Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Blaðsíða 36
44 MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ 1993 Halldór Blöndal. Leið- togi Mogg- ans! „Halldór Blöndal er oröinn helzti forystumaður Sjálfstæðis- ílokksins á landsbyggðinni," seg- ir Víkveiji Morgunblaðsins í langri lofgrein um Halldór Blön- dal. Einokun SÁÁ á áfengisvandanum „í bókinni kemur t.d. fram að algert bindindi sé ekki lausn fyrir alla sem eiga við áfengisvanda- mál að glíma. Það viðhorf hefur sjaldan heyrst hér á landi hingað til. SÁÁ-menn hafa einokað um- Ummæli dagsins ’ ræðuna um þessi mál, án þess þó að styðja mál sitt haldgóöum rök- um, svo sem með því að vísa á tölur um árangur," segir Hreinn Hreinsson í ritdómi um Sálfræði- bókina. Sjálfsvíg kirkjunni að kenna! „Orsök tíöra sjálfsvíga í dag er ef til vill einmitt sú að kirkjan bendir fólki ekki á sannleikann," segir Gunnar Þorsteinsson, for- stöðumaður Krossins. Bjartsýni! „Ég ætla ekkert að kvíða fyrir, bara mala þetta,“ sagði Ingibjörg - Stefánsdóttir áður en hún lenti í 13. sætinu í Júróvisjón. Mjólkuriðnaðurinn er allt of dýr! „Það er ekki spurning að kostn- aðurinn í íslenskum mjólkuriðn- aði er of mikill," segir Vilhelm Andersen, framkvæmdastjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Hann segir vissa samkeppni nauðsynlega og að innflutningur sé af hinu góða en íslenskur mjólkuriðnaður er sá langóhag- kvæmasti á Norðurlöndunum. Smáauglýsingar Sól á Vestfjörðum Á höfuðborgarsvæðinu verður norð- austan og síðar austan kaldi eða Veðrið í dag stinningskaldi. Skýjað verður með köflum og úrkomulaust. Hiti verður 8 til 11 stig yfir daginn. Á landinu má reikna með austlæg- um vindum, allhvasst eða hvasst verður sunnan og vestan til, en vind- ur verður mun hægari á Norðaustur- landi. í innsveitum norðanlands er að létta til og eins ætti að sjást til sólar á Vestfjörðum undir hádegi. Vestan- og suðvestanlands verður úrkomulaust að mestu og skýjað með köflum en á Suðausturlandi og Aust- fjörðum er búist við áframhaldandi rigningu eða þokusúld. Veður fer ht- ið eitt hlýnandi. Búist er við stormi á suðvesturmið- um, Breiðafjarðarmiðum, Vest- fjarðamiðum og suðausturdjúpi. Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjað 3 Egilsstaðir þoka 1 Galtarviti slydda 2 Keflavíkurílugvöllur skýjað 5 Kirkjubæjarklaustur skúr 7 Raufarhöfn þoka 3 Reykjavík rigning 8 Vestmannaeyjar alskýjað 7 Bergen skýjað 12 Helsinki léttskýjað 19 Kaupmannahöfn léttskýjað 14 Ósló heiðskírt 15 Stokkhólmur léttskýjað 14 Þórshöfn skýjað 8 Amsterdam þokumóða 15 Barcelona þokumóða 15 Berlín léttskýjað 17 Chicago léttskýjað 4 Feneyjar þokumóða 17 Frankfurt þokumóða 16 Glasgow alskýjað 6 Hamborg skýjað 15 London skýjað 11 Lúxemborg léttskýjað 14 Madrid skýjað 10 Malaga léttskýjað 14 Mallorca þokumóða 17 Montreal skýjað 12 New York alskýjað 12 Nuuk léttskýjað 0 Orlando skýjað 22 París léttskýjað 12 Róm þokumóða 16 Þorsteinn Einarsson: „Þetta er minn stærsti sigur í sumar aö hafa komið í veg fyrir slys. Ég sá barnið ekki fyrr en í restína og þaö var nóg til að ná að hemla. Mín fyrsta hugsun var að stöðva bílinn en sjokkið kemur ekki fyrr en eftir á. Ef þaö hefði verið óhapp þama þá hefði ég hætt Maður dagsins að keppa og það heföi örugglega orðið mjög slæmt fyrir framtíð tor- færunnar ef slys heföi orðiö,“ segir Þorsteinn Einarsson, vélvirkja- meistari úr Grindavik, en hann rekur þar eigið verkstæði. Þorsteinn var að keppa i torfær- unni í Jósepsdal og var að bjarga bíl sínum úr veltu. Þegar hann var á niðurleið stefndi hann á ungan dreng sem var inni á keppnissvaeð- inu en Þorsteinn náði með snar- ræði aö stööva