Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 12
12 Spumingin MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993 Hefurðu farið að tína ber nýlega? Guðjón Guðbjartsson: Nei, ég hef nú ekkert farið nýlega. Hildur Dagsdóttir: Nei, það er ekkert að finna nema grænjaxla núna. Ólafur Sigurðsson: Nei, því miður. Gunnar Reynarsson: Ég er að fara á eftir að tína ber. Jarl Stefánsson: Nei, en ég ætla að fara bráðlega í Hvalíjörðinn. Helena Björnsdóttir: Nei, ég hef ekk- ert farið í sumar. Lesendur íbúðir fyrir 55 áraogeldri! Ingibjörg Jónsdóttir skrifar: Mikið hefur verið rætt og ritað um svokaUaðar þjónustuíbúðir fyrir aldraða og ekki að ástæðulausu. Margir eldri borgarar hafa orðiö illa úti vegna vistaskiptanna, sem böm eða ættingjar hafa gjarnan hvatt til, og þá oftast til þess að losa um pen- inga fyrir þá síðamefndu. Nú er byrj- að að auglýsa þjónustuíbúðir fyrir aðra aldurshópa, t.d. „fyrir 55 ára og eldri“. Þar meö er seilst neðar í ald- ursstigann til að fá fleiri til að rýma sín hús svo að afkomendumir geti farið að ráðskast með fjármunina. Ég held að vemlega illa hafi verið að málum staðið á allan hátt varð- andi áhersluna á að eldri borgarar rými hús sín og fari inn í þessar þjón- ustuíbúðir. Sannleikurinn er sá að í þessum þjónstuíbúðum eru hinir eldri engu betur settir að neinu leyti en í sínum eigin íbúðum. í þjónustu- íbúðunum verða aldraðir sífellt eldri og þar kemur að þar búa ekki aðrir en gamalmenni, oft ósjálíbjarga er þurfa aðhlynningar við, rétt eins og í heimahúsum væri. Hver er þá akkurinn? Að hafa selt eigið húsnæði til að verða gamal- menni í íbúðum þar sem sambýlis- fólk er líka gamalmenni? Er þá ekki eins gott að biða bara elli sinnar heima eins lengi og fært er og færa sig svo inn á hin heföbundnu elli- heimili? Ellin færist jafnt yfir í þjón- Eru þjónustuíbúðirnar hin nýja tegund elliheimila? ustuíbúðum og annars staðar. En auðvitaö verða bömin að bíða eitt- hvað lengur eftir „uppgjörinu“ með gamla fyrirkomulaginu. Það skyldi líka taka til greina að þessar þjónustuíbúðir hafa ekki reynst það fyrirheitna land sem margt eldra fólk hélt. Verðið hefur hlaupið upp úr öllu valdi og söluverð ágætrar eignar aldraðra hefur oft ekki nægt til að kaupa hina eftirsóttu þjónustuíbúð sem svo varð ekki neitt skjól þegar til kastanna kom. - En kannski lætur fólk „55 ára og eldra“ glepjast, líkt og hin 65 ára og eldri, til að selja ofan af sér fyrir nýjar þjónustuíbúðir. Ætlilífeyrissjóðimir verði ekki að breyta reglum sínum eitthvaö áður en 55 ára og éldri fara að draga sig í hlé frá vinnumarkaðin- um með það í huga að festa kaup í þjónustuíbúðum. Sú hugmynd er þó ekki svo fráleitt sem slík, en þegar lífeyrissjóðirnir segja: Þú færð ekki fufian lifeyri fyrr en eftir 70 ára ald- ur, þá er ekki vænlegt fyrir fólk að lækka viðmiðunaraldur ellinnar í 55 ár. Ráðalaus í skrúf uleysi Einar skrifar: Ég trúði ekki afgreiðslumanninum í BYKO þegar hann svaraði mér og sagði að það væru bara engar svona skrúfur