Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.06.1993, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 11 Sviðsljós Hreinsunardegi lýkur með grillveislu Það er ott sem íbúar við ákveðnar götur eða í hverfum taka sig saman og halda veislu til að kynnast betur innbyrðis. Þannig var það um daginn hjá íbúum Hliðartúnshverfis í Mosfellsbæ. Eftir að allir höfðu hjálpast að við að hreinsa hverfið var slegið upp stóru tjaldi og Hafsteinn Gilsson sá um að grilla ofan i mannskapinn sem var orðinn svangur eftir erfiðið. ________________________DV-mynd HMR Kokkteilboð í Heiðmörk Það er ekki oft sem viðrar til veisluhalda utanhúss hér á íslandi en þegar vel viörar þá er sjálfsagt að nýta það. Það gerðu MR-ingar sem eiga 10 ára útskriftarafmæii í ár og héldu upp á það laugardaginn 12. júní. Byrjað var á að fara upp í Heið- mörk, þar sem starfsfólk Skíðaskál- ans í Hveradölum beið með ljúffeng- an kokkteil. Eftir að fólk hafði rifjað upp gömul kynni um stund var farið í Skíðaskálann og haldið áfram langt fram á nótt. HMR Þær Sigríður Asta Arnadóttir, Ragnhildur Thorlacius, Hulda Gunnarsdóttir og Helga Knudsen voru brosmildar og kátar enda veðrið og tilefnið fyrir hendi. DV-mynd HMR Orri Már Kristinson, Gunnar Guðmundsson, Berglind Rut Þorsteinsdóttir og Sigvaldi Þorsteinsson voru ánægö með pylsurnar eftir að hafa tekið þátt í Borgarspitalahlaupinu. DV-myndir HMR Hún Sandra Gunnarsdóttir á framtíðina fyrir sér i golfi. Mikil gleði áfjöl- skyldudegi Borgar- spítalans Árlega halda íþróttafélag Borgar- spítalans, Starfsmannaráð Borgar- spítalans og Velunnarafélag Borg- arspítalans fjölskyldudag sem í ár bar upp á laugardaginn 12. júní. Dagskráin byijaði með gróður- setningu plantna á vegum Velunn- arafélagsins, þá var hlaupið Borg- arspítalahlaupið og eftir það biðu hlaupagarpanna grillaðar pylsur og Svali. Fjölmörgum leiktækjum frá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur var komið fyrir á lóð spítal- ans og kunni unga kynslóðin vel að meta það. HMR Dyttað að í Bjartsýnisbrekku Það fylgir sumrinu að menn snyrti húsin sín og lóðina í kring. í Bjartsýnis- brekku hjá Hafravatni var sláttuvélin drifin upp á þak um helgina, enda sprettan góð í blíðviðrinu sem búið er að vera. DV-mynd HMR Sýning aldraðra að Hlévangi Nýlega hélt hið hressa fólk á Hlévangi, dvalarheimili aldraða í Keflavík, sýningu á vetrarstarfi sínu. Sýningin vakti mikla athygli og þar gaf að lita alls kyns handavinnu og keramik sem aldraðir hafa unnið að frá áramót- um. Á myndinni má sjá Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Láru Guðmundsdóttur með nokkur verka sinna. DV-mynd ÆMK AUKABLAÐ BORQARMESBLAÐ Á morgun, 16. júní, mun 20 síðna aukablað um Borgarnes fylgja DV. Meðal efnis: Abstrakt og fomar bækur. Upphaf búsetu í Digranesi. Kylfingar og farfúglar. Bankastjóri lyftir sér upp. Kaggi í stofunni og gamli Ford í garðskálanum. Kynntist bakaradótturinni og settist að. Pitsur og vodki í mjólkurbúi. Borgarnesblað - 20 síður - - á morgun -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.