Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Æ svartari skýrslur Svartasta skýrsla Hafrannsóknastofnunar til þessa var birt í gær. Skýrslur fiskifræöinga um ástand þorskstofns- ins hafa oröiö sífellt dekkri. Orsökin er, að ekki hefur veriö fariö aö vamarorðum. Dæmigert er, aö í fyrra lagði Alþjóöa hafrannsóknaráöið til meiri samdrátt þorskveiða en íslenzka hafrannsóknastofnunin. Síðan fóru sjávarút- vegsráðherra og ríkisstjóm langt upp fyrir mörk Haf- rannsóknastofnunar, og loks varð þorskveiðin miklu meiri en ráðherra og ríkisstjóm höfðu ákveðið, þegar á hólminn kom. Þannig hefur verið stiginn hrunadans um langt skeið. íslenzka hafrannsóknastofnunin lagði í fyrra til, að þorskaflinn á árinu yrði 190 þúsund tonn. Sjávarútvegs- ráðuneytið ákvað í framhaldi af því, að þorskaflinn skyldi verða 205 þúsund tonn. Þorskaflinn verður á hinn bóginn yfir 230 þúsund tonn í ár. Rétt er að skoða stöð- una nú í ljósi þessarar reynslu. Hafrannsóknastofnun leggur nú til, að hámark þorsk- afla verði 150 þúsund tonn fiskveiðiárið 1993-1994. Þorsk- veiðin má ekki verða meiri en þetta, eigi að takast að byggja upp stofninn. Jafnvel þótt svo yrði, er líklega ekki að búast við aflaaukningu fyrr en um aldamót, eigi að fara með gát. Hafrannsóknastofnun bendir landsmönnum á, hversu mikil hættan er, að því er tekur til þorskstofnsins. Hrygn- ingarstofn árið 1994 er taiinn vera aðeins rúm 200 þúsund tonn, sem er nálægt sögulegu lágmarki. Auknar líkur em á viðvarandi slakri nýhðun. Veiðistofn þorsks í árs- byijun 1994 er aðeins taiirm verða um 610 þúsund tonn, sem er sögulegt lágmark. Þetta er sterk viðvörun. Landsmenn þurfa nú að gæta sín, því að mikilvægasta auðlindin er beinlínis í hættu. Þó er Hafrannsóknastofnun því vönust að tala fyrir dauf- um eyrum. Ekki skortir hér á landi þá, sem vilja lifa fyrir hðandi stund og telja, „aht í lagi“, þótt farið sé langt umfram tihögur okkar færustu fiskifræðinga. Sjávarút- vegsráðherra ber nú ábyrgðina. Hann var nokkuð skorin- orður í DV-viðtah fyrir mánuði, en virðist þó tilbúinn að slá af. „Það verður að fylgja fram markvissri uppbygg- ingarstefnu á þorskstofninum. í þvi sambandi tel ég ráð- legast að fara eftir niðurstöðu Hafr annsóknastofnunar, ‘ ‘ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra fyrir mán- uði. „Aht tal um að veiða meira en vísindamenn stofnun- arinnar telja ráðlegt er óskynsamlegt miðað við framtíð- arhagsmuni okkar,“ sagði Þorsteinn. Óviturlegri vom ummæh Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra nýlega þess efnis, að ekki mætti draga meira saman í þorskveiði en orðið væri. Slíkur samdráttur er nú einmitt brýn nauðsyn. Þorsteinn Pálsson sagði einnig, að hann hefði tahð, að verið væri að ganga út á yztu nöf með niðurstöðu ríkis- stjómarinnar í fyrra um að fara 15 þúsund tonn fram yfir tihögur Hafrannsóknastofnunar. Þorsteinn sagði í DV-viðtah í gær, að stoppa yrði í þau göt í kerfinu, sem hafa gert það að verkum, að aflinn hefur orðið enn meiri en ríkisstjóm ákvað. Hagsmunir þjóðarinnar í málinu em augljósir. Fara verður að tihögum, sem gera kleift að byggja þorskstofn- inn