Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 IMönd Maastricht-sáttmálirin: Leiðtogarnir ánægðir Stjórnmálaleiðtogar á Norður- löndum og í Evrópubandalagslönd- unum lýstu í gærkvöldi yfir ánægju sinni með úrslit þjóðaratkvæða- greiðslunnar í Danmörku um Maast- richt-sáttmálann sem samþykktur var með 56,8 prósent atkvæða gegn 43,2. Töldu norrænir leiðtogar að samþykki Dana myndi flýta fyrir inngöngu Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands í Evrópubandalagið. í Evrópu lýstu stjórnmálaleiðtogar yfir þeirri von sinni að niðurstaðan í Danmörku yrði til þess að Bretar myndu fljótt samþykkja sáttmálann um aukinn efnahagslegan og póli- tískan samruna aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. í júní í fyrra höfnuðu Danir Maas- tricht-sáttmálanum með 50,7 prósent atkvæða gegn 49,3. Dönskum yfir- völdum tókst hins vegar að fá nokkur sérákvæði fyrir Danmörku inn í saft- málann. í þeim er kveðið á um að Danir samþykki ekki sameiginlega mynt-né taki þátt í varnarsamstarfi Evrópubandalagsins. Uffe Ellemann-Jensen, fyrrum ut- anríkisráðherra Danmerkur, lýsti í gærkvöldi yfir áhyggjum sínum yfir því að sigur fylgismanna sáttmálans skyldi ekki vera stærri. Telur hann það alvarlegt að þjóðin skuli skiptast í næstum tvo jafn stóra hópa í þessu máli. Andstæðingar Evrópubandalags- ins í Svíþjóð segjast ekki vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir niður- stöðuna í Danmörku. „Um 95 prósent hinna kjörnu eru fylgjandi því sem helmingur kjósenda er andvígur," benda þeir á. Formaður heimastjórnarinnar á Grænlandi, Lars Emil Johansen, er þeirrar skoðunar að það sé Græn- lendingum í hag að Danir sögðu já. Það muni auðvelda samningavið- ræður Grænlendinga um endurnýj- un fiskveiðisamninga við Evrópu- bandalagið á næsta ári. Johansen stendur þó fast við þá skoðun sína að Grænland eigi að standa utan við Evrópubandalagiö til þess að geta sjálft tekið ákvarðanir um veiðar sín- ar. „Það á ekki að taka ákvarðanir j um fiskveiðistefnu Grænlendinga ív Brussel," sagði Johansen. „Én ef bæði Norðmenn og Svíar gerast aðil- ar breytist staðan þar sem Norð- menn keppa við okkur á Evrópu- bandalagsmarkaðnum," bætti hann við. Ritzau Lögregla í Kaupmannahöfn handtekur óeirðaseggi í nótt. Símamynd Reuter Óeiröir í Kaupmannahöfh: Áttasærðir af skotum lögreglu - lögreglumaður í lífshættu s <5> rgm HEWLETT 1 PACKARD HP Á ÍSLANDI HF s. AGÆTI Átta manns særðust af skotum frá lögréglu og lögreglumaður slasaðist lífshættulega er hann fékk stein í höfuðið í óeirðum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Um tuttugu og fimm lög- reglumenn slösuðust er óeirðaseggir köstuðu í þá flöskum og grjóti. Óeirðirnar, sem lögreglan segir þær verstu í Kaupmannahöfn á frið- artímum, brutust út um leið og loka- tölur höfðu birst í afkvæðagreiðsl- unni um Maastricht-sáttmálann. Veitt hafði verið leyfi fyrir mót- mælagöngu í gærkvöldi gegn kyn- þáttaofsóknuhi. Lögreglan greip inn í þegar tvö til þrjú hundruð hettu- klæddir óeirðaseggir reistu vega- tálma og kveiktu í á Nörrebrogade. Rúður í nærliggjandi húsum brotn- uðu, kveikt var í bil og margjr bílar skemmdir í bardaganum mifli lög- reglu og óeirðaseggja sem stóð yfir í um fimm klukkustundir. Lögreglan skaut um hundrað viðvörunarskot- um og beitti táragasi. Aö sögn lög- reglu skaut hún að hópi óeirðaseggja sem réðst að henni og særði átta þeirra. Þrír eru sagðir hafa fengjð skot í magann. Er líða tók á nóttina hafði lógreglan handtekið um 25 manns. Ritzau Deskwriter 500 C lita bleksprautuprentari. Listaverð kr. 69.000 KYNNINGARVERÐ. kr. 49.000 aaaaaaaaaaaa aaaaaaaaaaaa aa í~% 9» aa Vt8í ea /VT mm TÆKNI- OG TÖLVUDEILD 4Ö Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 • Sl'MI: 69 15 00 H0FUM PRENTARA TIL AÐ TENGJAST Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til. & Næsta laugardag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ruslapokar fást afhentir í hverfabækistöðvum gatnamólastjóra. Vesturbæ við Njaroargötu, Austurbæ við Sigtún, Miðbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, Arbæ, Selási og Grafarvogi vio Stórhöfða. Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu sjá um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðamörk. Einnig er auðvelt að losnu við rusl í gómastöðvar Sorpu sem eru við: Ananaust móts við Mýragðtu, Sævarhöfðo norðan við Molbikunarstöð, Gylfaflöt oustan Strandvegar og Jafnasel í Breiðholti. Höldum borginni hreinnit Gatnamálastjórinn í Reykjavík hreinsunardeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.