Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993
27
©1992 by King Faatures Syndicate. Inc. World rights reserved.
Lalli er ekki letingi. Hann er metnaðarfullur «
áskorandi. ~
Lalli og Lína
Spakmæli
Hryggðinni er jafnar skipt en menn
halda.
C. Collett.
PV Fjölmiðlar
Pabba-
drengir í
siónvarpi
kJ Jr
Rikissjónvarpið tók sig til og
sýndi enn einn umræðuþáttinn i
gærkvöldi og var hann sem betur
fer ekki á dagskránni fyrr en rétt
fyrir hálfellefu. í þættinum komu
fram nokkrir ungir pabbadrengir
úr Sjálfstæðisflokknum ásamt
fulltrúa frá Áfengisvamaráöi og
formanni íslenskra ungtemplara.
Þátturinn var sæmilega heppn-
aður af umræðuþætti í sjónvarpi
að vera. Stjórnandin stóð sig vel,
hann var yndislega saklaus þó að
áhorfandinn fengi stundum á til-
finninguna að hann heíði ekki
gert heimavinnuna ■: sína nógu
vcl. Allir þátttalíendur stóðu sig
sæmilega þó að ekki heffiu þeir
neitt sérstaklega spennandi fram
að færa og eldd var það þeim aö
kenna að einungis hörðustu
áhugamenn umm áfengisbölið og
heiraabrugg héldu sig enn við
skjáinn eftir ellefu-fréttir. Það er
undarleg pólitík af hálfu Sjón-
varpsins að halda áfram með yf-
irleitt þurra og leiðinlega um- ■
ræðuþætti svo seint á kvöldin.
Útsendingartímanum þyrfti að
verja miklu betur en svo.
Mótorsport er íþróttaþáttur
sem er til fyrirmyndar í sjónvarp-
inu þessa dagana. Þátturinn er
ákaflega vel unninn, flölbreyti-
legur og skemmtilegur. Stjóm-
andinn, Birgir Þór Bragason,
kann að nota sjónvarpið til að:
koma því á framfæri sem hann
vill segja. Klippingarnar eru
nokkuö hraöar enda býður
íþróttin upp á slíkt, stefiö brýtur
þáttinn skemmtilega upp og býr
til brú yfir í nýtt efni. Birgir Þór
er ekkert að orðlcngja iilutina.
Ilann segir þaö sein hann viIT
segja og kemur miklu á framfæri
á stuttum tima. Þetta eru ákaf-
lega skemmtilegir og vel heppn-
aðir þættir hjá honum. Hann er
greinilega á réttri braut.
Guðrún Helga Sigurðardóttir
Jarðarfarir
Elínborg Pálsdóttir, sem andaðist á
Droplaugarstöðum 29. ágúst, verður
jarðsett frá Fossvogskapellu mánu-
daginn 6. september kl. 13.30.
Guðrún Jónsdóttir, Fagrabæ, sem
lést á Kristnesi fóstudaginn 27. ág-
úst, verður jarðsungin frá Laufás-
kirkju laugardaginn 4. september kl.
14.
Jón Þorberg Eggertsson, Miðtúni 16,
ísafirði, sem lést 30. ágúst, verður
jarðsunginn frá Hnífsdalskapellu
laugardaginn 4. september kl. 14.
Þuríður Ágústa Jónasdóttir, Yrsu-
felli 28, Reykjavík, andaðist á heimili
sínu 20. ágúst sl. Jarðarfórin hefur j
farið fram í kyrrþey.
Bjarni Tómasson, Breiðumörk 5,
Hveragerði, verður jarösunginn frá
Hveragerðiskirkju laugardaginn 4.
september kl. 14.
Gunnar Sigurjónsson, fyrrv. verk-
stjóri og starfsmaður Hitaveitu
Reykjavíkur, Reynimel 76, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 2. september kl. 13.30.
Aðalsteinn Guðmundsson frá
Stakkadal í Aðalvík, síðast til heimil-
is á Droplaugarstöðum, Snorrabraut
58, Reykjavík, sem andaðist í Borgar-
spítalanum aðfaranótt 18. ágúst sl.,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju fimmtudaginn 2. september
kl. 13.30.
