Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 13
13 MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993 dv ~_______________________________________________________________Neytendur Sértilboð og afsláttur: Svínakjötsveisla og íslenskt grænmeti Tilboðin í Bónusi gilda frá fnnmtu- degi til laugardags. Þar fæst 100% appelsínusafi á 69 kr., Hagver hrís- grjón á 79 kr„ Kellogg’s Corn Pops, 379 g, á 167 kr. og Bambolína bleiur, 24 stk. maxi, á 399 kr. Einnig fæst K&K lúxus svína- skinka á 959 kr., fjölnota myndavél m/filmu á 997 kr. og Planters hnetu- smjör á 149 kr. (ef þú kaupir eina dós færðu aðra fría). Bónus í Hafnarfirði og á Seltjamamesi verða með kynn- ingar á Kellogg’s Pops. Kjöt og fiskur Tilboðin í Kjöti og fiski gilda frá miðvikudegi til miðvikudags en „svínakjötsveislan” gildir frá fimmtudegi til sunnudags. Á tilboði er lítri af Super appelsínu- safa á 77 kr., 'A kg af Super lúxus kaffi á 179 kr., Town House maís- kom, 480 g, á 64 kr., nautahakk á 485 kr. kg og léttreyktur lambahryggur á 698 kr. kg. Svínakjötsveislan býður upp á svínakótelettur á 945 kr. kg, svínaherðablöð á 398 kr. kg, svína lærissneiðar á 495 kr. kg, svínarif á 490 kr. kg og sneiddan svínabóg á 495 kr. kg. Garðakaup Tilboðin í Garðakaupum gilda frá miðvikudegi til miðvikudags. Þar fást 500 g af Java kaffi á 175 kr„ 2,1 kg af Nopa þvottadufti á 198 kr„ 2 1 af Nopa mýkingarefni á 89 kr. og Cider, epla- og perusafi, á 218 kr. Einnig 1,5 kg af Marquise frönsk- um kartöflum á 264 kr„ Bayon skinka (meðan birgðir endast) á 875 kr. kg, svínakótelettur á 945 kr. kg og söltuð rúllupylsa á 270 kr. kg. Fjarðarkaup Tilboðin í Ejarðarkaupum gilda út þessa viku. Þar fæst íslenskt blómkál á 99 kr. kg, íslenskt hvítkál á 88 kr. kg, íslenskt spergilkál á 119 kr. kg og vatnsmelónur á 59 kr. kg. Einnig Java kaffi, 500 g, á 178 kr„ kryddlæri frá Kaupfél. Borgnesinga á 711 kr. kg, lasagne á 349 kr. kg, heimilispakkning af vaniUmspinn- um á 229 kr. og af appelsínupinnum á 210 kr. Hægt er að fá 10 kerti, 24 cm, á 119 kr„ gróf og fín Myllu samlokubrauð á 98 kr„ Myllu skúffuköku á 159 kr. og gróf og fín Myllu hvítlauksbrauð á 149 kr. Á sértilboði frá kl. 19-21 á fostudag er Ola Party pitsa, ein með öllu, og 'A 1 kók á 289 kr. Hagkaup Tilboðin í Hagkaupi gilda einungis í dag, ný koma á morgun. Þar fæst ijómalöguð lifrarkæfa á 289 kr„ ís- lenskt blómkál á 109 kr. kg, íslenskt hvítkál á 49 kr. kg og íslenskt kína- kál á 65 kr. kg. Einnig bjóðast niðursn. Myllu hefí- hveitibrauð á 79 kr„ Kellogg’s Corn Pops, 375 g, á 179 kr„ MS Floridana appelsínu- og eplasafi, 3x200 ml, á 99 kr. og MS kókómjólk, 250 ml, á 35 kr. Næstu helgar verða kynningar í verslunum Hagkaups á morgunmat, áleggi, brauði og ýmsum vörum sem tengjast mataræði og nesti skóla- barna. -ingo Frysting grænmetis Framboö af grænmeti er í hámarki um þessar mundir og þvi tUvahð að frysta til vetrarins. Margar tegundir grænmetis hafa verið frystar með mjög góðum árangri og er það talin besta geymsluaðferðin til að við- halda gæðum þess hvað varðar bragð, áferð og næringargUdi. Grænmeti er betra að frysta því nýrra sem það er. Áður en það er fryst er nauðsynlegt að hreinsa það og fjarlægja skemmdir. Til að fryst- ingin takist vel þarf að snöggsjóða grænmetið fyrst í þvi formi sem þið vUjið bera það fram (niðursneitt eða heUt) og kæla það aftur