Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Qupperneq 6
6
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993
Útlönd
Danir bæði undrandi og reiðir vegna fólskuverks unglinga undir lögaldri:
Krakkar rændu og
myrtu 82 ára konu
- skipulögðu aðförina vel en segjast aðeins hafa ætlað að taka veskið af konunni
Þrír krakkar á unglingsaldri hafa
játað við yfirheyrslur hjá dönsku lög-
reglunni að hafa myrt Birgitte Tol-
strup Pedersen, 82 ára gamla konu,
búsetta á Fredriksbergi í Kaup-
mannahöfn.
Morðið var framið á miðvikudag-
inn og tókst lögreglunni að hafa uppi
á ódæðisunglingunum, sem að sögn
lögreglunnar eru á aldrinum 14 til
16 ára, eftir nokkra leit. Þeir játuðu
á sig verknaðinn í gær og sitja nú
tveir í gæsluvarðhaldi en sá yngsti
er í vörslu félagsmálayfirvalda.
Viö yfirheyrslur hjá lögrelgunni
hafa morðingjarnir lýst atvikum
þannig að þeir hafi ákveðið að sitja
fyrir gömlu konunni þegar hún
kæmi heim til sín úr ferð í banka.
Áttu þeir von á að hún væri þá með
nokkra fjármuni á sér.
Ætlunin var að ræna konuna en
mál þróuðust svo að þeir gengu í
skrokk á henni. Lést konan á leið í
sjúkrahús eftir að hafa fengið þung
höfuðhögg en morðingjarnir hurfu
af vettvangi með andvirði 150 þúsund
íslenskra króna. Ránsfengnum
skiptu ungmennin jafnt á milh sín
og keyptu að eigin sögn leikfóng fyr-
ir peningana.
Morðingjarnir segjast ekki hafa
haft þessa konu í huga þegar þeir
lögðu á ráðin um ránið. Þeir biðu við
bankann eftir fórnalambi sem líklega
hefði á sér mikla peninga.
Einn morðingjanna er danskur en
hinir eru börn innflytjenda. Vitni
voru að tilræðinu og tókst lögregl-
unni að hafa uppi á sökudólgunum
eftir lýsingu sjónarvotta.
Morðið á gömlu konunni hefur
vakið bæði undrun og reiði í Dan-
mörku. Alvarlegir glæpir unglinga
verða æ tíðari í Danmörku. Mörg
dæmi eru um árásir unglinga á gam-
alt fólk þótt fyrr hafi ódæöi af því
tagi ekki kostað mannslíf. Iðjuleysi
unglinga ásamt eiturlyfjaneyslu er
kennt um hvernig komið er.
Þyngsta kona Brasilíu:
Borin út í
gegnum
húsvegg
Hún Jóselína da Siiva er farin í
megrun. Eftir áralanga baráttu viö
offituna ákvað hún að fara á heilsu-
hæli þar sem hennar bíður tveggja
ára strangur megrunarkúr.
Jóselína er þyngsta kona Brasilíu
og einhver þyngsta mannvera sem
uppi hefur verið. Við brottforina af
heimili sínu í Sao Paulo vó hún 900
pund eða um 400 kíló.
Langt er síðan Jóselína stóð síðast
í fæturna og varð að kalla á slökkvi-
liðið til að koma henni úr húsi. Allar
venjulegar dyr eru of þröngar fyrir
þessa miklu konu og varð því aö leita
annarra ráða við að koma henni að
heiman.
Aðfarir slökkviliðsmanna voru
mikilfenglegar í samræmi við verk-
efnið. Byrjuðu þeir á að rífa úr glugga
og síðan hluta úr útvegg á heimili
Jóselínu. Var hún svo borin á svamp-
dýnu út um skarðið.
Læknar telja að Jóselína muni á
megrunartímanum grennast svo
mikið að hún geti staðið upp af
sjálfsdáðum og lifað eðlilegu lífr. Fit-
an var þó orðin svo óskapleg að
læknar spáðu henni ekki öllu fleiri
lífdögum nema hún færi í megrun.
