Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1993, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 19. MAÍ1993 15 Styrkir aðild að EB póli- tíska stöðu íslands? Hernaðarleg þýðing íslands á dögum kalda stríðsins færði þjóð- inni einstakt tækifæri á alþjóöa- vettvangi. Aðildin að NATO og vamarsamningurinn við Banda- ríkin verða sjálfsagt þegar fram líða stundir taldar höfuðástæður þess að við gátum fært fiskveiðilög- söguna úr 4 mílum í 200 á rúmum tveimur áratugum í andstöðu við voldugustu þjóðir Evrópu. Núna þegar friðvænlegar horfir í heimin- um minnkar áhuginn eðlilega á ís- landi og nágrannar okkar taka sjálfkrafa minna tillit til okkar en áður var. Áhrif okkar á alþjóða- vettvangi stefna í að verða svipuð og á árunum fyrir seinni heims- styijöldina. Þetta kemur t.d. fram í afstöðu Bandaríkjamanna til hvalveiða okkar þar sem þeir telja sér nú frekar óhætt en áður að styggja okkur út af því máli. Út á kantinn á póli- tíska landakortinu Pólitískir hagsmunir bandalags- og viðskiptaþjóða okkar á íslandi eru í eðli sínu að breytast frá aug- sýnilegum skammtímahagsmun- um yfir í langtímahagsmuni sem skipta e.t.v. máli þegar horft er áratugi fram í tímann. Bandarísk áhrif á íslandi hafa réyndar farið hraðminnkandi á síðustu tveimur áratugum. Tilflutningur á útflutn- ingi frá Bandaríkjunum til Evrópu og aukin félagsleg og menningarleg tengsl við Evrópu í kjölfar við- skipta og ferðamannastraums hafa Kjallariim Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands haft meiri áhrif á íslandi en við tökum oft eftir. ísland hefur færst fjær áhrifasvæði Bandaríkjanna og nær áhrifasvæði Evrópu. Félagar okkar í EFTA sækjast nú flestir eftir aðild að Evrópubanda- laginu. Það minnkar okkar áhrif enn meir þar sem við vigtum meira í samskiptum við EB sem hluti af EFTA en einir og sér. Ef við stönd- um ein EFTA-þjóðanna utan EB færumst við aftur fjær áhrifasvæði Evrópu án þess að nálgast Banda- ríkin á ný. Við færumst í raun fjær háðum á hinu póhtíska landakorti og hrekjumst lengst út á kant. Endurmat á pólitískri stöðu Þegar slíkar breytingar gerast í „Ef við stöndum ein EFTA-þjóðanna utan EB færumst við aftur fjær áhrifa- svæði Evrópu án þess að nálgast Bandaríkin á ný.“ „Enginn ímyndar sér að ísland yrði mikil áhrifaþjóð innan Evrópubanda- lagsins," segir höfundur í grein sinni. kringum okkur verðum við að end- urmeta póUtíska stöðu okkar og huga að því hvaða viðbrögð dugi best til að tilUt sé tekið til okkar á alþjóðavettvangi. Við þurfum sér- staklega að velta því fyrir okkur hvað aðUd að Evrópubandalaginu þýði í þessu samhengi. Enginn ímyndar sér að ísland yrði mikU áhrifaþjóð innan Evrópubanda- lagsins. Við myndum fyrst og fremst vera að sækjast eftir að tryggja aðUd okkar og áhrif á þá ákvarðanatöku sem snertir hags- muni okkar mest. Nú erum við t.d. á alþjóðavett- vangi að vinna að viðurkenningu á hvalveiðum okkar. Þar mætum við óskUjanlegum fordómum bæði frá Bandaríkjamönnum og mörgum EB-þjóðum. En hugsum okkur stöðu okkar sem aðUa að EB. Þá þyrftum við fyrst að fá viðurkenn- ingu innan bandalagsins og tækist það gætu Bandaríkjamenn ekki heitt okkur viðskiptaþvingunum án þess að taka aUt Evrópubanda- lagið fyrir í leiðinni. Þá væri póh- tísk staða okkar tvimælalaust sterkari. Vilhjálmur Egilsson Smekklaus skrif gegn smábátum í ritstjórnargrein í DV frá 16. apríl sl. kemst Ellert B. Schram m.a. svo að orði: „Smábátaeigendur verða að taka þátt í verndun þorskstofnsins sem aðrir. Þeir eiga ekki síður framtíð atvinnu sinnar og afkomu undir þvi að okkur takist að byggja stofn- inn upp að nýju.