Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aörar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblaö 150 kr.
Hagsæld síðar
„Með frekari aðgerðum til að draga úr viðskiptahöml-
um og áframhaldandi viðleitni til að tryggja stöðugleika
í hagkerfinu, jafnframt því sem rekin er ábyrg fiskveiði-
stjómun, geta íslendingar htið björtum augum fram á
veginn og vænzt aukinnar hagsældar á seinni hluta þessa
áratugar." Svo segir í nýútkominni skýrslu Efnahags-
og framfarastofnunarinnar OECD.
Stofnunin boðar þannig erfiða tíma fram yfir miðjan
áratuginn en hagsæld síðar. Þjóðhagsstofinm sendi fyrir
skömmu frá sér spá, sem einnig var svartsýn um næstu
ár. Þjóðhagsstofhun sagði, að búast mætti við, að fram-
leiðslan í landinu stæði í bezta falh í stað á árinu 1994.
Hagvöxtur verði að jafnaði nánast enginn næstu 2-3 ár-
in. Óhklegt sé, að fiskafh aukist á því tímabili.
Menn telja sig finna fingraför íslenzkra stofiiana-
manna á skýrslum OECD. Engu að síður hafa undanfar-
in ár sést athyghsverðar ábendingar í þessu plaggi, th
dæmis um fjármálastjóm hins opinbera. Sagt er, að óljóst
sé, hvort ríkissjóðshalh, sem þó er ekki meiri en tvö pró-
sent af landsframleiðslunni, sé viðráðanlegur miðað við
efnahagshorfur á næstu árum og mikilvægar skuldbind-
ingar, sem ríkissjóður hefur tekið á sig. Því sé mjög mikh-
vægt, „að stjómvöld fómi ekki festu í ríkisfjármálum
fyrir frið á vinnumarkaði og litlar launahækkanir. Slík
lausn á einum vanda skapaði einungis annað vanda-
mál... “ Þetta mætti segja með öðrum orðum, að losið
í fiármálum hins opinbera sé nú þegar of mikið, með
stöðugum halla á fjárlögum. Þvi sé ekki á það bætandi
með því, að ríkið bjóði aðhum vinnumarkaðarins
„pakka“, sem er ahtof dýr, eins og nú hefur gerzt.
OECD varar rétthega við frekari gengisfellingum.
Grundvaharvanda sjávarútvegsins er ekki að finna í
rangri gengisskráningu krónunnar. Hann má fyrst og
fremst rekja th of mikihar afkastagetu í greininni. Frek-
ari gengisfelling kynni því einungis að hægja á óhjá-
kvæmhegri hagræðingu, sem sjávarútvegurinn stendur
frammi fyrir, og þar með viðhalda þeim óstöðugleika, sem
leitt hefúr aJf of líthfr fjölbreytni útflutningsframleiðsl-
unnar, segir stofiiunin.
OECD mælir með aukinni samkeppni í lyfsölu. Hátt
verðlag á þjónustu og á lyfjum sérstaklega er meginorsök
hárra hehbrigðisútgjalda. Taka megi upp afkastahvetj-
andi launakerfi fyrir vissar hehbrigöisstéttir, og leggja
eigi niður núverandi verðlagskerfi á lyfjum og taka í stað-
inn upp fijálsa verðlagningu. Að öðru leyti segir OECD,
að íslenzka hehbrigðiskerfið virðist veita þjónustu, sem
er yfir meðallagi að gæðum, með tilkostnaði, sem er rétt
umfram meðaltal OECD-ríkja.
Þá segir í skýrslunni, að æskhegt væri að ná samstöðu
meðal aðila vinnumarkaðarins um að sameina hina al-
mennu lífeyrissjóði í stærri og fjárhagslega traustari ein-
ingar.
Hagfræðingar OECD eru sama sinnis og flestir aðrir
hagfræðingar, að viðverðum að búa okkur undir nokkur
mögur ár í viðbót. íslendingar megi hins vegar vænta
góðs eftir miðjan áratuginn. Á meðan þarf að þreyja
þorrann. Menn reikna með, að áfram verði óhjákvæmi-
legt að draga úr sókn í þorskstofninn th að freista þess
að tryggja veiðar th lengri tíma. „Að öðru leyti er efna-
hagssamdrátturinn að mestu utan áhrifasviðs stjóm-
valda,“ segir OECD.
Vandinn verður að sjálfsögðu ekki skrifaður á reikn-
ing ákveðinna ríkisstjóma.
Haukur Helgason
„Það var fyrir löngu orðið timabært að ráðast í viðgerðir og endurbyggingu á Korpúlfsstöðum," segir í grein
höfundar.
Kastala forðað
frá hrani
Það var fyrir löngu orðið tíma-
bært að ráðast í viðgerðir og endur-
byggingu á Korpúlfsstöðum. Allar
siðmenntaðar þjóðir sjá sóma sinn
í að halda við sínum helstu bygg-
ingum, og merkustu hús okkar
Reykvíkinga, eins og Viðeyjarstofa,
Korpúlfsstaðir eða Höfði mega ekki
grotna niður sem draugabæli og
brunarústir.
