Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 2
2
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
Fréttir
Flokksfundur með flórum ráðherrum Sjálfstæðisflokksins:
Halli ríkissjóðs er lítill mið-
að við þjóðarframleiðslu
sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra - enginn vill taka áhættu með þorskstofninn
Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismað-
ur, Halldór Blöndal landbúnaðar- og samgönguráðherra og Davíð Oddsson
forsætisráðherra á fundinum í gærkvöldi. DV-mynd Þök
„Kjarasamningamir undirstrika
að fólkið í landinu skilur efnahags-
vanda þessarar þjóðar. Fólkið tók
völdin af forystumönnum sinna
stéttarfélaga. Samningarnir skapa
okkur tækifæri í framtíðinni en
minnkandi þorskaíli skapar hins
vegar vanda. Enginn vill taka þá
áhættu að þorskaflinn hrynji en með
tillögum um hríðminnkandi þorsk-
afla verða að koma tillögur um hvað
eigi að koma í staðinn," sagði Davíð
Oddsson forsætisráðherra m.a. á
fundi í gærkvöld með sjálfstæðis-
mönnum í Valhöll. Efnt var til fund-
arins af ungum sjálfstæðismönnum
og Heimdalli í tilefni 2 ára afmæli
ríkisstjómarinnar. Fundinn sátu all-
ir ráðherrar flokksins að Ólafi G.
Einarssyni undanskildum auk um
60 fundargesta.
Davíð og Friðrik Sophusson héldu
framsöguræður. Davíð fór yfir stööu
mála og sagði að aögerðir ríkisstjóm-
arinnar hefðu að mörgu leyti tekist
vel miðað við aðstæður eins og
minnkandi þorskafla, efnahags-
kreppu í heiminum og sjóðasukk
fyrri ríkisstjórna, eins og hann orð-
aði það. Davíö sagði að fjárlagahall-
inn væri lítill í hlutfahi við þjóðar-
framleiðslu og nefndi verri stöður
hjá nágrannaþjóðum.
Að loknum framsöguerindum vom
pallborðsumræður og þar voru ráð-
herramir m.a. spurðir um minnk-
andi fylgi ríkisstjómarinnar og Sjálf-
stæðisflokksins í skoðanakönnun-
um. Ðavíð sagði Hrafnsmálið vera
helstu ástæðuna fyrir minnkandi
fylgi. Hnykkti hann á þeirri skoðun
sinni að fjölmiðlar, einkum frétta-
stofa Ríkisútvarpsins og Rás 2, hefðu
gjörsamlega bragðist sínu hlutverki.
„Þar var um að ræða misnotkun á
ríkisfjölmiðlum af versta tagi sem
gekk svo langt að það var vitnað í
kjaftasögur á kaffistofum úti í bæ.
Þar var reynt að koma höggi á mig
persónulega og Sjálfstæðisflokkinn,“
sagði Davíð.
Engar töfralausnir til
Davíð sagði að ríkisstjórnir sósíal-
isma væru að riða til falls í ná-
grannaríkjunum og gagnrýndi
stjórnarandstöðuna með því að segja
að engar töfralausnir á vanda ríkis-
sjóðs væra til. „Við töfram ekki kan-
ínu upp úr hatti nema hafa troðið
henni þangað sjálf,“ sagði Davíð um
þetta atriði.
Friðrik Sophusson rakti stöðu rík-
isfjármálanna og sagði það út í bláinn
að kenna nýgerðum kjarasamning-
um um fjárlagahallann. Hann nefndi
að bara án þess að engum lögum
yrði breytt þá myndu útgjöld ríkisins
á næsta ári aukast um 4,4 milljarða
króna. „Efnahagslægðin verður
lengri núna en við eigum að venjast
en aðalatriðið er að grípa til varan-
legra aðgerða og nýta það stöðug-
leikatímabil sem er framundan með
nýgerðum kjarasamningum. Við
höfum eitt og hálft ár til að byggja
upp atvinnulífið á nýjan leik,“ sagði
Friðrik m.a.
Ungir sjálfstæðismenn gagnrýndu
að meira fé væri sett í vegafram-
kvæmdir heldur en nýsköpun. Davíð
svaraði með því að vitna til orðtaks
frá menntaskólaáranum þess efnis
aö neyðin kenndi manni að finna
nakta konu. Davíð sagði núverandi
aðstæður kalla á atvinnuskapandi
verkefni en með batnandi tíö myndu
skapast betri aðstæður fyrir frekari
nýsköpun. -bjb
Þétt setinn bekkurinn á aóalfundi Hundaræktarfélagsins. DV-mynd ÞÖK
Hundaræktarfélagið:
Guðrún
endurkjörin
formaður
Guðrún R. Guðjohnsen var endur-
kjörin sem formaður Hundaræktar-
félagsins á löngum og stormasömum
aðalfundi sem haldinn var í gær-
kvöldi. Ríflega 230 manns mættu á
fundinn og var þetta fjölmennasti
aðalfundur félagsins frá upphafi.
Auk Guðrúnar voru þær Kristín
Sveinbjömsdóttir og Lálja Dóra Hall-
dórsdóttir kosnar meðstjórnendur.
Talsverður hiti var í fundarmönn-
um og fór mestur tími fundarins í
að ræða tillögur að lagabreytingum,
sem komu bæði frá stjórn félagsins
og hópi sem Jóhanna Harðardóttir
er í forsvari fyrir.
