Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.1993, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 28. MAÍ 1993 35 Fjölmiðlar Mennmg um boro í þætti Stöðvar 2 uro lífið um borð í frystitogara, sem Stöð 2 sýndi á þriðjudag, kom fraro að frystitogarar sækja svo langt á haf út að þeir missa sjónvarp og allar útvarpsrásir aðrar en rás 1 á langbylgju. f gegnum árin hafa sjómenn veriö duglegir við að hlusta á út- varp enda miðlar það fræðslu og upplýsingum. Undirrituð hefur heyrt á sjóroönnum að rás 1 sé bara ekki sama rásin og hún var i gamla daga. Eftir aö rás 2 var tetón í gagnið hefur rás l orðið „menningarlegri“ með hveiju ár- inu. Þaö telst til undantekningar ef leikin er létt tónlist - og þá er ekki verið að tala um topp tíu - eða almennt slegið á létta strengi. Landkrabbar taka líklega minna eftir þessu því þeir stilla á tleiri en eina útvarps- eða sjónvarpsrás á dag og hafa aðgang að blöðum. Sjómennirnir hafa ekkert annað viö vinnu sína en hámenningar- lega rás 1. Nú er aðstaða þeirra það góð að þeir hafa útvarpið í heyrnarhlífúnum. Eftir þrjátíu daga úti í hafi með rás 1, allt upp undir fjögur hundr- uð mílur frá landi, þykir þessum tiltekna sjómanni mest varið i fréttir- og fréttaskýringarþætti, djassþátt Jóns Múla, Kvöldgesti Jónasar, Saumastofu Hermanns Ragnars, Laugardagsfléttu Svan- hildar og heimsóknir Ævars. En hann frábiður sér að byija morg- unvaktina með Finlandiu eftir Sibelius eða einhverju þaöan af þyngra. Rás 1 á að miðla fróðleik og upplýsingum til alþýöu þessa lands en varhugavert er að iáta einhverja menningarvita ná und- irtökunum. Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Andlát Sigríður Jóhannesdóttir, Vitastíg 9a, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum að kvöldi sunnudagsins 23. maí. Una Pétursdóttir frá Sauðárkróki, Kambsvegi 3, lést 23. maí á hjúkrun- arheimilinu Skjóli. Anna S. Steingrímsdóttir húsfreyja, Helgafelli, Mosfellssveit, lést að kvöldi 23. maí í Landspítalanum. Stefanía Guðbjörg Stefánsdóttir, Norðurbyggð 24b, Þorlákshöfn, lést af slysförum mánudaginn 24. maí. Ástríður Andrésdóttir frá Hrísbrú, Austurbrún 4, lést 26. maí. Sigurbjörg Sigurðardóttir, Hólm- garði 64, Reykjavík, lést í Borgar- spítalanum að morgni 26. maí. Jóhannes Gilbert Leósson,Njarðvík- urbraut 21, Innri Njarðvík, lést þann 25. maí á Sjúkrahúsi Keflavíkur. Jóhannes Gilbert Leósson, Njarðvík- urbraut 21, Innri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Innri-Njarðvíkur- kirkju laugardaginn 29. maí kl. 14. Ágústa Ragnars, sem andaðist 17. maí síðastliðinn, verður jarðsungin ffá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 28. maí, kl. 13.30. Ólafur Guðmundsson, Fjarðarseli 35, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 29. maí kl. 13.30. Brynjólfur Bjarkan, sem lést 17. maí, verður jarðsunginn frá Lágafells- kirkju laugardaginn 29. maí kl. 14.. heimurl íáskrifl Ol'FS/Distr. BULLS Uppskriftirnar hennar Línu byggjast allar upp á einföldu aðalatriði... nógu miklu kryddi. Lalli og Lína Slökkviliö-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166, slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100. Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s. 22222. fsaíjörður: Slökkvilið s. 3300, bnmas. og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna í Reykjavík 28. maí til 3. júní 1993, að báðum dögum meötöldum, verður í Apó- teki Austurbæjar, Háteigsvegi 1, simi 621044. Auk þess verður varsla í Breið- holtsapóteki, Álfabakka 23, simi 73390, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugardag. Upplýsingar um læknaþjón- ustu eru gefnar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga- fóstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnarfjörður: Norðurbæjarapótek opið mánud. til fimmtud. kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14 og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs- ingar í símsvara 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó- teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar í síma 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavik, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnartjörður, sími 51100, Keflavík, simi 12222, Vestmannaeyjar, sími 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn- arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og lyfjaþjónustu í símsvara 18888. Borgarspitalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (s. 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa- deild) sinnir slösuðum og skyndiveik- um allan sólarhringinn (s. 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi- móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19 virka daga. Tímapantanir s. 