Þuríður Indriðadóttir, Gilá, Vatns-
dal, verður jarðsungin frá Búrfelli í
Grímsnesi laugardaginn 4. septemb-
er kl. 11. Kveðjuathöfn verður að
Undirfelli fóstudaginn 3. september
kl. 14.
Jón Óskar Evertsson andaðist á Elli-
heimilinu Grund 23. ágúst. Útfór
hans hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hins látna.
Útför Sveins Björnssonar frá Fossi á
Síðu, Dvergabakka 12, Reykjavík,
sem lést 24. ágúst, verður gerö frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 2.
september kl. 15.
Slökkvilið-lögregla
Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og
0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími
11100.
Seltjarnarnes: Lögreglan s. 611166,
slökkvilið og sjúkrabifreið s.11100.
Kópavogur: Lögreglan sími 41200,
slökkvihð og sjúkrabifreið sími 11100.
Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166,
slökkvilið og sjúkrabifreið sími 51100.
Keflavík: Lögreglan s. 15500, slökkvilið
s. 12222 og sjúkrabifreið s. 12221.
Vestmannaeyjar: Lögreglan s. 11666,
slökkvilið 12222, sjúkrahúsiö 11955.
Akureyri: Lögreglan s. 23222, 23223 og
23224, slökkvilið og sjúkrabifreið s.
22222.
ísafjörður: Slökkvilið s. 3300, brunas.
og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222.
Apótek
Nætrn-- og helgidagaþjónusta apótekanna
í Reykjavík 27. ágúst til 2. sept. 1993, að
báöum dögum meðtöldum, verður í
Lyfjabúðinni Iðunni, Laugavegi 40A,
simi 21133. Auk þess verður varsla í
Garðsapóteki, Sogavegi 108, sími
680990, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til
22 á laugardag. Upplýsingar um lækna-
þjónustu eru gefnar í síma 18888.
Mosfellsapótek: Opið virka daga frá
kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12.
Apótek Garðabæjar: Opið mánudaga-
föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl.
11-14. Sími 651321.
Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá
kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12.
Hafnarijörður: Norðurbæjarapótek
opið mánud. til funmtud. kl. 9-18.30,
Hafnarfjarðarapótek kl. 9-19. Bæði hafa
opið föstud. kl. 9-19 og laugard. kl. 10-14
og til skiptis helgidaga kl. 10-14. Upplýs-
ingar í símsvara 51600 og 53966.
Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19
virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h.
Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka
daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12.
Apótek Vestmannaeyja: Opið virka
daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar-
daga og sunnudaga.
Akureyrarapótek og Stjörnuapótek,
Akureyri: Á kvöldin er opið í því apó-
teki sem sér um vörslun til kl. 19. Á
helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á
öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak-
vakt. Upplýsingar í síma 22445.
Heilsugæsla
Slysavarðstofan: Sími 696600.
Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur
og Seltjarnarnes, sími 11100,
Hafnarfjörður, sími 51100,
Keflavík, sími 20500,
Vestmannaeyjar, sími 11955,
Akureyri, sími 22222.
Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé-
lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og
funmtudögum kl. 11-12 í síma 621414
Læknar
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 08, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tímapantanir í
sími 21230. Upplýsingar um lækna og
lyfjaþjónustu í símsvara 18888.
Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla
virka daga fyrir fólk sem ekki hefur
heimilislækni eða nær ekki til hans (s.
696600) en slysa- og sjúkravakt (slysa-
deild) sinnir slösuðum og skyndiveik-
um allan sólarhringinn (s. 696600).
Læknavakt Þorfinnsgötu 14. Skyndi-
móttaka-Axlamóttaka. Opin 13-19
virka daga. Tímapantanir s. 620064.
Seltjarnarnes: Heiisugæslustöðin er
opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar-
daga kl. 10-11. Sími 612070.
Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes:
Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta
morgun og um helgar, sími 51100.
Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8
næsta morgun og um helgar. Vakthaf-
andi læknir er í síma 20500 (sími Heilsu-
gæslustöðvarinnar).
