Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 3 Fréttir Aðgerðir til að koma kaupskipum undir íslenskan fána: Stof nuð verði íslensk alþjóðleg skipaskrá Til aö tryggja að íslensk kaupskip í eigu og á vegum íslenskra kaup- skipaútgeröa sigli undir íslenskum fána hefur nefnd á vegum samgöngu- ráðherra komið fram með tillögur og drög að lagafrumvarpi um ís- lenska alþjóðlega skipaskrá, IAS, sem yrði starfrækt samhhða al- mennu skipaskránni. Þá er lagt til aö stimpilgjöld vegna íslenskra kaupskipa i íslenskri alþjóðlegri skipaskrá verði felld niður og mönn- unarreglum og fyrirkomulagi á skoð- un kaupskipa verði breytt. - og þeirra sem voru undir íslenskúm fána 1981 til 1993 - | Heildarfjöldi skipa Q Undir íslenskum fána ' 8 1 '83 '85 '87 '89 '91 '93 ii» jL_ Fyrrum skipverji á Skógafossi: Milljón í sekt fyrir smyql Einn af þremur skipveijum af ms. Skógafossi, sem teknir voru í nóv- ember 1991 fyrir stórfellt smygl, hef- ur falhst á það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að greiða 1 milljón króna í sekt til ríkissjóðs og sæta upptöku á 144 flöskum af vodka, eöa 252 htrum, og 10 þúsund vindlingum. Skógafoss var að koma frá Banda- ríkjunum og smygluðu skipveijarnir til landsins ríflega 500 lítrum af áfengi, 34.200 vindhngum og tæpum 50 kg af fatnaöi og margvíslegum glys- og smávamingi. Mál hinna sldpverjanna bíður þess að þeir mæti fyrir dómi. Sama er að segja um einn vitorösmann. Skipveijarnir köstuðu smyghnu útbyrðis er Skógafoss var staddur úti af Garðsskaga. Vitorðsmaðurinn sótti varninginn á báti og flutti að landi í Stálvíkurhöfn en þar var lög- reglan mætt á svæðið og lagði hald á góssið. Af smyglvarningnum má nefna 141 par af sokkum, 28 leðurbelti, 274 varahti, 160 glös af naglalakki, 14 augnskugga, 5 leðurtöskur, 2 buxur, 73 vetthnga- og hanskapör, 3 bað- muharboh, 9 leðurveski, 5 úr, 9 leik- fóng, 21 nærbuxur og ahs 77 skart- gripi, s.s. hálsfestar, perlufestar, armbönd, eyrnalokka, hárspennur oghárkamba. -bjb Sjópróf: Rafmagnsleysi réð úrslitum - þegar Andvari VE sökk Ómar Garðarssor., DV, Vestmarmaeyjum; í sjóprófum vegna Andvara VE, sem sökk á mánudag, kom fram að bakborðstogvír hafi fest í botni og skipstjórinn byijað að hífa. Við það hafi skipið sigið að aftan og sjór geng- ið upp á milhdekk og niður í fiskmót- töku í gegnum lúgu á efra þUfari. Kýrauga á bakborðshliðinni var opið og hafi sjór einnig streymt þar inn. Þaö sem hins vegar virðist hafa ráðið úrslitum um hve Ula tókst th er að sjór komst í rafkerfið. Við það sló allt rafmagn út og var ekki hægt aö lensa eða losa upp á spUunum. SpUin eru knúin rafdrifnu glussa- kerfi sem er stjórnað úr brú. MáUð verður sent Sjóslysanefnd, Sighngamálastofnun og ríkissak- sóknara sem ákveður hvort höfðað verður opinbert mál. Ymis kostnaður útgerðanna vegna skráningar kaupskipanna á íslandi er hærri en víða erlendis og er það ein meginástæöa útflöggurnar, skráningar skipanna undir erlend- um fána. Sem dæmi hefur verið nefndur 12 milljóna króna skráning- arkostnaður fyrir nýlegt íslenskt kaupskip. Með skráningu á Kýpur hafi þessi kostnaður hins vegar ekki orðið nema um ein milljón króna. Þessi kostnaður, auk launa skip- verja, mönnunarreglna og fleiri at- riða, hefur verið aðalástæða útflögg- unar íslenskra kaupskipa. Útflöggunin hefur þróast mjög hratt. 1981 voru kaupskip í rekstri íslenskra útgerða alls 50, þar af 48 undir íslenskum fána. 1987 voru kaupskipin 43, þar af 34 undir ís- lenskum fána. 1991 voru kaupskipin 41 en aðeins 17 undir íslenskum fána. í apríl síðastliðnum var svo komið að einungis 9 kaupskip af 29 sigldu undir íslenskum fána. TiUögur nefndarinnar eru mjög í anda þeirra aðgerða sem gripiö hefur verið til í nágrannalöndum okkar, Noregi og Danmörku. I Danmörku sigldu æ fleiri kaupskip undir þæg- indafána og talað um að þekking varðandi ýmsa þætti kaupskipaút- gerðarinnar kynniu að glatast. Vildu stjórnvöld leita leiða til að halda í skatttekjur, störf og margvíslega starfsemi tengda kaupskipaútgerð- inni. Var sú leið farin að stofna al- þjóðlega skipaskrá að norskri fyrir- mynd. í Noregi hafði kaupskipum undir norskum fána fjölgað stórlega í kjölfarið. Nefndarmenn benda á að fómar- kostnaður stjómvalda, vegna þeira aðgerða sem nefndin leggur tíl, yrði sennilega lítill ef umrædd markmið nást, enda verði ríkissjóður af tekj- um við það að útgeröir skrá skip sín erlendis.-hlh Glasafrjóvgun: Bið eftir glasafrjóvgun hjá KvennadeUd Landspítalans er nú lengri en nokkru sinni áður eða um tvö ár. Um 300 pör era á bið- lista og lengist listinn stöðugt. „Listinn hefur lengst um eitt ár eða helming frá því við tókum til starfa fyrir einu og hálfu ári. Við höfum ekki séð okkur fært að meðhöndla erlenda ríkisborgara af ýmsum ástæðum en nokkuð hefur verið um það að útlending- ar hafi haft samband," segir Þórður Óskarsson, sérfræðingur á Kvennadeild Landspítalans. „Það hafa verið að tínast inn nýjar beiðnir frá sérfræðingum undanfarna mánuöi, Það er eins og ekkert lát sé á þessu ennþá. Við erum aUtaf að búast við að mesti kúfurinn sé búinn og að nýtt fólk hætti að bætast við en það heldur samt áfram að tínast inn,“ segir Þórður. „Ófrjósemi hefur sennilega aukist eitthvað undanfarna ára- tugi en um leið höfum við nú meiri möguleika á að hiálpa fólki. Áður gáfu læknar bara pillur og sendu fólkið heim en nú hafa bæst við lyf, aðgerðir og meðferö- ir af ýmsu tagi," segir hann. -GHS SU AR FRA ATTAVITATIL FELLIHÝSIS SYM>W UM JlSLGfiNIA! J. PRtJiTEX opið langardagkl. 10-16 sunnudag kl. 13 -16 EYJASLÓÐ 7 101 REYKJAVÍK S. 91-621780

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.