Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 12
12 . FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 Spumingin Hvað ætlar þú að gera um hvítasunnuhelgina? Kristjana Sveinsdóttir: Það er ekkert ákveðið. Bogi Hjálmtýsson: Grilla í garðinum. Ólafur Hauksson: Það er alveg óvíst en það er einna helst að maður fari út á land. Sylvia Pólsdóttir: Ég ætla að vera heima með fjölskyldunni og gera eitt- hvað skemmtilegt. Gunnhildur Pálsdóttir: Ég hef ekki planað neitt ennþá. Ómar Freyr: Ég veit það ekki. Ætli ég verði ekki bara að leika mér. Lesendur Bréf frá Herzegóvínu Janko Andrijasevic skrifar: Eftir að hafa verið þögull svo lengi finnst mér endilega að ég þurfi að láta í mér heyra um þá veröld sem ég lifi og hrærist í. Ég er fæddur í Króatíu og eyddi bemskuárum mín- um á mörgum stöðum innan fyrrum Júgóslavíu en er nú búsettur i Montenegro, heimalandi föður míns. Á öllu þessu flandri í lífi mínu hef- ur ákveðinn andi skotið rótum í sálu minni. Sá andi var aðeins lítill visir í fyrstu, en hellist yfir mig nú og á hug minn allan. Það er andi ykkar fagra lands, íslands. Ég finn hann innra með mér og skynja hann eins og sambland af litadýrð Breiðafjarð- arins og aldins andardráttar Þing- valla og landið kemur ávallt upp í huga mér þegar grimmilegar aðstæð- ur mínar verða yfirþyrmandi. Það er ekki auðvelt að hlusta á hverjum morgni á fréttir af morðum, eyðileggingu og hryliingi stríðsins. Þó að þeir atburðir hafi hingað til haldist frá minni heimabyggð er ekki hægt að komast hjá því aö verða fyr- ir sterkum áhrifum af þeim. Stund- mn finnst mér að sársaukinn og þjáningamar verði nánast yfirþyrm- andi. Brunnir veggir og leiði bama em hvarvetna um landið sem við áður kölluðum ættjörðina. Núna sendi ég bréf frá mér og ætt- ingjum mínum í Króatíu til Reykja- vikur og pennavinur minn þar, Katr- ín, sér um að koma þeim á áfanga- stað. í hvert sinn sem ég kemst í snertingu við ísland með þessum hætti næ ég að leiða hugann frá hörmungunum og mér finnst sem svalandi jöklavindar leiki um ásjónu mína. Mér hlýnar um hjartarætur við þessa tilfinningu og þessi tengsl halda í mér lífinu. Mig langar til að segja íslendingum að land þeirra er gersemi. Þeir ættu að vera hamingjusamir og hreyknir yfir því að fá að búa í því og ættu að gæta þess eins og sjáldurs auga síns. Náttúra, saga og menning þessa fagra lands, samtvinnuð einstakri þjóðarsál, hafa heltekið mína sál og sest þar að. Mig langar til að þakka kærum pennavinum minum á ís- landi, Katrínu, Kristínu, Hólmfríði, Unnari og öllum þeim sem hafa skrif- að mér. Kærar þakkir til þeirra fyrir að kynna mig landinu og ég veit að hjarta mitt verður ávailt þar. Með kveðju og ást. Janko Andrijasevic. ■m; Það er ekki auðvelt að hlusta á fréttir ó hverjum morgni sem segja frá morðum, eyðileggingu og hryilingi striðsins í fyrrum Júgóslavíu. Frábærir þættir Baldurs Elín Bjarnadóttir hringdi: Ég má til með að koma á framfæri þökkum til Ríkissjónvarpsins og Baldurs Hermannssonar fyrir þá stórkostlegu þætti, „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins“ sem sýndir hafa verið undanfama sunnudaga. Þessir þætt- ir eru besta sjónvarpsefni sem ég man eftir síðan Dallas rann sitt skeið. Ég var svo heppin að ná því að sjá fyrsta þáttinn og var sem límd fyrir framan tækið næstu þrjú sunnu- dagskvöld, enda mátti ég ekki til þess hugsa að missa af neinum þætti. Ég veit að sama gildir um flesta aðra, hvort sem þeir voru hrifnir af inni- haldi þáttanna eður ei. Allir höföu þættimir sérstök áhrif á mig, en þó var lokaþátturinn sérlega áhrifamik- m. Þegar Baldur Hermannsson kom sjálfur fram í enda hans, grátklökkur af samúð með svívirtum löndum okkar, nánast grét ég með honum. Baldur vekur mann svo sannarlega til umhugsunar um þau kjör sem almúgi landsins þurfti aö búa við á öldum áður, en því miður virðist svo sem sá skilningur hafi farið fyrir of- an garð og neðan í þeirri fátæklegu sögukennslu sem maður fékk notið í skóla. Ekki má heldur gleyma skilaboð- um hans til kvenna því þá rifjast upp hið fornkveðna, „Hver dáð sem mað- urinn drýgir, er draumur um konu- ást.