Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 4
4 Fréttir FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 DV Hafrannsóknastofnun með tiUögu um 150 þúsund tonna þorskafla 1993-1994: 285 þúsund tonn til skiptanna næstu tvö ár Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, kynnti í gær tillögur um aflaheimildir næsta fiskveiðiárs, 1993- 1994. DV-mynd Þök „Í öllum aðalatriðum er þessi skýrsla staðfesting á því sem við sögðum í fyrra um það að við erum að fá 8 lélega þorskárganga í röð. Okkar aðaltillaga í fyrra var að við skyldum veiða 175 þúsund tonn á hverju almanaksári 1993,1994 og 1995 sem gerir 525 þúsund tonn á þremur árum. Við munum veiða 230 þúsund tonn á þessu ári sem er umfram til- lögur eins og reyndar í fyrra. Af þess- um tillögum eru eftir innan við 300 þúsund tonn fyrir 1994 og.1995. Haf- andi þetta í huga skyldi engan undra þó okkar tillaga fyrir næsta fisveiði- ár hljóðaði upp á 150 þúsund tonn af þorski. Sú tillaga er í beinu fram- haldi af því sem sagt var í síðustu skýrslu," sagði Jakob Jakobsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, þegar tillögur um aflaheimildir næsta fiskveiðiárs, 1993-1994 voru kynntar. Jakob sagði hafa komið í ljós að 1991 árgangurinn af þorski, sem tal- inn var lélegur í fyrra, væri mjög lélegur núna. Hann væri um 72 millj- ónir þriggja ára nýliða í stað 100 milljóna þriggja ára nýhða í fyrra. Veiðistofn í sögu- legu lágmarki I skýrslu Hafrannsóknastofnunar kemur fram að ef veidd verða 225 þúsund tonn árin 1994 og 1995 muni veiðistofn, sem nú sé í sögulegu lág- marki, minnka niður fyrir 500 þús- und tonn og hrygningarstofninn nið- ur fyrir 150 þúsund tonn árið 1996. Við 200 þúsund tonna veiði muni bæði veiðistofn og hrygningarstofn halda áfram að minnka frá því sem nú er. Við 175 þúsund tonna afla muni veiðistofn minnka í 580 þúsund tonn árið 1995 og hrygningarstofn nánast standa í stað næstu árin. Að- eins með því að takmarka aflann enn frekar megi gera ráð fyrir að stofninn nái að stækka svo nokkru nemi fram til 1996. Við 150 þúsund tonna afla næstu ár muni veiðistofninn aukast í 680 þúsund tonn árið 1996 og hrygn- ingarstofninn í 270 þúsund tonn. í ljósi þessa komi Hafrannsóknastofn- un nú fram með tillögur um 150 þús- und tonna þroskafla á næsta fisk- veiðiári. Þá kemur fam að ráðgjafanefnd Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) telji of mikla áhættu fylgja því að reyna að halda hrygningarstofninum óbreyttum og lagði því til að þorsk- afli yrði takmarkaður við 150 þúsund tonn 1993, 180 þúsund tonn 1994 og 200 þúsund tonn 1995 eða samtals 530 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun hafi talið að sömu markmiðum mætti ná með 175 þúsund tonna árlegri veiði. En af þ'eim 530 þúsund tonnum sem lagt var til að veidd yrðu 1993- 1995 sé væntanlega búið aö veiða 245 þúsund tonn við árslok 1993. Því séu ekki nema 285 þúsund tonn til skipt- anna 1994 og 1995. Gott ástand annarra fiskstofna Jakob sagði ástand annarra fisk- stofna gott og jafnvel ágætt, til dæm- is ástand ýsustofnsins. Þá væri einn- ig gert ráð fyrir mun meiri loönu- veiði en var á síðasta fiskveiðiári. Hafrannsóknastofnun leggur til að á næsta fiskveiðiári verði veidd 65 þúsund tonn af ýsu, 75 þúsund tonn af ufsa, 25 þúsund tonn af grálúðu, 80 þúsund tonn af gull- og djúpkarfa, 150 þúsund tonn af úthafskarfa (fyrst um sinn), 90 þúsund tonn af síld og 900 þúsund tonn af loðnu, með fyrir- vara um mælingar í liaust og vetur. Þá er lagt til að veidd verði 5 þús- und tonn af rækju á grunnslóð, sem verður endurskoðað í haustkönnun, 40 þúsund tonn af djúpslóðarrækju, 2.200 tonn af humri og 10 þúsund tonn af hörpudiski. -hlh Þorsteinn Pálsson: Aðrir f iskstof nar bæta skerðinguna að hluta Amar Sigurmundsson: Gifurlegt áfall „Þrátt fyrir tillögur um mikla skerðingu þorskkvótans er ýmislegt að ganga okkur í haginn eins og meiri loðna og möguleikar á að veiða meiri úthafskarfa. Þá er ýsustofninn sterkur og rækjan er að aukast. Ég er ekki að segja að aðrir fiskstofnar geti bætt skerðingu þorskkvótans „Eg er einn af þeim sem tel að fiski- frEeðingamir viti best um ástand fiskstofna í sjónum og þess vegna beri okkur að taka tillit til þess