“ Þessi fóðurlegi tónn ritstjórans kemur í framhaldi af ásökunum í garð smábátaeigenda um að þeir eigi drýgstan þátt í því að þorskafli stefni í að fara 40 þúsund tonn fram úr þeim 205 þúsund tonna heUdar- afla (aUs fiskiskipaflotans) sem ákveðinn var fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Talnaloftfimleikar rit- stjórans eru í meira lagi ósvífnir því hann hirðir ekki um að nefna 27 þúsund tonna kvóta sem er flutningur á milli ára og er þar að auki að stórum hluta togarakvóti. Auk þess má reikna með að stór hluti hans flytjist yfir á næsta fisk- veiðiár og svo koU af kolli. Ritstjór- inn grípur það einnig úr lausu lofti KjaUaiinn Daníel Sigurðsson smábátaeigandi og véltæknifræðingur að línubátar eigi þama sök á. Þvert á móti reiknar sjávarútvegsráðu- neytið ekki meö því að hnuveiðin fari fram úr áætlunum og það þrátt fyrir línutvöföldunarfyrirkomu- lagið. Vistvænn veiðiskapur Skv. upplýsingum sjávarútvegs- ráðuneytisins stefnir heildarþorsk- afli krókaleyfisbáta fyrir yfirstand- andi fiskveiðiár í um 20 þúsund tonn sem er heldur minna magn en árið á undan. Skylt er að taka fram að vegna ákvæða í núgildandi fiskveiöilögum kemur meirihlut- inn, 15 til 16 þúsund tonn, fram sem umframmagn. Því er í mesta lagi hægt að tala um 16 þúsund tonna umframníagn (flutningur á milh ára ekki meðtalinn) en ekki 40 þús- und tonn eins og Ehert nefnir í greininni. Ristjórinn talar um að það sé einkum af tilfmningalegum ástæðum og stuðningi við sjálfs- bjargarviðleitnina þegar hanskinn er tekinn upp fyrir smábátaveiðar. Hann hirðir ekki um að nefna meg- inrökin sem eru: Einn arðbærasti útgerðarmátinn (skv. nýlegri út- tekt sjávarútvegstofnunar Háskól- ans), vistvænn veiðiskapur og síð- ast en ekki síst besta hráefnið. Enda segist Jón Ásbjömsson stór- fiskverkandi, í nýlegri grein í Mb., eingöngu nota krókafisk því tog- arafiskur sé „ekki hæfur fyrir kröfuharðasta markaðinn, aðeins sem annars flokks fiskur". Hin villuleiðandi talna- og rök- semdafærsla ritstjóra DV þjónar þeim tilgangi einum að fita for- svarsmenn kvótakerfisins á fjós- bitanum. Blekið er varla þomað á grein Eherts þegar aðalgúrú stórútgerð- arinnar, Kristján Ragnarsson, kemur fram í sjónvarpsfréttum og rífur hár sitt og skegg yfir hagnað- artölum smábátaúgerðarinnar. Ritstjórnargrein Ellerts er í skötuhki og í niðurlaginu kemst ristjórinn svo að orði: „Ennfremur er því haldið fram að afli sé færður á smábáta sem komi á land með togurum. Gatið í kerfinu leiðir þannig til svika og undanbragða.“ Kvóti á alla Þegar hér er komið sögu treystir ristjórinn sér ekki til að nefna heimildir. Smekklaus skrif af þessu tagi dæma sig sjálf. Ég vona að all- ir háta- og skipaeigendur geti með góðri samvisku vísað þessum ásök- unum á bug og tekið undir það með mér að hér sé hún Gróa á Leiti á ferðinni með atvinnuróg. Af skrifum ristjórans mætti halda að þessi meintu svik og und- anbrögð væru svo stórfelld að smá- fiskadrápið á togurunum hyrfi í skuggann því hann lýkur „saka- málasögunni" með því að segja að th að loka „gatinu“ verði allar veið- ar að gangast undir sama jarðar- men. M.