Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 32
E T T A S KOXi
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augiýsingar - Askrift - DreiÝmg; Sími 632760
Frjálst, óháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993.
Fátugþúsundir
fyrir sigur í kvöld
Pyngja nýkrýndra bikarmeistara
ÍA þyngist nokkuð vinni þeir leikinn
við albanska meistaraliðið Partizani
Tirana í kvöld. Hver leikmaður fær
^þá greiðslur í samræmi við samninga
sem gerðir voru við leikmenn fyrir
tveimur árum. HeimUdir DV fullyrða
að hver maöur fái eitt hundrað þús-
und krónur í vasann en Gunnar Sig-
urðsson, formaður ÍA, segir greiðsl-
urnar lægri.
„Þetta eru bónusgreiðslur sem
þriggja manna samninganefnd leik-
manna samdi um fyrir tveimur
árum. Leikmenn fá greitt fyrir sigur
heima og úti, jafntefli úti, sigur í deild
og bikar og að fyrir komast áfram í
Evrópukeppni. Alhr fá sömu upp-
hæð. Annars eru ýmsar hugmyndir
uppi um greiðslur sem ræddar verða
á stjómarfundi nú í hádeginu," sagði
Gunnar við DV í morgun. -hlh
Tonni af humri
stolið
- þjófamir ófundnir í morgun
Lögreglan í Grindavík hefur ásamt
rannsóknarlögreglunni í Keflavík til
rannsóknar þjófnað á einu tonni af
humri sem var stohð úr beitninga-
og veiðarfæraskúr í Grindavík í
fyrrinótt.
Humarinn var í eigu Vísis h/f og
-r* uppgötvuðu starfsmenn ekki þjófn-
aðinn fyrr en um klukkan tíu í gær-
morgun. Þjófarnir komust inn um
glugga á skúmum og opnuðu dyr á
suðurhhð hússins. Þar bökkuðu þeir
sendihíl inn og lestuðu hann í friði
fyrir vegfarendum.
Um er að ræða svokahaðan „brot-
inn humar“, í fimm khóa kössum,
sem seldur er á innanlandsmarkaði.
Áætlað verðmæti þess stolna er um
hálf mihj ón króna. -pp
Verðhækkun
ákjöti
Frá 1. september hækkar áskriftar-
verð DV úr 1.200 kr. í 1.228 kr. á
mánuði. Að viðbættum virðisauka-
skatti hækkar áskriftarverðið þvi úr
1.368 kr. í 1.400 kr. á mánuði.
Verð blaðsins í lausasölu verður
frá sama degi sem hér segir: virka
daga 140 kr. með virðisaukaskatti og
'M laugardaga 180 kr. með virðisauka-
skatti.
Yfirgengilega
óþverralegt
„Menn Mngja reglulega í mig
og vilja skjóta mig og misþyrma
mér. Þetta eru svona fastir liðir
eins og venjulega en þetta er svo
yfirgengilega viðbjóðslegt, aö
hengja svan með svona kaldlynd-
um húmor og hótunura. Þarna hef-
ur eitthvert blásaklaust dýr verið
tekiö og drepið. Mér fmnst þetta
svo yfirgengúega óþverralegt að ég
næ varla upp í nefið á mér," sagði
Mágnús Skárphéðinsson dýravin-
ur í samtali við DV í morgun.
í gærkvöldi mHli klukkan 23.15
og miðnættis hafa einhveijir eða
einhver hengt svan á útidyrahurð
á húsi Magnúsar. Lögreglan taldi í
fyrstu að um væri að ræða svaninn
Kára, sem Reykvflúngum er að
góöu kunnur af vcru sinni við
Tjömina í Reykjavík, en væng-
fjaðrirnar vantaði á svaninn sem
hékk á hurðinni hjá Magnúsi.
Eínnig er Kári mjög gæfur og gefur
sig að mönnum.
Magnús getur sér helst til að
svanurinn hafi verið hengdur hf-
andi á huröina. „Það lak blóö úr
svaninum þannig aö hann virtist
vera nýhengdm*. Trúlega var hann
annaðhvort kyrktur, snúinn ur
hálsliði eða hrehúega hengdur. Ég
hallast helst á það að hann hafi
verið hengdur þama því það var
mikið far á hálsinum á honum
þannig að hann hefur sennilega
barist um þama,“ segir Magnús.
