Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1993, Page 12
12 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1993 Spumingin Hefurðu farið í brúðkaup nýlega? Sverrir Kolbeinsson: Nei, en ég er að fara í brúðkaup þann 28. ágúst. Nanna Jónsdóttir, Stöðvarfirði: Nei, ekkert nýlega. Þorsteinn Kristjánsson: Nei. Gunnar Þór Karlsson: Nei, ekki eitt einasta. Óskar Jakob Þórisson: Nei, því mið- ur. Kolbrún Þórðardóttir: Nei. Lesendur Eru Þingvellir ein- hver afdalasveit? Gylfi skrifar: Það eru í sjálfu sér ekki tíðindi að „sveitamaður að norðan" leggi leið sína í þjóðgarðinn á Þingvöllum að sumarlagi ef hann er þar á ferð og veðrið gott. Ég lét mig hafa þaö á dögunum og hugðist aka hinn marg- umtalaða „Þingvallahring" sem mér skilst að sé einhver íjölfarnasta sum- arleið ökumanna hér á landi. En þvílík vonbrigði! Allt frá virkj- uninni aö Ljósafossi og upp að þjóð- garðinum má segja að vegurinn hafi veriö ófær. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að árið 1993 væri ekki búið að leggja bundið slitlag á „Þingvallahringveginn". Og ekki nóg með það. Ég var þarna á ferð um verslunarmannahelgina og vegurinn hafði greinilega ekkert verið lagfærður og undirbúinn fyrir þessa miklu ferðahelgi. Þaö eru eng- ar ýkjur að eftir veginum hafi þurft að læðast á 5-10 km hraða til að forða bifreiðinni frá stórtjóni. Vegurinn var eitt allsherjar „þvottabretti" með slæmum holum inni á milh. Upp gaus svo rykmökkurinn svo segja má að útsýnið yfir ÞingvaUavatn hafi farið fyrir Utið. Og hvernig ætU fólkinu í mestu sumarhúsabyggð á íslandi, sem er þarna við vatnið, hafi liöið í rykmekkinum frá veginum? Ekki tók svo betra við þegar í þjóð- garðinn sjálfan var komið. Ég var á leiðinni að austan og að verða bens- ínlaus. Hugðist ég taka bensín á ÞingvöUum og halda svo norður fyr- ir heiðar um veginn í Kjósarskarði. En trúið því; á Þingvöllum er ekki hægt að kaupa bensín árið 1993, hvorki í þjónustumiðstöðinni né við ValhöU! Mér var vinsamlega bent á að næstu bensínstöðvar væru við Laugarvatn eða við Ljósafossvirkjun og þyrfti þá að aka um ófærumar til baka eftir vökva á bíUnn. Mér er spurn: Hvers konar nátt- tröll í kerfinu eru það sem stjóma því að vegurinn við ÞingvöU skuU vera nánast ófær og ekkert bensín að hafa þar? Víða í afskekktum byggðum landsins eru ágætir vegir og hægt að kaupa bensín eins og vera ber. NátttrölUn, sem því stjóma að ÞingvelUr eru að þessu leyú eins og afdalasveit, ættu að finna sér ein- hverja aðra vinnu hið snarasta. ............. ............. - - Við Þingvelli. - Þangaö er illt að komast vegna ófærðar og bensínskortur getur hindrað brottför eins og kemur fram hjá bréfritara. ViðtaUð við Amal Qase í DV: Vekur upp minningar og spurningar L.B. skrifar: Ég gat ekki annað en látið frá mér fara nokkrar Unur í sambandi við mál asískra kvenna er ég las viðtaUð við Amal Qase í DV. Við það rifjuð- ust upp minningar og um leið spum- ingar sem engin svör hafa fengist viö ennþá. Fyrir um það bil þremur ámm kynntist ég þeim hörmulegu staö- reyndum sem sumar asískar konur þurfa að búa við hér á landi. - í húsi einu, sem ég lagði leið mína oft í, hitti ég fyrir ung hjón, tælenska konu og íslenskan karlmann, eiginmann hennar. Þau voru nýflutt á neðri hæð hússins. Þau voru ekki búin að vera lengi í húsinu er okkur varð ljóst við hvaða hörmungar konan bjó. Hún var t.d. lokuðinni aUan sólar- hringinn og fékk í mesta lagi að fara fram á stigapall þar sem ég hitti hana svo oft. Maöurinn var mjög drykk- feUdur og kom því oft dmkkinn heim eða var pirraður eftir drykkjuna. Mátti þá konan þola mikið ofbeldi frá hans hendi, bæði líkamlegt og and- legt. Þetta er aðeins eitt dæmið um hvemig hefur verið farið með þessar konur sem margar hveijar hafa ver- ið „keyptar" inn í landið. - Spurning- in er því: Er ekki kominn tími til að meira eftirht sé viðhaft með innflutn- ingi þessara kvenna, sem í mörgum tilfeUum em „pantaðar“ í gegnum myndalista, og um leið að kanna að- stæður og hagi þessara íslensku karla sem standa í sUkum kaupum á erlendum konum. Verðbólguspeki ráðamanna „Hvað verður um aumingjana sem skipta við innlánsdeildirnar?