til. - Ég ætlaði að kaupa nokkrar venjulegar skrúfur, þessar með raufinni, til að festa með lamir sem höíðu bilað. Mér var svo sem sama þótt ég notaði stjörnuskrúfur, því ég á bæði skrúfjárnin til. En þá kom afgreiðslumaðurinn mér enn á óvart og sagði að þær væru heldur ekki til nema í örfáum stærðum. - Báðar þessar tegundir af skrúfum heyrðu sögunni til og nú væri það sexkanturinn sem tæki við! Ég er svo undrandi á þessum frétt- um að ég á ekki orð til lengur. Átti þó nokkur í versluninni meðan ég var undir áhrifum af sjokkinu. Ég trúi ekki aö það eigi yfir okkur ís- lendinga að ganga að fylgja svo tísk- unni í tækninni að við þurfum brátt að henda góðum og gildum skrúf- jámum bara af því að einhverjar verslanir vilja kaupa inn nýja kyn- slóð af skrúfum. Hver hefur beðið um þessa breytingu, ég bara spyr? Samkvæmt uplýsingum, sem les- endasíða DV fékk, er þetta misjafnt hjá byggingavöruverslunum. í BYKO verða einungis til svokallaðar TORX-skrúfur Q).e. ekki hinar venju- legu með rauf eða stjömu). Hjá Húsa- smiðjunni og fleiri verslunum feng- ust þær upplýsingar að ekki stæði til að stöðva innkaup á stjörnuskrúfum. Djass meö tangóundirtóni í húsi Málarans: Mögnuðtónlist, meiri háttar flutningur G.R.A. skrifar: Það er ávallt útgeislun saknaðar og trega sem umlykur áheyrendur hins argentínska tangós. Það er margt sem tengir tangóinn djassi en greinir þó á í mikilvægum atriðum. SvokaUaður „nuevo tango" hefur t.d. verið rækilega bendlaður við bæði „be-bop“ og „bossa nova“. Tangótónninn er aldrei langt und- an þegar bandoneón er annars veg- ar. Og bandoneón var annars vegar á tónleikunum í veitingahúsinu Sól- oni íslandusi sunnudagskvöldið 29. ágúst. Þar léku þeir Oliver Manoury, Arrigo Cappelletti, Tómas R. Einars- son og Matthías Hemstock eins kon- ar tangódjass í aUt að þrjá tíma fyrir fuUan sal áheyrenda. - Hrifning gesta var mikU og verðskulduð því aUir vora hljóðfæraleikaramir frá- bærir og náðu ótrúlega vel saman. Píanóleikarinn Arrigo CappeUetti er ítalskur og er þekktur víða um lönd. Hugur og hönd þessa frábæra djass- ista virka samvaxin píanóinu og hann hélt tónleikunum uppi fyrir sína parta. En það gerðu líka hinir þrír. Ekki síst OUver Manoury, sem endurnýjaði nú enn kynni sín við okkur hér með leik sínum á þetta einstæöa hljóðfæri, sem á sér merki- lega sögu. OUver Manoury var auð- vitað hinn breiði burðarás tónleik- anna, þótt píanóið gegndi miklu hlut- verki, svo og leikúr Tómasar R. Ein- arssonar og Matthíasar Hemstocks, sem báðir áttu mikinn þátt í því að þetta urðu stórtónleikar. Tíu lög vora á efnisskránni og aukalag að sjálfsögðu. Tango Rino- vato eftir píanóleikarann Monk’s Mood og Ólag eftir Tómas R. Einars- son voru að mínu mati eftirminnUeg- ustu lögin. - Tónleikamir voru sér- stakur viðburður eins og ávaUt er Manoury heldur hér tónleika. A tangódjasshljómleikum á Sóloni íslandusi. Arrigo Cappelletti (pianó), Oliver Manoury (bandoneón), Tómas R. Einarsson (bassi) og Matthías Hemstock (trommur). Hringið