Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993
25
Sturla kokkur Birgisson rennir fyrir fisk í Kvíslarfossinum seinni partinn í gær en áin var eins og stórfljót yfir
að líta. DV-mynd G. Bender
Laxá í Kjós eins og
stórfljót í gærkvöldi
Rigningin, sem heldur betur lét
finna fyrir sér hér sunnanlands í
fyrrdag, á eftir að hleypa lífi í veiði-
ámar og gefa veiðimönnum marga
laxa þangað til yfir lýkur á þessu
veiðisumri.
„Það voru laxar að koma í þetta
vatnsmagn en áin er þrisvar til
flórum sinnum vatnsmeiri en fyrir
tveimur dögum. Sumir af þessum
nýju löxum eru vænir,“ sagði Úlfar
Gíslason, leiösögumaður við Laxá
í Kjós, seinni partinn í gærdag.
Úlfar reyndi lengi við stórlax í Lax-
fossinum sunnanmegin en með
honum var erlendur veiðimaður.
Nokkru neðar en Úlfar var að veiða
reyndi Sturla kokkur Birgisson
með maðkinn eins og Úlfar.
„Þetta var vel yfir 20 punda lax
en hann fékkst ekki til að taka. Það
voru tveir laxar með honum. Þeir
hafa verið kringum 14-15 punda.
Ég renndi maðknum að þessum
væna í rennunni sunnan megin í
Laxfossinum en það var bara ein
taka og það gætu hafa verið hinir
laxamir. Ég sá um 30 laxa ofar í
Laxfossinum fyrir skömmu en þeir
hafa horfið eitthvað. Það bætast
örugglega við einhveijir nýir laxar
í þessu mikla vatni sem núna hefur
komið eftir rigninguna," sagði Úlf-
ar ennfremur.
„Við vorum að telja laxana í gær-
kvöldi, þetta eru 1195 laxar og það
eru tveir 17 punda þeir stærstu,"
sagði Sturla kokkur Birgisson sem
veiddi í Kvislarfossinum með
maðkinn en hafði ekki árangur
sem erfiði þar. Sturla veiddi seinna
um daginn 7 punda lax á maðk í
Holunni.
Þegar við yfirgáfum Laxá í Kjós
byrjaöi að rigna og þegar rennt var
fram hjá Leirvogsánni hafði hún
heldur betur breyst, var orðin
verulega vatnsmikil og veiðimenn
voru að reyna fyrir neðan þjóðveg-
inn. Skyldi laxinn vera aö ganga í
hanaeinsogíKjósinni? -G.Bender
Lokatölur 2016 laxar í Norðurá
„Lokatölur úr Norðurá á þessu
sumri eru 2016 laxar og það var
mokveiði í gærdag, það veiddust
yfir 30 laxar. Það rigndi verulega
og skipti öllu máh héma á Norður-
árbökkum," sagði Guðjón, kokkur
í veiðihúsinu við Norðurá, í gær-
kveldi. En síðasti dagurinn í ánni
var í gær og síðustu dagamir hafa
gefið vel af laxi.
Fyrstu veiðiánum var lokað á
þessu sumri í gærkvöldi, Norðurá,
Þverá og Laxá á Ásum.
-G.Bender
Sýningar
Sýning í Gallerí 11
Fimmtudaginn 2. september lýkur
skúlptúrsýningu Ingu S. Ragnarsdóttm- í
Gallerí 11 á Skólavörðustíg 4a í Reykja-
vik. Hún sýnir þar verk sem hún hefur
unnið á þessu ári. Meginefnið í verkun-
um er þakrennur, bárujám og litaður
stúkkmarmari sem hún tengir saman á
sérstakan hátt. Sýningin er opin daglega
kl. 14-16 og lýkur eins og fyrr segir
fimmtudaginn 2. september.
Tilkyimingar
Saumahornið á Höfn
Verslunin Saumahomiö, sem verið hefur
í Nesjum, er flutt í nýtt húsnæði að Hafn-
arbraut 40 á Höfn. Saumahomið verslar
með alls konar metravöm og smávörur
til sauma. Eigandi verslunarinnar er
Steinunn Benediktsdóttir og gerir hún
meira en bara að selja efnin - hún kenn-
ir þeim sem þess þurfa að sníða og sauma
úr þeim.
Fataverslunin Lónið á Höfn
Guðný Helgadóttir hefur opnað fataversl-
unina Lónið að Vesturbraut 4 á Höfn.
Guðný byrjaði að versla í leiguhúsnæði
en er nú flutt í sitt eigið verslunarhús.
Félag eldri borgara
í Reykjavík og nágrenni
Snúður og Snælda hafda fund í Risinu,
Hverfisgötu 105, kl. 15 í dag. Fundarefni:
vetrarstarfið, næsta leikrit og framsagn-
amámskeið sem halda á í byijun sept.
Nýir félagar velkomnir.
Ljóðalestur á Café
au lait
Fimmtudagskvöldið 2. september kl.
21-21.30 verður fjóðaupplestur á Café au
lait í Hafnarstræti og verður aðgangur
ókeypis. Nú er að hefjast röð Ijóðaupp-
lestra á vegum bókaútgáfunnar Hring-
skugga og verða þeir einu sinni í mánuði
á Café au lait. Fyxstu skáldin sem kynna
verk sín era Páll Biering og Birgir Svan.
Páll les úr sinni fyrstu bók sem brátt mun
koma út á prenti. Birgir Svan les einnig
úr óútkominni ljóðabók sem verður sú
tíunda frá hendi höfundar. Ljóðaunnend-
ur era hvattir til að mæta.
Enn um álfa og huldu-
fólk I Hafnarfirði.
