðu sæti og ætia að mæta með réttu hug- arfari," sagði HJín. -Hson Elva Rut Jónsdóttir, Björk. Reykjavíkurmótið i knattspyrnu 3. flokks: Valsstrákarnir taplausir - FJölnir kemur á óvart og halar inn stig Reykjavíkurmótið í knattspyrnu 3. flokks karla er mjög spennandi og er erfitt að spá um hvaða Hð sigr- ar. Hér á eftir eruiírslit í þeim leikj- um sem hafa fárið fram til þessa: Í^^-Þrottur.............................:.3~2 1R~-Valur........................................1-2 KR-Leiknir...................................3-1 Fylkir-Vikingur...........................5-1 Fjölnir-Pram................................2-2 Vaiur -KR......................................2-0 Þrottur - Fylkir..............................3-2 Vikingur-IR..................................1-6 Fylkir-Fjölnlr...............................2-5 Leiknir - Valur...............................0-4 IR-Þróttur.....................................2-1 KR.-Víkingur.,..............................1-1 Fjölnir- 1R......................................1-2 Fram-Fylkir.................................4-3 Þróttur - KR...................................1-3 yíkingur-Leiknir.........................1-2 IR-Fram........................................5-1 Valur-Víkíngur..........................10-0 Fjölnir - Leiknir.............................4-3 Fram-KR.......................................4-2 FySkir-lR.„....................................1-3 Þróttur-Valur......................,„.....30-4 Valur-FJölnir..............................10-0 Leiknir-Fram,..,.;.........................0-7 KR-Fyikir,;..................................Æ-l Valsstrákarnir eru taplausir. 3, flokkur B-lið: Valur-Fram.,..,.............................1-2 : Aðeihs þessi tvö félög teflafram B- líði og spila því tvo leiki. -Hson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.