Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1993, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 , GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Einkavæðing í plati Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa lagt til að Strætisvögnum Reykjavíkur verði breytt í hlutafé- lag. Eftir því sem best verður skihð mun borgarstjóra ætlað að skipa stjóm hlutafélagsins eða tilnefna fulltrúa í hana. Jafnframt er gert ráð fyrir að stofnuð verði svo- kölluð stjómamefnd um almenningssamgöngur sem hefur eklti afskipti af rekstri hlutafélagsins en mótar al- menna stefnu í samgöngumálum borgarinnar. Strætisvagnar Reykjavíkur hafa verið hluti af borgar- kerfmu á þann hátt að fyrirtækið hefur heyrt undir borg- arstjóm sem kýs stjóm yfir hinum daglega rekstri og leggur til fjármagn til fyrirtækisins. Strætisvagnamir hafa verið þjónusta borgarinnar við borgarbúa enda vart á færi annarra að reka umfangsmikið leiðakerfi ef vel á að vera og viðráðanlegt fyrir almenning. Reykjavíkur- borg hefur þar af leiðandi þurft að greiða allverulegar upphæðir með rekstrinum eins og algengt er og eðlilegt. Nú hafa menn áhuga á að einkavæða þennan rekstur. Sérkennilega er þó að því staðið ef hlutabréf eiga ekki að seljast á opnum markaði og Reykjavíkurborg á að vera eini hluthafinn eins og borgarstjómarmeirihlutinn hefur tilkynnt. Áfram ætiar borgin að greiða strætis- vagnagjöldin niður og engar breytingar em fyrirhugaðar á fargjöldum eða þjónustu. Svo er að minnsta kosti sagt. En til hvers er þá þessi einkavæðing? Áfram verða Strætisvagnar Reykjavíkur eini aðilinn sem sinnir þess- ari þjónustu. Áfram á Reykjavíkurborg að standa undir hallanum. Áfram á borgarsþóri eða borgarstjóm að bera ábyrgð á fyrirtækinu með því að skipa því stjóm og hafa það allt í hendi sér. Talsmaður meirihlutans segir að með þessum skipu- lagsbreytingum verði skorið á miðstýringu og afskipti stj ómmálamanna af daglegum rekstri. Það er sosum góðra gjalda vert ef það gengur eftir. En erfitt er að sjá hvemig borgarfulltrúar og meirihluti hverju sinni getur firrt sig ábyrgð á fyrirtæki sem Reykjavíkurborg er eini eignaraðilinn að. Og sem skipar stjóm og hefur það á valdi sínu hversu miklir peningar em látnir af hendi rakna til að fyrirtækið eigi fyrir útgjöldum. Einkavæðing er æskileg í rekstri þar sem samkeppni fær notið sín og um er að ræða atvinnustarfsemi sem þarf að skila arði. En það er sjónhverfmg og sjálfsblekk- ing ef menn standa fyrir einkavæðingu í orði sem hvergi kemur fram á borði. Og menn geta ekki sagt í öðm orð- inu að afskiptum stjómmálamanna sé afsalað en í hinu orðinu fullyrt fyrirfram að engar breytingar verði á leiða- kerfi eða fargjöldum. Það er auðvitað ljóst að borgar- stjóm Reykjavíkur mun áfram bera fulla og óskoraða ábyrgð á Strætisvögnum Reykjavíkur, hvort sem stöfun- um hf. verður bætt aftan við heiti fyrirtækisins eða ekki. Að minnsta kosti meðan hluthafmn er einn og hluthafinn heitir Reykjavíkurborg. Slíkar kúnstir flokkast ekki undir einkavæðingu, nema þær séu til þess gerðar að gefa