Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993 15 Sparað og hagrætt í landbúnaði Óvenju hörð og óvægin umræða hefur átt sér stað að undanfórnu um landbúnaðinn, stöðu hans í samfélaginu og jafnvel sjálfan til- verurétt hans. Tilefnið er m.a. ný- útkomin skýrsla um samanburð á stuðningi við landbúnað á Norður- löndum. Á grundvelh þessarar skýrslu er því haldið fram að landbúnaður sé meira styrktur hér en annars stað- ar þekkist og unnt sé að lækka matarreikning heimilanna um 40% eða sem svarar 255 þús. kr. á hveja fjölskyldu í landinu með því einu að gefa innflutning búvara frjálsan. Blekkingin stóra Um það er ástæðulaust að deila að markaðsstuðningur við land- búnaðinn er hér með því mesta sem þekkist, þó sennilega á svipuðu stigi og í Finnlandi, Noregi og Sviss, svo dæmi séu nefnd. Það er jafn- framt staðreynd að verulegs óhag- ræðis gætir hér í búrekstri og vinnslu og dreifingu búvara sem er sumpart afleiðing af hnattstöðu landsins, sumpart af áratuga ríkis- forsjá og markaðsfirringu. Um skýrsluna ætla ég ekki að fjaUa hér né efnistök eða talnameð- ferð höfundanna. Það þarfnast allt nánari athugunar. En blekkingin stóra felst í því að halda því fram að menn geti borið innlent verð saman við svokallað heimsmark- aðsverð og reiknað mismuninn í vasa íslenskra neytenda. Kjallarinn Sigurgeir Þorgeirsson aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra Fyrst kemur til að ekki yrði nema í sumum tilvikum fluttar inn þær vörur sem þó finnast á umræddu verði. Þar er oft ekki um gæðavöru að ræða. Þá má heldur ekki gleyma kostnaði við flutning og umsýslu vörunnar hér en hann er sérstak- lega hár þegar um ferskar matvör- ur er að ræða. Hvers vegna skyld- um við t.d. ekki geta keypt suðræna ávexti hér á hliðstæðu verði og í framleiðslulöndunum? Eða svo jafnvel sé tekið óskylt dæmi: Af hveiju kosta Levi’s galla- buxur 7000 kr. hér á landi en 2000- 3000 kr. í Bandaríkjunum? Það er hollast fyrir menn að átta sig á því . blekkingin stórafelst í að halda því fram að menn geti borið innlent verð saman við svokallað heimsmark- aðsverð og reiknað mismuninn í vasa íslenskra neytenda.“ „Algengt er að verð á búvörum hafi lækkað um 10-20% að raungildi á fáum árum ... “ segir Sigurgeir m.a. í greininni. að það er fleira dýrt hér á landi en innlendar búvörur í samanburði við önnur lönd. Bein tekjuskerðing Annar þáttur umræðunnar snýr að „óhóflegum" ríkisútgjöldum til landbúnaðar. Vissulega eru þau há en þó ekki nema sambærileg við það sem algengt er í okkar heims- hluta þegar allt er talið. Kjami málsins er sá að allra síð- ustu ár er gengið hart fram í því að lækka þessi útgjöld. Á tveimur árum hafa útgjöld ríkisins, sem tengjast landbúnaði á einn eða ann- an hátt, lækkað um 34% og enn horfir til lækkunar á næsta ári. Hér er um að ræða raunveruleg- an og varanlegan sparnað ríkisút- gjalda; miklu meiri en menn al- mennt gera sér grein fyrir. Hið sama má segja um þróun búvöru- verðsins. Algengt er að verð á bú- vörum hafi lækkað um 10-20% að raungildi á fáum árum og dæmi eru um enn meiri lækkun á einstökum afurðum. Svo langt hefur þegar verið geng- ið gagnvart sauðfjárbændum með afnámi útflutningsbóta og lækkun afurðaverðs að heildartekjur greinarinnar eru að minnka þessi misseri um 