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í
síma 11966.
Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu-
gæslustöðinni í sima 22311. Nætur- og
helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far-
sími) vakthafandi læknis er 985-23221.
Upplýsingar hjá lögreglunni í síma
23222, slökkviliðmu í síma 22222 og
Akureyrarapóteki í síma 22445.
Heiinsóknartíim
Landakotsspítali: Alla daga frá kl.
15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18,
aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör-
gæsludeild eftir samkomulagi.
Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl.
18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18.
Heiisuverndarstöðin: Kl. 15-16 og
18.30-19.30.
Fæðingardeild Landspítalans: Kl.
15-16 og 19.30-20.00.
Sængurkvennadeild: Heimsóknartími
frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30.
Fæðingarheimiii Reykjavíkur: kl.
15-16.30
Kleppsspitalinn: Kl. 15-16 og 18.30-
19.30.
Flókadeild: Kl. 15.30-16.30.
Grensásdeild: Kl. 16-19.30 virka daga
og kl. 14-19.30 laugard. og sunnud.
Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími.
Kópavogshælið: Eftir umtali og kl.
15-17 á helgum dögum.
Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug-
ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga
og aðra helgidaga kl. 15-16.30.
Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16
og 19-19.30.
Barnaspitali Hringsins: Kl. 15-16.
Sjúkrahúsið Akureyri: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Kl.
15-16 og 19-19.30.
Sjúkrahús Akraness: Kl. 15.30-16 og
19-19.30.
Hafnarbúðir: Kl. 14-17 og 19-20.
Vifilsstaðaspitali: Kl. 15-16 og 19.30-20.
Geðdeild Landspítalans Vífilsstaða-
deild: Sunnudaga kl. 15.30-17.
Söfnin
Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag-
lega kl. 13-16.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op-
ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16.
Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst.
Upplýsingar í síma 84412.
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155.
Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s.
79122.
Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270.
Sólheimasafn, Sólheimum 27, s. 36814.
Ofangreind söfn eru opin sem hér segir:
mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl.
9-19, laugard. kl. 13-16.
Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opið
mánud.-laugard. kl. 13-19.
Grandasafn, Grandavegi 47, s.27640.
Opiö mánud. kl. 11-19, þriðjud.-föstud.
kl. 15-19.
Seljasafn, Hólmaseli 4-6, s. 683320.
Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir víðs
vegar um borgina.
Sögustundir fyrir böm:
Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgar-
bókasafniö í Gerðubergi, funmtud. kl.
14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl.
10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12.
Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8.
Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18.
Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7:
er opið daglega nema mánud. kl. 12-18.
Listasafn Einars Jónssonar er opið
alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16.
Höggmyndagarðurinn er opinn alla
daga kl. 11-16.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar á
Laugarnesi er opið mánud.-fimmtud.
kl. 20-22 og um helgar kl. 14-18. Kaffi-
stofan opin á sama tíma.
Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg:
Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og
laugard. kl. 13.30-16.
Norræna húsið við Hringbraut: Sýn-
ingarsalir í kjallara: alia daga kl. 14-19.
Bókasafn Norræna hússins: mánud. -
laugardaga kl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17.
Sjóminjasafn Islands er opið daglega
kl. 13-17 júní-sept.
J. Hinriksson, Maritime Museum, Sjó-
og vélsmiðjuminjasafn, Súðarvogi 4, S.
814677. Opið kl. 13-17 þriðjud. - laugard.
Þjóðminjasafn íslands. Opið daglega
15. maí - 14. sept. kl. 11-17. Lokað á
mánudögum.
Stofnun Árna Magnússonar: Hand-
ritasýning í Ámagarði við Suðurgötu
opin virka daga kl. 14-16.
Lækningaminjasafnið í Nesstofu á Sel-
tjamarnesi: Opið kl. 12-16 þriðjud.,
fimmtud., laugard. og sunnudaga.
Bilanir
Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og
Seltjamames, sími 686230.
Akureyri, sími 11390.
Keflavík, sími 15200.
Hafnarfjörður, sími 652936.
Vestmannaeyjar, sími 11321.