nýrri stjóm umboð til að hækka fargjöld og minnka þjónustu um leið og borgarfulltrúar meirihlutans þvo hendur sínar af þeim ákvörðunum. Þá kemur tilgangurinn í ljós og einkavæð- ingamafngiftin notuð sem yfirvarp. Þá er þetta einka- væðing sem mun mælast illa fyrir. Af öllum mönnum eiga sjálfstæðismenn að varast að misnota einkavæðingarstefnuna og koma óorði á hana. Skipulagsbreytingin hjá Strætisvögnum Reykjavíkur er engin einkavæðing þegar stjórnmálamennirnir ætla bæði að halda og sleppa. Efiert B. Schram Tímasprengja í Kosovo Nú er óhætt aö afskrifa Bosníu, niðurstaðan þar hefur orðið nýtt Palestínuvandamál. Ein þjóð hefur verið hrakin af sínu landi til að rýma fyrir annarri, eða öllu heldur tveimur öðrum. „Vemdarsvæði“ múslíma verða ekkert annað en nýr Vesturbakki og nýtt Gaza, allar hugmyndir um að stiila til varan- legs friöar á þessum slóðum á næst- unni era óskhyggja. Það sem ennþá verra er, sigur Serba (og Króata) í Bosníu er fyrirboði þess sem koma skal. Ný Balkanstrið vofa yfir, framhald af hinum fyrri sem lauk 1913. Ef svo fer munu þau hefjast í Kosovo. Þegar og ef þar að kemur mun umheimurinn ekki geta látið við það sitja að fárast og íjargvið- rast, önnur ríki munu óhjákvæmi- lega dragast beint inn í átökin. Vagga serbneskrar menningar Kosovo er sjálfur grunnur hinnar sögulegu Serbíu. Þar upphófst menning þeirra sem þjóðar, þar eru elstu minjar þeirra og helgidómar, í stuttu máli er Kosovo Serbum heilagt land. Kosovo er hérað í Serbíu og hafði sjálfstjórn til 1989 en frá því Milo- sevic komst til æðstu áhrifa þáð ár, einmitt með því að höfða tú þjóð- emiskenndar Serba og heita því að Kosovo yrði um alla eilífð serb- neskt land, hefur Kosovo verið stjómað beint frá Belgrad. En sá galh er á að Kosovo er nú að níu tíundu hlutum byggt Albönum, Serbar eru aðeins rúmlega 150 þús- und en Albanir tæplega 1,8 mihjón- ir. Samt eru Albanir undirokaðir, þeir eru að heita má réttlausir, þeir eru útlendingar í eigin landi þar sem serbneski minnihiutinn er al- ráður. Mjög mikil ólga er og hefur lengi verið í Kosovo. Serbneskir þjóðemissinnar hafa þá stefnu að reka alla Albani yfir landamærin til Albaníu. Sama gild- ir um Makedóníu þar sem tæpur þriðjungur íbúa, eða um 700 þús- und, er Albanir. Makadónía heitir á máli Milosevics og hans manna Suður-Serbía. íbúar Albaníu hafa lengi veriö þess fullvissir að um leið og niðurstaöa verði fengin í Bosníu komi röðin að Kosovo og það stríð yrði með allt öðrum brag en menn hafa hingað til kynnst í Bosníu Erlend íhlutun Hatur Serba á Albönum er mikiu dýpra en hatrið á múshmskum slövum í Bosníu. Albanir eru ekki slavar, þeir tala heldur ekki serbo- króatísku eins og þjóðimar þrjár í Bosníu. Þeir eiga sér annan upp- nma og þeir eru nær ahir múslím- ar, bæði í Albaníu sjálfri, Kosovo og Makedóníu. Þegar röðin kemur að Kosovo í útþenslupóhtík Serba KjáUarinn Gunnar Eyþórsson blaðamaður með meiri þjóðemishreinsunum en dæmi eru um hingað til, gæti eftirfarandi atburðarás farið af stað: Albanía skerst í leikinn með íbúum Kosovo. Albanskir íbúar