eins hratt og kostur er. Bæði er hægt að stinga því í ísvatn eða skeUa því undir renn- andi kalt vatn og er það gert í svipað langan tíma og suðutíminn er. Miðað er við að þurfi 1 lítra af vatni fyrir hvert kg grænmetis. Vatnið er hitað að suðu og suðutími reiknaður þar frá. Suðutími blómkálshöfuðs er 6-8 mín. en blómkálshríslna 2-3 min„ hvítkál er hlutað í 2-A hluta og soðið í 3-5 mín„ grænkál er tekið af blað- stilkunum og soðið í 2-3 mín„ gulræt- ur eru soðnar í 3-7 mín. eftir stærð og spínatblöð eru tekin af stilkunum og soðin í 2 mín. Best er að pakka grænmeti í plast- umbúðir en plastið veröur aö vera bæði rakahelt (svo grænmetið þorni ekki) og súrefnishelt (svo súrefni skemmi það ekki). Sniðugt er að setja plastumbúðirnar ofan í mjólkur- hymur svo betur fari um grænmetið í frystinum og pakka hæfilegu magni tU einnar máltíðar í hvern plastpoka. -ingo Það getur verið ágætt að kunna flök. Flakið fískana og beinhreinsið aðgrafafískefþiðeruðí vandræð- vandlega með flisatöng. Blandið um með að nýta veiðina. Hér á eft- saman 2 msk. af salti, 1 msk. af ir fer lýsing á því hvernig hægt er sykri, slatta af dilh (fersku eða að grafa sUung en einnig er hægt þurrkuðu) og svörtum pipar (ný- að nota aðrar fisktegundir. Yfírleitt möluðum). Stráið þessu yfír flökin er þó betra aö grafa feitari fiskteg- og leggið saman tvö og tvö. Pakkið undirnar, eins og t.d. ufsa, karfa, hvorum fiski þétt inn í álpappír og sUung eða lax. setjið undir farg (t.d. skurðarbretti) og inn í kæhskáp í a.m.k. 2 sólar- Aöferð: hringa. Snúið fiskunum a.m.k. einu Magniö miðast við 2 fiska, fjögur sinni til tvisvar á sólarhring. -ingo Mjög gott er að frysta blómkál og geyma en eins og allt annað grænmeti þarf að þrífa það vel áður og jafnvel hluta niður. Blómkálssúpan hennar mömmu KUóið af blómkáh kostar ekki nema rétt rúmlega hundrað krónur út úr búð og er því meö ódýrasta móti núna. Af því tilefni fylgir hér uppskrift að mjög ljúffengri blóm- kálssúpu eins og mamma gerir hana. Innihald: 1 blómkálshöfuð 1 'A 1 blómkálssoð 30 g smjörlíki 30 g hveiti (3 msk.) 2 eggjarauður /i tsk. kjötkraftur salt 1 peU rjómi Blómkálshöfuðið er soðið í 1 'h 1 af vatni. KáUeggirnir eru soðnir með til að fá bragð. Búin er tU smjörboUa (hveiti og smjörlUd) og þynnt út með soðinu þar til súpan er kekkjalaus. Eggjarauðurnar eru þeyttar og súp- unni blandað út í hrærivélaskáUna í smáskömmtum og hrært í á milU (svo hún skUji sig ekki). HelUð súp- unni svo aftur í pottinn og gætið þess að hún sjóði ekki. Bragðbætið með salti, kjötkrafti og rjóma. Blómkálið er síðan skorið niður og sett út í súp- una. Míög gott er að bera súpuna fram með nýju brauði og ísköldu vatni. -ingo kaupauki - sparaðu með kjaraseðlum Kjaraseðillinn gildir | í þeirri verslun sem tilgreind er hér til hliðar. Einn seðill Igildir fyrir eitt eintak af vörunni. I | Þessi seðill gildir til: 30. september 1993 BRÆPURNIR íjlflORMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Frön&k hágcaÖa íeirvara frá hinum þekkta framieihanda, Kjaraseðillinn gildir á hárgreiðslustofunni sem tilgreind er hértil hliðar. 20% afsiáttur gegn framvísun þessa kjaraseðils. OPIN TIL KL. 22:00 ÖLL KVÖLD VIKUNNAR Þessi seöill gildirtil: 30. október 1993 ________ I Smiðjuvegi 4b • Sími 673838 | (bak við Bónus í Kópavogi)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.