Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993 Afmæli Hörður Ingimarsson Hörður Ingimarsson kaupmaður, Smáragrund 11, Sauðárkróki, er fimmtugurídag. Starfsferill Hörður Ingimarsson gekk í Gagn- fræðaskóla Sauðárkróks og í Iðn- skóla Sauðárkróks. Hann varð sím- virki 1967 og símvirkjameistari árið 1970. Hörður stundaði öll almenn störf til sjávar og sveita á unglings- árunum og vann við verslunarstörf fram að tvítugu. Fyrst hjá Jens P. Eriksen kaupmanni, síðan hjá Sveini Guðmundssyni og Jóni Bjömssyni. Á námsárunum og að námi loknu var unnið aö uppsetningu og viðhaldi sjálívirkra símstöðva ásamt sérbún- aði vítt og breitt um landið. Hörður var skipaður svæðisum- sjónarmaður 1972 á svæði 95. Hann hætti störfum hjá Landssímanum síðla árs 1978. Hann var bæjarfull- trúi á Sauðárkróki 1978-1990, í meirihlutastarfi tvö kjörtímabil. Formaður bæjarráðs, veitustofnana og hafnarstjómar. Starfandi forseti bæjarstjórnar um tveggja ára skeið. Varaformaður sjúkrahússtjórnar í áttaár. Hörður sat í byggingamefnd öldr- unarheimilisins. í undirbúnings- nefnd að by ggingu steinullarverk- smiðju. í stjóm Grettistaks, fulltrúi og stóð að stofnun Sambands þétt- býlissveitarfélaga á Norðurlandi vestra. Fulltrúi á fjórðungsþingum. Tók þátt í stofnun Héraðsnefndar Skagfirðinga ogfulltrúi þar. Áhuga maður um norræna samvirmu og einn af fulltrúum Sauöárkróks hjá vinabæjunum fjórum, Koge, Krist- ianstad, Kongsberg og Esbo. Að auki var hann í ýmsum starfshópum og nefndum. Hörður hefur verið eig- andi húsgagnaverslunarinnar Hát- únsfrál976. Fjölskylda Hörður kvæntist Margréti J. Gunnarsdóttur, f. 1.8.1947, hús- freyju. Foreldrar hennar eru Gunn- ar Parmesson og Sigríður Magnús- dóttir, d. Seinni kona Gunnars er Þorbjörg Jónsdóttir. Böm Harðar og Margrétar eru Þorbjörg, f. 6.4.1968, hjúkrunar- fræðingur, Helga, f. 18.7.1970, kenn- ari; Davíð, f. 17.10.1976, nemi. Bræður Harðar: Bogi Ingimars- son, f. 23.7.1948, líffræðingur, kvæntur Bimu Helgadóttur sjúkra- hða, þau eiga þrjú börn; Ólafur R. Ingimarsson, f. 30.1.1950, skurð- læknir, kvæntur Veroniku Jó- hannsdóttur sjúkraliða, þau eiga þijúböm; Sigurður H. Ingimarsson, f. 5.5.1953, framkvæmdastjóri, kvæntur Elinoru Jósafatsdóttur bókara, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Harðar: Ingimar Boga- son frá Syðra-Skörðugili og Engil- ráð Sigurðardóttir frá Hvammi í Svartárdal. Hörður verður að heiman á af- mæbsdaginn. Hörður Ingimarsson. Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson, fyrrum sjómað- ur og vélstjóri, Blesugróf, Reykja- vík, er áttræður í dag. Starfsferill Gunnar fæddist að Kotströnd, Ölf- usi en fluttist ungur að Gljúfri í Ölfusi og ólst þar upp. Hann varð gagnfræðingur frá MA árið 1931 og var á mótornámskeiði 1939. Þá lauk hann Vélstjóraskólanum 1969. Gunnar var lengst af sjómaður á erlendum og innlendum skipum, oftast í vél, einkum síðari ár. Auk þess vann hann margs konar störf, m.a. var hann bréfberi. Hann sat í stjóm Póstmannafélags íslands 1948-1956. Fjölskylda Gunnar kvæntist Ósk Kristjáns- dóttur, f. 6.6.1915. Foreldrar hennar voru Kristján Benediktsson bóndi og Steinunn Sigurðardóttir húsfrú. Gunnar á einn stjúpson, Kristján Steinar Kristjánsson, f. 27.3.1937, dúklagninga- og veggfóðrarmeist- ara. Hann var kvænturJJjörgu Sig- urvinsdóttur. Þau eignuðustu þrjú böm. Núverandi maki er Sigríður Sæland. Foreldrar Gunnars eignuðust 13 böm, þar af komust 11 til fullorðins- ára og er Gunnar elstur þeirra. Þá koma Sigurður Einarsson, f. 21.9. 1918; Hjalti Einarsson, f. 25.8.1921; Vigfús Einarsson, f. 5.9.1924; Val- gerður Einarsdóttir, f. 19.7.1927; Álfheiður Einarsdóttir, f. 1.8.1928; Skafti Einarsson, f. 13.10.1929; Sig- ríður Einarsdóttir, f. 10.5.1931; Benedikt Einarsson, f. 17.9.1932; Sigtryggur Einarsson, f. 18.8.1935. Foreldrar Gunnars voru Einar Gunnar Einarsson. Sigurðsson, f. 16.11.1889, verkamað- ur og bóndi, d. 2.7.1963, og Pábna Benediktsdóttir, f. 28.7.1890, húsfrú, d. 18.9.1962. Páll Zophoníasson Páb Zophoníasson stundakennari, Miðbraut 9, Seltjarnamesi, varð sextugurígær. Starfsferill Páll fæddist á Bárðarstöðum í Loðmundarfirði og ólst m.a. annars upp á Korpúlfsstöðum. Páb tók stúdentspróf, próf í rennismíði og bifvélavirkjun. Hann var starfs- maður Rauða kross íslands frá 1979, sem viðgerðarmaður söfnunarkassa félagsins og eftirbtsmaður með rekstriþeirra. Páll rak áður vélsmiðju ásamt tveimur öðrum um 18 ára skeið. Hann hefur verið stundakennari í steinasbpun í hönnunardeUd Iðn- skólans í Hafnarfiröifrá 1. janúar 1991. Páll var í Kiwanisklúbbnum Nesi á Seltjarnarnesi í nokkur ár og var forseti hans veturinn 1978- 1979. Fjölskylda PáU giftist Öldu Jónu Vigfúsdóttur, f. 7.2.1935, ræstitækni í Valhúsa- skóla. Foreldrar hennar eru Vigfús Þorsteinsson og Þórunn Jónsdóttir. Börn þeirra eru: Vigfús Pálsson, f. 26.12.1955, kvæntur Klöru ÞórhaUs- dóttur; Trausti Pálsson, f. 12.8.1957, kvæntur Mary Ann Enos; Ábheiður Pálsdóttur, f. 12.8.1961, gift AUa VUhjálmssyni; og Gunnar Pálsson, f. 24.7.1967, ókvæntur. Systkini Páls eru Jóhann B. Jóns- son, hálfbróðir, d., Aöalbjörg Zoph- oníasdóttir og Lilja Zophoníasdóttir, d. Foreldrar Páls vom Zophonías Páll Zophoníasson. Stefánsson og Ólína Jóhannsdóttir. Páll verður erlendis á afmæbsdag- inn. Til hamingju með afmælið 1. september 80 ára Jóhanna Pálsdóttir, Klausturhólum 2, Skaftárhreppi. Hjalti Jónsson, Borgarhrauni 4, Grindavík. Hafsteinn B. Kröyer, Árbakka, Tunguhreppi. Magnús Andrésson, Suðurgötu 121, Akranesi. 