Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ1993
3
Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefur
engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn af
matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu
máli að vera með rétta kjötið.
í næstu verslun færðu nú lambakjöt á
afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið,
- með a.m.k. 15% grillafslætti.
Notaðu lambakjöt á grillið,
meyrt og gott - það er lagið.
iFs^ÁTTrr^
Fréttir
Gjaldþrot íslensks skinnaiðnaðar hf. á Akureyri eitt hið stærsta á íslandi:
Kröff ur Landsbankans
nema um 640 milljónum
Kvennalistinn:
í ríkisstjórn
„Það er almennt stemmningin aö
Kvennalistinn eigi erindi í ríkis-
stjóm og okkur finnst ástæða til að
reyna að komast í þannig aðstöðu að
við getum haft áhrif. Þetta er reyndar
ekki nýtt. Fyrir síðustu kosningar
var það álit margra að Kvennalistinn
aetti að fara í ríkisstjórn," segir Anna
Ólafsdóttir Bjömsson, þingkona
Kvennahstans.
Kvennalistakonur ræddu þessi mál
á vorþingi sínu um helgina og þar
kom fram vaxandi áhugi á þátttöku
í ríkisstjóm. „Við erum afskaplega
óánægðar með ríkisstjómina eins og
hún er núna og svo eram við búnar
að vera utan stjómar í tíu ár og því
kannski kominn tími til. Við erum í
stjómmálum til aö hafa áhrif," segir
hún. -GHS
Akureyri:
Hitiíheyi
skynjara í gang
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Slökkviliöið á Akureyri var kaUað
að Vistheimilinu Sólborg um hádegið
í gær. Reykskynjarar fóru þar í gang
en ekki reyndist um eld aö ræða.
Það sem olli því að reykskynjarinn
fór í gang var að starfsmenn höfðu
sett hey í raslageymslu á staðnum
og mikill hiti í heyinu hafði sett í
gang viðvörunarkerfi. Þegar
slökkviliðið kom á vettvang höfðu
starfsmenn mokað heyinu út og urðu
skemmdir ekki miklar.
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Landsbanki íslands verður lang-
stærsti kröfuhafi í þrotabú íslensks
skinnaiðnaðar hf. á Akureyri sem
tekinn var til gjaldþrotaskipta sl.
fostudag. Aðrir stórir kröfuhafar við
upphaf skipta era Framkvæmda-
sjóður með um 117 milljónir, Akur-
eyrarbær og veitustofnanir bæjarins
með um 25 milljónir, Samvinnulíf-
eyrissjóðurinn 15 milljónir, Iðnþró-
unarsjóður og Iðnlánasjóður 9 millj-
ónir hvor og þá er Lind hf. með 30
milljóna króna kaupleigusamning.
Landsbankinn á m.a. veð í lager og
vörubirgðum en hinir stærstu kröfu-
hafamir eiga veð í húsum fyrirtækis-
ins.
Alls er talið að gjaldþrotið sé upp
á um 960 milljónir króna sem gerir
það að allra stærstu gjaldþrotum á
Akureyri. Reyndar er aðeins gjald-
þrot Álafoss stærra en það fyrirtæki
var hins vegar að hluta til í Mos-
fellsbæ. Heimildarmaður DV sagði
að óvíst væri hversu stórt tap Lands-
bankans yrði vegna gjaldþrotsins,
bankinn ætti veð í vörulager, hálf-
unninni vöru og hráefni og væri þar
um umtalsverðar upphæðir að ræða.
Skiptastjórar era Þorsteinn Hjalta-
son og Hreinn Pálsson lögmenn.
Hömlur hf., sem er eignarhaldsfé-
lag Landsbanka íslands, hafa tekið
við rekstrinum og munu stofna
hlutafélag sem leigir reksturinn út
septembermánuð. Hjá íslenskum
skinnaiðnaði unnu um 200 manns í
um 170 störfum og er talið að um
115-120 þeirra fái vinnu hjá nýja
rekstraraðilanum.
Bjarni Jónasson verður áfram
framkvæmdastjóri og sagði hann í
samtali við DV að nú myndi reyna á
það hvort þessi iðnaður yrði áfram á
Akureyri. „Nú kemur það í ljós hvort
menn vilja halda í þennan iðnað eða
að hann lognist út af og flytjist alveg
úr landi,“ sagöi Bjami.
Einungis tvö fyrirtæki hafa unniö
íslensk skinn, íslenskur skinnaiðn-
aður og Loðskinn á Sauðárkróki. ís-
lenskur skinnaiðnaður var með um
75% framleiðslunnar á síðasta ári og
seldi þá um 550 þúsund skinn. Þó
varð tæplega 100 milljóna króna tap
á rekstrinum sem stafaði að mestu
leyti af óhagstæöri gengisþróun á
helstu mörkuðum sem era á Ítalíu
og í Englandi.
Velta fyrirtækisins á síðasta ári var
um 730 milljónir og fóru um 135 millj-
ónir í fjármagnskostnað og 56 millj-
ónir í afskriftir.
LAGIÐ
SKIPTIR EKKI
ÖLLU MÁLI