Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993
33
Leikhús
ÞJÓDLEIKHÚSIÐ
Sími 11200
Smíðaverkstæðið kl. 20.30.
Gestaleikurfrá Remould Theatre í
Hull:
„TOGAÐ Á NORÐUR-
SLÓÐUM “eftlr Rupert Creed og
Jlm Hawkins.
Leikrit með söngvum um líf og störf
breskra togarasjómanna.
4. og siöasta sýn. i kvöld.
Ekki er unnt að hleypa gestum í sallnn
eftlr að sýning hefst.
Litlasviðlðkl. 20.30.
RÍTA GENGUR
MENNTAVEGINN
eftir Willy Russsel.
í kvöld, síðasta sýnlng, uppselt.
Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn
eftir að sýning hefst.
Stóra sviðiðkl. 20.00:
KJAFTAGANGUR
eftir Neil Simon.
9. sýn. mán. 31/5, uppselt, fim. 3/6, örfá
sæti laus, fös. 4/6, örfá sæti laus, lau.
12/6, uppselt, sun. 13/6, örfá sæti laus.
Siðustu sýningar þessa lelkárs.
MY FAIR LADY söngleikur
eftir Lerner og Loeve.
Allra siðustu sýningar: i kvöld, fáein
sæti laus, lau. 5/6,
næstsíðasta sýning, fös. 11/6,
siðasta sýning.
DÝRIN í HÁLSASKÓGI eftir
Thorbjörn Egner.
Sun. 6/6 kl. 14.00, sun. 6/6 kl. 17.00.
ATH. SÍÐUSTU SYNINGAR
ÞESSA LEIKÁRS.
Ósóttar pantanir seldar daglega.
Aðgöngumiðar greiðlst viku fyrlr sýningu
ella seldir öðrum.
Mlðasala Þjóöleikhússins er opin alla
daga nema mánudaga frá 13-18 og fram
að sýningu sýningardaga.
Miðapantanir frá kl. 10 virka daga i síma
11200.
Grelðslukortaþj. -Græna línan 996160.
LEIKHÚSLÍNAN 991015.
Þjóðlelkhúsið -góða skemmtun.
Leikfélag Akureyrar
^LÍBihvtvbíakzm
Óperetta
Tónlist
Johann Strauss
íkvöldkl. 20.30.
Lau. 29. mai kl. 20.30.
Fös. 4. júníkl.20.30.
Lau. 5. júni kl. 20.30.
SÍÐUSTU SÝNINGAR.
Gestaleikurfrá Remould Theatre i Hull.
TOGAÐÁ
NORÐURSLÓÐUM
eftir Rupert Creed og Jim Hawkins.
Leikrit meö söngvum um líf og störf
breskra togarasjómarma á fiskimið-
umútafíslandi,
Grænlandi og Noregi.
Þriðjudag 1. júni kl. 20.30.
Mlðvikudag 2. júni kl. 20.30.
Fimmtudag 3. júni kl. 20.30.
AÐEINS ÞESSAR ÞRJÁR SÝNINGAR.
Miöasala er í Samkomuhúsinu,
Hafnarstræti 57, alla virka daga kl.
14 til 18 og sýningardaga íram að
sýningu.
Síms vari fyrir miöapantanir allan
sólarhringinn.
Greiðslukortaþjónusta.
Simi í miðasölu:
(96)24073.
leikLiístarskóli íslands
Nemenda
leikhúsið
'INDARBÆ simi 21971
Fimdir
FR deild-4
Aðalfundur FR deildar-4 verður haldinn
laugardaginn 5. júrú aö Dugguvogi 2 og
hefst hann kl. 14. Dagskrá: venjuleg aðal-
fundarstörf.
Tilkyimingar
Vormót Hraunbúa um
hvítasunnuna
Árlegt vormót skátafélagsins Hraunbúa
í Hafnarfirði verður haldið í Krísuvík um
hvitasunnuhelgina. Mótið verður sett í
kvöld kl. 21 og því slitið á mánudaginn
kl. 14. Yfrrskrift mótsins er „Vemdum
landið“ en vinnumpttóið verður „betur
má ef duga skal“. Á sunnudag er heim-
sóknardagur og munu skátar þá bjóða
upp á gönguferð kl. 14 fyrir almenning
um Krísuvík undir leiðsögn sérfróðra
manna og kakó og kex á eftir.