upp fyrir framtíðina. Ekki má lengur ganga á útsæð- ið. Sjávarútvegsráðherra kann að vilja vel, en það stoðar að líkindum htið. Flestir munu telja nokkuð gefið, að ríkisstjómin muni leyfa mun meiri þorskveiði en ráðlegt er og með þvi stofna hfshagsmunum þjóðarinnar í hættu. Haukur Helgason FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 „Nú eru allir óánægðir með Clinton, mönnum þykir hann hafa brugðist þeim vonum sem við hann voru bundnar," segir í grein höfundar. Clinton í reiðuleysi Til þess er ætlast af leiðtogum aö þeir taki ákvarðanir, þegar þeirra er þörf. Haft var eftir Harry Truman á sínum tíma aö jafnvel röng ákvörðun væri betri en engin ákvöröun. Víst er það að Truman hikaði ekki við að taka afdrifaríkar ákvarðanir, sem mótuðu gang kalda stríðsins, allflestar þeirra réttmætar eftir á séð. Clinton, nú- verandi Bandaríkjaforseta, skortir greinilega þá drifsku sem Truman hafði, hann forðast að taka erfiðar ákvarðanir. Þess í staö slær hann úr og í, reynir að þóknast sem flest- um og styggja sem fæsta, með fyrir- sjáanlegum afleiðingum. Nú er svo komið að almenn óánægja er með forystu hans innanlands og utan. Hann er nú æ oftar borinn saman við síöasta demókrata í forseta- embætti, Jimmy Carter, og það er í bandarísku saimhengi hrein lítils- virðing. Carter er dæmi um mann sem sökkti sér niöur í smáatriði og sá aldrei skóginn fyrir tijánum og ákvarðanir hans komu ævinlega of seint, ef þær komu á annað borö, enda missti hann tök á leiðtoga- hlutverki sínu og hrökklaðist frá eftir eitt kjörtímabil. Bregst vonum fólks Nú eru aflir óánægðir með Clin- ton, mönnum þykir hann hafa brugðist þeim vonum sem við hann voru bundnar. Honum hefur ekk- ert orðið ágengt í að endurskaþa bandarískt efnahagslíf, sem er hans fyrsta forgangsmál, og í utan- ríkismálum hefur hann engar markverðar ákvarðanir tekið, ef frá er talin stefnubreytingin í hvalamálum og viðurkenning á stjóm Angóla. Utanlands er beðiö með óþreyju eftir stefnumörkun hans í alþjóðlegum viðskiptamál- um, sem varða alla heimsbyggðina. Ófullburða stjórn Clinton hefur sér til málsbóta að stjóm hans er aðeins íjögurra mán-* aða gömul, og enn hefur ekki verið skipað í hundmð embætta sem þarf að manna til að stjómkerfið virki til fulls. ísland er ekki eina landið sem hefur ekki fengið nýjan sendiherra, þau lönd skipta tugum. Aðstoðarráðherrar og hvers kyns embættismenn hafa enn ekki verið ráðnir. Ennfremur em uppi efa- semdir um hæfni sumra ráða- manna í stjórninni. Til dæmis hef- ur Warren Christopher utanríkis- ráðherra fengið slakar einkunnir hjá starfsbræðmm sínum í Evrópu í sambandi við tilraunir tfl að finna lausn á stríðinu á Balkanskaga. Efasemdir ríkja um hæfni fleiri ráðamanna. Clinton er granaður um aö leggja aðaláherslu á rétt hlutfóll kvenna og minnihlutahópa í æðstu stöðum. Hæfni er ekki fyrsta skflyrði. Þingiö hefur enn- fremur reynst honum afar andsnú- ið, hann virðist ekki kunna tökin á því, enda þótt báðar deildir séu undir meirihlutastjóm Demó- krataflokksins. Án þingsins veröur litið úr áformum Clintons innan- lands. afréttir verði vemdaðir og réttur múslíma