Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.1993, Page 13
LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1993 13 Sannsöguleg framhaldsmynd á Stöð 2: Barátta um bam &CHRYSLER Afuumferd Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600. Alvöru amerískur 4 manna sjálf- skiptur pallbíll, með búnað og aksturseiginleika veglegasta fólksbíls. Verð áður kr. 2.521.000.- m/vsk. Verð nú kr. 2.321.000.- m/vsk. Næstkomandi þriðjudag sýnir Stöð 2 fyrri hluta framhaldsmyndarinnar In a Child’s Name. Þessi mynd er gerð eftir samnefndri og sannsögu- legri metsölubók Peters Maas. Þessi sanna, en ótrúlega saga, dró athygli heimspressunnar að sér og sló mikl- um óhug á bandarísku þjóðina. Teresa Benigno giftist Ken Taylor þrátt fyrir mótmæli fjölskyldu henn- ar. Meðan þau eru í brúðkaupsferð- inni er Teresu misþyrmt hrottalega. Lögreglan handtekur Ken sem segir að ræningjar hafi brotist inn í her- bergið þeirra og misþyrmt Teresu. Sjálfur hafi hann komist undan með naumindum. Þegar Angela, systir Teresu, heim- sækir hana á sjúkrahúsið segist sú síðarnefnda alls ekki muna hvað hafi gerst. Tíminn hður og Teresa eignast barn, Phil. Dag nokkurn tilkynnir Ken að Teresa sé týnd. Lík hennar finnst skömmu síðar illa leikið og beinist grunurinn strax að eigin- manni hennar. Þegar farið er að rannsaka málið kemur í ljós að Ken, þessi myndar- legi tannlæknir, á sér langa og óhugnanlega sögu að baki. Blekking- ar og ofbeldisverk hafa verið hans sérgreinar. Er meðal annars rann- sakað hvort hann hafi verið að verki þegar eiginkonu hans var misþyrmt í brúðkaupsferð þeirra. Baristum barn á eiginkonu sinni. En Benigno-fjölskyldan er ekki laus við Ken þrátt fyrir þennan dóm. Úr fangelsinu reynir hann að fá yfir- ráðarétt yfir syni sínum og viÚ að honum sé komið fyrir hjá foreldrum sínum meðan hann afplánar dóminn. Fósturforeldrar Kens, þau Angela og eiginmaður hennar, hlýða ekki fyrir- mælum réttarins og stinga af með drenginn 1 annað fylki þar sem þau freista þess að ættleiða hann. Nú hefst baráttan fyrir alvöru. Angela Benigno er búin að missa systur sína fyrir hendi þessa manns og hún ætl- ar sér ekki að missa bamið í klær fjölskyldu hans. Með aðalhlutverkin fara Michael Ontkean, Valerie Bertinelli, Timothy Cahart, Mitchell Ryan og Joanna Merhn. Leikstjóri er Tom McLough- lin. Síðari hluti myndarinnar verður sýndur miövikudagskvöldið 10. nóv- ember. Tvöhundruð og þrjátíu hestöfl með tvöhundruð þúsund króna afslætti! Bandarísk dagblöð fylgdust gjörla með réttarhöldunum yfir Ken og forsíður þeirra voru lagðar undir dóminn yfir honum þegar hann var fundinn sekur og dæmdur fyrir morð Baráttan stendur um drenginn Phil. PÖNTUNARLISTARNIR FRÁBÆRT VERÐ PÖNTUNARSÍMI 52866 B. MAGNÚSSON HF. PANTIÐ JÓLAGJAFIRNAR STRAX SUMAR VÖRUTEGUNDIR SELJAST UPP FULL BÚÐ AF VÖRUM Dodge Dakota Club Cab V8 4x4 V8 5,2 l Magnum, 230 hestöfl: Meðaleyðsla aðeins 14-19 1/100 km. Dodge Ram Cummins Bjóðum einnig hina eitilhörðu Dodge Ram með Cummins Turbo Intercooler diesel vél og Dana 60/70 hásingum á sértilboðsverði! Söludeild Jöfurs er opin virka daga 9-18 og laugardaga 12-16. Ath. Allt að 48 mánaða greiðslukjör!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.