Óráðlegt er talið fyrir svo feitt fólk
sem Jóselinu að fara of geyst í megr-
unina. Því skal kúrinn standa í full
tvö ár. Ekki er vitað til að hún sé
haldin sjúkdómi heldur er offitan
rakintilgóðrarmartarlystar. Reuter
Dollarinn
á uppleið
Gengi erlendra gjaldmiðla gagn-
vart íslensku krónunni hefur verið
frekar stöðugt að undanfómu og eng-
ar stórvægilegar sveiflur, nema hvað
gengi Bandaríkjadollars virðist
hækka á ný. Svipaða sögu er að segja
um pundið.
Gengi svissneska og franska frank-
ans hefur ekki verið lægra síðan um
miðjan ágúst sl. og þýska markið
einnig. Gengi dönsku og sænsku
krónanna hefur haldist nokkuð stöð-
ugt gagnvart íslensku krónunni síö-
ustu tvo til þijá mánuði. Spánskur
peseti, ítölsk líra og japanskt jen hafa
sömuleiðir tekið litlum breytingum.
-bjb
Slökkviliðsmenn í Sao Paulo i Brasilíu uröu aö brjóta niður vegg til að koma Jóselínu da Silva út af heimili sínu.
Hún var nú i vikunni flutt á heilsuhæli þar sem hennar bíöur tveggja ára megrunarkúr. Jóselina er 900 pund að
þyngd, eða um 400 kíló, og telst vera feitasta kona Brasilíu og þótt víðar væri leitað. Simamynd Reuter
Stuttar fréttir dv
Við liggur að bærinn Vares í
Bosníu sé í rúst eftir að múslímar
fóru þar um rænandi og ruplandi.
Morðingja leitað
Lögreglan í
Ástralíu hefur
fundið lík sjö
ungmenna i af-
skekktu skóg-
lendi. Grunur
: leikuráaðeinn
og sami morð-
ingi hafi verið
að verki i öli skiptin. Hann er enn
ófundinn.
Kjamavopn í reiðiieysi
Miklð óstand er á kjamavopn-
um Úkraínumanna svo liggur við
stórslysi að sögn Rússa.
Hlutlaust sjónvarp
Rússneski sjónvarpsstjórinn
hefur heitið hlutlausum frétta-
flutningi af komandi þingkosn-
ingum. Skítkast milli frambjóð-
enda magnast nú dag frá degi.
Byssumenn klagaðir
Hjálparliðar i Sómalíu segja að
brýnt sé að afvopna byssumenn
i landinu vegna árása þeirra.
Byssumenn söðla um
Tveir helstu skæruliðaforingj-
amir í Búrúndi hafa heitið for-
sætisráðherranum stuðningi.
Tveir látniriMalibu
Tveir menn létust í Malibu 1
gær af völdum brunasára.
Slökkvilið Los Angeles segist
hafa undirtökin í baráttunni við
skógareldana.
Heitingaráítalíu
ítalska lög-
reglan er í við-
bragðsstöðu
vegna hótana
umsprengjutil-
ræði. Vaxandi
óánægja er nú
með Sealfaro
forseta vegna
gruns um aöild
armálum.
SkammhlaupíAþenu
Algert öngþveiti varð í Aþenu 1
gær þegar allt rafmagn fór af.
Þyrlurisi til Noregs
Stærsta þyrluþjónusta í Evrópu
ætlar aö hefja rekstur í Noregi.
Höfuðstöðvar verða i Stavanger.
Fjárlagafrumvarpið fer ekki
óbreytt í gegnum norska þingiö
vegna andstöðu kristilegra.
Alþjóðalög brotin
Norskir lögmenn telja aö stuðn-
ingur norskra aöila viö serbneskt
fyrirtæki varði við alþjóöalög.
FtugráníKína
Farþegaþotu var rænt i Kína í
gær og henni snúið til Taívan.
Ræninginn gafst upp þar.
Sihanouk prinsreiður
Norodom Si-
hanouk, prins í
Kambódiu, seg-
ir að ómetan-
legar þjóðminj-
ar í Angkor séu
verr farnar en
áður var talið.
Prinsinn sagði
að meira hefði skemmst síðustu
ár en áður á þúsund árum.
Kráarmorðíngi tekinn
Lögreglan á Norður-írlandi hef-
ur haft hendur i hári manns sem
grunaður er um morðin á kránni
ÍGreysteel. ReuterogNTB