sem þeir ráðleggja okkur. Þetta er hins vegar mjög erfitt að segja við þær aðstæður sem núna eru í þjófðfélag- inu. En ég tel samt sem áður að við verðum að leita allra leiða til að reyna að fara eftir þessum tillögum. Við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum lenda í því að okkur verði bannaðar þroskveiöar í nokkur ár. Sú staöa getur verið á næsta leiti þar sem við erum þegar komin að hættumörkum varðandi stærð þroskstofnsins. Við fáum engar óvæntar sendingar frá Grænlandi og við vitum um ástand hvers árgangs eftir mjög nákvæmar togmæhngar á mörg hundruð togstöövum aht í kringum landið. Því verðum við að upp að fuhu en að hluta til vega þeir á móti. Við eigum eftir að átta okkur á hve miklu það nemur. Síðan verður að skoða hvaða áhættu menn eru til- búnir að taka. Ekki þola menn að stofninn hrynji,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra við DV. fara meö gát,“ sagði Kristján Ragn- arssson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, við DV. Kristján sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu hvernig við færum að því aö lifa við niðurskurð þorsk- veiðiheimilda. „Þaö er ekki hægt að lifa við þetta nema öll þjóðin samein- ist um að takast á við vandann. Þetta er ekki bara mál útvegsmanna, sjó- manna og fiskverkafólks heldur ahs þjóðflélagsins. Stjórnmálamenn munu síðan leiða okkur til ákvarð- ana um hvað gera skuh. En að neita tihögum Hafrannsóknastofnunar eða hafna þeim finnst mér ábyrgðar- leysi sem við getum ekki leyft okkur en höfum þó leyft okkur th þessa. Við erum í þessari alvarlegu stöðu í dag þar sem viö höfum hingað th tekið of htið mark á tihögum fiski- fræðinga.“ -hlh Þorsteinn sagðist ekki geta sagt th um hvort farið yröi eftir tillögum Hafrannsóknastofnunar eða ekki, eftir væri að ræða máhð með hags- munaaðhum og í ríkisstjórn. í DV í gær sagði hann hggja ljóst fyrir að samkomulagi yrði að ná um þetta mál. -hlh Halldór Ásrímsson: Verðum að fara varlega „Þetta eru sömu tillögurnar og komu fram í fyrra. Við fórum mjög nákvæmlega yíir þær með fiskiíræðingum og eför þá yfir- ferð fannst mér aö það ætti að fara mjög varlega og taka tölur fiskiíræðinganna alvarlega. Mér tel aö nú eigi að fara mjög var- lega,“ sagði Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráð- herra og fuhtrúi Framsóknar í sjávarútvegsnefnd Alþingis. „Það var nánast engin von í upplýsingum Hafrannsókna- stofnunar í fyrra og afskaplga erfitt aö réttlæta að fara fram úr tihögum hennar þar sem svigr- úmið var nánast ekki neitt. Hér áður fyrr var ahtaf töluvert svigr- úm. En þegar við erum komin svona lágt með hrygningarstofn- inn er áhættan aö verða svo mik- h að viö verðum að íara miög varlega. Svigrúmiö er enn minna nú en í fyrra. Sannleikurinn er síðan sá að aflinn er mjög Utih og menn hafa átt íihlt í fangi með að ná þessum kvótum. Það segir sinasögu." -hlh „Ef veiðin í ár verður 225 th 230 þúsund lestir, leyfður kvóti var ákveðinn 205 þúsund lestir, og ef leyft verður að veiða 175 þúsund lestir á næsta ári erum við að tala um 50 th 55 þúsund tonna niðurskurð á þorsk- aflanum milh ára. Þaö gefur augaleið að það yrði gífurlegt áfah, ekki síst í ljósi þess að hér er um enn eitt nið- urskurðarárið að ræða. Þetta hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir fiskvinnsluna. Auðvitaö kemur þetta með sama hætti við útgerðina," sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann sagði að enda þótt það hefði legið í loftinu að dregið yrði úr afla væri ljóst að komin væri upp alveg ný staða. „Ég ætla ekki að fuhyrða að þetta sé rothögg fyrir fískvinnsluna. En svo mikið er víst að menn munu ahs ekki sjá út úr þessu dæmi. Menn mega ekki gleyma því að sjávarút- vegurinn er rekinn með 9 prósenta tapi. Þær aðgerðir, sem boöaöar eru í tengslum við kjarasamningana, af- nám tryggingagjalds og vaxtalækk- un, gætu ef th vih minnkað þennan haha um 2 prósent. Samt er sjávarút- vegurinn á hhðinni. Og ef 50 þúsund tonna þorskveiöisamdráttur bætist þar við býð ég ekki í niðurstööuna," sagðiArnarSigurmundsson. -S.dór Kristján Ragnarsson, formaður LIÚ: Verðum að taka tillit til ráðlegginga fiskifræðinga

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.