Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 25 íþróttir Ibjarnarvelli í gærkvöldi. Þórsarar hafa haft sterkt tak á Frömurum á heimavelli DV-mynd Brynjar Gauti Sanngjarn sigur Þórs gegn Fram í Laugardalnum „Ég er mjög ánægöur með sigur- inn og stigin þrjú. Það er mjög erf- itt að koma eftir tapleik og þurfa að vinna lið eins og Fram en þetta gekk vel. Næsti leikur verður gegn Skagamönnum og það verður spennandi að takast á við þá,“ sagði Sveinbjöm Hákonarson, baráttu- jaxiinn mikii í Þórsliðinu, eftir að lið hans hafði sigrað Framara, 1-2, í Getraunadeildinni á Valbjarnar- velh í gærkvöldi. Sigur Þórsara var mjög sanngjam. Þeir börðust vel og höfðu fyrir hlutunum og upp- skám eftir því. Framarar vom hins vegar ekki mjög sannfærandi og verða að gera mun betur ef þeir ætla sér stóra hluti í sumar. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill og ekkert markvert gerðist þar til á 35. mínútu að Ingólfur Ingólfsson lék í gegnum vöm Þórs en skaut rétt fram hjá fjærstönginni. Tveim-' ur mínútum fyrir leikhlé náðu Framarar forystunni með laglegu marki. Helgi Sigurðsson lék þá varnarmann Þórsara grátt áður en hann afgreiddi boltann af öryggi í netið. Síðari hálfleikur var mun betri og þá vora Þórsarar sterkari. Júl- íus Tryggvason var nálgægt því að jafna strax í byrjun en skallaði rétt yfir. Skömmu síðar urðu Júlíusi hins vegar engin mistök á þegar hann fékk boltann óvaldaður á markteignum eftir hornspyrnu og skallaði í netiö. Þórsarar héldu áfram af krafti og bættu við öðru marki á 63. mínútu. Norðanmenn léku þá laglega upp hægra megin og Sveinn Pálsson gaf vel fyrir markið á Ásmund Amarson sem afgreiddi boltann í netið með góð- um skalla. Eftir markið bökkuðu Þórsarar talsvert en Framarar náðu ekki að komast í gegnum þétta vörn þeirra. Besta færið fékk Ágúst Ólafsson en Lárus Sigurðs- son varði frá honum á ótrúlegan hátt. Lengra komust Framarar ekki og Þórsarar fógnuðu góðum sigri. Þórsarar börðust geysivel og liðs- heildin var frekar jöfn. Sveinbjöm var öflugur á miðjunni og vann mjög vel. Ásmundur og Hlynur Birgisson komust einnig mjög vel frá sínu. Það er ljóst að með svona leik geta Þórs- arar farið langt í sumar. Framarar náðu sér ekki vel á strik og mun meira býr í liðinu. Valdimar Kristófersson var í leik- banni og mikið virtist muna um hann því framlínan var ekki nógu beitt. Helgi SiguTðsson gerði að vísu góða hluti en hvarf þess á milli- Besti maður hðsins var Pétur Amþórsson og þeir Helgi Björg- vinsson og Kristinn R. Jónsson stóðu sig ágætlega. „Ég er auðvitað ekki ánægður með leikinn. Fyrra markið sem við fengum á okkur var mjög slæmt og við hleyptum þeim inn í leikinn. Við eigum mikið verkefni fram- undan en það er mikið eftir af mótinu og við eigum eftir að sanna okkur,“ sagði Ásgeir Sigurvinsson, þjálfari Fi'am, í spjalh við DV, eftir leikinn. -RR un á mótinu“ imenn höfðu sigraö KR, 1-0, á Akranesi Gott forskot - íslendingar meö 23 gull á Möltu færi á næstu mínútum sem ekki nýtt- ust. Síðari hálfleikur byrjaði fiörlega. KR-ingar fengu gott færi en Haraldur Ingólfsson bjargaði í horn. Minnstu munaði að Alexander kæmi Skaga- mönnum yfir á 56. mínútu en skahi hans fór hárfint framhjá. 