Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993
Fréttir
Býr í vegavinnuskúr við slæman aðbúnað á Vestflörðum:
Yf irvöld hafa afskipti
af háöldruðum einbúa
- þetta er alveg skelíilegt ástand, segir sýslumaðurinn á ísafirði
mokað ílórinn og hreinsað frá skepn-
Aðaistelnn, bóndi að Laugabóli, stendur fyrir framan nautgripi sína. Fyrir aftan hann á myndinni er vegavinnuskúr-
inn sem Aðalsteinn býr í eftir að ibúðarhús hans brann fyrr á árinu. DV-mynd Jóhann H.
Sýslumaður á ísafirði hefur gefið
Aðalsteini Guðmundssyni, háöldr-
uðum einsetumanni að Laugabóh í
Amarfirði, lokaviðvörun um að bæta
úr aðbúnaði sex nautgripa á búi sínu.
Að öðrum kosti verða gripimir tekn-
ir úr vörslu hans og þeim lógað.
Fjós og íbúöarhús ónýtt
Ábúandinn á Laugabóli hefur orðið
fyrir miklum skakkaíollum í vetur.
Þak fauk af fjósinu á bænum
snemma í vetur en menn komu til
aðstoðar og reistu bráðabirgðaþak
yfir fiósið. 23. apríl síðastliðinn
brann svo íbúðarhúsið ofan af Aðal-
steini þannig að ekki þarf sérfróöa
menn til að sjá að húsakostur allur
á Laugabóli er í löku ásigkomulagi.
Jónas Ólafsson, sveitarstjóri á
Þingeyri, segir Aðalstein á engan
hátt í stakk búinn til aö búa þama
einan. „Þetta er orðinn háaldraður
maður og getur ekki sinnt um skepn-
ur. Fjósið er varla uppistandandi
þannig að það fer í fyrsta roki. Eftir
að bærinn og hlaðan brunnu í vor
hafa flestir veggir fallið inn og þetta
er allt að hrynja saman. Hann er
þarna í vegavinnuskúr og samþykkti
að fá skúrinn til að vera þarna í sum-
ar og lofaði svo að hverfa í haust en
hann hefur eitthvað verið að eflast í
þeirri ákvörðun sinni að vera þama
áfram. Hins vegar er hann með naut
þama og þau verða tekin í dag (í
gær). Hann er sammála því að losa
sig við þau en er ekki alveg sáttur
við að slátra kúnni en af því verður
sjálfsagt í lok sláturtíðar því hann
getur ekki haft skepnur þama enda
aðbúnaður til þess ekki fyrir hendi.
Þannig að ég á von á því að hann
fari. Hins vegar er ágætt fyrir hann
að vera þama á vorin og sumrin til
að sinna æðarvarpi sem er þama.“
Jónas segir að það sé mjög gott að
eiga samskipti við Aðalstein. „Hann
er alltaf að fara að byggja upp. Það
kemst aldrei annað að hjá gamla
manninum.“
Dýrahaldið kært
Samkvæmt heimildum DV sendi
Samband dýravemdarfélaga íslands
sýslumanni á ísafiröi bréf í kjölfar
þess að þak fauk af fiósinu á bænum
í byijun febrúar. í bréfinu er fullyrt
að bóndinn sé heylítill og þaö hey
sem sé til staðar sé einnig næringar-
lítið. Sambandið fór því fram á það
við sýslumann að skepnunum yrði
komið í burt svo sómasamlega yrði
að þeim búið og þær fóðraðar nægi-
lega. Að öðrum kosti yrði dýrunum
lógað.
Afskipti sýslumanns
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu-
maður á ísafirði, segir að við skoðun
lögreglufulltrúa, forðagæslumaxms
og dýralæknis á aðbúnaði á Lauga-
bóli hafi komið fram að skepnumar
væm ekki illa haldnar en heyið, sem
kýmar höfðu úr að moða, var rýrt
að fóðurgildi og geymt í fiárhúsi tals-
vert langt frá fiósinu. Bráöabirgða-
þak var á fiósinu og bóndinn gat ekki
unum.
Samkvæmt heimildum hafa menn
frá Landhelgisgæslunni mokað frá
skepnunum og aðstoðað hann á ann-
an hátt. Þá hefur Þingeyrarhreppur
einnig sent menn með æmum til-
kostnaði í vetur til að annast skepn-
urnar fyrir bóndann og um tíma var
notaður snjóbíll til fararinnar.
í vor kallaöi svo sýslumaður Aðal-
stein á sinn fund og tilkynnti honum
að ef húsakostur á staðnum yrði ekki
bættur myndi hann taka skepnumar
af honum þar sem það væri andstætt
dýraverndunarlögum að halda þær
við þessar aðstæður.
Skelfilegt ástand
í dag býr Aðalsteinn í vegavinnu-
skúr sem fyrir skömmu var hita- og
rafmagnslaus. í hðinni viku bætti
svo sýslumaður úr þvi ástandi og lét
gera við það nauðsynlegasta.
„Ég er mjög feginn að ég skyldi
fara þama sjálfur því þetta er alveg
skelfilegt ástand og þaö er ekkert hús
þama sem hæfir skepnum og hann
virðist á engan hátt fær um að bæta
úr ástandinu. Þegar við komum
þama á staöinn var hann skjálfandi
úr kulda og matarlítfil. Það er mjög
leitt að þurfa að standa í slíku en
annarra kosta er ekki völ,“ segir Ól-
afur Helgi.
