Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
Neytendur
Ýmsir kaupmenn úti á landi geta nú boðið viðskiptavinum sínum upp á
ódýrari matar- og hreinlætisvörur eftir að þeir byrjuðu að flytja inn sjálfir.
Kaupmenn á Austurlandi:
Flytja vörur
beint inn frá
Danmörku
- þýðir 15-20% heildarlækkun
Kaupmenn á Austurlandi hafa nú
brugðið á það ráð að flytja inn sjálfir
ýmsar vörur beint frá Danmörku.
Með þessu móti geta þeir boðið upp
á lægra vöruverð en hefðu þeir keypt
vörumar af heildsölum hér á landi.
„Við fórum út í þennan innflutning
á þeirri forsendu að við þyrftum að
rífa hér upp verslun og landsbyggð-
arfólkið kallar á sama verð og er í
bænum,“ sagði Guðjón Sigmunds-
son, framkvæmdastjóri Verslunarfé-
lags Austurlands. „Eg sé ekkert rétt-
læti í því að eitt horn á landinu sé
með allt annað verð en hin.“
Guðjón sagði það tíðkast að vissir
heildsöluaðilar væru ekki með sama
verð fyrir kaupmenn í Reykjavík og
úti á landi. Þannig væri púðursykur
t.d. ódýrari í Bónusi en hann er í
heildsölu fyrir kaupmenn úti á landi.
Mikill verðmunur
Það er mjög mismunandi hversu
mikið magn hver verslun pantar inn
en Verslunarfélag Austurlands er
eitt af þeim aðilum sem pantar mjög
mikið. Hér er um að ræða 600-700
vörutegundir og þá aðallega matar-
og hreinlætisvörur.
Sem dæmi um verðmun má nefna
Pampers bleiur sem áður voru seldar
á 1.545 krónur en eru nú á 1.184 krón-
ur. Þar er verðmunurinn 30%. Þrjú
kíló af Prik þvottaefni voru á 520
krónur en er nú á 329 krónur. Þar
er verðmunurinn 58%.
Fleiri verslanir bætast við
Verslunarfélag Austurlands byijaði
að flytja inn vörur í febrúar sl. og á
nú von á sínum fjórða gámi frá Dan-
mörku. Flutningurinn, sem er meö
skipi, tekur um tvo daga.
Guðjón sagði æ fleiri verslanir
bættust við sem sýndu þessum inn-
flutningi áhuga og viðskiptavinir
væru auðvitað mjög ánægðir með að
verðið á íjölmörgum vörum hefði
lækkað.
Guðjón sagði ennfremur að það
hefði verið sárt fyrir kaupmenn að
horfa upp á fólk láta versla fyrir sig
heilu pallana af matvörum að sunn-
an á meðan kaupmenn úti á landi
væru að reyna að halda uppi þjón-
ustu. Það hefði því ekki verið um
annað að ræða en að gera eitthvað í
máhnu eða bara loka verslununum
og láta fólk halda áfram að panta
allt fyrir sig að sunnan.
-KMH
Sviðsljós
Nemendur Söngsmiðjunnar fluttu lög úr söngleiknum Cats og voru að sjálf-
sögðu i viðeigandi búningum. DV-myndir ÞÖK
Söngskemmtun Söngsmiðjnnnar
Nemendur Söngsmiðjunnar luku
starfsárinu með sérstakri söng-
skemmtun á Hótel íslandi fyrir
skömmu. Auk þeirra kom fram kór
íslandsbanka og tveir gestasöngvar-
ar en á skemmtuninni voru flutt lög
úr söngleikjunum Cats og West Side
Story auk laga frá sjötta áratugnum.
Stjórn- og uppsetning var í höndum
Estherar Helgu Guðmundsdóttur en
kjmnir var Þorgeir Ástvaldsson.
13
Dawson
David Laing
NÝ ÚRVALSBÓK
Tvíblinda
eftir David Laing Dawson
- höfund Urvalsbókarinnar A elleftu stund
Þegar Snow læknir og vinkona hans verða fyrir ruddalegri árás er Snow
ekki lengur í vafa um að eitthvað mikilvægt er á seyði sem hann verð-
ur að leysa. Eða - er hann kominn með ofsóknarkennd eins og sjúkling-
arnir hans?
Höfundurinn er klínískur geðlæknir í Ontario og gjörþekkir það svið sem
hann velur sögum sínum. Enda eru þær dramatískar spennusögur með
þungum undirtóni sem gefur þeim sérstakt gildi.
A næsta sölustað
eða í áskrift í síma (91) 63 27
Aðeins kr. 790,-