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögreglunni í síma 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartími Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspitalinn: Mánud.-fostud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspítalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavíkur: kl. 15-16.30 Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16. Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 Og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og 19—19.30. Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða- deild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst. Upplýsingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavikur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaöakirkju, s. 36270. Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið mánud.-laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriöjud.-föstud. Vxsir fyrir 50 árum Föstudagur 28. maí: Skömmtun tekin upp á gúmmístígvélum. Skilyrði fyrir því, að þau fáist í Ameríku. Spakmæli Beindu sjónum til stjarnanna en stattu föstum fótum á jörðinni. Áletrun á legsteini Th. Roosevelts. kl. 15-19. Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir böm: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar- bókasafnið í Geröubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud. kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi- stofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardaga kl. 13—19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn tslands er opið alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó- og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S. 814677. Opiðkl. 13—17 þriðjud. -laugard. Þjóðminjasafn Islands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamarnes, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjöröur, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamarnes, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnarfjörður, sími 53445. Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. TiBcyrmingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Liflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-683131. Stjömuspá Spáin gildir fyrir laugardaginn 29. maí. Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Láttu þá sem þurfa að ná í þig vita hvar þú heldur þig. Dagurinn verður ekki auðveldur og þú verður að vinna vel til þess að ná árangri. Happatölur eru 9, 23 og 36. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Þú hefur mikið að gera og ýmislegt óvænt kemur upp á. Taktu því ekki neitt annað að þér í augnablikinu nema þú komist ekki undan þvi. Hrúturinn (21. mars-19. apríl): Reiknaðu meö óvissu í dag og vandræðum þótt ástæður vandans séu ekki eins miklar og af er látið. Reyndu að taka á málum einn því óvíst er um aðstoð annarra. Nautið (20. apríl-20. maí): Þú stendur frammi fyrir vanda sem erfitt er að losna við. Reyndu samt að leiða hugann írá honum. Þú hugleiðir stutt ferðalag. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Hikaðu ekki við að leita samstarfs við þá sem eru á sömu línu og þú. Gættu þess þó að taka ekki meira að þér en þér ber. Aðrir verða að bera hluta byrðanna. Krabbinn (22. júní-22. júlí): Vertu ekki of fljótur að visa frá óvenjulegri hugmynd. Það getur búið meira að baki en sést við fljóta yfirsýn. Leggðu þig fram við að hlusta á fólk sem hefur aðrar skoðanir en þú. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Þú kemur sjónarmiðum þínum vel á framfæri. Það er því heppileg- ur tími fyrir fundi eða aðrar formlegar samkomur. Viðræður leiða til góðra sambanda. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Þér verður mikið úr verki og mætir góðvild annarra. Aðstoðaðu þá sem eru hlálparþurfi. Happatölur eru 10,16 og 25. Vogin (23. sept.-23. okt.): Þú ferð þér hægt í ákvörðunum. Þú nálgast málin af hægð og yfirvegun enda engin ástæða til annars. Einhverra breytinga er að vænta á heimavígstöðvum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): Gættu þess að eyða ekki tímanum til einskis. Þú skalt meta mál- in kalt og taka ákvarðanir í framhaldi af því. Þú færð gott tæki- færi í kvöld. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Þú þarft að taka á ákveðnum málum. Einbeittu þér og kæruleysi er bannað. Gættu vel eigna þinna og settu á minnið hvar þú geng- ur frá hlutunum. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Þér verður ekki mikið ágengt sjálfum. Fárðu því í hóp annarra. Framfarir fylgja hópstarfi ef menn eru tilbúnir til að sameinast um bestu hugmyndimar. Ný stjörnuspá á hverjum degí. Uringdu! 39,90 u. mínútan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.