PELIKANINN
eflir A. Strindberg.
Leikstjóri: Kaisa Korhonen.
13. sýn. íkvöld.
Siöasta sýning.
Málþing Foreldrasamtakanna
Ýmsar spumingar vakna þegar talið
berst að lengingu skóladagsins hjá böm-
unum okkar. Hvaö felst í þessari leng-
ingu? Hvert er innihald kenrislunnar?
Hver er staðan í dag? Hverju er verið að
stefria að? Hver er ávinningurirm og hver
er kostnaðurinn? Hvemig er mataræði
skólabamanna háttaö? Verður heildags
skóli að veruleika í nánustu íramtíð, t.d.
næsta vetur. Reynt verður að leita svara
við spumingum er tengjast lengingu
skóladagsins á málþingi Foreldrasam-
takanna funmtudaginn 3. júní í Hinu
húsinu, Brautarholti 20, 3. hæð, kl. 20.
Frummælendur: Áslaug Brynjólfsdóttir
fræðslustjóri í Reykjavík, Páll Guð-
mundsson, skólastjóri Mýrarhúsaskóla,
fulltrúi foreldra í Laugamesskóla og Kári
Amórsson skólastjóri Fossvogsskóla.
Allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.
Flóamarkaðir F.E.F.
Félag einstæðra foreldra heldur flóa-
markað í Skeljanesi 6, Skeijafirði, á
morgun, laugardag, kl. 14-17. Mikið og
gott úrval af fatnaði, búsáhöldum og
fleim.
Laugardagsganga
Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun. Nú leggur
gangan af stað frá hinu nýja félagsheim-
ili Gjábakka í Fannborg 8 sem er næsta
hús við Fannborg 4 þar sem gangan hefur
hafl aðsetur síðustu árin. Gönguklúbb-
urinn hefur nú bjartan og rúmgóðan sal
til að drekka saman molakaffi í.
Tjaldstæðin á Húsa-
felli lokuð
Tjaldstæðin á Húsafelli eru lokuð um
helgina. Sundlaug og verslun verða opin
að veryu en óheimilt er að tjalda. Ströng
gæsla verður á staðnum og era sumarbú-
staðaeigendur beðnir að virða þær um-
gengnisreglur sem þar gilda.
Sýningin „Arktika"
í MÍR-sainum
„Arktika", sýning þeirra Katrínar Þor-
valdsdóttur og Alexöndru Kjuregej Arg-
unovu í sýningarsal MÍR, Vatnsstíg 10,
er opin alla virka daga kl. 17-18.30 og um
helgar kl. 14-18. Sýningin stendur til 6.
júní en þá verður sýningarefrúð búið til
flutnings á ijölþjóðlega myndlistarsýn-
ingu í Jakútygsk, höfuðborg lýðveldisins
Sakha (Jakútíu) í Austur-Síberíu. Að-
gangur að sýningunni er ókeypis og öll-
um heimill.
Einkaklúbburinn ræður
skemmtanastjóra
Einkaklúbburinn hefur ráðið skemmt-
anastjóra, Agnar Jón Egilsson, og mun
hann framvegis hafa umsjón með
skemmtunum og uppákomum á vegum
klúbbsins. Aðilum sem áhuga hafa á sam-
starfi við Einkaklúbbinn um slíka hluti
er bent á að hafa samband við Agnar á
skrifstofu klúbbsins í síma 22020. Klúbb-
urinn hefur starfað á annað ár og eru
meðlimir í dag. mörg þúsund.
Merming
RUREK
Karnivala, Golan
og Tónskrattar
Götuhljómsveitin Karnivala hafði aðsetur viö Hér-
aðsdóm Reykjavíkur á þriðjudaginn. Þeir arka ekki
endilega um strætin með hljóðfæri sín, þótt músíkin
beri keim af marseringarböndum New Orleans. Út-
setningin á „Ó, þá náð að eiga Jesú“ var t.d. í þeim
dúr. Fleira kunnuglegt slæddist með hjá þeim félögum
svo sem „Don’t Worry - Be Happy", „Mercy, Mercy“
og „Blue Monk“. Kamivala þýður sem sagt gangandi
vegfarendum óvænt upp á ýmislegt. Hljómsveitina
skipa trompetleikaramir Örn og Snorri Valsson, þás-
únuleikararnir Pálmi og Össur, Sigurður Jónsson blæs
í saxófón og trommuleikari er Jón Björgvinsson.