Makedóníu, sem em um 20% íbú- anna, gera uppreisn til stuðnings löndum sínum í Kosovo. Serbar nota þá það sem átyhu th að gera innrás í Madedóníu. Þetta leiðir tU þess að Búlgaría og Grikkland gera líka innrás í Madedóníu sem bæði gera tilkall tU síðan í stríðunum 1912 og 1913. AUt þetta mundi mjög líklega knýja Tyrki til aðgerða tíl hjálpar trúbræum sínum og skjól- stæðingum í Albaníu, auk þess sem Tyrkir eiga óafgreidd mál við Búlg- aríu vegna brottreksturs um 400 þúsund Tyrkja frá Búlgaríu fyrir nokkrum árum og við Grikki út af öðm. Og ef Tyrkir skærust í leikinn gæti svo farið að rússneskir þjóð- emissinnar og panslavar fengju því framgengt að Rússar blönduðu sér í átökin við hhð Serba. Óhugs- andi er að hinn vestræni heimur gæti þá setið hjá, svona stríð væri aht annað en Bosnía. Kosovo er sú hvehhetta sem gæti sprengt þessa sprengju. Vestræn ríki notuðu ekki tækifærið sem þau höfðu tU að koma í veg fyrir stríðið í Bosníu. Þau hafa enn tækifærið tíl að koma í veg fyrir að þetta gerist. En tíl þess þarf meiri samstöðu, betri for- ystu og meiri djörfung en leiötogar heims hafa hingað tU sýnt. Þessi atburðarás er ekki aðeins tilgáta, heldur raunveruleg og yfirvofandi hætta. Gunnar Eyþórsson „Serbneskir þjóðernissinnar hafa þá stefnu að reka alla Albani yfir landa- mærin til Albaniu," segir í texta'greinarhöfundar. „Samt eru Albanir undirokaðir, þeir eru að heita má réttlausir, þeir eru útlendingar í eigin landi þar sem serb- neski minnihlutinn er alráður.“ Skodanir annarra Hagvöxtur í Bandaríkjunum „Ýmsir hagvísar gefa til kynna aö ládeyðan sem einkennt hefur efnahagslífið í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs muni víkja fyrir mun öflugri hagvexti það sem eftir er ársins. Shk upp- sveifla gæti orðið kveikjan að auknum hagvexti víða í Evrópu á seinni hluta ársins og jafnvel gefið Þjóð- veijum nægjanlegt spark tíl þess þeir komist upp úr mestu efnahagskreppu seinni tíma á fyrri hluta næsta árs.“ Sverrir Sverrisson í Mbl. 10. júní Röðin komín að Sjjálf stæðisf lokknum „Nú er hins vegar röðin komin að Sjálfstæðis- flokknum. í ljósi yfirlýsinga Jorsætisráðherra er tæpast annars að vænta en hann og forysta flokksins beiti sér fyrir svipaðri uppstokkun á sínu hði. Velheppnuð hrókering í ráöherrasveit Sjálfstæðis- flokksins myndi enn frekar auka lUcur á velgengni og frískleika ríkisstjórnarinnar. í hði flokksins á Alþingi em ungir og vaskir menn, sem myndu sóma sér vel í ráðherrastóh ekki síður en Össur Skarphéð- insson og Guðmundur Ámi Stefánsson." Leiðari í Alþbl. 10. júní Rússar I Lettlandi „Að gera Rússa að annars flokks íbúum í ríki, sem þeir líta á sem heimaland sitt, mun sennUega skapa fleiri vandamál en að viðurkenna að þeir, jafnt sem innfæddir íbúar Eystrasaltsríkjanna, em fórn- arlömb kommúnismans og gefa ætti þeim tækifæri tU að taka þátt í lýðræðislegri uppbyggingu lands síns. Það ætti nýja stjómin í Lettlandi að gera, auk þess að leggja áfram áherslu á markaðsvæðingu efnahagslífsins.“ Leiðari í Mbl. 10. júní

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.