Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 5 Fomleifauppgröftur: Minjar frá frum- bernsku Reykjavíkur „Minjarnar eru frá fruin- bemsku Reykjavikur sem kaup- staðar. Svarta lagiö, sem fannst á Ingólfstorgi fyrir stuttu, er til- komið á bilinu 1650 til 1750. Það er frumniðurstaða þannig að tíroasetningin getur breyst eitt- hvað en ekki mikiðsegír Bjarni F. Einarsson fornleifafræðingur en hann stjómar uppgreftrinum í miðbæ Reykjavíkur. „Viö erum nú að rannsaka húsakofa í Aöalstrætinu, svokall- að Jónsborgarahús, sem var byggt á 18. öld. Jónsborgarahús hýsti meðal annars brennivíns- sölu sem er náttúrlega geysilega merkiiegt," segir hann. „Við gröfum á Ingólfstorgi út þessa viku og eitthvað fram í þá næstu en hættum hugsarúega að grafa í Aðalstræti á morgun og rífum þá kofann. Þá fórum við að vinna úr gögnunum en niður- stöður geta dregist eitthvað," seg- ir Bjami. -GHS 41 ökumaður haíöi verið kærð- ur i gær þegar 2 dagar voru iiðn- ir af sameiginlegu umferðarátaki lögreglu á Norðurlandi. Flestir höfðu verið kærðir fyrir of hrað- an akstur og mældust 2 ökumenn á yfir 130 km hraða. Svæði umferðarátaksins nær frá Hólmavík í vestri og Þórshöfn í austri og stendur yfir í allt sum- ar með áhorslubreytingum viku- lega. -pp Austfirsku rækjuskipin: Líklega sent sýslumanni á Eskif irði Varðskipið Óðinn stóð tvö austfmsk skip að veiðum með meintan ólöglegan umbúnað veiöarfæra. Athugasemdir voru einnig gerðar við lögskráningu skipverjæ Skipstjórum rækju- skipanna, Jóns Kjartanssonar og Klöru Svemsdóttur, var gert að sigla skipuntun inn til Seyðis-; fiarðar þar sem mál þeirra voru tekin til rannsóknar bjá sýslu- maimi í gærkvöld. Rannsókn var lokiö á Seyðis- firði undir morgun og héldu skip- in aftur út til veiða. Núna bíður sýslumaður á Seyðtsfirði gagna frá lögreglu og líklegast er að málíð verði sent sýslumanninum á Eskífirði. -PP Bifhjólaslys Maður var fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsl eftír að bíll hafði ekið í veg fyrir mótor- hjól sem haim var á, á mótum Gnoðarvogs og Kænuvogs, með þeim afleiðingum að hann skall í götuna. Og meira af mótorhjólum: Lög- reglan í Reykjavík svipti tvo bif- hjólakappa ökuréttindum eftir að þeir höiðu mælst á 124 og 135 km hraða í nótt. Annar var tekinn á Bústaðavegi og hinn á Miklu- braut. -PP Fréttir Hæsti lottóvinning- ur í tvígang til Hellu Jón Þórðaison, DV, Rangárþingi: Söluskáh Hafnar-Þríhyrnings á Hellu virðist vera hin mesta happa- sjoppa því undanfarin tvö skipti, sem fyrsti vinningurinn hefur gengið út í lottóinu, hefur hann komið á miða sem keyptir voru þar. Laugardaginn 8. maí var tvöfaldur fyrsti vinningur, rúmar 6 milljónir króna, og kom hann óskiptur á miða sem keyptur hafði verið í sjoppunni á Hellu. Viku seinna gekk fyrsti virmingur- inn ekki út svo að laugardaginn 22. maí var potturinn kominn í um 5,5 milljónir. Þá skiptist vinningurinn í tvo staði og fór helmingurinn til Akureyrar - hinn fór á Hellu. Það má því ætla að einhverjir séu heldur betur kampakátir á Hellu og nágrenni þessa dagana. náttúrulegagott LAGIÐ SKIPTIR EKKI ÖLLU MÁLI en þ a ð v erður að v er a lambakjöt nú með a.m.k. 15% grillafslœtti Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefur engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn af matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu máli að vera með rétta kjötið. I næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, i - með a.m.k. 15% grillafslætti. J Notaðu lambakjöt á grillið, m meyrt og gott - það er lagið. Kjm AISUmiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.