Á sólríku síödegi miðvikudags komu fram tvær
hljómsveitir í Saumastofu Útvarpshússins. Báðar
þessar sveitir vom skipaðar fólki af yngstu kynslóð
djassleikara. Golan lék fyrst og leiddi strax hugann
að því hversu vel Norðmönnum hefur tekist að búa
til einkennandi og þjóðlega djasstónlist, en fyrsta verk-
ið sem hljómsveitin lék var eftir þann norska Jon
Balke. Önnur verk sem flutt vora þama voru fmm-
samin eftir meðlimi hUómsveitarinnar og í svipuðum
stíl og norska verkið. Stundum er álíka músík nefnd
ECM-stíllinn eftir þýsku plötukompaníi. Þeir sem
þama vom að verki voru þeir Óskar Guðjónsson sax-
isti, Magnús Johansen píanisti, Amold Ludwig bassa-
maður og Einar Valur trommari. Músík þeirra var
metnaðarfull og vel spiluð og gott mál aö flytja okkur
nær Skandinavíu með tónhstinni. Kannski þarf Fær-
eyinga til en þeir Magnús og Arnold eru ættaðir þaöan.
Á sama staö léku einnig Tónskrattar með Sunnu
Gunnlaugsdóttur á hljómborð, Gunnar Þór Jónsson á
gítar, Róbert Þórhallsson á bassa og Tómas Jóhannes-
son á trommur. Tónskrattarnir fluttu bræðingstónhst,
náðu vel saman eins og fyrri hljómsveitin og höfðu
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
lagt rækt við ýmis smáatriði. Ryþminn var sterkur
og þéttur, og hljómurinn í Rhodes-píanói Sunnu
smellpassar viö þessa tegund tónlistar. Flutt vom verk
eftir Frank Gambale, Mike Stern, Scofield og fleiri
fónkjöfra, þar á meðal eitt eftir James Brown.
Óska ég hér með unga fólkinu velfamaðar á kom-
andi djassámm. Megi það fá sem mest að gera.
RUREK
Japanskur píanódjass ásamt meiru
Aðdáendur píanótríóa fengu sannarlega sinn skerf
á Sóloni íslandusi á miðvikudagskvöldið. Þar lék tríó
japanska píanóleikarans Hiroshi Minami en hinir
meðlimir þess em að þessu sinni Masa Kamaguchi á
kontrabassa og Matthías M.D. Hemstock á trommur.
Minami þessi er eiginlega hálfgert tækniundur sem
hljóðfæraleikari. Yfirferðin á hljómborðið mikil og
þurfti þessi fremur smávaxni maður að reisa sig upp
til hálfs af píanóstólnum til að ná til efstu og neðstu
nótnanna. I fyrri hálfleik konsertsins lék tríóið fram-
samin lög píanóleikarans auk tveggja annarra. Af
frumsömdu lögunum er „Fyrir dögun“ minnisstæð-
ast. Ákaflega fallegt verk og víöa komið viö í útfærslu
á því. Helst var að manni dytti í hug nálægð Debussys
í túlkuninni fremur en einhverra djassmanna. Líklega
flokkast tónlist Minamis undir impressjónisma. Slíkri
stimpilgjöf skal þó taka meö fyrirvara. Altént var
músík hans áhrifarík. „A Foggie Day“ var flutt á sæmi-
lega hefðbundinn hátt með glæsilegum lokakafla, en
„Merry Christmas Mr. Lawrence" eftir hinn japanska
Sakamoto gaf tríóinu tilefni til að fara á algjört flipp.
Þar kom alllangur gersamlega „out“ kafli þar sem
menn fóm nokkmm hamfórum, sérstaklega píanist-
inn og var varla hægt annað en að gapa af undrun en
jafnframt ánægju því að þetta var svo listilega gert.
Svo þurfti að koma aðeins viö í Djúpinu en þar léku
Brennuvargar.
