Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 28. MAÍ1993 UtLönd Mafíusprenging við listasafn 1 Flórens: Fimm láta lífið og 50 slasast Fimm manns létu líflð og rúmlega 50 slösuðust er sprengja sprakk í miðbæ Flórens á Ítalíu í gær. Þeir sem rannsaka sprenginguna telja að um 100 kílóa sprengju hafi verið komið fyrir í stolinni Fíat-sendiferða- bifreið sem lagt hafði verið í öng- stræti bak við hið þekkta Uffizi hsta- safn. „Það' er mjög líklega mafían sem stendur fyrir þessari hryðjuverkaá- rás,“ sagði innanríkisráðherra Ítalíu, Nicola Mancini, eftir neyðarfund yf- irvalda. í sprengingunni gjöreyði- lagðist tum frá miðöldum ogfj ögurra manna fjölskylda, sem var sofandi innandyra, lét lífið. Auk þess fannst kolbrennt lík í næsta húsi. Lengi var talið að sex hefðu farist þar sem veg- farandi hélt því fram aö hann hefði heyrt neyðaróp frá safninu en leit að hinu hugsanlegu fórnarlambi hef- ur verið hætt. Að sögn borgaryfirvalda eyðilögð- ust um 30 listaverk, þar á meðal málverkið Madonna alla Costa frá 1300 eftir ítalska meistarann Giotto. Tjónið hefur enn ekki verið metið. Aðeins þrjú málverk gjöreyðilögðust en þau eru öll eftir tiltölulega lítt þekkta listamenn. Fjarlægja varð um 300 listaverk af efstu hæð safnsins vegna hættu á vatnsskemmdum en allir glergluggar í byggingunni splundruðust. Reynt verður að opna safnið aftur eins fljótt og auðið er. ítalir óttast nú mjög að hryðju- verkabylgja mafíunnar sé í aðsigi. Stærstu verkalýðsfélög Ítalíu ætla að efna til tveggja tíma verkfalls í dag til að mótmæla sprengingunni en ekki er liðinn hálfur mánður frá því að svipuð sprenging varð í Róm. „ítalskir verkamenn láta ekki slík- ar morðhótanir hræða sig,“ sagði í tilkynningu frá verkalýðsfélögun- um. Reuter Slökkviliðsmenn að störfum við Uffizi-safnið í Flórens í gær. Símamynd Reuter TIL SOLU BMW 633 CSi, árgerð 1977, Alpina fjöðrun, 5 gíra, beinskiptur, læst drif, gott lakk. Skoðaður 1994. Upplýsingar í síma 98-22224 eða 22024. ISLAIUD - RUSSLAIUD Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinrí á Laugardalsvelli, þriðjudaginn l.júníkl. 11:00- 18:00. Ath! miðar verða ekki afhentir fyrir utan þennan tíma. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort, geta hringt á skrifstofu KSÍ þriðjudaginn 1. júní kl. 08:00 - 12:00 og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Hljómsveitir Verslunarmannahelgin 1993. Við leitum að hljómsveit til að leika á fjölskylduskemmtuninni Vík '93. ■IU Um er að ræða tvo dansleiki, unglingadansleik með söngvarakeppni og undirleik við varðelda tvö kvöld. r Ahugasamir sendi tilboð fvrir 10. iúní 1993 til: \ Verslunarmannahelgin í Vík Pósthólf93 Aflaarnum^i, 870 v,k . , '•'j Hvalveiðar Norðmanna hafa áhrif á inngöngu í EB Þing Evrópubandalagsins sam- þykkti í gær ályktun þar sem segir að hvalveiðar Norðmanna geti haft slæm áhrif á umsókn þeirra um inn- göngu í bandalagið. Þingið er þeirrar skoðunar aö Norðmenn verði að semja sig að stefnu EB í hvalamálum og hætta hvalveiðum. Talið er að Norðmenn séu nú komnir í mjög slæma aöstöðu. Grænfriðungar hafa lýst yfir al- þjóðlegu viðskiptabanni á norskar vörur til að mótmæla þeirri ákvörð- un Norðmanna að hefja aftur hval- veiðar þrátt fyrir bann Alþjóðahval- veiðiráðsins viö slíku, „Við erum að gera þetta til að breyta ákvörðun Norðmanna um að veiða hvali í hagnaðarskyni og að virða þar með að vettugi ákvörðun meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðs- ins,“ sagðitalsmaður Grænfriðunga. Norska stjómin leyfði veiðar á 296 hrefnum á þessu ári og er áætlað að um 51 milljón norskra króna fáist fyrir hrefnurnar. Alþjóðlegt við- skiptabann getur reynst þeim mjög dýrkeypt. Mótshaldarar í Lillehammer eru nú mjög farnir að óttast að hvalveið- amar geti bókstaflega eyðilagt vetr- arólympíuleikana sem eiga að fara þar fram á næsta ári. Fá þeir hundr- uö bréfa á hveijum degi, flest frá Bandaríkjamönnum sem hóta að sniðgangaleikana. NTBogReuter Elskendur hvfla saman í faðmi móður jarðar Serbar heldu áfram arásum sínum á borgina Maglaj í norðurhluta Bos- níu í nótt Að sögn Sameinuðu þjóð- anna eru um 30.000 manns innlyksa í borginni og þarfnast íbúarnir mjög bæði matvæla og lyfja. Heimildir herma að Serbar herji nú grimmt á Tesjani, Zavidovici, Olovo, Tuzla, Brcko og Sarajevo. Svo virðist sem Króatar og múslím- ar hafi hætt bardögum sínum í Most- ar. Stríðsaðilar hafa a.m.k. skipst á nm 400 stríðsfóngum. Króatískur embættismaður sagði að múslímar virtu ekki skilmála friðarsamnings sem gerður var í síðustu viku. Lagt hefur veriö fram frumvarp til laga í bandaríska þinginu þar sem Bill Clinton Bandaríkjaforseta er veitt heimild til að láta stjómina í Bosníu fá allt að 1,2 milljarði í hem- aðaraðstoð. í fmmvarpinu er tekið fram að vopnabann Sameinuðu þjóð- anna á fyrrum lýðveldi Júgóslavíu geri íbúum Bosníu-Herzegóvínu ókleift að verjast árásum Serba. Elskendumir, Admira Ismic og Bosko Brckic, vom borin til hinstu hvílu í gær á hrjóstugri hæð. Þau gerðu tilraun til að flýja frá Sarajevo fyrir rúmlega viku en voru skotin þrátt fyrir að þau teldu sig hafa feng- ið leyfi stríðsaðila. Móðir Boskos, sem flúði sjálf frá Sarajevo á síðasta ári, fylgdi syni sín- um til grafar. „Elsku börnin mín, örlög ykkar eru að hvíla saman í faðmi móöur jarðar," sagöi móðir Boskos. Foreldrar Adimm þorðu ekki að vera viðstödd jaröarfórina. „Ég vildi að foreldrar hennar hefðu verið héma og mér þótti vænt um Admiru sem væri hún mín eigin dótt- ir,“ sagði móðir Boskos Reuter Radmila Brkic leggur peysu á kistu Admiru Ismic, unnustu sonar síns. Peysuna prjónaði hún handa Admiru. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.