70 ára Ófeigur Geirmundsson, Logalandi ll.Reykjavík. : Silvía Hrólfsdóttir, Hólabraut 16, Skagaströnd. Sigrún Lárusdóttir, Lágholti 14, Stykkishólmi. Árni Björn Steingrimsson, Lækjargötu 13, Akureyri. Daníel Jónsson, Mýrarholti 3, Ólafsvík. Kristín Steingrímsdóttir, Blómvangi 15, Hafharfirði, Pétur Arnar Vigfússon, Efstasundi7, ReyKjavík. Leifur Sörensen, Smyrlaitrauni 1, Hafnarfirði. Frímann V. Guðbrandsson, Brennihbð 5, Sauðárkróki. Sigurborg Jónsdóttir, Spftalastíg 2b, Reykjavlk. Theódóra Jóna Þórarinsdóttir, Nónhæð 1, Garðabæ. Guðbjört Sigrún Einarsdóttir, Lagarási 8, Egbsstöðum. Guðrún Sigurrós Paulsen, Austurhbð 1, Biskupstungna- hreppi. Pálína Valgerður Kristjánsdóttir, Krókatúni 18, Akranesi. Dagbjört Jónsdóttir, Mýrarkotí, Tíömeshreppi. i Guðbjörg H. Kristinsdóttir, Löngumýri 18, Akureyri. Merming Á opnunarsýningunni gaf að líta sérkennilega kæliklefa eftir Finnboga Pétursson. DV-mynd ÓE Heimamenn heima og í heimsókn Myndlist Fátt þótti mér fínna drátta í nýjum verkum Akureyringanna fimm í austursal Listasafns Akureyrar á opnunarsýningu þess. Þar er engu lík- ara en gamlar kbsjur hafi dagað uppi í hugarfylgsnum viðkomandi bsta- manna. Viðkvæðið virðist fremur vera það að gera verkin en að á bak við þau liggi skýr hugmynd eða markmið. Brottfluttu Akureyring- arnir eru á allt öðra róli. Kristín Guðrún Gunnlaugsdóttir byggir upp innri birtu í verki sínu í anda endurreisnarinnar og hið sama gera að sínu leyti Kristján Stein- grímur og Sigurður Ámi Sigurðsson. Kristján markar verk sín jafnframt iðnvæðingunni með sandblæstri og silkiþrykki, en Sigurður heldur sig við fyrri tíma tækni sem enn megnar að breyta eðh efnisins með sjónræn- um brehum. Kristinn Hrafnsson og Þorvaldur Þorsteinsson sýna hins vegar innsetningar sem þó era ekki bundnar ákveðnu rými. Verk þeirra eru því meira í ætt við höggmyndina, en með þeim formerkjum Duc- hamps að hstin sé hversdagsleg og að hennar beri ekki hvað síst að leita utan sýningarsalanna. Ólafur Engilbertsson Sérkenni rýmisins nýtt Þeir Kristján Guðmundsson og Finnbogi Pétursson hafa þá gullnu reglu í heiðri að sýningarýmið eigi að hafa tibögurétt. Kristján sýnir hluta gamalkunnugs verks, „Teikningar", sem samanstendur af pappírsrúllum og grafíti á góbi og á vegg. Athygh mína vakti nýtt verk utan skrár sem samanstendur af habamálum og áb og hæfir vel í hráu og hálfköraðu rýminu. Finnbogi sýnir sem fyrr verk sem ekki er síður fyrir eyru en augu. í þetta sinn hefur hann stibt upp álröri sem tæknibúnaður lætur slást í vegginn mibi kæhklefanna með mínútu milbbib. í hinum klefanum era hátalarar sem endurvarpa hljóðbylgjunum við undirleik vatnspípna hússins í loftinu. Þetta er að mínu mati eftirminnilegasta verk opnunar- sýningar Listasafns Akureyrar þar sem það nýtir vel sérkenni húsnæðis- ins. Það er von mín að þangað megi rata fleiri verk jafn eftirminnileg á komandi árum. Ég óska svo Listasafninu og aðstandendum þess tfi ham- ingju með að hafa sleppt marmaranum og panelnum og leyft húsnæðinu að halda sínum karakter.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.