Við lögöum þrír undir okkur hægindastóla staöarins
og bmgðum upp betri eyrunum. Músíkin var bíbop,
nýbop eða eitthvað svoleiðis og brá fyrir djassvalsi og
fleiru. Var sumt efniö kunnuglegt en annaö ekki. Sig-
urður Flosason og Einar Valur Scheving voru þama
með á nótunum eins og vanalega, en hinir meðlimir
Djass
Ingvi Þór Kormáksson
Brennuvarga em Amold Ludwig sem sýndi verulega
góð tilþrif á kontraþassann og gítarleikarinn Eðvarð
Lárasson sem í vetur hefur verið að leika blús með
Vinum Dóra. Það skiptir ekki máh hvort Eövarð spilar
blús eða djass eða eitthvað annað. Hann gerir það yfir-
leitt fádæma vel. Hér var þaö ekki síður „kompið" eða
hljómaundirleikurinn sem athygli vakti en sólóin sjálf.
I Kringlukránni lék danska hljómsveitin Jazztalk og
hefði hún betur haldið sig heima í Danmörku. Þetta
var eins og talsvert undir meöallagi góð danshljóm-
sveit sem var því miður ekki aö flytja dansmúsík.
Kamivala leikur götudjass í Mjóddinni eftir klukkan
fimm í dag og Svend Asmussen kvartettinn verður í
Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og opið verður og spilað
í Djassklúþbi Sólons íslandusar frá klukkan ellefu og
fram eftir.
Fréttir
Framkvæmdastj óri Sjómannasambandsins:
Berjum ekki hausnum við stein
„Þessar tillögur koma engum á
óveuT þar sem máhð lá nánast fyrir
í fyrra. Það hefur því miður ekkert
breyst sem breytir þeirri stöðu. Við
erum að tala um mat okkar fæmstu
vísindamanna út frá bestu fáanlegu
gögnum. Það er ekki hægt að berja
hausnum við stein hvað það varðar.
Æfli menn að lifa áfram af fiskveið-
um verður að fara að byggja þrosk-
stofninn upp. Menn standa einfald-
lega frammi fyrir því og engin ástæða
til annars en að taka þessar tíllögur
alvarlega," sagði Hólmgeir Jónsson,
framkvæmdastjóri Sjómannasam-
bands íslands, við DV.
Hann segir að stjóm Sjómanna-
sambandsins muni fjalla um tillögur
HafrannsóknaStofnunar annan
þriðjudag í júní.
„Auðvitað vildi maður sjá allt vað-
andi í þorski en því miöur er staö-
reyndin önnur. Ef menn hunsa þess-
ar tiUögur er hætta á aö stofninn
hrynji. Þá er nú hætt við að menn
verði fluttir á Jótlandsheiðar. Það
þorir enginn að taka slíka áhættu
miðað við þá vitneskju sem við höf-
um.“
-hlh
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir:
Betra að friða hrygningarstöðvar
„Það er ekki hægt að taka afstöðu
til þessarar tillögu Hafrannsókna-
stofnunar með einföldu já- eða nei-
svari. Ég er mjög ósammála þessu
kvótakerfi yfirleitt sem gerir að
verkum að þaö er alltaf verið að
reyna að ná því sem búiö er að út-
hluta af kvóta. Þannig gera menn illt
verra í stað þess að fara á sjó þegar
gefur og ná því sem gefst,“ sagði Jóna
Valgerður Kristjánsdóttir alþingis-
maður og fulltrúi Kvennalistans í
sjávarútvegsnefnd þingsins.
„í stað þess að tiltaka ákveöinn
fjölda tonna finnst mér mun eðlilegra
að loka ákveðnum hluta landgrunns-
ins fyrir togveiðum, aö gripið verði
til algerrar friðunar þar sem uppeld-
isstöðvar þorsksins em. Að tilkynna
á hveiju ári að nú megi veiða svo og
svo mörg hundmð þúsund tonn er
aðferð sem ekki skilar neinu. Ef viö
skoðum ýsustofninn, sem að vísu er
þokkalega sterkur núna, þá hefur
hann ekki skilað því sem hann átti
að skila í tengslum við friöanimar.
Tölur aftur í tímann sýna að ýsu-
stofninn virðist lítiö hafa vaxið þó
nákvæmlega væri farið eftir tiilögum
Hafrannsóknastofnunar." -hlh