Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Qupperneq 2
2
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993
Fréttir
Sighvatur Björgvinsson segir landbúnaðarráðuneytið hafa legið á upplýsingum:
Boðar breytingar í
landbúnaðarmálum
- segist gáttaður a viðbrögðunum við landbúnaðarskýrslu Hagfræðistofnunar
„Þjóöin hlýtur aö vakna til um-
hugsunar þegar henni er sýnt fram
á aö þetta er dýrasta kerfið sem við
búum við. Það þarf að breyta þama
og svigrúmið til breytinga er mjög
mikið,“ segir Sighvatur Björgvins-
son ráöherra um niðurstöður land-
búnaðarskýrslu Hagfræðistofnunar
íslands.
Hann segist hafa skrifað Hagfræði-
stofnun og beðið hana að meta þá
gagnrýni sem skýrslan hefur sætt.
Þá hafi hann einnig farið þess á leit
viö Hagfræðistofnun að hún meti
hvaða breytingar hafi orðið frá þeim
tíma sem skýrslan miðar við, árið
1988. Niðurstaðna þeirrar vinnu
væntir hann fljótlega.
„Ég er gáttaður á því hvernig þessi
umræða hefur snúist. Ég ber fullt
traust til Hagfræðistofnunar Háskól-
ans. Mér finnst alveg ástæðuiaust að
vera að sproksetja þá menn fyrir
verk sem þeir eru að vinna núna í
fyrsta sinn. Verk sem aðrir hefðu átt
að vera búnir að fyrir löngu.“
„í skýrslunni er verið að reyna að
safna saman upplýsingum um stuðn-
ing við landbúnað á Norðurlöndum.
Niðurstöðumar hafa ekki legið fyrir
hér á íslandi fyrr því að þetta hefur
ekki verið gert áður. Svona upplýs-
ingar em þó til um öll önnur lönd
hjá OECD, Efnahags- og þrónunar-
stofnuninni í París. Viðskiptaráð-
herra hefur jafnan komið öllum
beiðnum um slíkar upplýsingar frá
OECD til ráðuneytanna. En á Islandi
hefur landbúnaðarráðuneytiö aldrei
sent OECD nein gögn.“
Sighvatur boðar breytingar í land-
búnaðarmálum og segir íjármálaráð-
herra hafa markað þá stefnu ásamt
fjármálaráðherrum annarra Norð-
urlanda. „Sú stefnumörkun er á
þann veg að breyta eigi þessu kerfi,
bæði í sambandi við opinberan
stuðning við landbúnaðinn í formi
beinna fjárgreiðslna og eins í sam-
bandi við viðskiptaverndina."
Sighvatur segir að skoða þurfi opn-
un fyrir frjálsan innflutning í vax-
andi mæli. Aðspurður sagði hann að
einnig þyrfti að líta til endurskoðun-
ar á gildandi búvömsamningi. „Þaö
hefur landbúnaðarráðherra sjálfur
sagt að til greina komi.“
„Menn geta ekki til eilífðarnóns
svarað upplýsingum með áköllum
um fjandmenn landbúnaðarins. Það
er enginn fjandskapur við bændur
að segja satt frá.“
-DBE
Óttiumdauða
gullfiska
ástæðulaus
Sambandi dýraverndunarfé-
laga íslands barst símtal í líðinni
viku þar sem veitingamaður bað
um aðstoö samtakanna vegna
gullfiska sem vom í búri á veit-
ingastað sem hann rak í leiguhús-
næði í Hafharfirði. Ágreiningur
hafði risið á milli húseiganda og
veitingamannsins og var veit-
ingamanninum meinaöur aö-
gangur að húsinu vegna vanskila.
Samband dýravemdunarfélaga
sendi sýslumanninum í Hafiiar-
firði bréf þar sem farið var fram
á tafarlausa rannsókn á því hvar
í Hafnarfirði þetta gæti verið og
kannaö hvort það væri rétt aö
fiskarnir hefðu verið skildir eftir
til þess að drepast úr hungri. Ef
svo væri var farið fram að höfðað
yrði opinbert mál á hendur þeim
sem bæru sök á verknaðinum og
þeir dæmdir til þyngstu refsing-
ar.
Rannsóknarlögreglan í Hafnar-
firði brást skjótt við og kannaöí
málið og kom í ljós aö eigandi
hússins hafði gefið fiskunum að
étafráfyrstadegi. -pp
Sjálffurvaldur
aðeldsvoðanum
Allt bendir til þess að maðurinn
sem lést í brunánura aö Njarðar-
götu 39 í fyrradag hafi sjálfur
veriö valdur að brunanum og
notaö til þess bensín.
Að ósk aðstandenda hins látna
er ekki hægt að gefia upp nafn
hans. -pp
Atlantic Norma landaði 70 tonnum at ísuðum þorski á Eskifirði. DV-mynd Emil
Afla úr Barentshafi
landað á Austfjörðum
Emil Thorarensen, DV, Esldfirði;
Tveir skuttogarar, skráðir í Belize
í Mið-Ameríku, komu í fyrradag til
Eskifjarðar og Stöðvarfjarðar með
afla sem þeir veiddu á alþjóðlegu
hafsvæði í Barentshafi. Atlantic
Norma landaði 70 tonnum af isuðum
þorski á Eskifirði en Atlantic Jane
80 tonnum af þorski á Stöðvarfirði.