Um hálsinn á svamnum hékk
miði sem á stóð: „Magnús! Næst
verður þú farinn sama veg, svínið
þitt. Hættu þessu nöldri.“
„Þegar ég var búinn að jafna mig
hringdi ég í lögregluna og hún kom
og tók skýrslu. Menn áttu ekki til
eitt einasta orð yfir þetta,“ segir
Magnús.
Drápið á svanmum er brot á
dýraverndarlögum og fer Rann-
sóknarlögregla ríkisins með rann-
sókn málsins en Magnúsi var einn-
ig hótað lífláti á miðanum sem
hengdur var um háls svansins.
'wm
Verð á kjúklingum, nautakjöti og
eggjum hækkar í dag. Kflóiðafkjúkl-
ingum hækkar um 5,6 prósent,
nautakjöti um 2 prósent og kílóið af
eggjumum4,77prósent. -IBS
Þau eru ánægö með uppskeruna sína, hjónin Guðrún og Elías, sem Ijósmyndari DV rakst á við Korpúlfsstaði í
gær. Þau hafa verið með garð í 30 ár, bæði sér til dægrastyttingar og til að tryggja sér betri kartöflur.
DV-mynd GVA
Veðriðámorgun:
Breytileg átt,
víðast gola
Akureyri:
UppsagniríSlipp-
stöðinniOdda
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Tuttugu og einum starfsmanni
Slippstöðvarinnar Odda hf. á Akur-
eyri var í gær sagt upp störfum og
óttast menn að þetta sé aðeins byrj-
urún á miklum samdrætti í stöðinni.
Ástæða uppsagnarinnar er aðal-
lega mjög ótrygg verkefnastaða í vet-
ur og mjög slæm afkoma. Fyrirtækið
er í greiðslustöövun og hefur tap á
rekstri þess verið hátt í hundraö
milljónir króna sl. 18 mánuði.
JónLog
Hannes efstir
Jón L. Ámasan, DV, Grikklandi:
Islensku skákmennirnir byrja vel
á opna alþjóðlega skákmótinu í Kat-
erini í Grikklandi. Eftir 4 umferðir
hafa Jón L. Ámason og Hannes Hlíf-
ar Stefánsson 4 v. og era efstir ásamt
þýska stórmeistaranum Hertneck og
Rússanum Ibraginov. Þröstur Þór-
hallsson og Margeir Pétursson eru
með 3 /i vinning.
Á mótinu tefla 239 skákmenn, þar
af 13 stórmeistarar. Tefldar verða 9
umferðir. Sú síðasta á sunnudag.
Landbúnaðarmál í gærkvöldi:
Stólamirgáfu
sigundan4
fundarmönnum
Það vakti heldur mikla kátínu á
fundi félags jafnaðarmanna um land-
búnaðarmál á Komhlöðuloftinu í
gærkvöldi þegar- fjórir fundarmenn
féflu í gólfið af stólum sínum.
í annars góðum fundarsal var gest-
um boðið að sitja á einfoldum hvítum
plastsólstólum.
Þegar fyrsti framsögumaður hélt
erindi sitt „hrundu'* tveir fundar-
menn skyndilega í gólfið þegar fætur
sólstóla þeirra gáfu sig. Þegar lengra
leið á datt sá þriðji í gólfið og fékk
sá einnig nýjan stól.
Þegar Guðmundur Ólafsson hag-
fræðingur flutti síðasta erindið fékk
fjórði fundargesturinn að kenna á
því. Guðmundur lét sér hvergi
bregða og sagði: „Þar fór BHMR í
gólfið.“ -Ótt
Veltu bil ölvaðir
Tveir menn voru í morgun fluttir
á slysadeild með minniháttar meiðsl,
að því er talið er, eftir bflveltu við
Sefgarða í morgun.
Mennirnir eru báðir grunaðir um
ölvun við akstur. -pp
ÖFenner
Reimar og reimskífur
bwbett
SuAurtand&braut 10. S. 686499.
4
4
4
4
4
4
4
4
4
LOKI
Þetta hafa verið þungavigtar-
menn hjá krötum!
Spáð er breytilegri átt og víðast
golu á landinu á morgun. Hætt
er við þokusúld sums staðar á
annesjum og einnig við suðvest-
urströndina en skýjað með köfl-
um annars staðar. Hiti 8 til 18
stig, hlýjast í innsveitum.
Veðrið í dag er á bls. 28
+