Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993
11
UÚönd
Aðalsarnningamaður Palestínumanna efíns um samkomulagið við ísrael:
Erum ekki í aðstöðu
til að undirrita það
Haidar Abdel-Shafi, aðalsamninga-
maður Palestínumanna í friðarvið-
ræðunum við ísrael í Washington,
sagði í gær að lið hans væri ekki tíl-
búið að skrifa undir friðarsamkomu-
lagið sem ísraelsk stjórnvöld og
Frelsissamtök Palestínu, PLO,
sömdu um sín í milh.
„Við erum að skoða samkomulagið
vandlega. Ég get ekki sagt að við sé-
um í aðstöðu til að undirrita það,“
sagði Abdel-Shafi eftir fyrsta fund í
elleftu umferð viðræðnanna.
„Við verðum að vera vissir um að
það komi til móts við grundvahar-
kröfur okkar,“ bætti hann við.
Abdel-Shafi hefur lýst áhyggjum
sínum yfir því að Palestínumenn
megi ekki gefa of mikið eftír í viðræð-
um viö ísraelsmenn.
Embættísmenn úr búðum bæði
ísraelsmanna og PLO sögðu í gær að
menn væru þegar búnir að setja
fangamark sitt undir grundvallar-
samkomulag um sjálfstjóm Palest-
ínumanna á Vesturbakkanum og
Gaza eftir leynilegar viðræður í Ósló.
Háttsettur ísraelskur embættis-
maður sagði að skjahð væri „klappað
og klárt“ og aðeins væri eftir að
ákveða hver undirritaði það.
Heimildarmaður úr röðum Palest-
ínumanna sagði að frekari viðræður
færu nú fram í Ósló fil að reyna að
Leyniviðræður Palestínumanna og Israelsmanna I Osló fóru fram í þessu
húsi, aðalstöðvum iðnfyrirtækisins Borregaard. Simamynd Reuter
Israelsmenn:
Andvígir sjálfstæðu
ríki Palestínumanna
Stjórn ísraels sér fram á að Vestur-
bakkinn og Gazasvæðið undir stjórn
Palestínumanna muni um síðir
mynda sambandsríki með Jórdaníu.
Þetta kom fram í París í gær þar
sem ísraelska sendiráðið þar varð
fyrst til að skýra frá smáatriðum
samkomulags ísraelsmanna og Pal-
estínumanna um sjálfstjóm.
í yfirlýsingu sendiráðsins þar sem
tilögur Israels voru kynntar sagöi að
ísraelska stjórnin væri áfram andvíg
stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu-
manna og hún mundi halda yfirráð-
um sínum í Jerúsalem.
Warren Christopher, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, sagði í gær að
bandarísk stjómvöld styddu sam-
komulagið eindregið og mundu
hjálpa til að útvega fé til að hrinda
því í framkvæmd.
Benjamili Netanyahu, leiðtogi ísra-
elsku stjómarandstöðunnar, fór fyr-
ir hópi hægrisinnaðra stjómmála-
Benjamin Netanyahu.
Símamynd Reuter
manna inn í Jeríkó og kom ísraelska
fánanum fyrir á húsi í bænum sem
íbúar segja að Yasser Arafat, leiðtogi
PLO, muni gera að heimiU sínu. Net-
anyahu sagði að samkomulagið
mundileiðatilstríðs. Reuter
ná samkomulagi um tilkynningu á
viðurkenningu ísraels á PLO.
Yossi BeiUn, aðstoðamtanríkisráð-
herra ísraels, sagði að Símon Peres
utanríkisráðherra færi hugsanlega
til Washington ásamt háttsettum
manni PLO til að undirrita sam-
komulagið ef deiluaðilar féUust á við-
urkenningu hvor á öðrum. Almennt
er taUð að það verði einhvern tíma á
næstu tveimur vikum.
Reuter
Bandamenn
Jeitsinsáenda-
Alexander
Rutskoj, vara-
forseti Rúss-
lands og erki-
fjandi Borís
:;|éltsjis|iiká|i!|
:;:ÍÖð®Lúp:;l;:|j|
menn forsetans j
um að eyði- '
leggja Rússland með því að vera
á endalausu fylhru.
Rutskoj, sem eitt sinn var dygg-
ur fylgismaöur Jeltsíns, hafði orð
á drykkjuskap manna forsolans
í viðtah viö ihaldssamt bænda-
blaðígær. Reuter
Meiriháttar
STOR-CTSAU
Bjóðum ný HANKOOK sumardekk
fyrir fólksbíla með 40% afslætti.
Frábærir hjólbaröar - einstakt tækifæri
Fjölmargar aðrar stærðir
145R12
145R13
155R13
165R13
175/70R13
185/70R13
Kr. -326©- Kr. 1960
Kr. -3486- Kr. 1990
Kr. -3?70- Kr. 2260
Kr.-S959- Kr. 2370
Kr. 4299- Kr. 2570
Kr. 4600 Kr. 2790
175R14
185/70R14
205/70R14
165R15
185/65R15
185/60R14
Kr.-4969-- Kr. 2970
Kr -6+99- Kr. 2990
Kr."83S9— Kr. 3790
Kr. 4699- Kr. 2690
Kr.-6299-Kr. 3770
Kr. "5969- Kr. 3490
Barðinn hf.
Skútuvogi 2 - sími 683080
viltip m isu?
Við kennum alla samkvæmisdansana:
Suðurameríska, standard og gömlu
dansana. Svo kennum við líka
barnadansa.
Einkatímar fyrir þá sem vilja.
Fjölskyldu- og systkinaafslattur.
Innritun og upplýsingar 1. -10. september
kl. 10-22 í síma 64 1111.
Kennsla hefst mánudaginn 13.
september. Kennsluönn lýkur
með jólaballi í desember.
"Opib hús" öll laugardagskvöld.
Supadance skór á dömur og herra.
DANSSKÓLI ,
SIGURÐAR HAK0NARS0NAR
AUÐBREKKU 17, KÓPAV0GI