Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1993, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM'
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Sögulegar sættir
ísraelsmenn og Palestmumenn eru um þaö bil að
ganga frá samkomulagi um sjálfstjórn þeirra síðarnefndu
á Gazasvæðinu og í Jeríkó. Jafnframt munu Palestínu-
menn viðurkenna tilveru Ísraelsríkis og beita sér gegn
hermdarverkum.
Deilan fyrir botni Miðjarðarhafs hefur í mörg ár og
allt frá stofnun Ísraelsríkis verið eitt viðkvæmasta og
erfiðasta ágreiningsefnið á alþjóðavettvangi. Deilur araba
og ísraelsmanna hafa kostað margar styijaldir og hundr-
uð þúsunda mannslífa. Þar hafa eldar haturs og hermdar-
verka logað glatt. ísraelsmenn hafa verið sakaðir um
stríðsglæpi og arabar hafa svarist 1 fóstbræðralag um að
heyja eilíft og heilagt stríð gegn landnámi gyðinga í Pal-
estínu. Sjálfir hafa Palestínumenn verið landflótta þjóð
og búið í hálfgerðum gettóum á Gazasvæðinu og'á vestur-
bakka Jórdan undir yfirstjóm ísraelsmanna.
Það eru mikil og góð tíðindi þegar samkomulag næst
milli Palestínumanna og ísraelsstjómar um viðurkenn-
ingu hvors um sig á tilveru hins. Það vom Vesturlönd
sem áttu frumkvæði og báru ábyrgð á landnámi gyðinga
í ísrael. Stofnun Ísraelsríkis var tilraun Vesturlanda og
Sameinuðu þjóðanna til að binda enda á hrakninga gyð-
inga um heimsbyggðina og skapa þeim land undir fót.
Með því var fundin lausn á vandamálum gyðinga, en á
móti varð nýtt vandamál til. Palestínumenn vom hrakt-
ir úr sínu eigin landi og hafa aldrei unað þeim málalok-
um. Ekki hefur heldur bætt úr skák að ísraelsmenn hafa
talið sér nauðsynlegt að vinna land og setjast að utan
þeirra landamæra sem þeim var úthlutað. Á það bæði
við um vesturbakka Jórdan, Gazasvæðið og Golanhæð-
imar.
ísraelsmenn áttu samúð og stuðning Vesturlanda vís-
an 1 gegnum tíðina. Þau viðhorf hafa breyst, að minnsta
kosti í almenningsálitinu og fremur kaldar móttökur af
hálfu almennings, stjómarandstöðu og utanríkisráð-
herra íslands, þegar Simon Peres heimsótti ísland á dög-
unum, eru til merkis um þær kröfur sem gerðar hafa
verið til ísraelsmanna um að láta af hörku sinni og yfir-
gangi gagnvart Palestínumönnum. Enginn vafi er á því
að þetta almenningsálit á Vesturlöndum og þá einkum í
Bandaríkjunum hefur átt þátt í því að Simon Peres og
ríkisstjómin í ísrael ljær nú máls á viðurkenningu á sjálf-
stjóm Palestínumanna. Að öðrum kosti vom ísraels-
menn á góðri leið með að einangra sig.
Af eðlilegum ástæðum ríkir nokkur tortryggni, bæði
í ísrael og hjá Palestínumönnum, gagnvart þeim samn-
ingum sem nú em í farvatninu. Báðir gruna hinn um
græsku og enginn þarf að halda að endi sé bundinn á
öll átök. Hatrið hefur grafið um sig of lengi og öfgamar
em of miklar til að slíkar tilfmningar verði bældar niður
með einni undirskrift.
Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að með samkomu-
laginu, sem nú er í augsýn, er brotið blað í heitasta og
harðasta deilumáli samtímans. Þetta eru sögulegar sætt-
ir. Simon Peres, utanríkisráðherra ísraels, hefur sýnt
hugrekki með útspili sínu og Yasser Arafat á líka hrós
skihð fyrir að rétta út sína sáttarhönd. Ef það er rétt að
Johan Jörgen Holst, utanríkisráðherra Noregs, hafi haft
milligöngu um þetta tímamótasamkomulag, hefur ráð-
herrann svo sannarlega gegnt sögulegu hlutverki, sem
er Norðmönnum til framdráttar.
Tíðindunum um samkomulagið er fagnað víða um
heim. Það er merkilegasta sporið sem stigið hefur verið
til varanlegs friðar fyrir botni Miðjarðarhafs.
Ellert B. Schram
Hvað kemur í Ijós?
Það kemur betur í ljós með hverj-
um degi sem líður hvað við hugsum
lítiö. í staðinn tökum við upp kæki
eða orðaleppa hugsanaleysis. Varla
er hægt aö segja að nútímamaður-
inn bpóti heilann, jafn skjótt og
hann nálgast það breytist allt í al-
þjóölegan kæk á borö við þann þeg-
ar viðmælendur segja um allan
hinn vestræna heim: „Þetta var góð
spuming.“ En það er minna um góð
svör.
Til eru hka þjóðlegir kækir sem
koma og fara. Um þessar mundir
gildir einu hvernig reynt er aö
skima um skjáinn á kofanum, sem
við erum komin í með efnahag og
lífsgleði okkar, og spurt hvemig
þar sé raunverulega umhorfs,
svarið er gjarna: Ja, það verður
bara að koma í ljós.