í framhaldi slíkra endurbóta þarf
jafnan að taka ákvörðun um hvem-
ig húsin verða nýtt, og óneitanlega
bjóðast margir möguleikar. Emb-
ættisbústaðir, gestaíbúðir, orlofs-
hús, skrifstofur, stjómsýslusetm-,
ráðstefnumiðstöðvar, söfn af ýmsu
tagi; jafnvel risnuhúsnæði með
veislusölum gæti komið til greina,
eins og gert var við Ráðherrabú-
staðinn og Höfða. Borgarstjórn tók
góða og rétta ákvörðun er hún
ákvað að nota hina endurreistu
Korpúlfsstaði fyrir listastarfsemi,
bæði listaverkin í eigu borgarinnar
sem era á tvist og bast um bæinn,
og gjöfina frá Erró sem var bæði
rausnarleg og óverðskulduð.
Hin eilífa smámennska
Síöan upphefjast heimskir menn
og illgjamir, henda á lofti tölur um
kostnaðinn við endurreisn hússins
og segja: Það er verið aö spandera
hálfum öðrum milljarði í eitthvert
hstasnobb. Þetta er álíka vitlaust
og að reikna út kostnaðinn við Við-
eyjarstofu og segja að því öllu hafi
verið eytt til að koma upp kaffihúsi
á eyðieyju.
Það verður alltaf til nóg af fólki
sem rekur um ramakvein, snýr út
úr og afflytur staðreyndir, í hvert
sinn sem eitthvaö er gert sem gagn-
KjaUarinn
Einar Kárason
rithöfundur
ast hstrnn og menningu þessarar
þjóðar. Sumt af því er rétt að láta
sem vind um eyru þjóta, öðm þarf
að bregðast við, en fátt er mikil-
vægara en að samtök hstamanna
forðist að gera eitthvaö eöa segja
sem hægt er að nota menningunni
tíl háðungar og vansa. Mér er þaö
vel kunnugt að jafn skynsamt og
ágætt fólk og Hjálmar H. Ragnars-
son og félagar hans í stjórn Banda-
lags ísl. hstamanna meina vel með
ályktun sinni um Korpúlfsstaða-
máhð, en það er engu að síður stað-
reynd að þá ályktun hafa hinar ei-
lífu smásálir og öfundarmenn hsta
getað notaö til að spiha máhnu og
snúa út úr þvi.
Að rugla saman
óskyldum málum
Þörfin fyrir tónhstarhús er aug-
ljós og brýn en ég tel hæpið að sam-
tök hstamanna búi sjálfkrafa til þá
afsökun fyrir opinbera aðila að það
hljóti óhjákvæmilega að rekast
hvað á annað, viðhald sögulegra
minja og að tónhst sé gert kleift að
þrífast; það er eins og að segja í
bæjarfélagj að það þurfi að velja
um hvort reka eigi lögreglu eða
slökkvihð.
Þaö er augljóst mál aö engir hsta-
menn sem rísa undir nafni vilja
gera sér það að metnaðarmáh að
Korúlfsstaöir haldi áfram að hggja
í niöumíðslu. Listamiöstöðin á eft-
ir að verða frábær staður þar sem
gott verður að una sér og eins og
hstasafnið á Klambratúni er nefnt
eftir Kjarval er vel til fundið að
tengja hinn nýja stað nafni Errós.
Einar Kárason
„Það verður alltaf til nóg af fólki sem
rekur upp ramakvein, snýr út úr og
afflytur staðreyndir, í hvert sinn sem
eitthvað er gert sem gagnast hstum og
menningu þessarar þjóðar.“
Skoöanir annarra
Megrunarkúrar
„Það er mikih misskilningur að halda að það „sé
ekkert mál“ að takast á við breytt mataræði. Ef það
væri eins auðvelt og flestir halda hefðum við ekki
þetta „ofiituvandamáT og fleiri af þeim kvillum sem
fylgja röngu mataræði. Það eina sem hægt er aö
gera er að breyta um lífsstíl, sækja hjálp hjá lærðu
fólki sem veit hvað það er að gera. Breytt mataræði
og aukin hreyfing tU lífstíðar er það eina sem gefur
varanlegan árangur.“
Guðrún Þóra Hjaltadóttir í Mbl. 18. maí
Seiðmagn knattspyrnunnar
„Sá sem fyrstur danglaði fæti í knött hefur varla
leitt hugann að því hve slíkur verknaður kæmi til
með að þykja tilkomumikill síðar meir. Hversu að-
dráttarafl knattspymunnar ætti eftir að verða mik-
ið. Það hefur margoft sýnt sig hve þessi skemmtilega
íþrótt skipar stóran sess í hugum fólks. Og í raun
er nokk sama um hvaða íþróttagrein er að ræða;
alls staðar lifa menn sig inn í þaö sem er að gerast,
láta sér liða vel, gleyma stað og stimd. Skemmtana-
gildi íþrótta er því ótvírætt.“
Skapti Hallgrimsson í Mbl. 18. maí
Batahorf ur í ef nahagslíf i
„Ekki er reiknaö með að fjárfesting í atvinnulíf-
inu fari að vaxa á ný á þessu ári, heldur má búast
við áframhaldandi samdrætti og það verði í fyrsta
lagi á næsta ári sem hægt sé að reikna meö aukn-
ingu. Ástæður þess má rekja til offjárfestingar í at-
vinnuhfinu samfara háum raunvöxtum. Árið 1994
kann að verða ár umskipta í efnahagslegu tilhti
vegna þróunar á útflutningsmörkuðum, sem gætu
orðið hagstæð og fyrstu áhrifa af efnahagssamrunan-
um í Evrópu.“ ^
Skýrsla OECD um fsland í Alþbl. 18. maí