Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Side 9
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 9 Utlönd Lögregla í Kaupmannahöfn handtekur óeirðaseggi í nótt. Símamynd Reuter Óeirðir í Kaupmarmahöfn: Atta særdir af skotum lögreglu - lögreglumaður í lífshættu Átta manns særðust af skotum frá lögreglu og lögreglumaður slasaðist lífshættulega er hann fékk stein í höfuðið í óeirðum í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Um tuttugu og fimm lög- reglumenn.slösuðust er óeirðaseggir köstuðu í þá flöskum og gijóti. Óeirðimar, sem lögreglan segir þær verstu í Kaupmannahöfn á frið- artímum, bratust út um leið og loka- tölur höfðu birst í atkvæðagreiðsl- unni um Maastricht-sáttmálann. Veitt hafði verið leyfi fyrir mót- mælagöngu í gærkvöldi gegn kyn- þáttaofsóknum. Lögreglan greip inn í þegar tvö til þijú hundruð hettu- klæddir óeirðaseggir reistu vega- tálma og kveiktu í á Nörrebrogade. Rúður í nærhggjandi húsum brotn- uðu, kveikt var í bíl og margir bílar skemmdir í bardaganum milh lög- reglu og óeirðaseggja sem stóð yfir í um fimm klukkustundir. Lögreglan skaut um hundrað viðvörunarskot- um og beitti táragasi. Aö sögn lög- reglu skaut hún að hópi óeirðaseggja sem réðst að henni og særði átta þeirra. Þrír eru sagðir hafa fengið skot í magann. Er hða tók á nóttina hafði lögreglan handtekið um 25 manns. Ritzau Maastricht-sáttmálinn: Leiðtogarnir ánægðir Stjórnmálaleiðtogar á Norður- löndum og í Evrópubandalagslönd- unum lýstu í gærkvöldi yfir ánægju sinni með úrsht þjóðaratkvæða- greiöslunnar í Danmörku um Maast- richt-sáttmálann sem samþykktur var með 56,8 prósent atkvæða gegn 43,2. Töldu norrænir leiðtogar að samþykki Dana myndi flýta fyrir inngöngu Noregs, Svíþjóðar og Finn- lands í Evrópubandalagið. í Evrópu lýstu stjómmálaleiðtogar yfir þeirri von sinni að niðurstaðan í Danmörku yrði til þess að Bretar myndu fijótt samþykkja sáttmálann um aukinn efnahagslegan og póh- tískan samruna aðildarríkja Evrópu- bandalagsins. í júní í fyrra höfnuðu Danir Maas- tricht-sáttmálanum meö 50,7 prósent atkvæða gegn 49,3. Dönskum yfir- völdum tókst hins vegar að fá nokkur sérákvæði fyrir Danmörku inn í sátt- málann. í þeim er kveðið á um að Danir samþykki ekki sameiginlega mynt.né taki þátt í vamarsamstarfi Evrópubandalagsins. Uffe EUemann-Jensen, fyrrum ut- anríkisráðherra Danmerkur, lýsti í gærkvöldi yfir áhyggjum sínum yfir þvi að sigur fylgismanna sáttmálans skyldi ekki vera stærri. Telur hann það alvarlegt að þjóðin skuh skiptast í næstum tvo jafn stóra hópa í þessu máh. Andstæðingar Evrópubandalags- ins í Svíþjóð segjast ekki vera búnir að gefa upp vonina þrátt fyrir niður- stöðuna í Danmörku. „Um 95 prósent hinna kjömu em fylgjandi því sem helmingur kjósenda er andvígur," benda þeir á. Formaður heimastjómarinnar á Grænlandi, Lars Emfi Johansen, er þeirrar skoðunar að það sé Græn- lendingum í hag að Danir sögðu já. Það muni auðvelda samningavið- ræður Grænlendinga um endumýj- un fiskveiðisamninga við Evrópu- bandalagið á næsta ári. Johansen stendur þó fast við þá skoðun sína að Grænland eigi að standa utan við Evrópubandalagið til þess að geta sjálft tekið ákvarðanir um veiðar sín- ar. „Það á ekki að taka ákvarðanir um fiskveiðistefnu Grænlendinga í Brussel," sagði Johansen. „En ef bæði Norðmenn og Svíar gerast aðU- ar breytist staðan þar sem Norð- menn keppa við okkur á Evrópu- bandalagsmarkaðnum," bætti hann við. Ritzau ÁGÆTI o * HEWLETT PACKARD HP A fSLANDI HF s ö. Deskwriter 500 C lita bleksprautuprentari. Listaverð kr. 69.000 KYNNINGARVERÐ. kr. 49.000 íOli TÆKNI* OG TÖLVUDEILD Heimilistæki hf. SÆTÚNI 8 • SÍMI: 69 15 00 HÖFUM PRENTARA TILAÐ TEN6JAST Reykvíkingar - nú hreinsum vi& til. Næsta laugardag er sérstakur hreinsunardagur í Reykjavík fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ruslapokar fóst afhentir í hverfabækistöðvum gatnamálastjóra. Vesturbæ við Njarðargötu, Austurbæ við Sigtún, Miðbæ á Miklatúni, Breiðholti við Jafnasel, * Arbæ, Selási og Grafarvogi við Stórhöfða. Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu sjá um að fjarlægja fulla poka sem settir eru út fyrir lóðamörk. Einnig er auðvelt að losnu við rusl í gámastöðvar Sorpu sem eru við: t Ananaust móts við Mýragötu, Sævarhöfða norðan við Malbikunarstöð, Gylfaflöt austan Strandvegar og Jafnasel í Breiðholti. Höldum borginni hreinni. Gatnamálastjórinn í Reykjavík hreinsunardeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.