Komið hefur fram gagnrýni á for-
manninn, Guðrúnu R. Guðjohnsen,
m.a. fyrir ólýðræðisleg vimiubrögð.
„Ég held að fundurinn hafi svarað
þessari gagnrýni fyrir mig. Ef ég
ástundaði slík vinnubrögð held ég
að yfirgnæfandi meirihluti hefði ekki
kosið mig sem formann. Þetta er lýð-
ræðislegt félag og mér finnst fundur-
inn hafa sagt sitt,“ sagði Guörún.
Mótframboð Jóhönnu, sem bauð
Gengi krónunnar ákvarðaðist í
fyrsta skipti í morgun í viðskiptum
á skipulögðum gjaldeyrismarkaði.
Engin breyting verður þó á núgild-
andi fastgengisstefnu.
Gengi krónunnar gagnvart erlend-
nm gjaldmiðlum er nú látið ákvarð-
ast á millibankamarkaði fyrir gjald-
eyri innan þeirra marka sem stjóm-
völd ákveða en þau mörk era óbreytt
frá því sem verið hefur. Millibanka-
markaðurinn er vettvangur innbyrð-
sig fram til formanns, hlaut ekki
stuðning aðalfundarins, en atkvæði
féUu þannig að Jóhanna fékk 75 at-
kvæði og Guðrún 157. Þrátt fyrir
þetta var Jóhanna ánægð með niður-
stöðuna. „Við vorum sjö sem byijuö-
um fyrir rúmu hálfu ári að undirbúa
is viðskipta banka og sparisjóða.
Með millibankamarkaöi er horfið
frá einhliða gengisskráningu Seðla-
bankans. Lengi hefur verið stefnt að
því að markaðstengja gengið eða allt
frá því rætt var að tengja krónuna
ECU, mynteiningu Evrópubanda-
lagsins.
Gengisskráningin skiptist nú í
fimm flokka. Almennt viðskipta-
gengi er það gengi sem hver banki
gefur út tU afgreiðslu lágra fjárhæða.
tillögur að breytingum á lögum fé-
lagsins. Starfið þróaðist þannig að
það var ákveðið að bjóða fram í
stjórnarkosningum og nú fáum við
75 atkvæði virkra meðhma í félaginu.
Þetta er mjög marktækur hópur og
niðurstaðan segir manni að þaö verð-
Seðlagengi er það gengi sem notað
er við afgreiðslu erlendra peninga-
seðla. Samningsgengi er það gengi
sem boðið er í hverju einstöku til-
felh við afgreiðslu hárra fjárhæða og
er síbreytilegt yfir daginn eftir mark-
aðsástandi.
Fundargengi er það sem myndast
á gengisskráningaifundi aðila milli-
bankamarkaðarins í Seðlabankan-
um á hverjum morgni og notast í
innbyrðis viðskiptum þeirra á fund-
ur ekki hægt að líta framhjá þessu
fólki. Auk þess hlýtur það að vera
umhugsunarefni þegar svona margir
félagsmenn greiða atkvæöi sitt gegn
sitjandi formanni," sagði Jóhanna
Harðardóttir. -bm
inum. Opinbert viðmiðunargengi er
svp fundargengi með gengismim.
Ýmsar breytingar verða á viðskipt-
um með gjaldeyri. Ekki er lengur
sjálfgefið að sama gengi sé í öllum
bönkum. Gengismunur verður sam-
keppnisatriði. Gengi verður síbreyti-
legt yfir daginn nema í viðskiptum
með lágar fjárhæðir og sérstakt gengi
verður á seðlum.
-Ari
Stuttarfréttir
Stjórn Ðigranessóknar hefur
ákveðið að borga lögfræðikostn-
að mótmælahópsins gegn kirkju-
bygghigunni á Víghól.
Biskup vill ekki banna
Ólafúr Skúlason biskup vill að
lög um almannafrið á helgidög-
um verði rýmkuö.
íslandsbanki lækkar
íslandsbanki lækkar nafnvexti
um 0,7%, það er að segja á óverð-
tryggðum skuldabréfum.
186 stúdentar
186 stúdentar vora brautskráð-
ir frá MR í gær á 147. starfsári.
Elsti hluturinn
Rómverskur koparpeningur,
sem fannst í Vestmannaeyjum
áriö 1991, er frá árinu 225 til 235
eftir kristsburð. Þetta er elsti
hluturinn sem fundist hefur.
HÍKvill banna
HÍK hyggst ná fram lögbanni á
starfsemi Sumarskólans, seni
rekinn verður í FB í sumar. Nám-
ið verður hins vegar metiö sem
framhaldsnára, segir ráöherra.
Halldórgefurfrest
Samgönguráðherra hefur gefið
Spalar-mönnum hálfsmánaðar
frest til að svara því hvort þeir
ætli að gera göng undir Hvalfjörö.
Guiltilldé Rlm?
Auglýsing framleidd af kvik-
myndafyrirtækinu Idé film hefur
verið tilnefnd til gullverðlauna í
virtri evrópskri auglýsingasam-
keppninn. Idé er íslenskt fyrir-
tæki sem gerir út frá Stokkhólmi.
Egill Jónsson segír ráðuneytín
búin að spara 10 milljarða á
tveimur árum stjórnarinnar. 40%
þess hafi sparast í landbúnaðar-
ráöuneytinu. -Ari
Markaðsgengi tekið upp í dag:
Gengi krónunnar ákvarðast
nú á gjaldeyrismarkaði