30-40%. Því miður kemur þetta að stærstum hluta fram sem bein tekjuskerðing hjá hverjum bónda. Upphróp áróðursmanna um að hér sé ekki gengið nógu vasklega fram í niðurskurði á „velferðar- kerfi sauðkindarinnar" eru í hæsta máta óábyrg og ósanngjöm. Sigurgeir Þorgeirsson Gönuhlaup Norðmanna Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra hefur nú að fullu upplýst undarlega hegðun Norð- manna gagnvart íslendingum og er vonandi að hegðun þeirra stafi af kosningaskjálfta. Bæði utanrík- isráðherra og sjávarútvegsráð- herra Noregs saka íslendinga um að hafa snúið baki við stefnu sinni í sjávarútvegsmálum. - Norskir fjölmiðlar trúa þeim og taka undir þennan söng. Sök íslendinga á að vera sú að vera orðnir talsmenn úthafsveiði- þjóða í stað strandríkja. Norsku ráðherrarnir gengu svo langt á Stokkhólmsfundinum um daginn að leggja fram drög að sameigin- legri yfirlýsingu íslands og Noregs sem þeir sögðu óbreytt orð úr drög- um að alþjóðasamningi um reglur um veiðar á úthafinu sem íslend- ingar hafa flutt á vettvangi Samein- uðu þjóðanna ásamt Kanada, Arg- entínu og fleiri ríkjum. Skjalafals Við rækfiega skoðun textans á þessum furðulegu drögum kom í ljós að hann var nánast skjalafals. Sum ákvæði samningsdraganna voru slitin úr samhengi en öðrum mikilvægum ákvæðum var ein- faldlega sleppt. T.d. var sleppt að geta þess að samningsdrögin ætla strandríkjum frumkvæðisrétt að samningum við úthafsveiðiþjóðir en ætla svæðisbundnum alþjóða- KjáUajinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur stofnunum að setja nánari reglur og annast eftirlit. Norðmenn létu eins og samnings- drögin ætluðu strandríkjunum ein- hliða óskorað vald yfir úthafsveið- Unu ef um væri að ræða kvóta- bundna stofna sem eru inni í og utan lögsögu. Þetta er gróf fólsun því strand- ríkjunum er hvergi veittur slíkur einhliða réttur í samningsdrögun- um. Olíuauður - gróðafíkn Skjalafals af þessu tagi í milli- ríkjasamningum bendir til þess að Norðmenn telji sig hafa veikan málstað að verja og er það svo sannarlega rétt mat. Þannig vefst það aldeilis fyrir Norðmönnum að útskýra að þeir hafa ekki enn treyst sér til að staðfesta hafréttarsátt- málann frá 1972. Með því að stað- festa ekki hafréttarsáttmálann koma Norðmenn síðan í veg fyrir það, fyrir sitt leyti, að réttur strandríkja til stjórnunar á úthafs- veiðum á forsendum fiskverndar nái fram að ganga. Norðmenn bera því að sjálfsögðu við að þeir geti ekki sætt sig við þau ákvæði hafréttarsáttmálans sem kveða á um nýtingu auðlinda á hafsbotni, t.d. olíu. Ef hafréttar- sáttmálinn væri t.d. núna gild haf- réttarlög þyrfti Noregur að greiða umtalsverðan hlut af olíugróðan- um til eflingar fátækum ríkjum þriðja heimsins. Norðmenn láta því einfaldlega í þessum efnum stjórn- ast af olíuauðnum og gróðafíkn umfram umhverfisverndina. Sannleikurinn er sá, sem Jón Baldvin hefur svo rækilega afhjúp- að, að ásakanir Norðmanna um stefnubrigð íslendinga koma úr hörðustu átt. Það væri vissulega fjarri öllum sanni að Norðmenn væru í fararbroddi strandríkja um útfærslu fiskveiðilögsögunnar, úr 3 mílum (sem var einfaldlega drægni fallbyssnanna í sjóher hennar há- tignar Bretadrottningar á 19. öld) í 200 mílur. Norðmenn eru nefnilega eins og allir vita mikil kaupskipaþjóð og fylgdu lengst af sjónarmiðum Breta um algjört frelsi á úthöfunum. ís- lendingar þurftu því svo sannar- lega að leita að bandamönnum annars staðar í landhelgisdeilun- um gegn Bretum. Þessar vina- og bandalagsþjóðir okkar reyndust helst vera í Suður-Ameríku og meðal annarra fátækra þjóða heims. Guðlaugur Tryggvi Karlsson „Ef hafréttarsáttmálinn væri t.d. núna gild hafréttarlög þyrfti Noregur að greiða umtalsverðan hlut af olíugróð- anum til eflingar fátækum ríkjum þriðja heimsins.