tryggður en það er aug- ljóst að þetta er óframkvæmanlegt. Allt tal um sprengjuflugvélar og öflugt friðargæslulið er yflrvarp eitt. Þetta er endanlegur sigur Serba og uppgjöf vestrænna ríkja undir forystu Clintons. Öðravísi hefði Truman brugðist við, eins og hann sýndi í borgarastríðinu í Grikklandi 1948. En Clinton er svo hræddur við að taka áhættu að hann fyrirgerir forystuhlutverki valdamesta ríkis heims á einu mesta hættusvæði nútímans. Ef þetta er það sem koma skal er hætt við að æ fleiri hugsi meö sökn- uði tfl Trumans, hann skfldi hvað í þvi fólst að vera leiðtogi hins vest- ræna heims. Gunnar Eyþórsson Uppgjöf En um síðustu helgi gerðust þau tíðindi að Clinton tók ákvörðun, og, ákvörðunin var eins og vænta mátti að forðast að taka afstöðu til stríðsins á Balkanskaga, þess sama stríðs sem getur hæglega orðið að illviðráðanlegu ófriðarbáli um alla suðaustanverða Evrópu. Ákvörð- unin um að taka enga ákvörðun felur í sér að Serbar hafa fuflan sigur. Bæði verða landvinningar þeirra í Króatíu viðurkenndir, og þeir fá í friði að skipta Bosníu milli sín og Króata. Múslímsir slavar, sem voru tæpur helmingur íbúa Bosniu í byrjun, þegar SÞ viður- kenndu sjálfstæði landsins, verða settir á eins konar afrétti hér og þar um landið, innan um fjand- menn sína. Svo á að heita að þessir Kjallariim Gunnar Eyþórsson blaðamaður „Allt tal um sprengjuílugvélar og öflugt friöargæsluliö er yfirvarp eitt. Þetta er endanlegur sigur Serba og uppgjöf vestrænna ríkja undir forystu Clint- 66 Skoðanir annarra Eðli möppudýra „Fyrir nokkrum árum var ég mjög bjartsýnn á Evrópu, því þá hélt ég að menn færu loksins að hugsa um þessi mál af einhverju viti og reyna að gera eitthvað í þeim. En það sem hefur gerst er að möppudýraveldið er orðið allt of mikið. Möppudýrin era Édþjóðleg dýr, þau búa á hótelum og flugvöllum og fundum. Þau eru alheimsþegnar. Þau gleyma því hvemig menn hugsa heima hjá sér. Alveg eins og íslendingur, sem hefur verið í námi í útlöndum í fimm ár, er alveg gapandi þegar hann kemur heim, yfir því hvemig menn hugsa.“ Mikael Karlsson í Tímanum 27. mai Lélegt úthald „Ég er ekki óánægður með tónleikana í hefld en aftur á móti ofli Freddie Hubbard miklum vonbrigð- um. Það er greinflegt að hann er ekki í góðri æf- ingu... Maður hefur hlustað á menn sem hafa ver- ið á kafi í dópi og brennivíni og spilað eins og engl- ar. Ég held bara að Hubbard hafi tekið það ansi ró- lega undanfarin ár.“ Vernharður Linnet í Tímanum 27. maí Ódýr sérfræðiþjónusta ... kostnaðurinn við sérfræðilækningar er aðeins 4,86% af heildarkostnaði. Hann er reyndar enn lægri þar sem innifalinn er í þessum tölum kostnaöur við rannsóknarstofur utan sjúkrahúsa sem einnig vinna rannsóknir fyrir heilsugæsluna og ætti sá hluti að sjálfsögðu að flokkast með henni... Þegar skoðaður er árangur sá sem íslendingar hafa náð í heilbrigðis- málum kemur í ljós að á mörgum sviðum höfum við náð mun betri árangri og stöndum miklu íramar þeim þjóöum sem vitnað er til sem fyrirmynd um skipulag sérfræöiþjónustu." Magnús Karl Pétursson í Mbl. 17. maí

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.