Alltá huldu
Af þessu væri hægt að draga þá
ályktun aö hver maður kveiki ekki
lengur á sinni peru, ekki væri til
sameiginlegt þjóðarljós sem alhr
kveikja, hver með sinni htlu eld-
spýtu, heldur skini yfir íslandi ör-
lagaljós sem við ráðum ekki við.
Þar af leiðandi sjáum viö ekkert
fram í tímann. Einu gildir hvað við
gerum, ómögulegt er aö vita hvaða
afleiðingar verkin kunni að hafa -
það veröur bara að koma í ljós.
í þessum talsmáta er allt á huldu
hvort ljósið er Ijós hinna fornu ör-
laga, ljósið frá Bandaríkjunum,
Efnahagsbandalaginu eða Guði.
Hitt er augljóst að þetta er ekki ljós
halastjömunnar sem fór ljóslaus
fram hjá íslandi um daginn, ekki
Sovétljósið og ekki heldur Rússa-
ljósið sem átti að breyta nótt í dag
á norðurhveh jarðar með geim-
spegli.
Maður gæti haldið að vegna
áhrifa frá mönnum af mestu
KjaUarinn
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
prestaættum landsins lægju Rúss-
ar í lestri íslenskra sálma en hvort
þeir breyta nótt í dag í skammdeg-
inu til þess að hundrað agúrku-
blóm megi vaxa á íslandi í anda
Maos formanns, það verður bara
að koma í ljós.
Tvöfalt Ijósmagn
Orðatiltækið um ljósið er dálítið
undarlegt á meðal okkar sem eig-
um heima í mesta gáfnaljósalandi
heims þar sem halda mætti að
vegna þeirra væri allt komið í ljós
fyrir löngu. En „að sjálfsögðu veg-
ur dimma skammdegið gegn and-
legri birtu með þjóðarþunglyndinu
sem gerir mönnum erfitt að komast
í gegnum skafrenninginn í þjóðlíf-
inu þótt menn hafi fengið sér
brjóstbirtu," segir í skýrslu frá
Ljóstæknifélagi Islands.
Þess vegna er góð regla að reyna
aö gera sér grein fyrir því hvers
vegna menn ætla að kveikja á per-
unni og til hvers á að nota ljósið.
Aldrei er að vita hvort afleiðingin
verður sú birta sem ætlast var til
í upphafi, en kveiki menn á tveim-
ur perum er hklegt að ljósmagnið
verði tvöfalt ef báðar eru jafn sterk-
ar.
Fimmtíu kerta Ijós
Tökum sem dæmi mann í at-
vinnulífmu eða í stjórnmálum. Ef
hann kveikir á tveimur tuttugu og
fimm kerta perum til að lýsa upp
þjóðarmyrkrið eða -haginn þá er
líklegt að ljósið sem við böðum
okkur í veröi fimmtíu kerta ljós.
Eftir þetta þyrftum við ekki að
hlusta endalaust á sama svar þegar
afreksmaðurinn er spurður, hver
afleiðingin verði af athafnasemi
hans: Ja, það verður bara að koma
í ljós.
Guðbergur Bergsson
„Orðatiltækið um ljósið er dálítið und-
arlegt á meðal okkar sem eigum heima
í mesta gáfnaljósalandi heims þar sem
halda mætti að vegna þeirra væri allt
komið 1 ljós fyrir löngu.“
Skodaiúr annarra
Útlendingahatur í lýðræðisríkjum
„Stjómmálabarátta snýst víða um lönd að vem-
legu leyti um það, hvernig tekið er á málum útlend-
inga... Margir óttast raunar, að útlendingahatur sé
farið aö setja of sterkan svip á stjórnmálalíf lýðræðis-
ríkjanna. Stjórnvöld veröi aö svara ofbeldisverkum
í garð útlendinga af fullri hörku. Þau samrýmist
ekki mannréttindahugsjón samtímans og semja
verði alþjóðasamninga um verndun minnihluta-
hópa. Þjóðernisátök geta auk þess riðið ríkjum að
fullu eins og gerst hefur í Júgóslavíu fyrrverandi."
Björn Bjarnason alþm. i Rabbi Lesbókar Mbl. 28. ágúst.
Ekki að eigin áliti heldur annarra
„Á gæðaeftirhtið að vera í höndum opinberra
aðila eða hjá atvinnugreininni sjálfri? Gæðamál
ferðaþjónustu verða aðalviöfangsefni 23. ferðamála-
ráöstefnunnar, sem haldin verður um miðjan sept-
ember í Mývatnssveit. Vonandi verður þar upphafið
að heildarátaki í þessum málum. Dýr vara á ekki
möguleika á markaði nema gæðin séu tryggð, varan
þróuð og aht eftirlit með gæðum hennar sívirkt. Við
verðum að gera best, ekki að eigin áhti, heldur ann-
arra.“ Magnús Oddsson í Mbl. 27. ágúst.
Vandamál í landbúnaði
„Bændur hafa alltaf tekið á sínum málum af
fullri ábyrgð og þeim er ljóst að yfirbygging verður
að vera í sar' :Hn í
atvinnugn ir
landbúnaöu,. ,,nu-
grein, en þar steöja að stórfelld vandamál... Ef
bankarnir skrúfa fyrir afurðalán til þeirra, getur þaö
valdið stórfehdum erfiðleikum í sláturtíðinni, þar
sem gífurlegur kostnaður fellur til á skömmum tíma
í launagreiöslum og öðrum kostnaði. Það er þvi áríð-
andi að það takist að koma þeim málum í viðunandi
horf nú þegar.“ Úr forystugrein Timans 31. ágúst.