“ Spurning um trú „Það ber vott um mik- inn hroka hjá mannkyninu aðálitaað við séum ein í al- heiminum. Þúsundir nú- lifandi manna _ „ _ . hafaséðfljúg- Guð,au9ur ,Bef9- andi furðu- maen verslunar- hluti og ótrú- maður' lega margir hafa haft samneyti við efniskenndar geimverur. Eimiig eru þeir Qölmargir sem hafa haft huglægt samband og samband við þær í drauraum. Þetta er auðvitað ekki sönnun fyrir þá sem trúa ekki á huglægt samband en á hinn bóginn hefur þaö verið sannað að það er hægt aö senda huglæg skilaboð milli manna. Það sem eftir situr er að svo miklar sannanir eru fyrir ein- hvers konar verum úti í geimn- um að ekki verður gengið fram hjá þeim. Hitt er svo annað mál aö við erum enn föst í þeirri bá- bilju að álíta að alit lif hfjóti að vera byggt upp eins og við þekkj- um það en aðrar hugmyndir um lífsform eru mjög fjarlægar mönnum, sérstaklega þeim sem byggja þekkingu sína á vísindum og tækni. Þegar upp er staðið er þetta spurning um trú. Sönnunin sem slík er ekki til staöar, þótt því sé haldið fram af þeim sem best þekkja til, að samband hafi náöst við geimveriu- víðs vegar um jörðina. Við sem trúum á til- vist vitsmunavera í alheimnum teljum hins vegar að ekki verði um neitt eðlilegt samband við þær að ræða fyrr en við erum búin að breyta lifsstíl okkar til hins betra." Hugarfóstur „Það er fyrst til að taka að vissar líkurerufyrir þviaðliffmn- ist í alheimi utan jaröar- innar, hvort sem það er innan okkar vetrarbrautar eða annarra Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðl- isfræðingur. vetrarbrauta. En þaö segir ekkert til um það hvort slíkar verur geti verið á ferðalagi utan síns sól- kerfis. Við getum þaö ekki og það er ekki víst að þær geti þaö, séu þær til; Þannig að tilvist lífs utan jarðar segir ekkert til utn líkurn- ar á heimsókn hingaö til jarðar, það eru einfaldlega ekki gild rök með eöa á móti. En ef við tökum lúns vegar fyrir líkurnar á heim- sókn geimvera til jaröarínnar liggttr sönnunarbyrðin hjá þeim sem segja að þetta sé mögulcgt. því það verður að segjast eins og er að líkurnar á slíkri heimsókn eru mjög litlar. Það er skemmst frá því að segja að ég hef fylgst vel raeð þvi sem hefur verið skrifað um þetta og þaö hefur aldrei komið neitt ann- að fram en munnlegar frásagnir, ljósmyndir eða kvikmyndir sem gætu nýst sem stuðningur með þessu. Af þessum hlutum hefur ekkert veríð af þeim gæðum eða stærðargráðu að þaö hafi nýst sem óyggjandi sannanir fyrir því að hingað hafi konúð geimverur. Niðurstaðan er þvl sú að þrátt fyrir áratugaskoðun og leit hefur aldrei neitt komiö fram sem renn- ir stoðum undir það að hingaö komi nokkur utan úr geimnum. Þangað til það gerist er málið hugarfóstur jieirra sera leggja þaöfram." -bm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.