í síma 63 27 00 milli ki. 14 og 16-eóa skrifið Nafn og sltnanr. vcrAur aðfylRfa hrríurn Ámi Kristjánsson hringdi: Merkileg þótti mér frétt í blaði fyrir stuttu, þar sem sagt var frá j)vi að ekki myndi verða tekið á móti fleiri atbrotamönnum til fangelsisvistar í bráð. Mér er nú sama hvort hér er um aö ræða skort á fangelsisrými eða eitt- hvað annað, ég sé ekki hvaða hlutverki það þjónar að vera að birta svona fréttir. Einfeldningar, og oftast eru það þeir sem ánetj- ast glæpum og afbrotum af ýmsu tagi, ganga auðvitað á lagið og telja sér óhætt að brjóta af sér því þeir veröj ekki settir imi fyrsta kastið. - Ég tel að hér sé um van- mat í fréttaflútningi að ræða. Beingreiðsiur tilbænda Sigurður Pétursson skrifar: Því er slegið upp sem stórfrétt- um dag eftir dag í útvai-pi og sjón- varpi aö svokallaðar „bein- greiðslur" til bænda séu á bilinu frá rúmum hundrað þúsund krónum og upp i rúmar fiögur hundruð þúsund á mánuöí. - Og svo er bætt við; þetta er fyrir utan afuröaverðið sjálft. Hvernig á al- menningur að halda annaö en hér sé um hreinar tekjur fyrir bænd- ur að ræða? En þetta eru auðvitað ekki fiármtuúr sem bóndinn get- ur eignað sér og lagt inn í næsta sparisjóð. Þetta eru umsamdar greiðslur hins opinbera til aö mæta kostnaði býlanna við af- urðaframleiðsluna. Þaö er ósann- gjarnt að dreifa fréttum um greiðslur til bænda á þennan hátt, án skýringa. Skattagledi SjáBf- Sjálfstæðismaður skrifar: Ég veit ekki hvert forusta Sjálf- stæðisflokksins er að fara með flokkinn. Ef hún heldur til streitu tvísköttun sparifiár þeírra sem ætluðu að eiga fé aflögu tíl efri ára þá fær flokkurinn ekki mörg atkvæði i næstu kosningum. - Reynið bara ef þíð þorið. Fréttastuldurer hvimleiður Herdís hringdi: í lesendabréfi ÐV sl. fóstudag er athugasemd frá fréttamanm Bylgjunnar við fiölmiðlagagn- rýni i sama blaöi þar sem sagt var aö frétt ein á Bylgjunni hefði veriö lesin næstum orðrétt úr DV. Þetta er áreiðanlega ekki einsdæmi og minnir migá að eitt sinn, er ég var að hlusta á Aðal- stöðina fyrir löngu, las stúlka næstum orðrétt upp úr tímarit- inu Úrvali nokkuð sem mér var minnisstætt, því ég hafði lesið þaö sjálfur. r í stað þess að geta tímaritsins Úrvals brá hún á það ráð að segja þettahafabirst íhinu þekkta timariti „Siriger Com- munication", en það var skráð neðanntáls oger nafn á fyrirtæki sem dreifir efni til ýmissa tíma- rita en ekki nafn á tímariti. Helga skrifar: Það er ekki nóg með að ríkis- sjónvarpinu sé neytt inn á mann heldur voga þeir hjá Sjónvarpinu sér aö spilla matartíma fiölskyld- mmar með því aö senda út barna- efni kl. 19.00 og koma á stríöi milli foreldra og barna. Ég er orð- in mjög þreytt á því að þurfa að draga börnin frá sjónvarpstæk- inu til að borða matinn sinn. Þetta eru oft eini rólegi tíminn sem fiölskyldan á saman og ég ætla aö vona að þessu verði breytt hið fyrsta. - Rfkissjónvarp- iö getur haft eitthvað amiað á þessum tíma en bamaefni eða íþróttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.