Næsta ferö með Erlu um huliðsheima
Hafnarfjarðar verður farin fimmtudag-
inn 2. september kl. 19. Enn era örfá
sæti laus i þessa ferö. Bókað er í ferðim-
ar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna að
Vesturgötu 8 (húsi Riddarans), sími
650661. Allir fá huliðsheimakort í upphafi
ferðar.
Merkjasöludagar Hjálp-
ræðishersins
Hinir árlegu merkjasöludagar Hjálpræð-
ishersins á íslandi veröa að þessu sinni
frá og með deginum í dag til fóstudagsins
3. september. Merkjasala Hjálpræðis-
hersins er þýðingarmikil fjáröflunarleið
fyrir starf hans hér á landi. Tekjur af
merkjasölunni era einkum notaðar til að
fjármagna bama- og unglingastarfiö sem
er að hefjast að afloknu sumarfríi. Merk-
ið, sem er hringlaga limmiði með áprent-
uðu blómi, verður selt á götum Reykja-
víkur og Akureyrar og einnig verður víða
selt í húsum. Verðið er hið sama og und-
anfarin ár, kr. 100.
Taflfélag Kópavogs
Hraðskákmót (5-15 mín.) verða á mið-
vikudögum kl. 20 og á sunnudögum kl.
14. Aðalfundur verður haldinn mánudag-
inn 6. september kl. 20. Á dagskrá era
venjuleg aöalfundarstörf, kosning stjóm-
ar og fl. Félagar era hvattir til að mæta
á fundinn og taka þátt í umræðum.
Haustmót T.K. hefst sunnudaginn 5. sept-
ember kl. 14. Teflt verður á sunnudögum
kl. 20 (fyrir utan 1. umferð) og þriðjudög-
um og fimmtudögum kl. 20. Skrárúng er
í símum T.K. á miðviku- og sunnudögum
og á mótsstað. Öll starfsemi T.K. fer fram
í húsnæði T.K. að Hamraborg 5. Ath:
Þeir keppendur í haustmóti T.K. sem
hyggjast taka þátt í helgarskákmóti
Timaritsins Skákar á Akranesi 3.-5. sept-
ember geta fengið 1. umferð í haustmóti
T.K. frestað ef þeir láta vita með fyrir-
vara.
Hafnargönguhópurinn
í kvöld fer Hafnargönguhópurinn í
kvöldgöngu ff á Tjaldhóli í Fossvogi niður
á Miðbakka í Gömlu höfninni. Gengið
verður með Fossvoginum, eftir skógar-
götum í Öskjuhlíðinni, Vatnsmýrinni,
Hljómskálagarðmum og niður á Mið-
bakka. Mæting kl. 20 við Hafnarhúsið að
vestanverðu og síðan farið með Almenn-
ingsvögnum suður í Fossvog. Gangan
hefst við Tialdhól kl. 20.30. Allir velkomn-
ir í gönguferð með Hafhargönguhópnum.
Veiðivon
Tónleikar
Tónleikar að Logalandi
í kvöld, 1. september, munu Gunnar
Guðbjömsson óperasöngvari og Jónas
Ingimundarson píanóleikari halda tón-
leika í Logalandi í Borgarfirði. Tónleik-
amir hefjast kl. 21. Dagskráin verður fjöl-
breytt, íslensk og sænsk lögum auk óper-
ettu- og óperaaría.
Leikhús
ÞJ0ÐLEIKHUS®
Sími 11200
Sala aögangskorta er hafin
Aðgangskortin gilda á eftirtalin verk
sem sýnd verða á stóra sviðinu:
ÞRETTÁNDA
KROSSFERÐIN
eftlr Odd Björnsson
ALLIR SYNIR MÍNIR
eftir Arthur Miller
MÁVURINN
eftir Anton Tjekov
GAURAGANGUR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
GAUKSHREIÐRIÐ
eftir Ken Kesey/Dale Wasserman
Kortin veita elnnlg verulegan afslátt á
sýningar á smiðaverkstæði og litla sviði.
Verð kr. 6.560 pr. sæti
Elli- og örorkulífeyrisþegar, kr.
5.200 pr. sæti
Frumsýningarkort, kr. 13.100 pr.
sæti
Miðasala Þjóölelkhússins verður opln
alla daga frá kl. 13-20 meöan á korta-
söiu stendur. Einnlg verður tekið á móti
pöntunum I sima 11200frá kl. 10 vlrka
daga.
GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA
Græna linan 996160 - Leikhúslínan
991015
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
Sala aðgangskorta er hafin.
Kortin gilda á fjórar sýningar á stóra
sviði og eina á litla sviði, aðeins kr.
5.900.
Frumsýningar kr. 11.400.
SPANSKFLUGAN
eftir Arnold og Bach
ELÍN HELENA
eftir Árna Ibsen
ENGLAR í AMERÍKU
eftirTony Kushner
EVA LUNA
eftir Kjartan Ragnarsson, Egil Ólafs-
son og Óskar Jónasson.
GLEÐIGJAFARNIR
eftir Neil Simon
Miðasalan er opin alla daga frá kl.
14-20 meðan á kortasölu stendur.
Auk þess er tekið á móti miðapöntun-
um i síma 680680 frá kl. 10-12 alla
virka daga.
Greiðslukortaþjónusta
Leikfélag Reykjavíkur -
Borgarleikhús.
Skólaostur
R U M L E G A
15%
LÆKKUN!
VERÐ NU:
VERÐ ÁÐUR:
ÞÚ SPARAR:
599 kr.
kílóið.
■ kílóið.
110 kr.
á hvert kíló.
OSTA OG
SMIÖRSALAN SE