í áhöfn skipanna eru Færeyingar
og þeir gera út skipin sem stunda
togveiðar með svokölluðu tveggja
báta trolli. Aflinn virðist í viðunandi
ástandi og kemur sér vel fyrir byggö-
arlögin að fá þetta óvænta hráefni
því á Eskifirði voru togarar staðarins
búnir með sinn kvóta. Vinna í frysti-
húsinu lá niðri í ágúst.
Stuttar fréttir dv
Atvinnuleysi kennara
í fyrsta sinn í sögunni er hægt
að segja að atvinnuleysi sé meðal
kennara því um 40 grunnskóla-
kennarar eru á atvinnuleysis-
skrá, samkv. frétt RÚV. Kennara-
félagið hefur miklar áhyggjur af
þessu.
Álfakort í Hafnarf irði
Feröamálaráö Hafnarfjarðar
hefur hafið sölu á korti af álfá-
byggö í Hafnarfirði.
Samskip í bobba
Samskip hafa þurft að leigja út
3 skip erlendis sem ekki hefur
með nokkru móti tekist að selja
síðastliðiö ár. Stöð 2 greindi frá
þessu.
Vinsælskýrsla
Skýrsla Norrænu ráöherra-
nefndarinnar um landbúnaðar-
mál er uppseld hér á landi. Bænd-
ur hafa verið duglegir að kaupa,
samkvæmt frétt Alþýöublaösins.
Hampiðjuhagnaður
Hreinn hagnaöur af rekstri
Hamiðjunnar fyrstu 6 mánuði
þessa árs varð 37 milljónir króna
eftir að lækkun skattaskuldar
hafðí komið til.
Sjúkraliðar mótmæla
Sjúkraliðafélag íslands hefur
mótmælt þeirri ákvörðun Borg-
arspítalans að rifta samningura
við sjúkraliðanema frá Fjöl-
brautaskólunum í Breiðholti og
Ármúla.
Nýkönnun Gallup
Sjálfstæðisflokkurinn er kom-
inn upp að hlið Framsóknar-
flokksins hvað vinsældir snertir,
samkvæmt nýrri könnun ÍM-
GaUup á íslandi.
Vísitalan hækkar
Vísitala framfærslukostnaðar
hefur hækkað um 4,8% síðustu
tólf mánuði. Verðbólga á árs-
grundvelli mælist nú 7,8%.
Verðtryggð lán bönnuð?
VSÍ-menn vilja banna verð-
tryggingu skammtímainnlána
með lögum, samkv. frétt Tímans.
Naskur Norðmaður
Norðmaður nokkur hreppti 133
railljónir í Víkingalottói í gær en
íslendingur fékk 1,5 milljónir kr,
í bónusvinning.
Háriosáhrossum
Hross frá bæ í RangárvaUa-
sýslu hafa verið með hárlos og
talin hafa fengið sveppasýkingu,
samkv. frétt Morgunblaðsins.
Meiraféísalt
Auka ó hlutafé Saltfélagsins á
Reykjanesi um 300 miUjónir
króna í samstarfi viö danska að-
ila, samkvæmt frétt Ríkissjón-
varpsins.
-bjb
Eigendur Eiöis á Langanesi:
Allt annað viðhorf nú í ráðuneytinu
Össur Skarphéðinsson hefur ákveðiö frekari sýnatöku á HeiðarfjaUi
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við erum mjög ánægðir með
þróunina eins og hún er núna og
sérstaklega að það er komið allt
arnlað viðhorf tíl málsins í um-
hverfisráöuneytinu eftír ráðherra-
skiptin," segir Sigurður Þórðarson,
einn eigenda jarðarinnar Eiðis á
Langanesi. Eigendur jarðarinnar
hafa átt í langri baráttu við yfir-
völd vegna mikiUar mengunar af
völdum veru Bandaríkjamanna á
Heiðarfjalli en herinn rak þar rat-
sjárstöð um árabU.
„Við vorum eiginlega búnir að
gefast upp á baráttunni við yfirvöld
og fógnuðum því mjög að Össur
Skarphéðinsson hafði frumkvæði
að því að máUð yrði skoðað nánar.
Það á aö fara fram frekari sýnataka
á Qallinu innan skamms en þrátt
fyrir að við teljum að fuUsann-
að sé hversu mikU mengun er þar
í jarðvegi eftir herinn, fógnum
við því að máUð er komið á hreyf-
ingu.
Auðvitað á bandaríski herinn að
hreinsa til eftir sig hér eins og ann-
ars staöar. Bandaríkjamenn eru að
hreinsa til eftír sig víða um heim
og nægir að nefna Kanada, Græn-
land, FUippseyjar og Þýskaland í
því sambandi. Hvers vegna á þaö
sama ekki að gjlda hér á landi?“
segir Sigurður.
Hann segir eigendur Eiðis hafa
lagt allt sitt í það á árunum 1974 til
1989 að byggja upp laxeldi á jörð-
inni en árið 1989 hafi komið í ljós
hversu alvarleg mengunin á fjall-
inu var. „Við héldum fram að því
að einungis væri um að ræða yfir-
borðsmengun en annað kom svo í
ljós. ÖU áform okkar um fiskeldið
voru því lögð á hiUuna og aUur
okkar kostnaður og fyrirhöfn voru
tíl einskis," segir Sigurður.