Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993 3 Fréttir Einn togar i annan og sá þriðji í hina tvo. Þessir knáu kappar voru að vinna á bryggjunni á Kópaskeri, að „gera klárt“, eins og jiað heitir, og þeir beittu öllum brögðum til að dæmið gengi upp. DV-mynd gk Viðskiptaráðherra um birgðafærslu ríkisins á lambakjöti: Birgðahald verði tekið til opin- berrar skoðunar - almenrángi sendur reikningur fyrir gjafakjöti sem enginn vill éta „Það er full ástæða til að taka þetta birgðahald búvara nú til opinberrar skoðunar. Það eru komnar þaö margar ástæður til þess að það verði gerð vörutalning. Það er mjög einfalt fyrir fjármálaráðherra, sem greiðir fyrir hluta af þessum kostnaði, geymslu og vaxtakostnaö, að mælast fyrir um slíka skoðun. Þetta ræðist í ríkisstjórninni. Hvað felst í tregðu þankanna til að veita afurðalán út á þessar birgðir? Þetta er allt gert út á skattborgara. Þeim er sendur reikn- ingur fyrir geymslukostnaði, flutn- ingsgjaldi, vaxtakostnaöi, bein- greiðslum, gjafakjöti til útlanda og því sem enginn vill éta. Almenningi er sendur reikningur fyrir kjöti til þjóðar sem er miklu ríkari en Islend- ingar og við sjálfir höfum ekki efni á að borða,“ sagði Sighvatur Björg- vinsson viðskiptaráðherra aðspurð- ur um þær upplýsingar sem fram eru komnar um að bændur eigi rétt á tugmilljónaútflutningsbótum fyrir 250-300 tonn af lambakjöti. Málið snýst um millifærslu ríkisins á sölutölum yfir lambakjöt fyrir áriö 1992. Samkvæmt heimildum DV hafa bændur nú fullvissað fulltrúa land- búnaðaráðuneytisins um að ríkið hafi gefið rangar upplýsingar um sölutölur á svokallaðri ágústútsölu lambakjöts árið 1992 - hér er um að ræða hátt í 300 tonn. Útsölunni var komið á stuttu áður en nýr búvöru- samningur tók gildi. Freista átti þess að koma sem mestri ábyrgð af sölu lambakjöts frá ríkinu yfir á bændur sjálfa fyrir 1. september 1992 þegar nýr samningur tók gildi. „Það er alveg sama hvað neytendur gera. Þeir eru alltaf látnir borga fyr- ir matinn, hvort sem þeir vilja hann eða ekki. Þetta er með ólíkindum. Þessi tillaga verður til þess að við tökum erlent lán frá Japönum til að greiða lambakjöt ofan í Japani. Mann setur hljóðan ef þetta er rétt,“ sagði Sighvatur. „Það er búið að ákvarða öllum ráðuneytum sinn útgjaldaramma þannig að ég sé ekki hvernig hægt er að fara fram úr honum eins og nú standa sakir. Þaö er alveg klárt mál aö útgjöld umfram búvörusamn- inginn verða ekki veitt með okkar samþykki," sagði Sighvatur aðspurð- ur um afstöðu síns flokks, Alþýðu- flokksins, til málsins. Um landbúnaðarmálin almennt sagði Sighvatur að flokkurinn legði nú áherslu á endurskoðun búvöru- samningsins. „Landbúnaðarráð- herra hefur ljáð máls á því núna. Við höfum lagt áherslu á að fólki sé gef- inn kostur á að hera saman verð og gæði með því að takmarkaður inn- flutningur á búvörum verði hafmn. Allar líkur benda til að GATT- samkomulag náist á grundvelli Ur- uguayviðræönanna fyrir næstu ára- mót. Ef það tekst mun á það reyna á í ársbyrjun árið 1995,“ sagöi Sighvat- ur. -Ótt „SPORIГ Dansklúbbur fyrir krakka 13-15 ára verður vikulega með dans í einu glæsilegasta danshúsi borgarinnar. Kynningarkvöld miðvikud. 8. sept. Miða þarf að sækja í Faxafen 14 fyrir miðvikudag. STEPP - STEPP Láttu nú verða af því að læra stepp. Handhafar silfurskósins 1993. Hverfær skóinn 1994?? BARNA DANSAR Undirstaða fyrir allan samkvæmisdans. Þaðer okkarfag. FULLORÐNIR einstaklingar og pör Allur almennur dans, gamlir og nýir samkvæmis- dansar. KEPPNISDANSAR æfa tvisvar til þrisvar í viku auk æfingatímanna frjálsu. ★ Merkjapróf. Stjörnumerkin 12 - Skólamerkin 3. ★ JÓLAGLEÐI - GRÍMUBALL -LOKABALL INNRITUN og upplýsingar í Faxafeni 14 á skrifstofunni frá kl. 9—19 daglega. Símarnir eru 687480 og 687580. Ath. Okkar gjaldskrá er óbreytt frá því í fyrra. V/SA DANSSKÓLIHERMANNS RAGNABS KENNSLUSTAÐIR: GERÐUBERG - FROSTASKJÓL - FAXAFEN SKÓLI HINNA VANDLÁTU - DANSINN LENGIR LÍFIÐ - VERIÐ MEÐ FRÁ BYRJUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.