Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Fréttir 5,5 miUjóna skaðabótadómur gegn Sjúkrahúsi Suðurlands: Sátt við niðurstöðuna en peningar eru ekki allt - segir Jóhannes Brynleifsson 1 Þorlákshöfn, faðir drengsins sem fæddist með varanlegan heilaskaða á sjúkrahúsinu fyrir 7 árum „Við erum sátt viö niðurstöðu dómsins en peningar eru ekki allt og koma aldrei til með aö bæta upp líf sonar okkar. Réttlætinu hefur verið fullnægt og ég vona bara að dómur- inn vekji starfsfólk sjúkrahúsa til umhugsunar og veiti mæðrum og börnum sem þar koma í heiminn góða umönnun. Við forum ekki fram á meira með okkar máli,“ sagði Jó- hannes Brynleifsson, vörubílsstjóri í Þorlákshöfn, í samtali við DV en hann og Sigríður Garðarsdóttir fisk- verkakona eru foreldrar Arons Rafns, drengsins sem fæddist fyrir 7 árum á Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi með varanlegan heilaskaða. Eins og sagt var frá í DV í gær komst Héraðsdómur Suðurlands að þeirri niðurstöðu að heilaskaðann mætti rekja til mistaka sem urðu við fæðingu Arons og sjúkrahúsið var dæmt til að greiða 5,5 milljónir króna í skaðabætur. Aron Rafn er metinn 100% öryrki og dvelst nú á vistheim- ilinu Lambhaga á Selfossi en er tek- inn heim til sín í Þorlákshöfn um helgar og aðra frídaga. Of langur málarekstur Aron Rafn fæddist 9. ágúst 1986 og tveimur árum síðar ákváðu foreldrar hans að fara í mál gegn sjúkrahúsinu eftir að ítarlegar læknisrannsóknir höfðu útilokað sjúkdóma eða erfða- galla sem orsakir fyrir heilaskaða Arons. Næst var haft samband við félags- ráðgjafa sem setti saman meö þeim bréf og sendi landlækni. Þau áttu fund með landlækni sem lét þá fara fram rannsókn á fæðingunni. Eftir þá rannsókn ályktaði siðanefnd lækna að mistök heföu átt sér stað og sendu Jóhannesi og Sigríði bréf þess efnis. Það var þá sem þau ákváðu endanlega að höfða mál gegn sjúkrahúsinu. Málareksturinn tók langan tíma, alltof langan að mati Jóhannesar og máliö var að velkjast í kerfinu um það leyti sem ný lög tóku gildi um aðskilnað dómsvalds og umboðs- valds í héraði. „Þennan tíma var óvissan gífurlega erfið. Þegar lög- fræðingurinn tilkynnti að við hefð- um unnið í héraðsdómi þá urðum við auövitað himinlifandi." Algjörlega ósjálfbjarga Aron Rafn er 100% öryrki í dag og hefur alla tíð verið bundinn í hjóla- stól, algjörlega ósjálfbjarga. Hann er á lyfjum við miklum krampaköstum sem hann fær reglulega og er í eftir- hti Péturs Lúðvíkssonar, læknis á Landspítalanum. „Pétur tók við Ar- oni tveggja daga gömlum á Land- spítalanum og við viljum meina að hann hafi bjargað lífi Arons. Annar læknir á Landspítalanum sagði við okkur fyrst að við mættum fara aö kalla á prest því ekki væri víst að Aron myndi lifa af nóttina. Pétur hefur reynst okkur einstaklega vel og allt starfsfólk á vökudeild Land- spítalans," sagði Jóhannes. Margar vökunætur Jóhannes sagði líf fiölskyldu sinn- ar hafa verið mjög erfitt síðustu 7 ár og útheimt miklar fórnir. „Vökunæt- umar voru margar, fyrstu 5 árin tók- um við ekkert frí. Fyrstu nætumar héma heima sat ég uppréttur með hann nótt eftir nótt og varð að mgga honum allan tímann til að hann svæfi. Ef ég hætti að mgga honum þá vaknaði hann. Hann getur á eng- an máta tjáð sig nema aö öskra, stundum alveg heilu dagana. Hann situr eða liggur alla daga, borðar ekki nema með mikilli fyrirhöfn og í dag er hann mjög illa á sig kominn líkamlega og er með þroska á við 3 mánaða gamalt barn.“ Gekk berserksgang á spítalanum Jóhannes og Sigríður eiga líka 3 ára gamlan strák, Pétur Frey. Hann var tekinn með keisaraskurði og sagði Jóhannes að htlu hefði munað að hlutimir endurtækju sig frá fæð- ingu Arons. „í fæðingu Arons hætti útvíkkunin og nákvæmlega það sama gerðist með Pétur á Landspítal- anum. Ég sá hvað var að gerast og varð alveg vitlaus og gekk berserks- gang um ganga spítalans. Ég heimt- aði að Pétur Lúðvíksson læknir yrði kahaður til, sem var gert, og hann fyrirskipaði strax keisaraskurð. Núna eigum við heilbrigðan og hressan strák þar sem Pétur Freyr er. Hann er okkur mikih gleðigjafi og við vildum ekki án hans vera. Honum þykir líka vænt um bróður sinn og er farinn að átta sig á veik- indum hans eða eins vel og 3 ára snáði getur gert,“ sagði Jóhannes. Jóhannes vhdi koma þeim skila- boðum á framfæri til annarra for- eldra, sem stæðu í svipuðum sporum og þau, að hika ekki við að leita rétt- ar síns. „Það er ekki alltaf hægt að horfa framhjá óhöppum eða mistök- um. Því á starfsfólk sjúkrahúsa ekki að bera ábyrgð eins og við hin gerum í okkar daglega lífi? Öll erum við mannleg og gerum mistök í lífinu en það verður að taka á þeim eins og þau koma fyrir,“ sagði Jóhannes aö lokum í samtali við DV og vildi koma á framfæri þakklæti til ahra sem hafa stutt þau í baráttunni. -bjb Sjúkrahús Suðurlands: Nýtum okkar frest til umhugsunar - segir stj ómarformaðurinn „Viðbrögð okkar hggja ekki fyrir. Við eigum eftir að ráðfæra okkur við lögfræðing sjúkrahússins, sem er staddur erlendis, en við höfum þijá mánuði til að ákvarða hvort verður áfrýjað eða ekki og munum nýta okkur þann umhugsunarfrest," sagði Guðmundur Búason, stjórnar- formaöur Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi, í samtali við DV, aðspurður um viðbrögð sjúkrahússins viö dómi Héraðsdóms Suðurlands sem sagt var frá í DV í gær. Guðmundur sagðist hafa átt von á hverju sem var í niðurstöðu dóms- ins, miðað við dóm svipaðs eðlis sem féh á Akureyri í vetur. „Ég get hvorki sagt að dómurinn hafi komið mér á óvart né ekki. Núna er dómurinn kominn og við munum ráðfæra okk- ur við lögfræðing um framhaldið. Að sjálfsögðu er þetta erfitt mál fyrir sjúkrahúsið. Ábyrgð sjúkrahúsa er orðin meiri en áður og kröfumar meiri,“ sagði Guðmundur. -bjb AðalbjörgREH: Sjómaður slasast Vinnuslys varð um borð í neta- bátnum Aðalbjörgu II. RE í gær- morgun þegar báturinn var á veiðum á Faxaflóa. Sjómaður fékk gogg í augað og hélt skipið strax til hafnar í Reykjavík og kom þangað rúmlega þremur tímum seinna. Sjómaðurinn var fluttur á Borgar- spítalann og þaðan á Landakot þar semhanngekkstundiraðgerð. -pp Miklar framkvæmdir standa nú yfir í Tjarnargötu. Stórvirkar vinnuvélar snúast daglangt og nýjar pipur teygja sig DV-mynd JAK eftir götunni é' Hlíf og Dagsbrún gera sérkjarasamning við Eimskip: Felur í sér allt að 27 prósent launaskerðingu - segirtrúnaðarmaðurDagsbrúnarhjáLöndunhf. „Okkur gremst mest hversu varnarlausir við erum gagnvart undirboðum félaga okkar í Dags- brún. Viö gerum okkur grein fyrir að skipin landa þar sem kjörin eru best en gagnvart okkur gæti þessi samningur við Eimskip falið í sér aht aö 27 prósent launaskerðingu," segir Friðrik Jakobsson, trúnaðar- maður Dagsbrúnar hjá Löndun hf. í Reykjavík. Verkamannafélagið Dagsbrún og Hlíf í Hafnarfirði hafa gert sérkja- rasamning við Eimskip varðandi vinnu félagsmanna sinna við upp- skipun á frystum afurðum úr tog- urum. Samningurinn nær hins vegar ekki til Dagsbrúnarmanna sem vinna við uppskipun á vegum Löndunar hf. en það fyrirtæki sem- ur beint við útgerðaraðha. Mikil óánægja ríkir nú meðal starfsmanna Löndunar vegna samningsins, en alls 12 manns vinna á vegum fyrirtækisins við löndun. Hafa þeir komið mótmæl- um sínum á framfæri við forsvars- menn Dagsbrúnar, bæði skriflega og í beinum viðræðum við þá. Að sögn Friðriks felur samning- urinn í sér að gjaldskrá við upp- skipun í Hafnarfirði og Reykjavík verði samræmd. Ástæðcm sé meðal annars sú að Dagsbrún hafi undir- boðið Hafnfirðinga fyrr í vetur með thvísun til þess að taka ætti færi- band í notkun við uppskipun. Reyndin sé hins vegar sú að færi- bandið hafi lítið verið notað. í bréfi, sem starfsmennirnir hafa sent Dagsbrún, er þess krafist að forysta Dagsbrúnar segi tafalaust af sér. „Með gerðum sínum og við- móti hefur Dagsbrúnarforystan sýnt ófyrirgefanlegan valdhroka og sýnt það og sannað aö hún er langt í frá verkefnum sínum vaxin,“ seg- ir meðal annars í bréfinu. Að sögn Halldórs Björnssonar, varaformanns Dagsbrúnar, hefur samningurinn í fór með sér litlar breytingar á kjörum uppskipunar- manna hjá Eimskip. Hins vegar kunni samningurinn aö leiða til þess aö kjör starfsmanna Löndun- ar lækki, en þó því aðeins að stjórn- endur þess fyrirtækis taki mið af samningnum við Eimskip. „Við vorum ahs ekki að semja fyrir starfsmenn Löndunar. Mér vitanlega höfum við nánast engin afskipti haft af samningum þeirra," segir Hahdór. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.