bílinn i tæka tíð. Þegar Þorsteinn var að láta smíða framhásinguna í vetur voru hon- um boðnar skálabremsur, sem eru léttari og ódýrari, en hann vildi Þosteinn Einarsson. sinu uðu þeir að aka í drullupytt og ef Þorsteinn hefði verið með skálabr- emsur hefði hann verið bremsu- laus vegna bleytunnar. Sú ákvörð- un að nota dýrari bremsur réð úr- slitum, segír Þorsteinn. „Keppendur mega aldrei vera með það á tilfmningunni að ef þeir khkka í braut geti þeir lent inni í áhorfendahópi og þá er nú til lítils að keppa ef maður þorir ekki að taka áhættu í brautinni. Eftir svona atvik á ég von á ennþá strangari gæslu. Ég keppi ekki ef mér líst þannig á að fólkið geti verið í hættu, þá neita ég að fara af staö. Gæslan er yfirleitt góð en það eru alltaf vandræði með fólk sem vill koma sér á betri staði.“ Þorsteinn hefur búið í Grindavík x 11 ár en hann er frá ísafirði. Hann er giftur Ingibjörgu Reynisdóttur, húsasmíðameistara og fiskeldis- fræðingi, og eiga þau eins árs gaml- an son. Poreldrar Þorsteins eru eru frekar diskabremsur til þess að Einar Þorsteinsson vélvirkjameist- geta stöövað ef eitthvað kæmi upp ari og Sigríður Gunnarsdóttir, bú- á. Þegar bílarnir voru í brautinni, sett í Hafnarfirði. þar sem atvikiö átti sér stað, byrj- Ægir Már Kárason. Myndgátan Lausn gátu nr. 624: Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Lands- leikir ytra Eftir annasama helgi er fátt um fína drætti i iþróttalífi lands- manna á þessu mánudagskvöldi og reyndar er enginn leikur skráóur í stærri mótum. Ástæðan er kannski helst sú að Íþróttiríkvöld handboltinn er búinn og fótbolt- inn ekki farinn að rúlla svo heitið getur. íslandsmótið í 1. deild karla hefst ekki fyrr en um helg- í Slóvakiu leikur landslið olticar undir 18 ára við ítali sem er liður í undankeppni Evrópumótsins. Landslið okkar undir 21 árs aldri leikur við Lúxemborg og í UEFA-úrslitum mætast Juventus og Dortmund. Skák Ekkert lát er á sigurgöngu Karpovs. Eftir sigurinn á alþjóðamótinu í Dort- mund hélt hann til Sevhla á Spáni og sigr- aði þar af öryggi - 98. mótasigur Karpovs að sögn kunnugra. Þessi staða er frá mótinu í Sevilla. Karpov hafði svart og átti leik gegn Spán- verjamun Izeta: 30. - e4! 31. fxe4 Bxe4 32. Dcl Drottning- in verður að gæta hróksins. Ef 32. De2 þá 32. - Rf4 og hvorki gengur 32. Hxe4 Hxdl + né 32. Hxd6 Dxel mát. 32. - Dg4! og Spánverjinn gafst upp. Máthótun á g2 og hrókurinn á dl í uppnámi. Jón L. Árnason Bridge Þaö kom upp sjaldgæf og skemmtileg staða við spilaborðið á landshðsæfmgu kvennaliðsins um síðustu helgi. Hjördis Eyþórsdóttir sat í suðursætinu (áttum snúið til hagræðis) og sagnir gengu þann- ig, norður gjafari: ♦ 1098 V K9 ♦ ÁK10865 + K3 * Á3 V 10875 ♦ G9732 + 109 ♦ G75 • V G642 ♦ 4 ♦ ÁDG62 ♦ KD642 V ÁD3 ♦ D + 8764 Norður Austur Suður Vestur 1* 2+ 2+ Pass 34 Pass 4* p/h Útspil vesturs var lauf, lítið úr blindum og gosi austurs átti slaginn. Næst kom laufásinn og síðan skipt yfir í hjarta. Úr því að austur spilaði ekki laufi benti það sterklega til að hann ætti spaöagosann. Hjördis drap á ás, tók tíguldrottninguna og spilaði hjarta á kóng. Síðan spilaði hún tígulás með það í huga að henda laufatap- slag en austur trompaði með sjöunni. Hjördís yfirtrompaði á kóng og spfiaði laufi. Það var trompað með spaðaáttu og tiguikóngi spilað. Austur trompaði með fimmunni, trompsexan dugði á hana og lauf var trompað með spaðaníu. Síðan var spaðatíunni spilað, gosi frá austri, drottning heima og vestur drap á ás. I þessari stöðu lagði Hjördís niður spilin hlayandi og sagðist taka trompið frá vestri meö fjarkanum! ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.