“ Maður hefði haldið að einhver sannleikur fæhst í þeim orðum en það er öðru nær. Baldur færði okkur heim sanninn um það að þessi ást beindist í átt til blessaðrar sauökind- arinnar en ekki til okkar kvennanna. Hafi Baldur þökk fyrir framleiðslu þessara þátta og ég vona að ég eigi eftir að sjá meira efni frá honum í þessum dúr. Brottför vamarliðsins: Aðild að EB bjargvætturinn? Kristinn Sigurðsson skrifar: Nú hafa Danir samþykkt Maas- tricht-samninginn og áhtið er að í dag séu lífskjör í Danmörku þau bestu á Norðurlöndunum. Einnig mætti benda á lönd eins og Holland og Belg- íu, líklega eru lífskjör í þessum lönd- um svipuð og í Danmörku eða fast aö því. Enginn efast heldur um að Danir Hringið í síma 632700 milli kl. 14 og 16 -eða skrifíð ATH.: Nafn og símanr. verður að fylgja brcfum og Hohendingar halda fuhu sjálf- stæði. Spurning dagsins hlýtur að vera, hver verður staða okkar þegar öh hin Norðurlöndin verða orðin aðilar að EB, líklega árið 1995? Mun- um við einangrast? Ef vamarhðið fer væri það hlutverk okkar að reka flugvölhnn og það kostar marga milljarða. Einnig myndum við missa af öðrum tekjum er skipta milljörð- um ef herinn færi. Ef við værum í EB má telja öruggt mál að EB myndi styrkja þann rekst- ur ríflega. Fráleitt er að halda að við náum hagstæðum fríverslunar- samningi við Bandaríkin, sem nýlega hótuðu okkur einangrun og refsiað- gerðum ef við nýttiun hafsvæðið við Island. Því tel ég nú í dag að við ætt- um að sækja um aðhd að EB, því ef EES er góður kostur þá ætti aðUd að EB aö vera enn betri kostur. „Fráleitt er að halda að viö náum hagstæðum fríversiunarsamningi við Bandaríkin," segir í grein bréf- ritara. Ofmikiðafhakki Birna hringdi: Nautakjötsframleiðendur hafa verið að auglýsa „frábært" og níðursett verð á úrvals nauta- kjöti undanfarna daga. Boðið er upp á 6 kílóa pakkningar á rúm- lega sex hundruð krónur kflóið. Eflaust verða einhverjir spenntir yfirþví að geta fengið nautakjötiö á svo lágu verði. En hætt er við að spenningur- inn núnnki þegar umbúðimar eru opnaðar og innihaldið kemur í Ijós. Það er eitthvert magn sem nota má í gúllas en afgangurinn er hakk. Það er ekki nema von að Jón Ásbergsson í Hagkaupi og Jóhannes í Bónusi snúist önd- verðir gegn sölu á þessum pökk- um á „gjafverði". Leiðinátoppinn? Ingvar hringdi: Það hefur vakið athygh mína við að horfa á sjónvarpsþættina nmdeUdu „Þjóð i hiekkjum hug- arfarsins“ hve margir af fyrir- mömium þjóðarinnar koma við sögu í skelfilegum lýsingum á því hvemig húsbændur komu fram við hjú sín í vistaránauð fyrri alda. Nefiid eru þekkt nöfn eins og th dæmis Skúla Magnússonar fógeta og fleiri merkra manna. Vom þessir menn, sem við höf- um hingað til dáðst að sem stór- mennum, helber iUmemn? Eða ætti maöur kannski frekar að spyrja: Var það nauðsynlegt að koma fram eins og skepna við smælingja þjóðarinnar til aö koraast th áhrifa í íslensku þjóð- félagi? Ekki veit ég hvað satt er í þessu máli. Sinubruni undir eftirliti Kjartan skrifar: Á hverju ári að vorlagi les mað- ur um það í blöðunum að slökkvilið og lögregla berst hart fyrir því að slökkva sinuelda, oft með litlum árangri. Oft eru þetta krakkar og unglingar sem eru að leika sér og það skapar eðhlega vissa hættu. En það má ekki gieyma þeirri staðreynd að sinubruni gerir tún- um afskaplega gott því gömul sina heftir mjög heUbrigðan gras- vöxt. Væri nú ekki ráö að slást frekar í lið með sinubranamönn- um og láta löggæsluna hjálpa til við sinubrunann, undir eftirhti og á réttum tíma árs, áður en varp fugla byrjar, í stað þess að vera aö hefta það sem gerir tún- unum gott. Helgi hringdi: Misvitrar en valdamiklar þjóðir liafa nú gripið til viðskiptaþving- ana gegn þeim þjóðum sem stunda hvalveiðar og er talað um aðgerðir gagnvart Norðmönnum óg Færeyingum. Til ahrar haro- ingju hefur okkur hingaö tíl veriö hótað en lítið verið gripið th að- gerða (nema af hálfu samtaka eins og Greenpeace). Ætia mætti að þegar þjóðir heims hætta að kaupafiskafurðir af hvalveiðiþjóðunum vænkist hagur íslendinga um leiö. Þó að þaö sé Ijótt að segja það þá er eins dauði annars brauð og því gætum við íslendingar hagnast á því að hefja ekki hvalveiðar á meðan aðrar þjóðir taka ákvörðun um slíkt. Áskorun tilsjónvarps Haligrímur skrifar: Ég vU beina þeirri áskorun til annarrar hvorrar sjónvarpsrás- arinnar að sýna bresku þættina Spittmg Image. Þeir era úrvals sjónvarpsefni sem margir hafa áhuga á.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.