Samkvæmt heimildum DV hefur
Aðalsteinn sjaldnast tekið vel þeirri
hjálp sem honum hefur borist. í dag
hefur hann uppi áform um byggja
nýtt fiós og hefur hann einnig viður-
kennt fyrir yfirvöldum aö hann sé
mjög háður hjálp annarra, sérstak-
lega þegar veður og samgöngur em
slæmar. -pp
I dag mælir Dagfari_________________
Geimferðir undir Jökli
Það verður aldeilis líflegt í ferða-
bransanum á næstunni. Ekkert
stopp þar þótt haustiö sé komið.
Ferðamannaþjónustunni hefur
nefnilega bæst nýr markhópur sem
ekki er af verri endanum. Það em
ferðamenn sem koma alla leið utan
úr geimnum!
Geimvemr em væntanlegar til
íslands í nóvember næstkomandi.
Þær ætla nánar tiltekið að birtast
á Snæfellsjökli þann fimmta nóv-
ember, segir einn af aðstandendum
ráðstefhu um geimverur og Qjúg-
andi furðuhluti, sem haldin var í
Háskólabíói á dögunum. Þar var
fúllt út úr dyrum og komust færri
að en vildu.
Eför því sem aðstandendur ráð-
stefnunnar segja, hafa geimverur
lengi reynt að ferðast til íslands.
Magnús Skarphéðinsson, hvala-
vinur og bróðir umhverfisráð-
herra, upplýsir að geimverur sjáist
að staðaldri á kortérs fresti. Enn
hefúr enginn talað viö þær nema á
miðilsfundum en áhugamenn um
fljúgandi furðuhluti hafa hvað eftir
annað orðið varir við geimverur
og telja ótvírætt að þær hafi áhuga
á nánari kynnum við jarðarbúa.
Áhugamenn um geimverur hafa
stofnaö félag sem heitir Snæfellsás
hf.,
„Ég held að geimverumar hafi
valið ísland, því það er ekki hem-
aðarland," segir Guðrún Berg-
mann, formaður Snæfellsáss. „Það
verða ekki skriðdrekar eða fall-
byssur sem bíða þeirra þegar þær
lenda,“ segir Guðrún.
„Og heldur ekki vísindamenn
sem ætla að skera í þær og rann-
saka. Auk þess er gluggi í andrúms-
loftinu yfir Snæfellsjökli, sem gerir
þeim betur kleift að lenda þar held-
ur en annars staöar. Þama verður
líka friðsamlegt fólk með opinn
huga, tilbúið að taka á móti þeim
og skynja hvaða skilaboð koma frá
þeim.“
Þetta er rosalega spennandi og
fyrir utan þennan óvænta ferða-
mannstraum utan úr geimnum,
má búast við fiölda ferðamanna af
okkar eigin plánetu, sem er frið-
samlegt fólk, sem ætlar ekki að
skera eða rannsaka geimverumar
heldur halda fund með þeim og vita
hvað við getum gert meira fyrir
vemr úti í geimnum, sem vilja
heimsækja okkur.
Kannske geta þær líka gert eitt-
hvað nytsamlegt fyrir okkur hér
heima. Islendingar em blankir um
þessar mundir og hver veit nema
geimvemmar séu ríkar og vel
stæðar og eigi eitthvað aflögu sem
þær geta ekki notað úti í geimnum?
Hver veit nema íslendingar geti
verið móttökustöð fyrir ýmiss kon-
ar verðmæti í geimnum, sem geim-
verar ráða yfir?
Það er gott að hafa þennan glugga
fyrir ofan Snæfellsjökul þar sem
geimvemmar koma sér í gegn,
bæði sjálfum sér og furðuhlutum,
sem hægt er að hafa til sýnis uppi
á jökli. Á Langjökli hyggst Kristó-
fer á Húsafelli höggva íshelli í jök-
uhnn sem yrði nýjung í ferðaþjón-
ustu og þar eiga að vera gistiher-
bergi og tónleikahöll.
Hvers vegna ekki að nýta þessa
hugmynd og biðja Kristófer í Húsa-
felli að reisa íshelli á Snæfellsjökli?
Sú ferðaþjónusta kæmi sér vel fyr-
ir geimverumar og þá jarðarbúa
sem vilja taka á móti þeim.
Magnús hvalavinur telur geim-
verur geta bæði verið góðkynja og
filkynja. Ef búiö er að höggva ís-
helÚ í Snæfellsjökul með mörgum
vistarvemm gætu þau Guðrún og
Magnús flokkað geimverurnar
sundur þegar þær birtast í gegnum
gluggann og lokað þær illkynja inni
en boðið hinum á ráöstefnu, þar
sem engir vísindamenn og engir
hermenn em mættir og allir gerta
fallist í faðma og verið góðir hver
við annan. Hver veit nema stofnast
geti til ástarsambands á milli gesta
og gestgjafa með þeim árangri aö
íslendingar yrðu blandað kyn af
jarðarbúum og geimverum og aug-
lýst sig upp sem slíkir. Þaö mundi
verða rosaleg innspýting fyrir
feröamannaþjónustuna.
Snæfellsás hf. á að sækja um
styrk til ríkisins og biðja forsætis-
ráðherra um að bjóða geimverun-
um í kvöldverðarboð. Dagfari er
sannfærður um að geimverunum
mun finnast mikið til þess ef sjálfur
forsætisráðherra vill hitta þær og
stofna til sfiómmálasambands
milli íslands og geimsins. Hér er
loksins komin atvinnu- og ferða-
mannastarfsemi sem borgar sig.
Sérstaklega ef geimverumar veröa
góðkynja.
Dagfari