10 mínútum síðar skoraði Sigurður Jónsson sigur- mark heimamanna með glæsilegu skoti viðstöðulaust rétt utan vítateigs. Rétt á eftir vildu KR-ingar fá vítaspymu er boltinn fór í hönd vamarmanns Akur- nesinga en annars góður dómari leiks- ins, Kári Gunnlaugsson, var á annarri skoðun og lét leikinn halda áfram. Eftir þetta sóttu KR-ingar nokkuð fast en án árangurs. Sigurður Jónsson var bestur í hði Skagamanna og besti maður vaharins og virðist óðum vera að ná fyrri styrk- leika. Hann var fimasterkur á miðjunni og á sífehdri keyrslu ahan tímann og mataði félaga sína með fahegum send- ingum. Hann kórónaði síðan leik sinn með því að skora glæsilegt mark. Ólafur Þórðarson, Haraldur og Kostic stóðu sig einnig vel. Hjá KR var ólafur í markinu góður og Izudin Dervic komst vel frá sínu. Sigurður Jónsson skoraði sigur- mark ÍA. Víðir Sigurðsson, DV, Möltu; íslendingar hafa gott forskot á Kýp- urbúa í baráttunni um flest verðlaun á Smáþjóðaleikunum. íslendingar bættu vel í safnið í gær og hafa nú hlotiö 23 gullverðlaun og móti 13 gullverölaun hjá Kýpurbúum. Mónakó er í þriðja sæti með fem gullverðlaun og Liechtenstein með jafn mörg í fióröa sæti. Lúxemborg er með tvenn gullverðlaun, Malta og San Marino með sitt gullið hvort og Andorra er eina landið sem ekki hef- ur unnið fil guhverðlauna á leikun- um. Áfram á Möltu Siguröur Einarsson og Einar Vh- hjálmsson verða áfram á Möltu eftir að Smáþjóðaleikunum lýkur við æf- ingar fram að fyrsta Grand Prix mótinu sem fram fer 5. júní í SevUla á Spáni. Siguröur mmUhlendir þó í Finn- landi 3. júní og keppir þar á sterku móti. Ægismótið verður sterkt Alþjóðlega Ægismótið í sundi fer fram 18.-20. júni og ljóst er að það veröur sterkt mót. Nokkrir af bestu sundmönnum Finna keppa og einnig nokkrir Rússar. Endanleg staðfest- ing er þó ekki komin frá Rússun- um. ftíVíkinni ir og FH gerðu markalaust jafntefli teinsson var þar fremstur í flokki, en hafði ekki heppnina með sér. í síðari hálfleik lifnaði yfir Herði Magnússyni en heihadísirnar vora ekki heldur á hans bandi. Hörður Theódórsson, sem nú leikur í vöm Víkinga, fékk besta færi heimamanna en fóst aukaspyrna hans fór rétt framhjá marki FH. Undir lok fyrri hálfleiks bjargaði Petr Mrazek, varnarmaöur FH, marki en skot hans kom frá samherja. í síðari hálfleik mun- aði minnstu aö hinn ungi vamarmaður Víkinga, Kristinn Hafliðason, opnaði markareikning sinn í 1. deUd en hann skaut rétt framhjá úr ágætu færi. „Það var kuldatrekksbragur á þessu. Fyrri hálfleikur var ömurlegur. Viö rétt- um aðeins úr kútnum í seinni hálfleik en betur má ef duga skal. Það háir okk- ur að menn vantar sjálfstraust en það kemur þegar á hður og við tökum þetta skref fyrir skref og mætum með tromp á hendi í næsta leik,“ sagði Láras Guð- mundsson, þjálfari Víkinga, eftir leik- inn. Hann átti þar við að Hólmsteinn Jónasson yrði þá klár í slaginn með Vík- ingum em hann lék ekki í gærkvöldi vegna meiðsla. -BL ca úrvalsdeildin í knattspymu: son lék sem hægri bakvörður með Dagerfors og stóð sig mjög vel. Þjálfari liösins sagði í viðtali eftir leikinn að Einar hefði sýnt mjög góðan leik, 7 þúsund áhorfendur sáu leikinn og var mikii stemmnmg á vellinum í Dager- f°rS‘ -RR/EH Frettar FYLKIS VÖLLU R FYLKIR - VALUR SMRISJÓDUR VÉLSTJÓRA í kvöld kl. 20.00. Imebal nöatún Hraunbæ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.