ö.o. það verði að setja kvóta á aha. Að síðustu skora ég á ritstjórann að leggjast fremur á ár með þeim sem stunda vistvænar veiðar í stað þess að róa undir með þeim sem skerða vhja þeirra hlut. Daníel Sigurðsson „Hin villuleiðandi talna- og röksemda- færsla ritstjóra DV þjónar þeim til- gangi einum að fita forsvarsmenn kvótakerfisins á fjósbitanum.“ breytingarhjáHSI Fækka í fimm í sfjórninni Við erum núna með sambands- stjórn sem í er 21 maður. Ég \11 annað- hvort leggja hana niður í núverandi mynd eða Jón Ásgeirsson, gera ein- formaóur HSÍ. hverjar breytingar og þá er ég að tala um að fækka þá þeim fundum nefnd- ai*innar. Þannig aö í staðimr fyrir að hún komi saman sex sinnum á ári mætti fara niður í tvo fundi á ári. í öðru lagi erum viö með framkvæmdastjórn sem í eru níu manns.Égvilfækkaí henni.helst niður í fimm. Þeír tjórir, sem eru þarna í viðbót, eru formenn öög- urra stórra nefnda, það eru landshðsnefndirnar báðar, móta- nefndin og dómaranefndin. Ég held að það sé ekki rétt fyrir- komulag aö hafa formenn þess- ara stóru nefnda í framkvæmda- stjórn. Það er bara vegna þess að formenn þessara nefnda eru hver um sig talsmaður sinnar nefndar þannig að þaö verða gjarnan hagsmunaárekstrar. Ég vil auka sjálfstæði og vægi nethdanna þannig aö það verði umræða inn- an nefndanna og það verði oftar um að ræða ákvarðanatöku þar. Þá vh ég leggja meiri áherslu á formannafundi. Ég held að það sé meira vit að halda formanna- fundi frekar en samhandsstjórn- arfundi vegna þess að á for- mannafundurium eru mennirnir sem eru með fingurinn á púlsin- um. ÁsmurKlur Á$- mundsson, f.v. for- maóurhandkndeild- ar UBK, ' '' M-■ 3Lmam; mmni irioiir Thlöguhni; t| um að leggja niður sam- handsstjórn- ina er ég ekki fylgjandi og mér fyndist ókosturinn við það fólg- inn í að það yrðu minni hkur á að friöur ríkti um framkvæmda- stjórn. í núverandi lögum sam- bandsins eru ákvæði um þaö að framkvæmdastjórn komi saman se>: sinnum á ári. Menn hafa ver- ið óánægðir með þessa fundi, hvað þeir hafa veriö hla undir- búnir. Þess vegna lel ég miklu frekar aö það eigi að breyta ákvæðunum í lögunum um það hvað skuli halda þessa ftrndi oft að lágmarki. Ég vil halda þessa ftmdi tíl dæmis eftir HSÍ-þíng, þar sem sarabandsstjórn afgreiddi eitthvað af tihögum fram- kvæmdastjórnar um skipan í nefndir. Síöan mætti halda fund á miöju ári og ræða meðal annars um forrn leiksins og marka sölu; á handboltanum hér á landi og síðan gæti þriðji fundurinn verið skömmu fyrir HSÍ-þing um ýmis þau mál sem stjórn og aðrir vilja leggja fyrir þingið. Það er nauð- synlegt að velja framkvæmda- stjórn á aht öörum forsendum heldm' en sambandsstjórnina. í sambandssíjórn eiga að vera' menn sem hafa mikla reynslu í hreyfingunni og geta haft auga meö því sem þeir eru að gera án þess þó að þurfa að legs'a alltof mikið á sig við það. I fram- kvæmdastjóm eiga svo að vera menn sem eru thbúnir til vinna hart og ryöjanýjum hugmyndum braut. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.