Hitaveitubilanir:
Reykjavík og Kópavogur, sími 27311,
Seltjamarnes, sími 615766.
Vatnsveitubilanir:
Reykjavik sími 621180.
Seltjamarnes, sími 27311.
Kópavogur, simi 41580, eftir kl. 18 og
um helgar, sími 41575.
Akureyri, sími 23206.
Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555.
Vestmannaeyjar, símar 11322.
Hafnarfjörður, sími 53445.
Símabilanir: í Reykjavík, Kópavogi,
Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og
Vestmannaeyjum tilkynnist í 05.
Bilanavakt borgarstofnana, sími
27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17
síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum
er svarað allan sólarhringinn.
Tekið er viö tilkynningum um bilanir á
veitukerfum borgarinnar og í öðrum
tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa
að fá aðstoð borgarstofnana.
TiJkyimingar
AA-samtökin. Eigir þú við áfengis-
vandamál að stríða, þá er sími samtak-
anna 16373, kl. 17-20 daglega.
Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10,
Rvík., simi 23266.
Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími
91-683131.
Vísir fyrir 50 árum
Miðvikud. 1. sept.
Gíslataka á að kúga Dani.
Kyrrð er engan veginn komin á í landinu. Flóttamenn
haida áfram að komasttil Svíþjóðar.
Sljömuspá
Spáin gildir fyrir fimmtudaginn 2. september.
Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.):
Haiðu augun opin og vertu smámunasamur við þá sem eiga það
skilið. Fáðu aðstoð hjá þeim sem þú treystir til að hrinda mikil-
vægum málum í framkvæmd.
Fiskarnir (19. febr.-20. mars.):
Veldu þér hressa félaga tii að vera með í dag. Treystu vináttubönd-
in og leystu úr vandamáium sem upp hafa komið.
Hrúturinn (21. mars-19. apríl):
Þú verður að sýna mikla tiiiitsemi því andrúmsloftið í kringum
þig er mjög rafmagnað og viðkvæmt. Hristu fortíðina af þér og
horfðu fram á veginn.
Nautið (20. apríl-20. mai):
Varastu að vera of bjartsýnn í ákveönum málum. Gefstu ekki upp
þótt hugmyndir þínar nái ekki fram að ganga.
Tvíburarnir (21. maí-21. júní):
Haltu þig við fyrirætlanir þínar og ákvarðanir og gefðu þér næg-
an tíma til að framkvæma þær. Forðastu að lenda í tímapressu.
Krabbinn (22. júní-22. júlí):
Taktu ekki áhættu í ákveðnu máli þótt þú sért fullur af sjálf-
strausti. Gefðu þér tima til að spá í hlutina áður en þú tekur
endanlega ákvörðun.
Ljónið (23. júlí-22. ágúst):
Fylgdu innsæi þínu, sérstaklega varðandi það sem þú ert að fjár-
festa í og á að endast lengi. Haltu fast um pyngjuna og sóaðu ekki
í óþarfa.
Meyjan (23. ágúst-22. sept.):
Spáðu vel í málin áður en þú tekur ákvörðun og láttu engan hafa
áhrif á þig þar að lútandi. Foröastu stress.
Vogin (23. sept.-23. okt.):
Fáðu aðstoð við það sem þú kannt ekki þjá sérfræðingum. Láttu
ekki þrýsta á að þú gerir eitthvað sem þú vilt ekki sjálfur.
Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.):
Forðastu deiiur við ákveðna aöila því þá þarf enginn að sjá eftir
hvössum orðum sem fjúka þegar fólk er reitt. Anaðu ekki út í
neitt sem þú hefur ekki hugsað til enda.
Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.):
Spáðu vel 1 það sem þú ert að gera og farðu vel yfir smáatriðin
tÚ þess að lenda ekki í vandræðum seinna. Happatölur eru 1,15
og 22.
Steingeitin (22. des.-19. jan.):
Haltu þínu striki og reyndu að hafa tíma fyrir áhugamálin eins
og þú mögulega getur. Heimilislífið hefur mikið að segja.
Ný stjörnuspá á hverjum degi. Hringdu! 39,90 ir. mínútan