“ Sigurður Sigurðsson skrifar: Blaðafréttir í morgun (10. ágúst) tilkynna enn á ný um 3-5% vaxta- hækkun. í undirfyrirsögn í Mbl. er svo haft eftir forsætisráðherra að „gengið verði eftir aö vextir lækki með verðbólgunni". Eftir orðanna hljóðan þýðir það einfaldlega að vextir muni^lækka eftir því sem verð- bólgan eykst. Hvernig dettur forsæt- isráðherra í hug að verðbólga fari minnkandi hér eftir slíkar vaxta- hækkanir sem leiða til enn frekari hækkana í öUum hornum þjóðfélags- ins? - En þetta er kannski sú verð- bólguspeki sem ráöamenn ætlast til að fólk trúi endalaust? Ég vænti þess að bráðlega hljóti að fara um einhveija í stjómkerfinu þegar þeir komast að því að verðbólg- an er einfaldlega ekkert á niðurleið. Verðbólgan sem ráðamenn sjálfir settu af stað með því að lækka geng- ið á dögunum. Verðbólgan sem for- DV áskilur sér rétt til að stytta aðsend lesendabréf. sætisráðherra og aðrir ráðherrar sögðu opinberlega eftir gengisfelUng- una að skipti Utlu máli og væri „bara“ smávægileg leiðrétting fyrir sjávarútveginn! Verðbólgan sem er komin til að vera og aukast, í stað þess að minnka, því afleiðingar vaxtahækkana eru hækkað verðlag og loks krafa um hækkun launa. Hvað verður svo um aumingjana sem skipta við innlánsdeildimar? Eiga engar breytingar að verða á vaxtakjörum þeirra? - Vaxtahækk- anir em ekki eitthvað sem dettur úr loftinu eins og forsætisráðherra gef- ur í skyn með því að segja að raun- vextir hafi hækkað meira en „menn áttu von á“. Vandamálið er viðráðan- legt en stjómvöld (les: ráðherrar) eru ekki meiri bógar en það að þeir Uggja flatir fyrir bönkum og verðbréfa- mörkuðum sem engum tekjum skila í þjóöarbúið en rífa niður það Utla sem þó hefur áunnist, t.d. í formi verðbólgulækkunar á fyrstu mánuð- um núverandi ríkisstjórnar. Ólafur Árnason skrífar: Ég las bréf Emilíu Baldvins- dóttur um lifoyrissjóðslánin og samskipti hemiar við Starfs- mannafélag Kópavogskaupstað- ar vegna afborgunar af Ufe>Tis- sjóösláni. Þetta eru orð. i tíma töluð að því leytmu að auðvitað ætti það að vera regla að bjóða lántökum lifeyrissjóðslána að gi-eiða af þeim með jöfnum af- borgunum mánaðarlega í stað einu sinni á ári. Það em ekki all- ir sem leggja fjTir mánaðarlega og því ætti það að geta komið bæði viðkomandi lífeyrissjóðum og lántakendum vel aö notast við mánaðaiiegaj: afborganir, Á tím- um tölvuvæðingar er þetta auð- velt. Núgat Mogginn! Kjartan Ólafsson hringdi: Einhvern veginn hefur mér skilistað Morgunblaðið birti nán- ast eða jafnvel ekki myndir af sakamönnum - og eiginlega alls ekki ef þeir eru íslenskir. En nú gat Morgunblaðið! Sl. sunnudag birtir blaðiö mynd á útsíöu af bandariskum manni sem hér hef- ur veriö dæmdur til fangavistar en strauk ásamt einum íslensk- um brotamanni sem þó var dæmdur fyrir miklu alvarlegra; brot en sá ameriskl Var sá ís- lenski e.t.v. of fjótur til að birta mynd af? eða birtir Mbl. bara myndir af erlendum brotamönn- um? - Hvilfit hræsni! Agalausa þjóðfélagið Guðrún Magnúsdóttir skrifar: Ummæli Asgeirs Sigurvinsson- ar íþróttamanns um áhugaleysi hans á búsetu hér vegna agaleys- is og kæruleysis hafa orðið tilefni til leiðaraskrifa i dagblöðum. - f leiðara Mbl. segir m.a. að við veröum aö láta af kæruleysinu og beita okkur þeim sjálfsaga sem nauðsynlegur sé, eigi lífskjör og lífsþægindi að vera sambærileg hér og í nálægum löndum. Hvernig eiga íslendingar, sem hvorki hafa herskyldu né þegn- skylduvinnu, að taka sig á? Þjón- ustuskylda skapar aga og kurteisi í samskiptum og skilning á skyldu og ábyrgð. Hér er engu sliku til að dreifá. Gjaldþrotheímila Sigurjón skrifar: Framtak fslandsbanka, sem felst í því að senda m.a. stjórn- völdum tillögur um samræmt átak við skuldbreytingu lána fólks sem á í greiðsluerfiðleikum er í senn ísmeygilegt og bíræfið. Aö samræmdar aðgerðir banka, Húsnæðisstofnunar, lífeyris- sjóða, greiöslukortafyrirtækja og tryggingafélaga verði til þess að grynnka á skuldum stærstu skuldara bankanna (þ.m.t. Is- landsbanka) er út í hött. - Eða er ætlunin virkilega sú að láta al- menna skattborgara standa und- ir greiöslum skuldakónganna með hjálp ríkisins? Greiðsluerfið- leika einstaklinga og heiinila verða viðkomandi að taka á sig og bankarnir sömuleiðis. - Ekki ríkið eöa fólkið. Kristján Snæfells Kjartansson skrifar: Útsendingar gervihnatta eru stundaðar um allan heim. Til- gangurinn er raargvíslegur, svo sem sjónvarpssendíngar með al- mennt sjónvarpsefni, en ekki síð- ur til njósna, einkum iðnaðar- njósna. Slíkar njósnir fara einnig fram hér á landi að mínu mati og min skoöun er su aö þetta þurfi frekari athugunar við af hendi opinberra aðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.